Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 ✝ Þuríður Stein-unn Vigfús- dóttir fæddist í Hrísnesi á Barða- strönd 22. sept. 1918. Hún lést á Droplaugarstöðum í Rvk. 19. júní 2011. Þuríður var dótt- ir hjónanna Guð- bjargar Guðmunds- dóttur f. 1892, d. 1974 og Vigfúsar Vigfússonar f. 1888, d. 1940, sem bjuggu í Hrísnesi á Barðaströnd og áttu 10 börn sem öll komust upp: Guðmundur, f. 1915, d. 1983, borgarráðsmaður; Vigfús f. 1917, d. 1979, vélvirki; Þuríður; Kristín, f. 1920, d. 2000, sauma- kona; Guðný, f. 1922, d. 1997; V. Helga, saumakona, f. 1923, d. 2009; Hannes f. 1928, rafvirkja- meistari; Erlendur, f. 1926, d. 2005, iðnverkam.; Halldór, f. 1929, vélvirkjameistari; Hilmar, f. 1936, bifreiðastjóri. Foreldrar Þuríðar eiga bæði uppruna á Barðaströnd, en þó langt Snæfellsnes og Dali og yfir til Mela í Hrútafirði. En föðurætt Þuríðar Vigfúsdóttur í karllegg má alla finna í Ísl. æviskrám og fellur undir Einarsnesætt, Lang- sætt, Thorlaciusa frá Brynjólfi á Hle. og Svalberðinga þegar fjær dregur. Þuríður giftist 20.1. 1991 Kára Borgfjörð Helgasyni, f. 1922, d. 2004, þau voru barnlaus. Kári var tvíkvæntur áður og átti með fyrstu konu sinni, Gerði Helgadóttur, f. 1920, d. 1962, son- inn Helga, f. 1958. Önnur kona Kára var Betsy H.M. Jónsdóttir, f. 1920, d. 1988, þau voru barnlaus. Þuríður fór frá 17 ára aldri til vistar „fyrir sunnan“ á vetrum en vann oft á búi foreldra sinna í Hrísnesi að sumri og á heimili hennar í Reykjavík bjó lengi móð- ir hennar, Guðbjörg, sem brá búi 1947, þá ekkja frá 1940. Þuríður réðst ung til starfa á sumarhóteli sænskra hvítasunnumanna, Kaggeholm, og vann um tíma við Garnastöðina í Rvk. og á af- greiðslu Tímans en lengur sem gangastúlka á Hvítabandinu þar til 1959 að hún varð gjaldkeri Sparisjóðsins Pundið sem síðar gekk inn í SPRON og starfaði 31 ár við þær stofnanir. Útför Þuríðar verður verður frá Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykja- vík, í dag 29. júní 2011, kl. 11. ekki sameiginlegan forföður fyrr en í Árna Gíslasyni, sýslum. Hlíðarenda, d. 1587, Há- konarsyni lrm. Haf- grímsstöðum í Ska- gaf. en Ingibjörg Grímsd., kona Gísla á Hafgrímsst. er fyrsta sameiginlega formóðirin. Á öðr- um stað munar þó litlu því að þau eru komin hvort af sínu foreldri meistara Brynj- ólfs Sveinssonar og það á nokkra vegu. Móðurætt Þuríðar kemur mestöll úr Breiðafjarðareyjum með nokkru ívafi úr fjörðunum við norðanverðan Breiðafjörð. Föðuramman, Þuríður, f. 1851, d. 1926, var Þorsteinsdóttir af Þorsteinsætt á Snæfellsnesi, sem út er komin á bók. Föðurafinn, Vigfús f. 1849, Erlendsson, bóndi í Hrísnesi, lést holdsveikur í Laugarnesi 1900. Móðir hans, Valgerður, var Barðstrendingur í föðurætt en móðurkyn hennar fer um endi- Í dag kveðjum við mikla önd- vegiskonu, Þuríði S. Vigfúsdóttir frá Hrísnesi á Barðaströnd. Löng ævi er að baki hjá þér, elsku syst- ir, tæpra 93 ára er þú lést. Þú byrjaðir ung að vinna öll al- geng störf á æskuheimilinu í Hrís- nesi, bæði útivinnu og inni á heim- ilinu. Átján ára fórstu að heiman suður til Hafnarfjarðar og réðir þig í vist þar. Fjórum árum síðar deyr faðir okkar, þá kemur þú heim aftur og vinnur með móður okkar og systkinum þínum við bú- skapinn. Síðan flytjum við öll suð- ur í Kópavog, þú ferð að vinna í Garnastöðinni á Rauðarárstíg, síðan vinnurðu á sjúkrahúsi Hvítabandsins