Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 33
MESSUR 33á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011 AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan Reykjavík | Sam- koma í dag, laugardag, kl. 11 hefst með biblíufræðslu fyrir alla. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Guðsþjónusta kl. 12. Eric Guðmunds- son prédikar. Aðventkirkjan Vestmannaeyjum | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11. Boðið upp á biblíufræðslu fyrir alla. Guðþjónusta kl. 12. Bein útsending frá kirkju aðventista í Reykjavík. Eric Guðmundsson prédikar. Aðventsöfnuðurinn Árnesi | Sam- koma á Selfossi í dag, laugardag, kl. 10, hefst með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 11. Elías Theódórsson prédikar. Aðventsöfnuðurinn Hafnarfirði | Samkoma í Loftsalnum í dag, laug- ardag, hefst með fjölskyldusamkomu kl. 11. Björgvin Snorrason prédikar. Biblíufræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna kl. 11.50. Boðið upp á bibl- íufræðslu á ensku. Samfélag Aðventista Akureyri | Samkoma í Gamla Lundi í dag, laug- ardag, hefst kl. 11 með biblíufræðslu fyrir alla. Messa kl. 12. AKRANESKIRKJA | Fermingar- messa kl. 14. ÁRBÆJARKIRKJA | Messakl. 11. Sr. Sigrún Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari, organisti er Reynir Jónasson og félagar úr kirkjukórnum leiða söng. Kaffisopi á eftir. BOÐUNARKIRKJAN | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11. BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn kantors Jónasar Þóris, prestur er sr. Pálmi Matthíasson og messuþjónar aðstoða. Kaffi á eftir. DIGRANESKIRKJA | Helgistund k. 11. Prestur sr. Yrsa Þórðardóttir, org- anisti er Zbigniew Zuchowich og fé- lagar úr kór Digraneskirkju leiða söng. Sjá www.digraneskirkja.is DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, org- anisti er Kári Þormar. EGILSSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Jóhanna I. Sigmars- dóttir, organisti er Kristján Gissurar- son. Safnaðarheimilið Hörgsási 4. EMMANÚELS BAPTISTAKIRKJAN | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli (Mass & Sundayschool) kl. 12 í Stærðfræðistofu 202 í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ á Skólabraut 6. Á eftir er boðið upp á veitingar. Prest- ur er sr. Robert Andrew Hansen. Guðsþjónusta á ensku og íslensku (in English & Icelandic). Skráning á Biblíunámskeið er enn opin. Þurfi að sækja er hægt að hringja í síma 847- 0081. GARÐAKIRKJA | Messa kl. 20. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari. Erlen Anna Stein- arsdóttir verður fermd, en hún mun jafnframt leika á selló. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgel og stýrir safnaðarsöng. Sjá gardasokn.is GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. „Hattamessa“. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir prédikar og þjónar fyrir altari, organisti er Guðlaugur Viktorsson og forsöngvari er Einar Clausen. Kaffi á eftir. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir. Kirkjukór Grensáskirkju leiðir söng og organisti er Árni Arinbjarnarson. Sam- skot í líknarsjóð. Vegna sumarleyfa er kirkjan lokuð alla vikuna. GRUND dvalar- og hjúkrunar- heimili | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sveinbjörn Bjarnason messar og org- anisti er Kristín Waage. GUÐRÍÐARKIRKJA Grafarholti | Kvöldmessa kl. 20. Prestur sr. Sigríð- ur Guðmarsdóttir, organisti er Hrönn Helgadóttir, kór Guðríðarkirkju syngur, meðhjálpari er Aðalsteinn Dalmann Októsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sum- arhátíðarmessa kl. 11. Ferming.Sr. Þórhallur Heimisson, organisti er Bjartur Logi Guðnason, Barbörukórinn syngur. Kaffi á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt rev. Leonard Ashford. Messuþjónar að- stoða. Sögustund fyrir börnin. