Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 9
BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is „Á þetta fellst dómurinn ekki.“ Segja má að þetta hafi verið einkunnarorð niðurstöðukafla Héraðsdóms Suður- lands í máli Íslandsbanka gegn hjón- um sem tóku lán hjá bankanum í byrj- un árs 2008 og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Deiluefnið snerist um það frá hvaða tímamarki beri að endurreikna vexti skuldabréfs þess sem Íslandsbanki gaf út, og líkt og fram kom í frétt um málið í gær féllst dómurinn á kröfu bankans um að reikna þá frá útgáfudegi. Í forsendum dómsins er farið yfir þau lög sem sett voru í desember síð- astliðnum um endurúteikninginn. Vísað er í greinargerð með frumvarp- inu þar sem segir að ef annaðhvort ákvæði samninga um vexti eða verð- tryggingu eru ógildanleg á grundvelli laganna verði að koma til heildarend- urskoðunar og litið svo á að ekki hafi verið samið um tiltekna vexti eða verðtryggingu. „Er þessi regla í fullu samræmi við þá niðurstöðu sem kom- ist var að í dómi Hæstaréttar frá 16. september 2010.“ Lögmaður hjónanna benti á ýmis- legt í málflutningi sínum en dómurinn féllst ekki á neitt. Meðal annars var bent á að ef fallist yrði á kröfu bank- ans reiknist í raun vanskil frá hverj- um mánaðamótum allt til þess dags að lánið var endurútreiknað. „Á þetta getur dómurinn ekki fallist. Ekki er um að ræða vanskil í hefðbundnum skilningi þess hugtaks,“ segir í dómn- um og vísað í lögin umræddu frá því í desember þar sem segir: „Kröfuhafa er jafnframt óheimilt við uppgjör [...] að bæta við kröfuna liðum sem tengj- ast vanskilum.“ Þá töldu hjónin að um óréttmæta auðgun Íslandsbanka væri að ræða ef fallist yrði á kröfur hans. „Á þetta fellst dómurinn ekki. Um er að ræða endurútreikning sem ekki verður undan komist samkvæmt framan- greindum ákvæðum laga [...] þar sem lýst er hinum órjúfanlegu tengslum verðtryggingar og vaxta. Ekki er um að ræða samningsatriði milli kröfu- hafa og skuldara, heldur mæla ákvæði laga fyrir um endurútreikn- inginn.“ Hvað varðar að raska á afturvirkan hátt uppgerðum gjalddögum þá vísar dómurinn enn í greinargerð með frumvarpi til laga þeirra sem sam- þykkt voru í desember. Þar segir: „Þá var í dómi Hæstaréttar í máli 5/1953 [...] staðfest sú niðurstaða bæjarþings Reykjavíkur að afturvirk lagasetning væri réttlætanleg þar sem lögin væru þáttur í margþættri tilraun til að lag- færa fjárhagskerfi þjóðarinnar og koma því í fastari skorður.“ Taldi dómurinn að líkja megi þessu við það ástand sem skapaðist haustið 2008. Einnig vísuðu hjónin til eignarrétt- ar sem bundinn er í stjórnarskrá og töldu það vera í andstöðu við hana ef lögin umræddu verði látin mæla fyrir um eða heimila að krefjast vaxta fyrir liðna og uppgerða tíð. „Þetta fellst dómurinn ekki á. Ekki er um það að ræða að eignarréttur stefndu sé skertur að neinu leyti eða að þeim sé gert skylt að láta af hendi eign sína. Um er að ræða kröfuréttarsamband sem hefur breyst efnislega fyrir til- stilli löggjafans, en það felur ekki í sér brot á stjórnarskrárvörðum eignar- réttindum lánþega.“ Eftir að hafa svarað flestum ábend- ingum lögmanns hjónanna á sama hátt var fallist á kröfu Íslandsbanka. Dómurinn féllst ekki á neitt og vísaði í lögin Morgunblaðið/Eggert Lesið Dómurinn var í héraðsdómi. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Léttar, sumarlegar skyrtur og blússur St. 36-52 www.feminin.is feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi sími 544 2222 Opið: mán.-fös. kl. 11-18 lau. 10-16 ÚTSALA-ÚTSALA hefst í dag 30-40% afsláttur af nýjum vörum 50-70% af eldri vörum Str. 38-56. vera • Laugavegi 49 Sími 552 2020 Útsalan er hafin Das Auto. 3.390.000 kr. Verð á Golf frá: www.volkswagen.is Sparnaðarráð frá Þýskalandi Volkswagen Golf Trendline TDI Golf sem eyðir aðeins frá 3.8l pr. 100 km til afhendingar strax A uk ab ún að ur á m yn d: Á lfe lg ur Komdu og prófaðu betri og sparneytnari bíl! Andri Karl andri@mbl.is Héraðsdómur Suðurlands féllst síð- astliðinn laugardag á gæsluvarð- haldskröfu ríkissaksóknara yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem grunaður er um gróf kynferðisbrot gegn tveimur stjúpdætrum sínum og vinkonu annarrar þeirrar. Úrskurð- urinn var kærður til Hæstaréttar. Fréttablaðið greindi fyrst frá mál- inu í gær og sagði m.a. frá því að í fórum mannsins hafi fundist fjöldi ljósmynda og hreyfimynda sem mað- urinn tók af sér og ungri stjúpdóttur sinni. Hún var átta og níu ára þegar ofbeldið gegn henni stóð yfir, þ.e. á síðari hluta árs 2009 og fyrri hluta ársins 2010. Þá greindi fréttastofa RÚV frá því í gærdag að fyrrverandi stjúpdóttir mannsins hafi einnig komið fram og sagt manninn hafa brotið gegn sér þegar hún var tíu ára, fyrir átta árum. Maðurinn neitar sök. Niðurstaða héraðsdóms skýr Málið kom upp síðasta haust en það var ekki fyrr en það var sent frá embætti sýslumannsins á Selfossi til ríkislögreglustjóra að farið var fram á gæsluvarðhald. Raunar liðu átta mánuðir frá því að rannsókn hófst þar til maðurinn var úrskurðaður í varðhald. Var það gert á grundvelli almannahagsmuna enda rannsókn málsins lokið. Spurður um það hvers vegna ekki var farið fram á gæsluvarðhald við rannsókn málsins segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi: „Niðurstaða Héraðsdóms Suður- lands er skýr. Reynist það endanleg niðurstaða hjá Hæstarétti er ljóst að ég hefði átt að fara fram á gæslu- varðhald fyrr.“ Ólafur Helgi vildi ekki tjá sig efnislega um málið enda sé eðlilegur vettvangur fyrir mála- rekstur fyrir dómstólum. Ekki náðist í Huldu Elsu Björg- vinsdóttur, settan saksóknara. Hún sagði í samtali við RÚV að krafa um gæsluvarðhald hefði verið borðleggj- andi. Tengist það mati samfélagsins á því hvað brot teljist alvarleg og hvaða brot teljist ekki vera það. Í gæsluvarðhaldi vegna barnaníðs Málið komst upp » Á liðnu hausti upplýsti vinkona stjúpdóttur manns- ins, sem gisti á heimili henn- ar, að maðurinn hefði káfað á sér. » Í framhaldinu hófst rann- sókn máls og fundust upp- tökur af barnaníði á tölvu mannsins. » Hann er grunaður um að hafa brotið gegn þremur ungum stúlkum, þar af einni fyrir átta árum síðan. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.