Morgunblaðið - 23.07.2011, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011
✝ SigurðurSveinsson
fæddist á Góustöð-
um 11. nóvember
1921. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Ísafirði 14.
júlí 2011.
Foreldrar hans
voru Guðríður
Magnúsdóttir frá
Sæbóli í Aðalvík, f.
12. ágúst 1891, d.
15. mars 1975 og Sveinn Guð-
mundsson frá Hafrafelli í Skut-
ulsfirði, f. 27. apríl 1887, d. 4.
febrúar 1960. Bræður Sigurðar
eru: Guðmundur, f. 9. apríl 1913,
d. 9. apríl 1987, Magnús f. 19.
desember 1917, d. 29. janúar
1938, Vilhjálmur, f. 17. desember
1919, d. 23. ágúst 2000, Gunnar,
f. 10. mars 1923, Þorsteinn, f. 2.
maí 1924 og Ólafur, f. 3. sept-
ember 1927.
Hinn 25. desember 1949
kvæntist Sigurður eftirlifandi
eiginkonu sinni, Gerði Péturs-
dóttur, f. 19. mars 1927 frá Hafn-
ardal. Börn þeirra eru: 1. Guð-
ríður, f. 22. febrúar 1951, m.
Samúel Einarsson, börn þeirra
eru: a) Sigurður, f. 11. janúar
1973, m. Guðný Jóna Þórsdóttir,
eiga þau þrjár dæt-
ur. b) Elísabet, f. 25.
október 1979, m.
Atli Freyr Rún-
arsson, eiga þau
tvær dætur. 2. Sig-
rún, f. 12. janúar
1954, m. Kristinn
Halldórsson, börn
þeirra eru: a) Hall-
dór, f. 26. október
1977, á hann tvö
börn. b) Viðar, f. 22.
júlí 1982. c) Kristrún, f. 11. októ-
ber 1988. 3. Geir, f. 1. desember
1956, m. Edda Björg Krist-
mundsdóttir, börn þeirra eru: a)
Gerður, f. 1. júlí 1986, m. Karl
Bjelkesjö. b) Nína Guðrún, f. 10.
desember 1990. c) Gauti, f. 29.
apríl 1993. Áður átti Sigurður
með Guðnýju Hammer dótturina
Kristjönu, f. 10. febrúar 1947, m.
Gunnlaugur Gunnlaugsson, börn
hennar með fyrri maka, Jóni
Ólafi Sigurðssyni eru: a) Sig-
urður, f. 20. mars 1965, m. Sól-
veig Sigurðardóttir, eiga þau
fjögur börn. b) Herdís, f. 6. júlí
1966, m. Jón Sigurðsson, eiga
þau fjögur börn. c) Anna Mál-
fríður, f. 13. apríl 1970, á hún
tvær dætur.
Sigurður átti alla sína tíð
heima á Ísafirði. Hann hóf ungur
rekstur vörubifreiða en eign-
aðist sína fyrstu jarðýtu á sjötta
áratug síðustu aldar og varð það
hans aðalstarf. Sigurður vann
við gerð margra af fyrstu akveg-
um á norðanverðum Vest-
fjörðum. Þar má nefna m.a. vegi
í Skutulsfirði, Álftafirði og Seyð-
isfirði, yfir Breiðadals- og Botns-
heiði, í Önundar- og Súg-
andafirði og svo hinar erfiðu
vegalagnir um Óshlíð og Súða-
víkurhlíð þar sem eru fyrstu
jarðgöng á Íslandi í gegnum
Arnarneshamar. Sigurður vann
við byggingu Ísafjarð-
arflugvallar og sá um snjómokst-
ur á vellinum í mörg ár. Þá vann
hann við hleðslu sjóvarnargarða
við Skutulsfjarðareyri og Ísa-
fjarðarflugvöll. Árið 1961 stofn-
aði hann ásamt fleirum útgerð-
arfélagið Búðarnes sem gerði út
línubátinn Guðnýju ÍS 266 og var
hann útgerðarstjóri bátsins í
samfellt 30 ár. Sigurður var einn
af stofnendum og hluthöfum
Netagerðar Vestfjarða ásamt
Guðmundi bróður sínum og fleir-
um. Sigurður var virkur félagi í
Framsóknarflokknum og dygg-
ur stuðningsmaður hans alla tíð.
