Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 Skakkt Eflaust hafa margir sem áttu leið hjá Reykjavíkurhöfn í gær velt fyrir sér hví eitt skipanna var svona skakkt! Ómar Öll veröldin fylg- ist nú með um- brotum á evrusvæð- inu vegna erfiðleika Grikkja. Þeim eru gefin bein fyrirmæli frá Brussel um að skrifa undir risa- stórar skuldarvið- urkenningar. Írar, handjárnaðir af Seðlabanka Evrópu og í kjölfarið kefl- aðir af framkvæmdastjórn ESB, horfa á angistarfullir. Portúgalar og Spánverjar standa álengdar og velta því fyrir sér hvort landið verði næst aðnjótandi „umönn- unar“ ESB. Skattlönd ESB Endurskipulagning grískra ríkisfjármála felur í sér fordæm- islaus inngrip erlendra aðila í gríska hagstjórn. Rætt er um að aðrir en gríska ríkið muni koma að innheimtu skatta í landinu og einkavæðingu ríkiseigna. Þessi at- riði voru nefnd sem skilyrði fyrir „aðstoð“ í formi „neyðarlána“. Þá á vitaskuld að grípa til stórfellds niðurskurðar í ríkisfjármálum, því óstjórn á því sviði er yfirgnæfandi þáttur vandans. Lönd sem gefa frá sér stjórn sinna mála og veita öðr- um umboð til skattheimtu hafa misst sjálfstæði sitt. Þau hafa ver- ið nefnd „skattlönd“. Staða Ís- lands var einmitt slík í margar ald- ir. Írland er nú í sömu stöðu. Hið háa vaxtaálag af nauðungarlánum þeim sem landinu var gert að taka er í raun þungur skattur til ann- arra evrulanda. Engin önnur leið Samhliða því sem forystumenn Evrópusambandsins óskuðu George Papandreou til hamingju með að hafa staðist vantraust í gríska þinginu lögðu þeir áherslu á að komið yrði í gegn þeim hörðu aðhaldsaðgerðum sem settar voru sem skilyrði fyrir áframhaldandi aðstoð sambandsins og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Mikil mótmæli hafa verið í Grikklandi gegn þess- um aðgerðum. ESB hefur lagt áherslu á að önnur leið sé ekki í boði. Gríska þingið hlýddi og þá hófust grísk stjórnvöld strax handa við að mæta kröfum ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Að- gerðunum er ætlað að forða einka- bönkum í öðrum evruríkjum frá miklum vanda. Þær eru í raun ókeypis eftir á ríkisábyrgð á óá- byrg lán þessara banka. Það úr- ræði sem Ísland greip til, að láta hina óábyrgu banka sjálfa bera tjón sitt, er ekki í boði innan ESB. Afréttari handa Evrópu Fjármálaráðherra Þýskalands segir að aðildarríki evrusvæðins búi sig nú undir það versta, en seg- ir þó að ríkin muni spjara sig hvernig sem fer. Hann segist hafa átt von á því, líkt og aðrir starfs- bræður hans í Evrópu, að gríska þingið myndi samþykkja aðgerð- irnar, þrátt fyrir mikla andstöðu heima fyrir. „Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að allt fari á versta veg í Evrópu, en á sama tíma erum við búnir undir það versta,“ sagði hann. Ráðherrann segir að menn hafi dregið þann lærdóm af hruninu árin 2007 og 2008, að efnahagslíf á heimsvísu geti náð sér eftir áfall. Jafnvel árið 2008 gat heimsbyggðin gripið til aðgerða til að takast á við óút- reiknanlegt neyðarástand á fjár- málamörkuðum á heimsvísu með skipulögðum og sam- hæfðum aðgerðum,“ segir þýski fjármála- ráðherrann rogginn. Þetta er fjarstæða. Vandinn var löngu fyrirséður og með- ferðin álíka gáfuleg og að ætla sér að lækna alkóhólisma með afréttara. Sann- leikurinn er sá að ekkert hefur enn verið gert til að lækna sjálfan sjúkdóminn. Evrusvæðið er gallað Bandaríski fjársýslumaðurinn George Soros segir að það sé óhjá- kvæmilegt að eitthvert ríki yf- irgefi evrusvæðið, en nefnir þó ekki neitt ákveðið. Soros segir evrusvæðið hafa verið gallað frá byrjun, þar sem ekki standi eitt ríki að baki þess og einn sameig- inlegur ríkissjóður. Kjarni vand- ans er sá að evrulöndin eiga