Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu Guðbjarts Hannesson- ar velferðarráðherra um fjárheim- ildir fyrir Íbúðalánasjóð sem tryggja eiga fjármögnun fyrir byggingu stúdentagarða í Vatns- mýrinni. Byggingarkostnaður verður um fjórir milljarðar króna, sem Íbúða- lánasjóður veitir 90% lán fyrir, á 3,5% vöxtum. Samkvæmt áætlun- inni eiga um 280 íbúðir að rísa í Vatnsmýrinni, á lóð sem afmarkast af Oddagötu, Sturlugötu og Egg- ertsgötu. Þær eiga að hýsa um 320 náms- menn, en þá eru enn 350-550 námsmenn á biðlista eftir leigu- íbúðum. „Þörfin liggur fyrir, það eru mörg hundruð manns á bið- lista þannig að í hverri einustu stúdentaíbúð sem er reist felst að það sé komið til móts við þörfina,“ segir Heimir Hannesson, lána- sjóðs- og hagsmunafulltrúi stúd- entaráðs. Langtímamarkmið Félagsstofn- unar stúdenta (FS) er 2.000 íbúðir en í dag hafa verið byggðar u.þ.b. 800 íbúðir. Fjölgun stúdentaíbúða er því mikilvægur áfangi að lang- tímamarkmiðinu. Guðrún Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri FS, telur mikilvægt að „einmitt sem flestir komist að, þ.e.a.s. geti búið og verið á há- skólasvæðinu. Fyrsti valkosturinn úr öllum þjónustukönnunum sýnir að íslenskir og erlendir nemendur vilji vera inni á svæðinu“ og því muni nýju stúdentagarðarnir koma til móts við þá kröfu. Takmark að skapa tengsl Skipulag garðanna gerir ráð fyr- ir lágreistri en þéttri borgarbyggð, en auk stúdentaíbúða verða byggð- ir Vísindagarðar. Þar verða sprota-, nýsköpunar- og hátækni- fyrirtæki auk ýmissar starfsemi Háskóla Íslands til húsa. „Vísinda- garðar Háskóla Íslands eru slíkt nýsköpunarfrumkvöðlasamfélag en þar að auki yrðu þar til húsa fyr- irtæki sem byggja afkomu sína á þekkingu,“ segir Eiríkur Heimis- son, lektor við viðskiptafræðideild HÍ og framkvæmdastjóri Vísinda- garðanna. Takmarkið með Vísinda- görðunum er að skapa tengsl milli nemenda í framhaldsnámi, fyrir- tækja og stofnana. Framkvæmdir hefjast væntan- lega í haust og verður fyrsta áfanga framkvæmda lokið í árslok 2013. Í heild mun framkvæmdum hins veg- ar ljúka á árinu 2014. Áætlað er að þær skapi um þrjú hundruð árs- verk. „Ég held að við öll hérna hjá stúdentaráði getum sammælst um það að vinnsla þessa verkefnis hafi verið til fyrirmyndar og vandað vel til verka. Búið er að leggja mikla vinnu í þetta, og það er eins með þetta verkefni og öll önnur sem mikil vinna fer í, við hlökkum til að sjá afurðina,“ segir Heimir Hann- esson. Fjórir milljarðar fyrir nýja stúdentagarða  Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu um fjármögnun nýrra stúdentagarða í Vatnsmýrinni sem hýsa munu 320 stúdenta  Íbúðalánasjóður veitir 90% lán  Áætluð verklok framkvæmda eru árið 2014 Morgunblaðið/Kristinn Mýrin Nýir stúdentagarðar hýsa 320 nemendur auk Vísindagarða. Þörfin liggur fyrir, það eru mörg hundruð manns á biðlista. Heimir Hannesson 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Formaður Lögmannafélags Ís- lands segir réttarfarslögin að mörgu leyti ófullkomin hvað varð- ar meðferð efnahagsbrotamála. Það hafi leitt til setningar ákveð- inna samskiptareglna sem hafðar séu til viðmiðunar