og eftir það hjá dagblaðinu Tímanum. Í lokin vinnurðu hjá Sparisjóðnum Pund- inu, sem síðar sameinaðist Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis, þar endaðir þú starfsævina, rúm- lega sjötug. Þuríður eða Þura systir eins og ég kallaði hana alltaf var mynd- arleg og virðuleg kona í meðallagi há og með mikið dökkt hár. Þura var ekki bara systir mín heldur besti vinur minn og konu minnar Ingileifar. Við hjónin þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur í gegnum árin. Ekki má gleyma að þakka fyrir öll ferðalögin sem við fórum sam- an þrjú sumur á æskuslóðirnar í Hrísnesi. Einnig fyrir ferðina til gömlu Júgóslavíu og eldriborgaraferðina til Færeyja, Danmerkur og Þýskalands auk hringferðarinnar í kringum Ísland. Elsku Þura mín, það voru for- réttindi fyrir mig að eiga þig fyrir systur í öll þessi ár sem við höfum lifað saman. Elsku Þura mín, það er með miklum söknuði sem við hjónin kveðjum þig í dag. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Hilmar S. Vigfússon og Ingileif Þ. Jónsdóttir. Það koma margar minningar í hugann þegar ég hugsa til Þur- íðar. Þuru í Pundinu, eins og hún var oftast kölluð. Hún passaði mig oft þegar að ég var barn á meðan pabbi og amma fóru á samkomu í Fíladelfíu. Hún las úr Biblíunni, sagði mér sögur úr henni og bað fyrir mér. Hún kom oft heim til okkar ömmu með Kristínu Gra- ham í kaffi eftir vinnu í Pundinu. Þegar ég stækkaði meira fór ég oft heim til hennar og hún sagði mér boðskapinn um Brotthrifn- inguna, Þrenginguna miklu og Þúsund ára Ríkið. Þuríður var sérstakur heimilis- vinur hjá okkur ömmu. Hún heim- sótti okkur alltaf í hverri viku ef ekki oftar. Amma var sjúklingur og Þura hafði dálæti á að heim- sækja sjúka og biðja með þeim. Hún hafði hirðishjarta gagnvart veiku fólki. Einu sinni þegar að ég var unglingur var ég staddur í Hljómskálagarðinum nálægt Hringbrautinni. Þá kom Þura vestan úr bæ. Hún hafði verið að heimsækja sjúka á Elliheimilinu Grund og var á leiðinni að heim- sækja sjúka á Landspítalanum. Þuríður var oft á bæn og stundaði mikið bænasamkomur. Eftir að Betsy, önnur kona föð- ur míns, dó, gengu hann og Þur- íður í heilagt hjónaband. Þau áttu saman þrettán ár í farsælu hjóna- bandi. Oft bauð Þura mér í mat og kom þar fram hirðishjartað hjá henni. Mér til mikilla vonbrigða veiktist hún af Alsheimer-sjúk- dómnum og varð minnislaus síð- ustu árin. Síðastliðin fjögur ár fékk hún að dvelja á Droplaugar- stöðum og kom ég yfirleitt til hennar einu sinni í viku. Hún talaði oft um söfnuðinn sinn, Fíladelfíu, og vildi að ég tæki með mér peninga í fórnarbaukinn þegar ég færi á samkomur. Hún styrkti Ómega og Lindina. Einnig vildi hún að Hvítasunnukirkjan Fíladelfía myndi eignast allar eig- ur sínar þegar hún hefði kvatt þennan heim. Þess vegna gaf hún söfnuðinum íbúðina sína. Henni þótti svo vænt um söfnuðinn sinn. Hún vildi honum allt hið besta. Þura mín. Ég þakka þér fyrir allar þínar fyrirbænir og vinskap við mig og fjölskyldu mína í gegn- um árin. Þinn stjúpsonur, Helgi Borgfjörð Kárason. