Morgunblaðið - 23.07.2011, Síða 6

Morgunblaðið - 23.07.2011, Síða 6
FRÉTTASKÝRING Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Velferðarráðuneytið tilkynnti á mið- vikudag að til stæði að setja reglu- gerð, sem tryggja ætti rétthöfum hlutabóta samkvæmt bráðabirgða- ákvæðum laga um atvinnuleysis- tryggingar, fullar greiðslur þann 1. ágúst næstkomandi. Bráðabirgða- ákvæði í lögunum sem heimilaði greiðslu hlutabóta rann út 30. júní síð- astliðinn. Samstaða var á vorþingi um að framlengja frestinn til áramóta. Það var hins vegar ekki gert fyrir þinglok. Meginregla íslensks stjórnskipun- arréttar er að fjárútlát ríkisvalds verði að eiga sér skýra lagaheimild. Í lögum um atvinnuleysistryggingar er engin bein lagaheimild til að veita at- vinnuleysisbætur með reglugerð en þar er á hinn bóginn að finna í 64. gr. svonefnda almenna reglugerðarheim- ild, sem kveður á um að ráðherra megi mæla fyrir í reglugerð um nán- ari framkvæmd laganna. Í 63. gr. seg- ir svo að ráðherra sé heimilt, að til- lögu stjórnar Atvinnuleysis- tryggingasjóðs, að veita styrki úr sjóðnum „til einstakra verkefna sem ætlað er að efla atvinnulíf einstakra svæða, fjölga atvinnutækifærum ein- stakra hópa fólks sem og til starfs- menntunar.“ Reglugerðin mun hafa stoð í þess- um tveimur greinum laganna. Hér er því verið að fara nokkuð sérkennilega lögfræðilega leið til að útdeila fjár- munum ríkisins; þeir sem rétt eiga á hlutabótum munu fá sömu upphæð og þeir máttu búast við en í lögfræðileg- um skilningi hljóta þeir ekki bætur heldur styrk frá velferðarráðherra sem hann veitir þeim með reglugerð. Tekur til 2.000 einstaklinga Um 2.000 einstaklingar eiga rétt á hlutabótum. Runólfur Ágústsson, for- maður stjórnar Atvinnutrygginga- sjóðs, segir að nýja fyrirkomulagið auki ekki útgjöld ríkisins. „Nærtæk- ari kostur hefði verið að setja bráða- birgðalög. Þessi mistök af hálfu lög- gjafarvaldsins hafa mjög alvarleg áhrif á okkar skjólstæðinga og því lagði stjórnin til við ráðherra að þessi leið yrði farin.“ „Þetta er Krísuvíkurleiðin eins og stundum var sagt hérna áður fyrr!“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor. Hann segir að þessi aðferð sé á gráu svæði. „Öll útgjöld ríkisins verða að eiga sér stoð í lögum eða fjárlögum og sú stoð verður að vera skýr. Þetta er skrýtin stjórnsýsla, að mér virðist, að ætla sér að útdeila bótum með reglu- gerð. Hver semur svona lög? Eflaust sleppur þetta með herkjum og ein- hverjum fyrirvörum en þessi aðferð er ekki til fyrirmyndar. Hreinlegast í þessu máli væri að setja bráðabirgða- lög og styrkja lagaheimildina. Það er alveg réttlætanlegt. Mistök eru gerð – öll gerum við mistök – og við eigum að hafa leyfi til að leiðrétta þau.“ Krísuvíkurleið valin til að leið- rétta mistökin  Bótaþegar fái styrk í stað bóta Morgunblaðið/RAX Vinna Frestur bráðabirgðaákvæðis var ekki framlengdur á vorþingi. Almenn heimild » Svonefnd almenn reglugerð- arheimild, sem kveður á um að ráðherra sé heimilt að kveða nánar á um framkvæmd laga, er að finna í mörgum lagabálk- um. Álitamál er hversu víðtækt framsal lagasetningarvalds felst í slíkum heimildum en al- mennt er litið svo á að í þeim felist ekki réttur til að setja reglugerðir sem hafa bein áhrif á réttindi borgara. FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is „Sum svæði eru algerlega dauð og staðan þar er að versna,“ segir Helgi S. Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Regins hf. dótturfélags Landsbankans. Hann segir enga leið að selja eða leigja atvinnuhúsnæði í sumum úthverfum höfuðborgar- svæðisins. Fyrirtæki séu að flýja þessi svæði. Í efnahagssveiflunni á síðasta ára- tug þótti gróðavænlegt að byggja at- vinnuhúsnæði. Fasteignaverð hækk- aði stöðugt og eftirspurn eftir húsnæði var mikil. Mikið var byggt, en við hrunið haustið 2008 brustu allar forsendur. Í ljós kom að fjár- hagsgrundvöllur fasteignafélaganna var veikur enda voru þau flest veð- sett upp í rjáfur. Bankarnir neydd- ust því til að yfirtaka stóran hluta af öllu verslunar- og skrifstofuhúsnæði á landinu. Gríðarlegt verðfall varð á eignunum og markaðsleiga lækkaði. Frá hruni hefur staðan á mark- aðinum batnað, en Helgi segir að hún sé mjög svæðisskipt. „Það sem við erum að sjá núna er að sum svæði eru bara algerlega dauð. Þar á ég sérstaklega við jaðarsvæði kring- um höfuðborgarsvæðið. Staðan þar er að versna. Síðan eru sterkari svæði eins og Borgartúnið, miðbær- inn, Smára- og Lindasvæðið í Kópa- vogi og Súðarvogur-Dugguvogur. Þessi svæði halda sér vel og leigu- verðið er að hækka.