við meðferð stórra efnahagsbrota. Í Morgun- blaðinu í gær var sagt frá því að dómstólaráð, ríkissaksóknari, sér- stakur saksóknari og Lögmanna- félag Íslands hafi gert með sér samkomulag til að liðka fyrir máls- meðferð efnahagsbrota. Reglurnar eru ekki bindandi heldur aðeins til viðmiðunar. „Hver verjandi fer sína leið en það er mikilvægt að búa til einhvern greinargerð og fullur skilningur er á því,“ segir Brynjar. Tilgangurinn með reglunum sé meðal annars að reka menn áfram, það sé engum til hagsbóta að draga málin á langinn, hvorki ákæruvaldinu né sakborningum. Brynjar segir réttarfarslögin ófull- komin hvað varðar meðferð efna- hagsbrota. Í því samhengi bendir hann á mikinn fjölda frávísuna- krafna sem oft einkenni málsmeð- ferð slíkra mála. Viðmiðunarregl- urnar hvetji lögmenn til að taka kröfurnar í einum pakka. Þá sé hægagangur við meðferð slíkra mála afar óhagstæður sakborning- um. Brynjar segist ekki reikna með því að reglurnar verði bundn- ar í lög. Þær séu fyrst og fremst til viðmiðunar. ramma til að þessi mál gangi svona nokkurn veginn snurðu- laust fyrir sig,“ segir Brynjar Níelsson, for- maður Lög- mannafélagsins. Hann segir lítið þurfa til að um- fangsmikil efna- hagsbrot snúist upp í vitleysu því oft fylgi gríðarlegur gagnafjöldi slíkum málum. „Ég held að lögmenn séu al- mennt sáttir við þetta. Það er helst að frestur til greinargerða sé of stuttur. En það er bara viðmið- unarregla; ef mál eru mjög stór þá fá lögmenn frest til að skrifa Réttarfarslögin ófullkomin  Nýjar samskiptareglur bæði sakborningum og ákæruvaldi til hagsbóta  Lögmaður segir málin geta snúist upp í vitleysu vegna gríðarlegs gagnamagns Efnahagsbrot » Dómstólaráð, ríkis- saksóknari, sérstakur sak- sóknari og Lögmannafélag Ís- lands hafa sett sér viðmiðunarreglur við meðferð stórra efnahagsbrotamála. » Reglunum er ætlað að stuðla að markvissri máls- meðferð fyrir dómstólum, engum sé til hagsbóta að draga mál á langinn. » Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélagsins, segir réttarfarslögin ekki taka nægilega vel á slíkum málum. Brynjar Níelsson Samkvæmt nýjustu könnun OECD, PISA, sem kannar tölvulæsi 15 ára nemenda í 16 löndum, skara nem- endur í Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Japan, Hong Kong og Íslandi fram úr. Könnunin skoðar þætti eins og hæfni nemenda til þess að meta upplýsingar á netinu, meta áreið- anleika upplýsinga og nýta sér vef- inn. Ísland er meðal þeirra landa þar sem tölvulæsi nemenda er töluvert betra en venjulegt læsi, en í flestum löndum samsvarar tölvulæsi nem- enda að mestu leyti hefðbundnu læsi. Einnig kom fram að í öllum löndum sem tóku þátt í könnuninni gekk stúlkum mun betur en strákum. Barbara Ischinger, forstjóri menntunarsviðs OECD, bendir á að tölvulæsi er einkar mikilvæg kunn- átta, ekki aðeins í nútíma- kennslustofu, heldur í samfélaginu almennt. Afburðatölvulæsi íslenskra nemenda Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Í dag er þess minnst að 70 ár eru liðin frá því að þýskur kafbátur, U 564, grandaði flutningaskipinu Hekla sem var á leið sinni frá Ís- landi til Halifax í Kanada. Um borð