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja, organisti Hörður Áskelsson. Alþjóð- legt orgelsumar. Tónleikar laugard. kl. 12 og sunnudag kl. 17. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti Douglas Brotchie og prestur sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Samstarf Þjóðkirkjusafnað- anna í Kópavogi. Sr. Magnús B. Björnsson þjónar. HJALTASTAÐARKIRKJA | Kvöld- messa kl. 20.30. Prestur er sr. Jó- hanna I. Sigmarsdóttir, organisti er Suncana Slamning. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Samkoma kl. 20. Mótorhjólaklúbbur- inn Salvation Riders sér um samkom- una. HÓLADÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Ólafur Hallgrímsson fyrrum prest- ur á Mælifelli messar, organisti er Jó- hann Bjarnason. Tónleikar kl. 14. Björg Þórhallsdóttir sópran og Elísa- bet Waage hörpuleikari. KAÞÓLSKA Kirkjan: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11 og 19. Virka daga er messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga er messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa laugardag kl. 18. Bolungarvík | Messa kl. 16. Suðureyri | Messa kl. 19. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KEFLAVÍKURKIRKJA | Eiríksreið, hjólað á milli kirkna á Suðurnesjum: Keflavíkur-, Útskála-, Hvalsnes- og Kirkjuvogskirkja heimsóttar. Einn liður guðsþjónustunnar lesinn á hverjum stað. Ferðin er farin til minningar um sr. Eirík Brynjólfsson sem þjónaði þessu svæði á fyrri hluta 20. aldar og notaðist við hjólhest í embættis- erindum sínum. Lagt er af stað frá Keflavíkurkirkju kl. 10 og Komið er aftur til Keflavíkur um kl. 16. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Yrsa Þórðardóttir prédikar og þjón- ar fyrir altari, organisti er Lenka Má- téová kantor kirkjunnar. LANGHOLTSKIRKJA | Lokað er í júlí vegna sumarleyfa sóknarprests og starfsfólks. Bent er á prestsþjónustu og messur í Bústaðakirkju. Nánar á langholtskirkja.is LAUGARNESKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir segir frá lífi sínu og trú í tilefni af ný- unninni sáttargerð Þjóðkirkjunnar gagnvart henni. Erna Blöndal og Örn Arnarson syngja og leika. Sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Vigdísi Mar- teinsdóttur. Kaffi á eftir. LÁGAFELLSKIRKJA | Kyrrðar- og bænastund kl. 20. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Ferm- ing. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng, organisti Kári Allanson og sr. Sigurvin Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi á eftir. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í safnaðarheimili Grensás- kirkju. Ræðumaður Daniel Taras- senko. SELJAKIRKJA | Messa í Skógarbæ kl. 16. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórs- son prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Aase Gunn Guttormsen djákna. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða söng, organisti er Tómas Guðni Eggertsson. Kvöldmessa í Seljakirkju kl. 20. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórs- son prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng, org- anisti er Tómas Guðni Eggertsson. Altarisganga. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgi- stund kl. 11. Sálmasöngur, hugvekja og bæn. Prestur er sr. Frank M. Hall- dórsson. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 17. Sr. Kristinn Ólason annast prestsþjónustuna, organisti er Stein- grímur Þórhallsson. Flutt verður tón- list frá sumartónleikum helgarinnar. Sóknarprestur. SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari og prédikar, Ester Ólafsdóttir organisti leiðir almennan safnaðar- söng. Meðhjálparar eru Ólöf E. Guð- mundsdóttir og Erla Thomsen. ÞINGEYRAKLAUSTURSKIRKJA | Guðsþjónusta fyrir heimamenn og ferðamenn kl. 20. Sr. Sveinbjörn Ein- arsson sóknarprestur, organisti er Sigrún Grímsdóttir. Kaffi á eftir. ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Gunnar Björnsson predikar og þjónar fyrir altari, organisti er Guð- mundur Vilhjálmsson. ÞÖNGLABAKKI í Fjörðum | Hin ár- lega messa hefst kl. 14. Ekið er í Fjörður jeppaveg F 839 í Hvalvatns- fjörð (um klukkustund) og gengið það- an í Þorgeirsfjörð (um klukkustund). Bátsferð verður frá Grenivík. Þor- steinn Eyfjörð Friðriksson stýrir bátn- um. Sr. Bolli Pétur Bollason í Laufási messar en Kristján Valur Ingólfsson predikar. Kvennakórinn Fjörðurnar syngur undir stjórn Arnhildar Val- garðsdóttur. Lummukaffi eftir messu. ORÐ DAGSINS: Jesús kennir af skipi. (Lúk. 5) Morgunblaðið/ Einar Falur Ingólfsson Kirkja á Sjávarborg í Skagafirði. bara og að sjálfsögðu heilsaði löggan til baka og hélt áfram sína leið. Kæri afi. Hin eilífa glettni en þó ákveðni og útsjónarsemi ein- kenndu þig betur en nokkuð annað og það er með gífurlegum trega sem ég kveð þig. Allt stússið okkar saman, bragginn, hafnarrúnturinn, heyskapur, brennumál, Framsóknarmál og síðast en ekki síst kleinuumræð- ur eru hlutir sem verður sárt saknað. Það voru forréttindi að fá að umgangast þig og læra af þér, afi. Takk fyrir allt saman. Gauti Geirsson. Okkur langar að minnast afa, sem var stór hluti af lífi okkar frá unga aldri til fullorðinsára. Við eigum frábærar minning- ar frá heimsóknum okkar til afa og ömmu á Ísafirði. Alltaf var tekið vel á móti okkur og alltaf var nóg að gera. Ef við vorum ekki á skíðum þá var ekkert skemmtilegra en að fylgja afa í hans daglega amstri. Þá var rúntað og heilsað uppá kallana á bryggjunni, setið í jarðýtunni og mokað til á ruslahaugunum, hænunum gefnir matarafgang- ar, köttunum hafragrautur og rollunum hey eða jafnvel ein- staka sinnum gamlir súkkulaði- snúðar úr Gamla bakaríinu, unn- ið í bragganum eða í ýmsum reddingum fyrir vini og vanda- menn. Heyskapurinn á Góustöð- um, smalamennskan og réttirn- ar eru svo eitthvað sem við munum aldrei gleyma. Alltaf var gaman að fá afa og ömmu í heimsókn til okkar í Engjaselið og það lífgaði uppá heimilið. Afi sýndi alltaf mikinn áhuga á því sem við vorum að gera á hverjum tíma og spurði mikið og var mjög hreinskilinn ef honum líkaði ekki eitthvað sem hann heyrði. Ekki fannst okkur heldur leiðinlegt þegar hann dró uppúr veskinu einn rauðan eða fjólubláan og sendi okkur krakkana út í búð að kaupa gotterí. Það eru til mikið af góðum sögum af afa okkar, enda átti hann langa og viðburðaríka ævi. Við minnumst hans fyrst og fremst sem lifandi og gefandi einstaklings sem var frábær afi að eiga. Hvíldu í friði, elsku afi. Halldór, Viðar og Kristrún. Það var erfitt að setjast niður til að skrifa minningarorð um ástkæran afa sinn. Einhvern veginn hefur maður alltaf búist við því að hann væri alltaf til staðar. Hann hafði alltaf verið svo tengdur inn í okkar líf. Fjöl- skyldan var honum svo mikil- væg. Hann var afar félagslyndur og honum fannst fátt skemmti- legra en að fá alla fjölskylduna í sunnudagskaffi á Hlíðarveginn. Þar komu börn, barnabörn og barnabarnabörn