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Nú ert þú farin, elsku Þura frænka mín. Þú varst búin að þrá það um tíma og biðja Drottin að taka þig til sín. Ég kallaði þig alltaf Þuru frænku og þótti mikið vænt um þig. Þú varst móðursystir mín og þið mamma nokkuð líkar í útliti. Í þau skipti sem ég kom til þín eftir að mamma fór, fannst mér ég hafa svo mikið af mömmu í þér. Þú varst mér alltaf svo góð og blíð, það var eins og við tengdumst sér- stökum böndum, kannski af því að þú varst viðstödd fæðingu mína í Hrísnesi. Þú varst reyndar öllum góð og uppáhaldsfrænka hjá mér og fleir- um. Ég minnist sumarsins 1956, þá var ég hjá ykkur nokkrum systkinum mömmu til skiptis með- an ég var í þjálfun hjá Æfingastöð lamaðra og fatlaðra eftir lömunar- veikina sem ég fékk. Það var gam- an að vera hjá þér á Njarðargöt- unni og fórum við á margar samkomur þennan tíma, meira að segja var ein í stóru tjaldi á Skóla- vörðuholti. Við löbbuðum Lauga- veginn einn daginn og mættum manni sem var öðruvísi á litinn en við. „Svoleiðis“ mann hafði ég aldrei séð (11 ára). Mér þótti hann ekki fallegur og sagði þér það. En þá sagðir þú við mig: „Kol- brún mín, það er ekkert ljótt sem Guð hefur skapað.“ Þessu gleymi ég aldrei og það er líka svo lýsandi fyrir þig, hversu yndisleg mann- eskja þú varst. Þegar ég fór að búa og eiga börn varstu þeim líka svo góð. Ég man svo vel þegar ég bjó á Suðurlandsbrautinni, þá komst þú oft og fórst með þau í sunnudaga- skólann. Ég kom líka stundum til þín og ömmu á Hverfisgötuna í litlu notalegu íbúðina ykkar og svo seinna til þín og Kára heitins á Skúlagötuna. Þar áttum við nota- legar stundir og drógum spjald úr stokknum og lásum hvert fyrir annað það sem á spjaldinu stóð. Síðustu árin varstu á Droplaugar- stöðum, varst alltaf glöð og sagðist hafa það gott. Það er svo gott að ylja sér við minningarnar, þær getur enginn frá manni tekið. Ég veit að nú líður þér vel og Guð þig nú geymir elsku hjartans Þura frænka mín. Þín, Kolbrún. Þura amma er farin heim til Drottins. Hún var reyndar ömmu- systir mín, en hún átti engin börn, en var mér og systur minni ávallt sem ljúfasta amma, þess vegna kölluðum við hana alltaf ömmu. Hún átti enga sína líka. Ég man eftir því frá því ég var lítill að við fjölskyldan áttum alltaf öruggt húsaskjól hjá Þuru ömmu. Ef við þurftum á gistingu að halda í borginni þá hýsti hún okkur. Ef við þurftum að næra okkur þá fór- um við gjarnan á Hverfisgötuna til hennar og fengum okkur bita. Ef við áttum leið til Reykjavíkur þá litum við oftar en ekki inn til henn- ar. Það var gott að koma til hennar og ekki sakaði að hún bjó til bestu pönnukökur sem völ var á. Ég á fjölmargar góðar minningar af Hverfisgötunni og síðar einnig af Skúlagötunni þar sem hún bjó með Kára manni sínum eftir að þau giftust á gamals aldri. Ekki fækkaði komum mínum til Þuru ömmu eftir að ég flutti suður til að fara í skóla. Á hverjum sunnudegi bauð hún mér í hádeg- ismat sem hún eldaði af alúð. Eftir matinn var gott að spjalla við hana og biðja með henni en hún bað með mér og fyrir mér og fjölskyldunni fram á síðasta dag. Þura amma leyfði konu minni að finna það frá fyrsta degi að hún væri hluti af fjölskyldunni og barnabarnabörnin fengu alltaf mikla hlýju og elsku frá henni. Hún var alltaf svo barngóð. Söknuður er okkur efst í huga en jafnframt gleði yfir að Þura amma hafi loksins fengið að fara heim til Drottins. Hún var búin að bíða nokkuð lengi eftir heimfarar- leyfi sem hún fékk sunnudaginn 19. júní, en hún hafði einmitt beðið Guð um að fá að deyja á sunnu- degi. Þura amma var orðin þreytt eft- ir langa og góða ævi. Hún