Hann hóf á barnsaldri vinnu við
búskap foreldra sinna á Góustöð-
um og eftir fráfall þeirra hélt
hann áfram búskap þar nánast
til dauðadags.
Útför Sigurðar fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag, 23. júlí
2011, kl. 14.
Dráttarvélarnar standa í röð
við túnjaðarinn á Góustöðum, en
ábúandinn hefur lagt frá sér am-
boðin, lokið sínu dagsverki á
jörðinni sem hefur fóstrað hann
frá fæðingu.
Í skemmunni grænu handan
árinnar má sjá ýmsa hluti sem
hafa varðað leið hans í gegnum
lífið. Verkfærin öll, hlutir úr
ávinnsluvélum og dráttarvélun-
um sem flestar eru af Massey
Ferguson gerð, topplyklasett af
öllum stærðum og gerðum,
skrúfur og boltar í þúsundatali.
Gamlar spyrnur og ýmislegt frá
jarðýtuútgerðinni, tóg og taum-
ar úr lóðabölum frá Guðnýjunni
og ýmislegt fleira frá útgerðar-
árunum. Gamlan númeraplatan
Í 267 er þarna uppi á vegg, SÍS
merkið, kaupfélagsmerkið og
Framsóknarmerkið, ekki má
gleyma því, allir þessir hlutir
minna á lífshlaup mikils vinnu-
þjarks. Hann tók þátt í mörgum
helstu stórvirkjum í vegagerð á
Vestfjörðum á fyrri hluta síð-
ustu aldar og vann við gerð flug-
vallarins á Skipeyri. Þá rak
hann myndarlega útgerð í þrjá
áratugi auk búskaparins á Góu-
stöðum. Hann hafði sterkar
skoðanir á flestu, var hreinskipt-
inn án þess að særa. Þá var
hann mjög stjórnsamur, stjórn-
aði ávallt með vísifingri hægri
handar. Það sem einkenndi hann
þó mest var þessi eðlislæga for-
vitni og áhugi á fólki og öllu því
sem það tók sér fyrir hendur,
skipti þá engu hver átti í hlut.
Við tengdasynir hans höfum
ætíð notið góðs atlætis og örlæt-
is hjá þeim Sigga og Deddu sem
við viljum þakka hér við leið-
arlok
Hans verður sárt saknað.
Blessuð sé minning hans.
Kristinn og Samúel.
Það eru margar minningar
sem koma í hugann nú að leið-
arlokum þegar við kveðjum
Sigga eins og hann var alltaf
kallaður. Það var gaman og lær-
dómsríkt að alast upp í stórum
bræðrahóp þar sem sjö strákar
voru saman og oft bættust við
nokkrir strákar af næstu bæj-
um. Þá var oft glatt á hjalla í fót-
bolta, slábolta og öðrum leikjum.
Þá reyndi oft á þolinmæði
mömmu. Eftir að pabbi dó var
Siggi að mestu aðalbóndinn á
Góustöðum. Síðan gerðist hann
útgerðarmaður þegar hann
keypti vertíðarbátinn Guðnýju
af frystihúsinu á Djúpavogi. Það
var eins og hann væri kominn í
uppáhaldsstarfið þegar hann fór
að fást við útgerðina. Tekið var
til þess hvað hann sinnti þessu
stafi vel. Alltaf mættur niðrá
bryggju þegar báturinn kom að
til að kanna hvort eitthvað vant-
aði, taka þátt í uppskipun á afl-
anum og ræða við menn um út-
gerðina.
Þó var hugurinn mikið við bú-
skapinn sem hann sinnti alla
sína tíð ásamt rekstri á ýtum,
oftast í verktöku hjá Vegagerð-
inni. Það eru ekki stórir kaflar á
vegunum kringum Skutulsfjörð
sem Siggi hefur ekki komið ná-
lægt. Ég minnist hans í Súðavík-
urhlíðinni þar hátt uppi í fjalli
við að móta veginn inn í Súðavík,
og ekki má heldur gleyma veg-
inum út í Bolungarvík sem hann
var oft viðriðinn.