ekki nógu margt sameiginlegt til að standa saman að einum gjaldmiðli. Iðnrisinn Þýskaland er ráðandi um gengi evrunnar, ásamt ná- granna sínum í vestri, Frakklandi. Löndin á jaðri Evrópu hafa ein- hæfara atvinnulíf og búa að auki við ýmsar sveiflur í náttúrufari sem gera þeim öðru hvoru erfitt fyrir. Bretland hefur ekki einu sinni treyst sér til að vera með. Þegar sveiflur verða geta lönd svæðisins ekki jafnað þær í gegn- um gengi evrunnar. Útflutnings- fyrirtæki týna tölunni og atvinnu- leysi verður afleiðingin. Gjaldmiðill er bara verkfæri. Fari menn illa með þau endast þau stutt. Við eigum þann kost að fara vel með krónuna. Óstjórn í pen- inga- og ríkisfjármálum og óraun- hæfir kjarasamningar verða að heyra sögunni til. Ótímabær umsókn Síðustu 40 árin höfum við Ís- lendingar stefnt að iðnvæðingu, í því skyni að ná stöðugra atvinnu- lífi. Við vitum af reynslunni að hvert einasta atvinnufyrirtæki er dýrmætt. Það kostar kjark, fyrir- höfn, langan tíma og mikla þraut- seigju að byggja fyrirtæki upp, en það tekur ekki nema augnablik að rífa þau niður. Traust atvinnulíf og næg atvinna handa vinnufúsu fólki er mikilvægasta velferðarmálið og í raun besta trygging sjálfstæðis landsins. Það tók okkur ekki nema stutta stund að glata sjálfstæðinu á sín- um tíma. Það tók á hinn bóginn langan tíma að endurheimta það. Um aldir var Ísland skattland Danmerkur. Írland og Grikkland eru ekki sjálfstæð lönd lengur. Þau eru skattlönd ESB. Við eigum langa leið fyrir höndum til að verða fullgildir, sjálfstæðir og upp- réttir aðilar að ESB og enn lengri til að taka upp evru. Umsókn um aðild er alls ekki tímabær. Eftir Ragnar Önundarson » Þegar sveiflur verða geta lönd svæðisins ekki jafnað þær í gegnum gengi evrunnar. Útflutn- ingsfyrirtæki týna töl- unni og atvinnuleysi verður afleiðingin Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur og fv. bankamaður Ótímabærar viðræður um aðild að ESB Í fyrstu grein um stöðu Íslands og hags- muni í utanríkismálum, var það reifað, að flókið samspil landafræði, mannfjölda, auðlinda og menningar hefði al- mennt mikil áhrif á samskipti þjóða og skapaði þeim örlög. Þótt finna megi í slíku samspili ýmsar að- stæður, sem höfðu áhrif á stofnun Efnahagsbandalagsins og síðar á stofnun Evrópusambandsins, er grundvallar samstarfsins að leita á til- tölulega takmörkuðu sviði. Þar er einn þáttur yfirgnæfandi, og hefur haft tilhneigingu til að víkja til hliðar ýmsum staðreyndum, sem draga úr líkum á því að samruni Evrópuríkja í eina stjórnunarheild sé skynsamleg lausn til framtíðar. Nýlega velti einn af höfuðsmiðum Evrópusambandsins því fyrir sér hvort Evrópubúar kærðu sig nokkuð lengur um hið sögulega verkefni um Evrópusambandið. Það er vissulega rétt hjá Jacques Delors, að sú for- senda Evrópusamstarfsins, sem gnæfir yfir allar aðrar, er sagan. Þyngstu rökin fyrir Evrópusamstarf- inu tengjast síendurteknum og eyði- leggjandi styrjöldum, þar sem tekist hefur verið á um auðlindir, stjórn- málakerfi og trúmál nánast sleitulaust öldum saman. Hörmungarnar, sem þessum átökum hafa fylgt, eru ótrú- legar. Það er hugsanlega gagnlegt að vitna lauslega í æviferil eins þeirra manna, sem áttu umtalsverðan þátt í að því að byggja undirstöður Evrópu- sambandsins. Robert Schuman var fæddur í Þýskalandi. Faðir hans var frá Lothringen, sem Þjóðverjar höfðu tekið af Frökkum í fransk-þýska stríðinu 1870-1871. Móðir hans var Lúxemborgari, og Schuman talaði lúxemborgarmál sem móðurmál og hlaut undirstöðumenntun í hertoga- dæminu. Hann lærði bæði frönsku og þýsku, en sótti síðan háskólanám til Þýskalands og varð sér úti um viða- mikla menntun á sviði lögfræði, hag- sem