“ Hátt eldsneytisverð hefur áhrif Helgi segir að hátt eldsneytisverð hafi áhrif á þessa þróun og eins vilji fyrirtækin komast nær kúnnanum. „Fyrirtæki vilja oft komast í minna húsnæði og þannig húsnæði er þá oft nær sterkum kjörnum. Það var svo gríðarleg offjárfesting á húsnæðis- markaði. Ætli við verðum ekki ein- hver ár að vinna okkur út úr þessu.“ Nýlega ákvað Byko að loka versl- uninni Kauptúni í Garðabæ, en húsið er stórt og glæsilegt, byggt árið 2007. Verslunin hefur verið rekin með tapi frá opnun. Ljóst er að mjög erfitt verður að finna nýja leigjend- ur í þetta stóra húsnæði. Dæmi um stórar eignir sem ekki hefur tekist að leigja er 6.000 fm skrifstofu- húsnæði við Dals- hraun í Hafnar- firði sem Reitir eiga. Það hús er ekki fullbyggt og verður ekki lokið við það fyrr en búið er að tryggja leigu í a.m.k. 4.000 fm. „Sum svæði eru algerlega dauð“  Fyrirtækin flýja sum úthverfi höfuðborgarsvæðisins Morgunblaðið/RAX Loka Skellt verður í lás hjá Byko í Garðabæ í haust, en verslun í þessu glæsilega húsnæði hefur ekki borið sig. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011 Stefnt er að því að leiguíbúðir verði orðnar fjórðungur alls húsnæðis- framboðs í Reykjavík árið 2020, skv. nýrri húsnæðisstefnu borg- arinnar sem kynnt var í vikunni. Er horft til þess að í nýjum hverf- um sem eru á teikniborðinu verði sérstaklega gert ráð fyrir leigu- íbúðum, þá jafnhliða öðrum bú- setukostum. Starfshópur á vegum borgarráðs, skipaður Björk Vilhelmsdóttur, Páli Hjaltasyni, Geir Sveinssyni og El- ínu Sigurðardóttur mótaði húsnæð- isstefnuna sem nú hefur verið send til umsagnar og kynningar. Björk Vilhelmsdóttir segir að mörgu að hyggja í málinu, en dag- ljóst sé að leigumarkaðinn verði að efla m.a. sakir breyttra aðstæðna á vinnumarkaði sem krefjist þess að fólk sé hreyfanlegra. Þá standi sér- eignastefna Íslendinga í húsnæðis- málum ekki jafn föstum fótum og áður; fólk hafi í mörgum tilvikum minna eigið fé handa á millum og lánamöguleikar séu þrengri en var. „Því þarf að bregðast við með efld- um leigumarkaði,“ segir Björk sem vill að sérstök hlutdeild borg- arinnar í leigu- og húsnæðis- samvinnufélögum verði könnuð. Aðild borgarinnar þar geti verið með ýmsu móti; svo sem með lóð- um, eignum eða beinum fram- lögum. Hefur raunar verið tekin sú ákvörðun að ráða starfsmann til borgarinnar til að kanna hvernig borgaryfirvöld geti með sem af- farasælustum hætti komið að þess- um málum. „Við þurfum að horfa á þessi mál í víðu samhengi og horfa til langs tíma,“ segir Björk. sbs@mbl.is Vilja húsnæðisfélög og aukið framboð leiguíbúða Morgunblaðið/Sigurður Bogi  Borgin mótar húsnæðisstefnu Stærsta fasteignafélag á Íslandi er Reitir, en það á um 130 eignir, samtals um 410 þúsund fer- metra af atvinnuhúsnæði. Guð- jón Auðunsson, forstjóri Reita, segir að um 94% af eignum fé- lagsins sé í útleigu sem sé ótrú- lega hátt hlutfall. Hann tekur undir með Helga og segir að áhugi leigutaka sé meiri í grón- um hverfum. „Það er erfiðara að leigja út húsnæði sem losnar í út- hverfum Reykjavíkur. Það er al- veg ljóst. Eins tekur tíma að finna leigjendur fyrir sumar eignir á landsbyggðinni. Ég get svo tekið Kringluna sem dæmi, sem við eigum. Þar er biðlisti áhugaverðra rekstraraðila sem vilja komast inn. Það er ekkert mál að leigja út góðar staðsetningar á Laugaveg- inum.“ Biðlisti í Kringlunni UM 94% EIGNA FASTEIGNA- FÉLAGSINS REITA Í ÚTLEIGU Lopapeysu- rómantík á Laugavegi 20 07 ISUZU D-MAX LS 05/2007 - 3.0L Dísel Ekinn. 91 þús., 5 dyra, beinskiptur, álfelgur, heilsársdekk, pallhús með læsingu, dráttarbeisli. Verð 2.890.000 Tilboðsverð 2.390 þús. Sérfræðingar í bílum Opið alla virka daga frá kl. 10-18. Lokað um helgar í sumar. Bílabúð Benna - Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - 420 3330 Bílabúð Benna - Notaðir bílar - Bíldshöfða 10 - 587 1000 - benni.is Bíll til sýnis hjá Bílabúð Benna, Reykjanesbæ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.