Eftir að ég flutti frá Ísafirði
urðu samverstundirnar færri.
Samt var ávallt farið einu sinni á
sumri vestur.
Siggi hélt oft myndarlega upp
á afmælið sitt og þá var sjálfsagt
að fara og kynnast hinum stóra
hópi vina og kunningja Sigga
sem heimsóttu hann. Ég minnist
sérstaklega sjötugsafmælisins
sem haldið var á Grænagarði
þar sem hátt á annað hundað
manns mættu í mikinn gleðskap.
Ég og sonur minn fórum vestur
nú í byrjun júlí. Siggi var þá orð-
inn mikið veikur svo við sáum að
hverju stefndi. Við skruppum í
sund á Súgandafirði. Þar hitti ég
gamlan verkstjóra í heita pott-
inum sem spurði: „Ert þú ekki
bróðir Sigga Sveins?“ Að sjálf-
sögðu játti ég því, og spurði á
móti: „Þekkirðu Sigga?“ og
svarið var: „Já, það þekkja allir
Sigga Sveins.“
Þannig var Siggi, maður sem
allir þekktu að góðu einu.
Siggi var hamingjumaður í
sínu einkalífi. Hann giftist Gerði
Pétursdóttur frá Hafnardal. Þau
eignuðust 3 börn en eitt barn
átti Siggi áður en þau giftust.
Það var alltaf jafn ánægulegt að
heimsækja þau hjón á Ísafirði er
við komum vestur og áttu Gerð-
ur og börnin sinn stóra þátt í
því.
Siggi var ákveðinn í skoðun-
um og mikill framsóknarmaður
og fór ekkert leynt með það.
Hafði gaman af kosningum og
vann þá ötullega fyrir flokkinn.
Hann var mikill stuðningsmaður
Guðmundar Steingrímssonar og
hafði áhuga á að hann mætti
ávallt með bindi í ræðustól Al-
þingis.
Við söknum góðs bróður sem
þoldi með okkur súrt og sætt og
minnumst hans vegna léttleika
og lífsgleði sem ávallt geislaði
frá honum.
Því skal þér bróðir
þessi kveðja
allshugar send
þó orðfá sé
því skulu þér
þökkuð bróðir,
öll hin liðnu ár.
(Guðmundur Böðvarsson)
Fjölskyldunni allri og vinum
Sigga sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur og biðum góðan
Guð að blessa minningu hans.
Gunnar Sveinsson.
Nú er Siggi Sveins mágur
minn látinn. Hann var góður
vinur sem mér þótti vænt um.
Siggi var sérstakur karakter og
gleðigjafi þó að hann væri ekki
alltaf með blíðmæli á vörum.
Hann var vinamargur og vinsæll
og þekktur í sínum heimabæ og
víðar.
Það var aldrei nein lognmolla
í kringum Sigga. Hann var alltaf
á spani. Hann kastaði sér, eins
og hann sagði, niður í stól eða
sófa, eftir matinn og svaf í
nokkrar mínútur, svo spratt
hann á fætur. Það var alltaf eitt-
hvað sem lá á. Þegar Siggi var
yngri var hann með ýtufyrirtæki
og sjálfur ruddi hann marga
fjallvegi í kringum Ísafjörð eins
og hina illræmdu Óshlíð. Siggi
var líka í útgerð en ég hugsa um
Sigga sem bóndann á Góustöð-
um. Þar rak hann lítið fjárbú.
En þó búið væri ekki stórt var í
ýmsu að snúast. Það þurfti að
slá og heyja túnið. Seinni árin
komu börn hans og afastrákur-
inn Gauti þar mjög við sögu.
Þegar ég hugsa um ótal ferðir
okkar Gunnars til Ísafjarðar
kemur upp í hugann logn í Djúp-
inu og tilhlökkun að hitta fólkið
á Ísafirði. Siggi var alltaf að
bjóða í mat, en auðvitað var það
Dedda konan hans sem bar hit-
ann og þungann af öllu þessu
matarstússi. Siggi var mikill
gæfumaður í sínu einkalífi.