saman og áttu skemmtilega stund. Þetta er bú- ið að vera fastur punktur allt okkar líf, þó svo við höfum ekki alltaf búið fyrir vestan. Afi okk- ar og „nafni minn“ var einstakur maður. Hann var svo hreinn og beinn og leyndi aldrei sínum skoðunum. Sama gilti hvort hann væri að tala um pólitík, gaularana í söngnum, puðarana í fótboltanum eða snjóþvegnu gallabuxurnar sem hann sá mann í í sjónvarpinu. Maður fékk alveg að heyra það, að bux- urnar hefðu alls ekki verið við- eigandi fyrir sjónvarp. Afi var mjög skemmtilegur maður. Hann var iðulega glaður í bragði og áhugasamur um það sem við vorum að gera hverju sinni. Það verða mikil viðbrigði að hafa afa ekki með okkur í öll- um fjölskylduboðunum, hvort sem um er að ræða sunnudags- kaffi eða stórhátíðir. Þar lék hann á als oddi og var hrókur alls fagnaðar. Á Góustöðum undi afi sér best. Þar var hann í ára- tugi með búskap og þar ólumst við að miklu leyti upp, enda bjuggum við stutt frá. Fastir punktar í tilveru okkar á yngri árum var heyskapurinn sem var alltaf skemmtilegur og göngurn- ar á haustin. Afi var ekkert að flýta sér að tileinka sér tæknina í búskapnum sem þýddi að við krakkarnir fengum að taka meiri þátt en ella. Gaman hefði verið að börnin okkar hefðu líka notið þeirra forréttinda að alast upp við heyskapinn eins og við gerðum, en ekki verður á allt kosið í þessu lífi. Afi var alltaf í einhverju stússi og var hann duglegur að taka okkur með og leyfa okkur að taka þátt. Mér eru sérstaklega minnistæð öll vorin sem maður fór niður í slipp til að mála Guðnýjuna en hana gerði hann út í tugi ára, ásamt því að sinna búskapnum. Í nokkur ár var hann einnig með æðarvarp í Álftafirði og þar var maður oft á tíðum að aðstoða. Alltaf var maður eitthvað að brasa með afa sínum, þvílík for- réttindi. Hann fór með mann um allar trissur, hvort sem það var að fara á kaffistofuna hjá Braga Magg í vélsmiðjunni, græja eitt- hvað fyrir Guðnýjuna eða sækja kindur. Þess á milli var farið í kaffi á Hlíðarveginn eða í mat. Þar beið okkar alltaf hún amma, sem var afa stoð og stytta. Hún var honum gríðarlega mikilvæg og það sá maður sérstaklega síð- ustu dagana sem afi lifði. Amma tókst á við veikindi afa með miklu æðruleysi og veitti honum mikinn stuðning sem maður sá að skipti hann öllu máli. En nú er komið að kveðjustund. Elsku afi, við munum sakna þín sárt og ekki síður stelpurnar okkar. Við þökkum þér af öllu hjarta fyrir allan tíma sem við höfum átt með þér og vonum að þér líði vel á nýjum stað. Við biðjum guð að veita ömmu styrk í þessari miklu sorg. Hvíl í friði, elsku afi okkar. Sigurður og Elísabet. Elsku langamma Kolla, takk fyrir tíma okkar saman. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín Arnór Blær og Helena.  Fleiri minningargreinar um Sigurð Sveinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. um velkominn og vel tekið á móti okkur, Jón gaf sér alltaf tíma til að tala við krakkana. Við munum heldur ekki eftir því að hann Jón frændi hafi skipt skapi og aldrei höfum við séð hann reiðan, en trú- lega var hann þrjóskur eins og hin systkinin, þetta með Fagrabæjar- þrjóskuna. Það verður skrítið að hugsa til þess að þessi fasti punktur í ferða- lögum okkar norður í land sé ekki lengur til staðar og við eigum eftir að sakna hans mikið. Elsku frændi, við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt með þér í þessum heimsóknum okkar í Fagrabæ og þær hefðu alveg mátt verða fleiri. Það er leiðinlegt að við systurn- ar og fjölskyldur okkar getum ekki komið og fylgt þér þennan síðasta spöl. Hafðu þökk