nefndi það gjarnan síðustu árin hvað henni þætti það leiðinlegt að geta ekki boðið manni upp á neitt, ekki nema nokkra súkkulaðimola, af því að heilsan var farin. En við sóttumst aðeins eftir að vera ná- lægt henni, það er jú fátt betra en að vera nálægt þeim sem eiga yf- irflæði af kærleika og Þura amma gaf okkur alltaf kærleika og mikið af honum. Við Erla og börnin þökkum Guði fyrir Þuru ömmu sem átti óþrjótandi og falslausan kærleika handa okkur, öllum stundum. Megi okkur sem eftir lifum auðn- ast að lifa eins og hún lifði og líkja eftir trú hennar. Hjalti Skaale Glúmsson. Þuríður S. Vigfúsdóttir, þriðja barn í röð 10 systkina, fæddist í torfbænum á Hrísnesi á Barða- strönd 1918. Elsta systir í hópi 10 systkina fær það hlutverk að þjóna sér eldri bræðrum, gæta hinna yngri og starfa innan bæjar og síðan einnig utan þegar árum fjölgar. Ekki mikill tími fyrir farskólalær- dóminn og í þessum landshluta er hvorki hefð fyrir né fjárráð til langskólanáms pilta hvað þá stúlkna. Þegar yngri systurnar vaxa úr grasi létta þær eldri á fóðrum að vetrinum með því að fara í vist hjá heldra fólki syðra. Um hábjargræðistímann snúa þær samt heim og hjálpa til við heyskapinn. 17 ára fór Þuríður í vist til hjóna í Hafnarfirði sem sóttu Heimatrúboðið. Ekki var trú- ræknin Þuríði framandi. Í Hrís- nesi hafði heimilisguðrækni með sálmasöng og biblíulestri að aftni verið um hönd höfð að vetrinum allt þar til útvarpið kom upp úr 1930. Aðspurð sagðist Þuríður hafa drukkið trúna í sig á bernskuheimilinu. Hún hlýddi á húslestrana af athygli og vaknaði þá þegar til umhugsunar um and- leg efni. Mun því lítið á vanta að sérhver dagur í lífi hennar hafi byrjað og endað með bæn og lestri úr orði Guðs sem féll í góða jörð og lagði grunn að þeim andlega og trúarlega þroska sem Þuríður náði. Með húsbændum sínum í Hafn- arfirði sótti hún fyrst Heimatrú- boðið og síðan til hvítasunnu- manna í Reykjavík frá 1938 og varð meðlimur númer 36 í söfn- uðinum. Á veraldlegri og andlegri krepputíð fann sveitastúlkan skjól í félagsskap sem ræktaði trúna á svipum grundvelli og lagður var í húslestrum, m.a. úr Vídalínspost- illu. Allt – í orði og verki – byggði hún síðan á þeim „grundvelli sem lagður er, sem er Jesús Kristur“ og „athvarf hennar var til sanns / undir purpurakápu hans“. Þar af mótaðist hugarfar hennar og líf- erni, en ekki af ótta við refsingu eða von um laun annars heims. Þess vegna yrði þeim sem þekktu Þuríði ekki auðvelt að leggja út af textanum: „sá elskar lítið sem lítið er fyrirgefið“. Á yngri árum Þuríðar voru konur óvíða í leiðandi hlutverkum né gert ráð fyrir þátttöku þeirra í opinberri umræðu. Með hvíta- sunnumönnum hlutu „bræðurnir“ einir frama. Þó var þar sú und- antekning að „safnaðarsystir“ varð trúnaðarembætti, konu ætl- að, sem „systur“ máttu leita til með persónuleg vandamál. Til þeirrar þjónustu var Þuríður valin enda þá þegar traust og orðvör. Árið 1959 þegar hvítasunnu- menn stofnuðu sparisjóð, Pundið, var leitað eftir Þuríði sem gjald- kera þótt enga viðskiptamenntun hefði hlotið. Eins varð um sjóðs- uppgjörið og hvaðeina sem henn- ar persónu varðaði: allt stemmdi það að kveldi í debet og kredit. 