bundust samtökum. Þau ákváðu að efla með sér efnahagssamvinnu, og fórna í áföngum hluta af sjálfstæði sínu til þess að tryggja öryggi landa sinna. Því fer hins vegar víðs fjarri að þessar þjóðir hafi mótað samstarfið á jafnræðisgrundvelli. Það voru tveir aðilar sem héldu um stýrið. Verður að því vikið síðar. Stofnun Evrópusamstarfsins var þannig stórpólitískt mál. Hún lagði grunn að friðsamlegri samvinnu þjóða, sem borist höfðu á banaspjót öldum saman. Þjáningar liðinna alda, sá beiski bikar var drukkinn í botn. Karlamagnús hefði getað orðað það svo: Þeim lærist sem líður („Mult ad apris ki bien conuist ahan“). Eftir því sem Evrópusambandið stígur fleiri skref í átt til ríkisheildar, með hverjum viðbótarsamningi, sem stjórnmálamenn ESB samþykkja án aðkomu kjósenda, koma fram efa- semdir um samrunaferlið, en jafn- framt krafan um að halda áfram, því ella verði gömlu sundrungaröflin leyst úr læðingi. Vaxandi ESB rúmar æ ólíkari hags- muni og fjarlægist þær ríku sagn- fræðilegu ástæður, sem lágu til grundvallar verkinu sem menn eins og Robert Schuman stóðu að á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hagsmunir stofnþjóða, sem og nýrra aðildarríkja verða ólíkari eftir því sem landfræðilegar og menningarlegar staðreyndir verða flóknari. Tekist er á um nauðsyn samræmingar á löggjöf í samræmi við hagsmuni, sem torvelt getur verið að skilgreina sem sameig- inlega. Á þessum mismunandi hagsmunum verður tæpt í næstu greinum. fræði, stjórnmálafræði, guðfræði og tölfræði. Sem þýskur ríkisborgari náði ungi lögfræðingurinn Ro- bert Schuman því að vera kosinn í borgarráð Metz fyrir lok fyrri heimsstyrj- aldarinnar, þegar Elsass- Lothringen varð aftur franskt land undir nafninu Alsace-Lorraine og Ro- bert Schuman franskur ríkisborgari. Schuman varð fljótt mjög virkur í frönskum stjórnmálum. Hann tók sæti í rík- isstjórn Paul Reynaud 1940, lenti í fangabúðum Þjóðverja, flýði og gekk til liðs við neðanjarðarhreyfinguna. Það verður að teljast mjög sérstakt að Robert Schuman varð þegar á stríðs- árunum, og innan neðanjarðarhreyf- ingarinnar, öflugur talsmaður sögu- legra sátta Þjóðverja og Frakka. Þeir voru ekki margir sem slógu á þá strengi í hildarleiknum miðjum. Eftir stríðið varð Schuman mjög áhrifamikill í stjórnmálalífi Frakka og Evrópu, ekki síst sem utanrík- isráðherra Frakklands frá 1948 til 1953, þar sem hann var eins konar klettur í rótleysi franskra stjórnmála á þessum árum. Schuman átti veru- legan þátt í stofnun Evrópuráðsins 1949. Hann er með fullum rétti titl- aður einn af stofnendum Stál- og kola- bandalags Evrópu, sem síðar varð að Efnahagsbandalagi Evrópu, forvera Evrópusambandsins. Ég kynntist konu frá Elsass sem sagði mér að amma hennar, sem náði níræðisaldri, hefði skipt fimm sinnum um ríkisfang. Úr sömu fjölskyldu voru ungir menn kvaddir í herinn af keis- ara Þýsk-austurríska keisaradæm- isins, synir þeirra gegndu herþjón- ustu í þriðja lýðveldi Frakka, en sonarsynir í Þriðja ríki Hitlers. Þeir sem gengu öðrum framar í hild- arleiknum báru ýmist Járnkross eða Croix de guerre eftir atvikum. Þegar ríkin sex tóku höndum sam- an um að byggja frið í Evrópu á yf- irþjóðlegri stofnun, voru það stórþjóð- irnar þrjár og stríðshrjáðu, Frakkland, Þýskaland og Ítalía, ásamt smáþjóðunum, sem herir þeirra höfðu þrammað yfir öldum saman, Eftir Tómas Inga Olrich »Hagsmunir stofn-þjóða, sem og nýrra aðildarríkja verða ólík- ari eftir því sem land- fræðilegar og menning- arlegar staðreyndir verða flóknari. Tómas Ingi Olrich Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Þeim lærist sem líður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.