Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is Þ etta er íslenskur veitinga- staður og íslenskur mat- ur en ekki „nordic“. Við ætlum að leyfa að- alhráefnunum að njóta sín en ef við viljum nota chili eða engifer þá gerum við það alveg,“ seg- ir Hrefna Rósa þegar hún er beðin að lýsa Grillmarkaðnum. Þar verður m.a. á boðstólum nautakjöt, lamba- kjöt og fiskmeti sem keypt er beint af bændum. Að sögn Hrefnu Rósu var ákveðið strax í byrjun að þemað yrði „beint frá bónda“ og segir hún að sú ákvörðun hafi útheimt talsverða vinnu. „Ég hef verið að ferðast í kringum landið að heimsækja bænd- urna, koma upp vináttu- og viðskipta- tengslum. Það hefur farið mjög mikill tími í það en það er alveg þess virði.“ Stuðlaberg, trönur og mosaveggir Að sögn Hrefnu Rósu fylgir því mikil vinna að koma veitingastað á laggirnar. Hins vegar séu eigend- urnir fjórir talsins, Ágúst Reynisson, Ásta Guðrún Óskarsdóttir og Guð- laugur Frímannsson, auk Hrefnu Rósu, og deili þau verkefnunum með sér. Meðal þess sem þau hafa gert saman er að innrétta staðinn en inn- réttingarnar eiga að vísa í íslenska náttúru. „Við erum með mikið af stuðlabergi og notum líka trönur eins og voru notaðar til að þurrka harð- fisk. Svo erum við með mosaveggi sem við höfum límt sjálf upp. Við ger- um nær allt sjálf en þegar kemur að því að við getum ekki meira þá koma smiðir og hjálpa okkur,“ segir hún. Ákváðu að kýla á þetta Eins og margir vita rekur Hrefna Rósa að auki veitingastaðinn Fiskmarkaðinn og er Ágúst einnig meðeigandi að þeim stað. Hún viður- kennir að það hafi ekki verið í kort- unum hjá sér og Ágústi að opna nýj- an veitingastað en Ásta Guðrún og Íslenskur matur í ekta íslensku umhverfi Á morgun verður veitingastaðurinn Grillmarkaðurinn opnaður formlega á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Hrefna Rósa Sætran, einn eigenda staðarins, segir að staðurinn eigi að vera eins íslenskur og hægt sé. Notað sé það hráefni sem landið hefur upp á að bjóða, keypt beint af bændum víðsvegar um landið, en þar að auki var íslensk náttúra höfð að leiðarljósi við hönnun innréttinga staðarins. Morgunblaðið/Ernir Kokkurinn Hrefna Rósa Sætran hefur haft í nógu að snúast undanfarin ár. Stundum hugsar maður með sér að hitt og þetta í hinu daglega lífi gæti verið auðveldara. Hugmyndin á bak við vefsíðuna realsimple.com er ein- mitt sú að gera auðveldu hlutina auð- velda með góðum hugmyndum. Á vefsíðunni má t.d. finna 12 nýjar og spennandi hugmyndir að samlokum fyrir þá sem eru orðnir leiðir á nest- inu sínu. Þar má líka finna sniðugar og auðveldar lausnir fyrir heimilið sem útfæra má á fallegan hátt. Eins og t.d. að setja bakka ofan á fötu og nota sem borð. Eða nota muffinsmót undir ískúlur. Skemmtileg síða með góðum ráðum af ýmsu tagi. Vefsíðan www.realsimple.com Nýtt Samlokur geta orðið leiðigjarnar ef þær eru alltaf eins. Hugmyndir sem auðvelda lífið Blúshátíðin í Ólafsfirði hefst á morg- un, 30. júní, og stendur til 2. júlí. Er þetta elsta blúshátíðin á Íslandi og í ár verður hún haldin í 12. skipti. Hátíðin hefst með tónleikum í Tjarnarborg kl. 21 annað kvöld. Þar spila heimamenn lög KK og Magga Ei- ríks ásamt öðrum blús í bland. Blús í tali og tónum verður á föstu- dagskvöldið. Þar koma fram Ragn- heiður Gröndal, Guðmundur Pét- ursson, Halldór Bragason, Haraldur Þorsteinsson og Jóhann Hjörleifsson. Á laugardeginum verður útimark- aður og lifandi tónlist. Um kvöldið taka nemendur Blússkólans lagið. Þá stíga Blúsmenn Andreu á svið með Andreu Gylfadóttur fremsta í flokki. Endilega … blúsið í Ólafsfirði Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Blúsari Andrea Gylfadóttir. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is 110% leiðin – átt þú rétt? · Ef skuldir eru umfram 110% af verðmæti fasteignar er hægt að sækja um að skuldirnar verði færðar niður að 110% af verðmæti eignarinnar. · Á við um lán til kaupa á íbúð til eigin nota sem áttu sér stað fyrir árið 2009. · Ef veðrými er á öðrum eignum umsækjanda lækkar niðurfærsla skulda sem því nemur. · Kannaðu málið fyrir 1. júlí nk., en þá rennur út frestur til að sækja um þessa niðurfærslu. · Sækja skal um rafrænt á www.ils.is. · Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2011. Þessar lífsglöðu ungu stúlkur dóu ekki ráðalausar þegar það rigndi áWimbledon-tennismótinu í Bretlandi í gær. Þær notuðu teppið sitt semregnhlíf og héldu áfram að skemmta sér og horfa á tenniskeppnina. Þetta er í 125. sinn sem Wimbledon-tennismótið er haldið. Það var fyrst haldið árið 1877 en mótin féllu niður árin 1915-1918 og 1940-1945 vegna fyrri og síðari heimsstyrjaldanna. Mótið í ár stendur yfir í tvær vikur eða frá 20. júní til 3. júlí. Fólk Votviðri á Wimbledon Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.