Hann átti góða og sterka konu
og börnin hans eru frábær. Það
sama má segja um tengdabörnin
og barnabörnin og litlu langafa-
börnin skutu upp kollinum í
kring um hann eins og lítrík
blóm. Engin stóráföll dundu yfir
fyrr en ellisjúkdómar fóru að
láta á sér kræla.
Þegar ég hugsa um tengda-
fólk mitt á Ísafirði minnist ég
Guðmundar elsta bróður Sigga
og Eyju konu hans sem bjuggu
þar með börnum sínum en nú
eru þessi góðu hjón löngu horfin
inn í annan heim. Þau hafa
áreiðanlega verið í móttöku-
nefndinni sem tók á móti Sigga
þegar hann steig inn í sumar-
landið á sama tíma og slátturinn
hófst á Góustöðum.
Elsku Dedda og fjölskylda,
innilegar samúðarkveðjur sendi
ég ykkur með þakklæti fyrir alla
ykkar gestrisni og elskusemi við
mig og mína gegnum árin.
Fjóla Sigurbjörnsdóttir.
Þegar ég var lítill átti ég það
til að grúfa mig niður í sætið á
rauðum Toyota Hilux í einstaka
tilfellum. Það gerðist til dæmis
þegar afi stoppaði á Hraðbraut-
inni fyrir framan Seljaland til að
henda grasi í Tunguána og
stöðvaði umferð en mér alltaf til
mikillar furðu var fólk aldrei
reitt eða pirrað, þetta var bara
Siggi Sveins að sinna sínum
verkum og það beið ef þurfti.
Einnig varð ég stundum smeyk-
ur þegar hann keyrði á 90 án
beltis á leiðinni í heyskap og
mætti löggunni, þá var ég viss
um að hann yrði tekinn en allt
kom fyrir ekki, hann heilsaði
Sigurður
Sveinsson
HINSTA KVEÐJA
Í dag kveðjum við með
söknuði kæran föðurbróður
okkar Sigurð Sveinsson frá
Góustöðum eða Sigga
Sveins eins og hann var
jafnan kallaður. Jafnframt
minnumst við hans með
þakklæti fyrir allar
skemmtilegu stundirnar,
ekki síst á ættarmótum
okkar Góustaðafólks. Sög-
ur af Sigga og hans hnyttnu
tilsvörum munu gleðja alla
um ókomna tíð. Kæri
frændi, hafðu þökk fyrir
allt og allt. Kæra Dedda,
Kiddý, Guðríður, Sigrún,
Geir og fjölskyldur, okkar
innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Ragnheiður, Sigurbjörn
og Gísli Gunnarsbörn
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæra eiginmanns, stjúpföður, tengdaföður,
afa, langafa og bróður,
SVEINS SÆMUNDSSONAR,
Sóltúni 10,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem aðstoðuðu hann
í veikindum hans.
Sigríður H. Jóhannsdóttir,
Gyða Þorgeirsdóttir, Hallur Karlsson,
Ragnheiður Hallsdóttir,
Jóhann Karl Hallsson,
Hafdís Svava Ragnheiðardóttir
og systkini hins látna.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts
og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður,
fósturföður, tengdaföður, bróður, afa og lang-
afa
SNORRA KRISTJÁNSSONAR
bakarameistara,
Dvergagili 9,
Akureyri,
Heba Bjarg Helgadóttir,
Kristján Snorrason, Anna Lísa Óskarsdóttir,
Júlíus Snorrason, Linda Ragnarsdóttir,
Birgir Snorrason, Petra Guðmundsdóttir,
Kjartan Snorrason, Sveindís I. Almarsdóttir,
Anna Lára Finnsdóttir, Davíð Valsson,
Kristín Sveinsdóttir, Einar Viðarsson,
Matthea Kristjánsdóttir,
Þórunn Kristjánsdóttir,
afa og langafabörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar,
dóttur, ömmu, systur og frænku,
RAGNHEIÐAR BRYNJÚLFSDÓTTUR
viðskiptafræðings,
Bleikargróf 11,
Reykjavík.