fyrir allt, það verður tekið á móti þér hinum megin af ömmu, afa og þessum sex systkinum þínum sem fóru á undan þér. Hugprúð gleðjast hjörtu mædd, herskrúðanum Drottins klædd. Berjumst hart, ei hríð er löng, hún mun enda í gleðisöng. (Stefán Thorarensen) Hvíl í friði, elsku frændi, Guðrún og Sólveig. Okkur langar að minnast vinar og frænda Jóns í Fagrabæ með nokkrum orðum. Leiðir okkar hafa legið saman allar götur frá unga aldri og samvistir verið miklar. Um langan tíma höfum við átt samleið við bústörfin, í kart- öflurækt en þó einkum við sauð- fjárrækt. Við deildum ófáum stundunum í eftirminnilegum ferðum okkar í fjárrekstrum og göngum bæði á Flateyjardal og í Fjörðum þar sem Jón naut sín sem aldrei fyrr. Jón var búsmali mikill, afar fjárglöggur maður og var fljótur að sjá hvaðan féð var þegar hann var til fjalla og heima við þekkti hann sínar ær með nöfnum og gat rakið ættir þeirra. Oft á tíðum var Jón á rúntinum á þeim „rauða“, ekki alltaf á réttum kanti því hann var að horfa á eftir fé, hann renndi í hlaðið í Áshóli, spurði frétta og sagði fréttir, þá helst af veðri og sauðfé. Jón var einkar stundvís maður, það þurfti aldrei að bíða eftir honum, hann var manna fyrstur á staðinn. Jón bjó einn í seinni tíð og leit- aði sér oft aðstoðar hjá okkur, einnig var hann greiðvikinn ef til hans var leitað. Framan af var Jón harður karl en með árunum varð hann hinn mesti ljúflingur. Stelpunum okkar þótti gott að koma með okkur í Fagrabæ, setj- ast við eldhúsborðið hjá Jóni frænda, þiggja kexköku og ræða málin. Hann var fyrst og fremst sauð- fjárbóndi og um það snerist líf hans í einu og öllu. Hann starfaði í nánum tengslum við umhverfi sitt þar sem náttúran og dýraríkið skipti hann miklu máli. Hann starfaði við bú sitt fram á síðasta dag og vorum við að smala fé í Fagrabæ til að koma því á fjall, þegar kallið kom, það gerðist snöggt, hann fór á sjúkrahús og átti ekki afturkvæmt heim. „Bóndi er bústólpi, bú er lands- stólpi“ eru þekkt orð skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Þau eiga vel við Jón og því skal hann virtur vel. Seint verður þeim sem gera landið byggilegra fullþakkað, en þeir leggja rækt við framtíðina. Líf Jóns mun lifa í minningu okk- ar. Hafðu þökk fyrir allt og hvíl í friði. Sveinn og Anna Bára í Áshóli. Mig langar til að minnast gam- als sveitunga míns í nokkrum orð- um, Jóns frá Fagrabæ. Þó ekki væri langt á milli okkar í aldri þá kynntumst við Jón ekki almenni- lega fyrr en við vorum komnir af unglingsárum og fórum að fara saman í göngur. Jón var manna harðastur á því sviði og var hann iðulega settur í verstu verkefnin enda þekkti hann öll örnefni og kennileiti bæði á Flateyjardal og í Fjörðum. Sauðkindin átti Jón algjörlega og það er vægt til orða tekið þegar sagt er að hann hafi lifað fyrir sauðfjárbúskapinn. Hann var allt- af með hugann við kindurnar og oft fórum við Jón saman út í Fjörður á vorin til að athuga með gróður áður en fé var rekið á fjall. Jón var ótrúlega hjálpsamur mað- ur og var alltaf boðinn og búinn til þess að hjálpa mér og öðrum. Oft kom ég við í Fagrabæ, bæði að nóttu sem degi, þegar ég var í snjómokstri og þáði þar góðgerðir og alltaf var tekið jafn vel á móti mér. Síðustu árin lánaði Jón mér líka pláss fyrir bátinn minn og var hann alltaf tilbúinn að laga lend- inguna ef á þurfti að halda. Eina skilyrðið fyrir því að fá að hafa bátinn í Fagrabæ var það að ég byði honum ekki fisk í soðið. Ég kveð góðan vin með sökn- uði. Minning hans mun lifa. Ingi Ragnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.