Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 11
að vera hér í fjórar vikur. Við höfum
fengið mjög góðar viðtökur, sem er
mjög hvetjandi,“ segir Guðmundur
sem leggur áherslu á hollan mat og
býður í vagninum upp á grænmet-
isrétti sem eru lausir við hvítt hveiti,
hvítan sykur og ger.
„Ég kynntist grænum og hollum
mat þegar ég vann á Grænum kosti
hjá Hjördísi og ég er stoltur af þess-
um mat. Ég er mikið með grillað
grænmeti, speltpasta, spínatlasagna,
kjúklingarétti og heilsudrykki (bo-
ost). Þetta er léttur og góður sumar-
matur,“ segir Guðmundur og tekur
fram að allt sé þetta heimalagað.
Mataræði skiptir máli
„Sem betur fer er það vaxandi að
fólk hugsi um hvað það borðar og
tengi það við líðan sína. Það skiptir
miklu máli, sérstaklega þegar maður
eldist. Áður fyrr gat maður étið hvað
sem var og sofið þegar manni sýndist,
en núna þarf maður að hugsa vel um
fæðuna og passa að sofa reglulega,
svo maður eigi gott líf áfram,“ segir
Guðmundur og hlær og lætur eins og
hann sé orðinn rígfullorðinn. „Maður
getur gert ýmislegt til að forðast
sjúkdóma, þetta snýst um að vera
meðvitaður um hvað maður lætur of-
an í sig.“
Besta viðurkenningin
„Við sem erum foreldrar berum
líka mikla ábyrgð gagnvart börn-
unum okkar, að vera þeim góð fyrir-
mynd í mataræði og elda handa þeim
hollan mat. Ég vinn sem kokkur í
skólamötuneyti á Stokkseyri og Eyr-
arbakka og þar legg ég áherslu á holl-
ustu. Foreldrar gera þá kröfu að mat-
urinn sé eldaður á staðnum og lagður
sé metnaður í alla meðhöndlun.
Krakkarnir í skólanum eru rosalega
ánægð með matinn minn og mér
finnst ég hafa fengið þá bestu við-
urkenningu sem ég hef fengið á
starfsferli mínum frá börnunum.
Einn nemandinn sagði við mömmu
sína: „Nýi kokkurinn er rosa góður,
en ekki segja frá, því þá verður hon-
um stolið frá okkur,“ segir Guð-
mundur kátur en í honum var þó-
nokkur tilhlökkun því hann ætlaði að
reyna að komast í hestaferð í Döl-
unum um helgina. En það er mikið að
gera því þau hjónin reka líka veislu-
þjónustu. Facebook: Grænt og grillað
Hollt Sýnishorn af tveimur réttum sem boðið er upp á, baka og kjúklingur.
Notalegt Umhverfið í
Mæðragarðinum er
grænt og vænt rétt
eins og maturinn sem
Guðmundur töfrar
fram í vagninum
góða. Þar er hægt að
setjast niður og borða
við fuglasöng.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011
Þórunn Árnadóttir lauk nýverið meistaranámi í vöru-
hönnun í Royal College of Art í London og hluti af loka-
verkefni hennar, sem kallast QR U?, var kjóll með QR-
kóðum sem hún hannaði fyrir söngkonuna Svölu Björg-
vinsdóttur í rafhljómsveitinni Steed Lord.
„Þórunn hafði samband við mig fyr-
ir þremur mánuðum þegar hún var að
vinna að útskriftarverkefninu sínu.
Hana langaði að gera gagnvirkan kjól
með QR-kóðum því í dag fer allt fram
á netinu. Hún vildi gera tæknilegan
kjól í takt við tímann,“ segir Svala en
á kjólnum eru 10 QR-kóðar og þegar
þeir eru skannaðir með snjallsíma
opnast mismunandi efni á símanum;
tónlistarmyndbönd, hreyfimynd úr
perlunum og jafnvel sjálfkrafa Twit-
ter færsla sem þjónar þeim tilgangi að nýta aðdáendurna
til að dreifa upplýsingum um hljómsveitina til sem
flestra. „Þórunn er aðdáandi Steed Lord og langaði að
hafa mig sem innblástur fyrir kjólinn. Hún spurði hvort
það væri í lagi að nota listamannsnafnið mitt Kali og tón-
listina okkar á sýningunni þegar hún væri að sýna kjól-
inn og ég samþykkti það. Ég sá teikningarnar og fannst
þetta rosalega flott hjá henni.“
Perlur verða að pixlum
Að sögn Þórunnar hófst verkefnið QR U? þannig að
hún var að skoða hvernig perluverk, t.d. í Afríku, hefur
verið notað sem samskiptatæki í gegnum tíðina og til að
túlka persónueinkenni. „Ég komst að því að við notum
ennþá perlur til persónulegrar túlkunar og samskipta,
en við köllum þær pixla og við vefum okkar sam-
skiptasíður og prófíla úr þeim, t.d. Facebook, YouTube
og blogg á netinu, og svo auðvitað QR kóða,“ segir Þór-
unn.„Ég vildi sýna fram á líkindin með nýjum og göml-
um samskiptamátum og hvernig við getum nýtt gamlar
hefðir og handverk í nútímalegu samhengi, í stað þess að
einangra það sem minjagripi um gamla tíma eða hverf-
andi menningu.“
Þórunn segir kjólinn og annað perluverk sem hún
gerði í þessu verkefni þjóna sama tilgangi og perluverk
hefur gert í gegnum aldirnar í mismunandi menningar-
samfélögum, að miðla upplýsingum til annarra um
manneskjuna sem ber það. „Þennan kjól gæti Svala nýtt
til að „prómótera“ sjálfa sig og Steed Lord þegar hún er
á tónleikum eða mætir á viðburði og auk þess er hægt að
skanna kóðana af myndum, svo fólk getur t.d. fengið að
heyra og sjá hljómsveitina þótt það sé bara með mynd af
henni í kjólnum fyrir framan sig.“
Boðið á sýningu í Victoria & Albert Museum
Svala mun þó ekki geta klæðst kjólnum alveg strax því
Þórunni hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni Po-
wer of Making í Victoria & Albert Museum í London í
september. Þar verður kjóllinn til sýnis fram í janúar.
Þórunn Árnadóttir hannaði QR-kóða kjól á Svölu Björgvinsdóttur
QR-kjóllinn Svala í kjólnum. Sóley Ástudóttir sá um
förðun og Rebekka Jónsdóttir um hár.
Allt um Steed Lord í kjólnum
Þórunn
Árnadóttir
Ljósmynd/Einar Egilsson
Vinsælt Harmonikuhátíð á Árbæjarsafni hefur verið vel sótt síðastliðin ár.
Borgartúni 26 · Ármúla 13a
sími 540 3200 · www.mp.is
Við leggjum áherslu á persónulega
þjónustu fyrir fólk og fyrirtæki og skjóta
afgreiðslu mála í síma- og þjónustuveri.
Þannig á banki að vera og þess vegna
eru meira en 90% viðskiptavina ánægð
með þjónustuna hjá okkur.
Við tökum vel á móti þér!
Debetkort
Launareikningar
Sparnaðarreikningar
Kreditkort
Netbanki
Erlend viðskipti
Útlán
Það er auðvelt að skipta
um banka. En það er
mikilvægt að vanda valið!
Bárður Helgason, viðskiptastjóri
F
í
t
o
n
/
S
Í
A