í skipinu var 20 manna áhöfn og létust fjórtán í kjölfar árásarinnar en sex komust lífs af. Eimskipa- félag Íslands var með Heklu á leigu á þessum tíma og lestaði það alls 1150 tonn. Hekla lagði af stað frá Reykja- vík áleiðis til Halifax hinn 27. júní árið 1941 og var tilgangur sigling- arinnar að sækja matvöru og flytja til Íslands. Eftir einungis tveggja daga siglingu varð á leið þess þýskur kafbátur er skaut fyr- irvaralaust að því tundurskeyti sem hæfði Heklu og í kjölfarið varð gríðarmikil sprenging um borð. Skipið tók þegar að sökkva og er talið að einungis hafi liðið um tvær mínútur frá því að Hekla varð fyrir tundurskeytinu og þar til hún var að fullu sokkin. Til- raunir skipverja til að sjósetja björgunarbát reyndust árangurs- lausar, einkum sökum þess hve hratt skipið sökk. Sjö úr áhöfn Heklu tókst með harðindum að bjarga sér um borð í björg- unarfleka. Óþekkt skip í fjarska Eftir um sex sólarhringa dvöl um borð í flekanum tók áhöfnin eftir stóru skipi í fjarska. Reynt var að gefa skipi þessu merki en það sinnti því ekki. Kom síðar í ljós að umrætt skip reyndist vera þýskt birgðaflutningaskip fyrir kafbáta. Eftir hartnær tíu sólarhringa volk í Atlantshafinu var áhöfn Heklu loks bjargað um borð í breskt her- skip sem átti leið hjá. Farið var með mennina til Kanada en á leið til hafnar lést einn þeirra er bjarg- að var úr köldu hafinu. „Er hjer enn höggvið stórt skarð í hóp ís- lenskrar sjómannastjettar,“ segir í frétt Morgunblaðsins hinn 19. júlí árið 1941. 70 ár liðin frá því að þýsk- ur kafbátur sökkti Heklu  Fjórtán menn fórust en sex var bjargað  Þeim sem komust lífs af var bjargað eftir tíu sólarhringa volk á fleka Hekla Flutningaskipið Hekla sem sökkt var í síðari heimsstyrjöld. Yfirréttur Írlands [High Court of Ireland] VARÐANDI IRISH LIFE AND PERMANENT PUBLIC LIMITED COMPANY (“IL&P”) OG VARÐANDI (STÖÐUGLEIKA) LÖG UM LÁNASTOFNANIR 2010 (“LÖGIN”) Yfirréttur Írlands gaf út hinn 9. júní 2011 réttartilskipun samkvæmt 9. kafla laganna með eftirfarandi skilmálum: Rétturinn beinir því til IL&P (sem er lánastofnun með starfsleyfi í Írlandi) að taka skref í tengslum við að undirbúa að losa sig hugsanlega við suma eða alla starfsemi og eignir Irish Life Limited, sem er að öllu leyti í eigu dótturfyrirtækis IL&P, annaðhvort með opinberu útboði eða einkasölu þess. Rétturinn tilkynnti inter alia að réttartilskipunin og sérhver hluti hennar sé ráðstafanir til endurskipulagningar til að uppfylla tilskipun nr. 2001/24/EC frá Evrópuþinginu og Evrópuráðinu hinn 4. apríl 2001. Samkvæmt kafla 11 í lögunum er hægt að leggja fram umsókn um að víkja til hliðar réttartilskipun að uppfylltum skilyrðum sem sett eru fram þar til Yfirréttar Írlands, Four Courts, Inns Quay, Dublin 7, Írlandi, ekki síðar en 5 virkum dögum eftir útgáfu réttartilskipunarinnar. Samkvæmt kafla 64 (2) í lögunum, er ekki hægt að áfrýja réttartilskipuninni til Hæstaréttar [Supreme Court] án samþykkis Yfirréttar. Eintök af réttartilskipuninni er fáanleg frá aðalskrifstofu Yfirréttar með tölvupósti til: listroomhighcourt@courts.ie

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.