31 ár var hún í Pundinu og SPRON eftir sameiningu sjóð- anna og aldrei vantaði Þuríði til vinnu einn einasta dag. Á hverjum vettvangi lífsins var hún ævinlega veitandi og aldrei þiggjandi á meðan hún hélt heilsu. Þá hana þraut naut hún þeirrar umönnun- ar á Droplaugarstöðum sem hún var þakklát fyrir. Eftir tæp 93 æviár var kominn „ferðahugur“ í Þuríði. Hún hafði „varðveitt trúna og fullnað skeið- ið“ og tók undir með séra Hall- grími: „Dauði, kom þú sæll, þá þú vilt.“ Glúmur Gylfason. Þuríður Steinunn Vigfúsdóttir Elsku langamma og langa- langamma okkar. Innilegar ham- ingjuóskir með afmælisdaginn þinn. Okkur finnst frekar skrítið að eyða þessum degi ekki hjá þér og borða frá þér allt nammið úr gulu krukkunni eins og kom nú svo oft fyrir. Það er alveg ótrú- legt hvað þú skildir mikið eftir þig, ekki bara í hjörtum okkar heldur líka í hlutum, svo sem vettlinga, sokka, dúka, körfur, krukkur, bókamerki og allt jóla- dótið sem fegrar heimilið okkar Svava Sigmundsdóttir ✝ Svava Sig-mundsdóttir fæddist á Björgum í Skagabyggð 29. júní 1916. Hún lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Sauð- árkróki 30. maí 2011. Útför Svövu var gerð frá Hofsós- kirkju laugardag- inn 4. júní 2011. og minnir svo mikið á þig í daglegu lífi. Hún Svava Mar- grét er svo heppin að hafa fengið að kynnast langalang- ömmu sinni, það var alltaf jafn gaman að koma með ömmu Sigrúnu til þín, spjalla og sýna þér hvað Svava litla væri orðin dugleg og alltaf héldust þið svo fallega í hendur. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Elsku amma okkar, við vitum að Kristján afi dekrar við þig í dag. Við söknum þín. Þínar stelpur, Lena Rut Jónsdóttir og Svava Margrét Árnadóttir. Það er of langt síðan ég sá þig síðast, frændi. Það er of langt þangað til ég sé þig næst. Þetta segjum við í hvert sinn er við hitt- umst og í hvert sinn er við kveðj- umst. Þetta er bara partur af því að búa hvor í sínu landinu, hvor í sinni heimsálfunni. Mig grunaði það bara ekki síðast þegar við kvöddumst að það yrði svona langt í að við sæjumst aftur. Svona svakalega langt Víkingur varstu frá náttúrunn- ar hendi og ég veit, að nú ert þú í góðra vina hópi með þínum líkum, skálandi, syngjandi, hlæjandi og segjandi sögur af eigin afrekum og annarra. Eflaust segir þú stolt- ur sögur af fjölskyldunni þinni beggja vegna Atlantshafsins, ítalskri arfleifð þinni, íslenskum rótum þínum, bandarísku uppeldi John Christopher Romano ✝ John Chri-stopher Rom- ano fæddist í Nor- walk CT í Banda- ríkjunum 23. september 1973. Hann lést á heimili sínu 13. júní 2011. Johnny var jarð- sunginn í Norwalk CT í Bandaríkj- unum 18. júní 2011. Minningarathöfn var í Guðríðarkirkju 28. júní 2011. og af ömmu hellis- búa. Meðan fé- lagarnir hinumegin hlusta nú hugfangn- ir á sögur þínar og hrífast með í frá- sagnargleðinni, þá minnumst við drengsins, mannsins og víkingsins sem hreif okkur með sér í ótal ævintýri. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Ég veit að þú ert á góðum stað, frændi, og það huggar mig. Ég veit að þú fylgist með okkur, það huggar mig. Ég veit að þér líður vel, það huggar mig. Ég veit að ég á eftir að sakna þín og það huggar mig líka. Það segir mér hvað þú skilur eftir þig og hvaða stað þú hefur átt í mínu lífi. Hvar ertu núna og hví var ég rændur? Hugur minn róast er þig þar ég finn. Himinn og haf enn á mill’okkar, frændur, hvíl nú í friði, elsku frændi minn. Sigurður (Siggi) frændi í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.