Smári Grímsson,
Sigrún Elsa Smáradóttir, Vilhjálmur Goði Friðriksson,
Sigríður Bríet Smáradóttir, Sigurður Sigurðsson,
Steinunn Lilja Smáradóttir, Kristinn Már Matthíasson,
Brynjúlfur Jónatansson,
Smári Rúnar Róbertsson,
Ragnheiður Anna Róbertsdóttir,
Guðrún Gígja Vilhjálmsdóttir,
Steinunn Erla Sigurðardóttir,
systkini og aðrir aðstandendur.
✝
Hjartans þakkir til allra er auðsýndu okkur
samúð og vinarhug í veikindum og við andlát
og útför ástkærs eiginmanns og bróður,
ÁGÚSTS BJÖRNSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar E-6 á
Landspítalanum í Fossvogi.
Þrúður Márusdóttir,
Margrét Björnsdóttir,
Björn Olsen.
✝ Jón Sæmunds-son fæddist á
Lómatjörn í Höfð-
ahverfi, Grýtu-
bakkahreppi, S-
Þing. 3. mars 1934.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 16. júlí
2011.
Foreldrar Jóns
voru Sæmundur
Reykjalín Guð-
mundsson, bóndi í Fagrabæ, f.
27. nóv. 1899, d. 2. apríl 1974,
og kona hans Guðrún Jóns-
dóttir, húsfreyja, f. 18. ágúst
1902, d. 27. ágúst 1993. Systk-
ini Jóns eru: Guðbjörg, f. 1929,
d. 1986, Valgerður, f. 1931, d.
2000, Guðmundur, f. 1932, d.
2005, Hallur Steingrímur, f.
1935, d. 1984, Anna, f. 1937, d.
1979, Sveinn, f.
1939, d. 2011,
Tómas, f. 1943,
Sigrún, f. 1944, og
Baldur, f. 1946.
Jón ólst upp frá
fjögurra ára aldri í
Fagrabæ í Grýtu-
bakkahreppi. Eftir
að barna-
skólagöngu lauk
gekk hann í
Laugaskóla í
Reykjadal í tvo vetur. Hann fór
í nokkur ár til sjós og á vertíð
til Vestmannaeyja og Grinda-
víkur. Jón og Hallur bróðir
hans tóku við búi foreldra
sinna. Eftir að Hallur lést hélt
Jón áfram búskap til æviloka.
Útför Jóns verður gerð frá
Laufáskirkju í dag, 23. júlí
2011, og hefst athöfnin kl. 14.
Jón frændi í Fagrabæ er dáinn.
Hann var búinn að vera fastur
punktur í lífi okkar systranna
þegar við vorum að fara norður í
land sem litlar stelpur með for-
eldrum okkar. Þá var farið á
tveggja ára fresti í heimsókn til
ömmu og afa, þá voru Jón og Hall-
ur bróðir hans þar líka. Eftir að
afi dó þá bjuggu amma, Jón og
Hallur í Fagrabæ og núna síðustu
árin Jón einn. Það var alltaf gott
að koma í Fagrabæ
Einu sinni komum við í Fag-
rabæ að sumri og þeir bræður
voru á fullu að heyja og fylla í
hlöðuna og þá tók ég eftir að hurð-
irnar opnuðust allar inn í hlöðuna,
svo ég spurði þá frændur mína
hvernig þeir færu að því að opna
inn í hlöðuna þegar allt væri orðið
fullt, þeir urðu hálf skrítnir á svip-
inn og áttuðu sig á því að þeir
höfðu gleymt að breyta opnun-
inni, þannig að þeir voru alla vega
ánægðir með forvitnina í okkur.
Jón talaði alltaf við okkur eins
og jafningja og hlustaði alveg á
það sem við höfðum til málana að
leggja, hann var líka svolítið stríð-
inn, en bara gaman að því.
Börn okkar systra eru búin að
vera að spyrja á hverju ári: För-
um við til Jóns frænda í sumar?
eða Verður ættarmót í Fagrabæ í
sumar? Það hefur alltaf verið mik-
il tilhlökkun hjá þeim að koma í
Fagrabæ og þau vissu að við vær-
Jón Sæmundsson