Morgunblaðið - 23.07.2011, Síða 35

Morgunblaðið - 23.07.2011, Síða 35
DAGBÓK 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG VEIT EKKERT HVAÐ ÉG Á AÐ GEFA LÍSU ÉG ÆTLA AÐ RÁÐFÆRA MIG VIÐ SÉRFRÆÐING ...SVO ER HÚN UM ÞAÐ BIL SVONA HÁ HJÁLPIÐ MÉR! RIGNINGIN BJARGAÐI OKKUR EF ÞAÐ VÆRI EKKI SVONA MIKIL RIGNING ÞÁ VÆRUM VIÐ Á VELLINUM AÐ LÁTA NIÐURLÆGJA OKKUR ER RIGNINGIN EKKI FRÁBÆR? EF ÞAÐ VÆRI EKKI RIGNING ÞÁ VÆRI HITT LIÐIÐ AÐ VALTA YFIR OKKUR, GJÖRSAMLEGA KREMJA OKKUR STUNDUM VELTI ÉG ÞVÍ FYRIR MÉR HVERNIG LÍFIÐ VÆRI EF ÉG HEFÐI SAGT JÁ VIÐ BÓNORÐI FRÍÐA RIDDARANS FYRIR ÞAÐ FYRSTA... ...ÞÁ VÆRI HANN EKKI LENGUR FRÍÐUR HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ AÐ ENGINN SAGÐI MÉR FRÁ ÞVÍ AÐ KVENKYNS BÆNABEIÐUR BITU HÖFUÐIÐ AF EIGINMÖNNUM SÍNUM Á BRÚÐKAUPSNÓTTINNI BESTI VINUR MINN HANN LÁRUS ER GIFTUR OG HANN SAGÐI MÉR EKKI FRÁ ÞESSU LÁRUS, HVAÐ KEMUR TIL AÐ ÞÚ SAGÐIR MÉR EKKI FRÁ ÞESSU? HA,FRÁ HVERJU? HVAÐ ERTU AÐ TALA UM? HVAR ERTU? TAKK FYRIR AÐ KOMA OG PASSA BÖRNIN Á MEÐAN VIÐ FÖRUM ÚT ÚR BÆNUM. MIG LANGAR AÐ BYRJA Á ÞVÍ AÐ FARA YFIR NOKKRAR REGLUR SJÁÐU TIL ÞESS AÐ ÞAU GERI HEIMAVINNUNA SÍNA. PASSAÐU AÐ ÞAU MÆTI Á RÉTTUM TÍMA Á ÆFINGAR OG FARI EKKI SEINNA AÐ SOFA EN HÁLF TÍU EIN- HVERJAR SPURNINGAR? HVERSKONAR FANGABÚÐIR ERU ÞETTA EIGINLEGA? KÓNGULÓARMAÐURINN LÆÐIST UM BORGINA, ÞEGAR SKYNDILEGA... HVER ERTU? KALLAÐU MIG SABRETOOTH! Er ekki hægt að fá mynd af manninum? Með leyfi, er ekki hægt að fá einhvers staðar smekklega mynd af manninum hjá Sam- keppniseftirlitinu, helst með fullu heiti og nafnnúmeri, sem ákvað, neytendum til þæginda, að banna verðmerkja unnar kjötvörur á pakkn- ingum í verslunum. Áður stóð á skýrt nautahakkspakkanum hvað pakkinn kostaði en nú er búið að banna það, neyt- endum til hagsbóta. Nú stendur að- eins kílóverðið og hve pakkinn er þungur og svo geta viðskiptavinirnir byrjað að reikna, eða gengið með pakkann á fætur öðrum að skanna, sem settur hefur verið upp í versl- uninni, og kannað málið þar. Ef þeim líst ekki á verðið sem sést í skann- anum, ef pakkinn er borinn rétt að, geta þeir skilað pakkanum, sótt annan og skannað hann, allt þar til þeir finna pakka með verði sem þeir geta að minnsta kosti hugsað sér að greiða. Allt þetta, eins og fleira gott, eigum við að þakka einhverjum manni á Samkeppniseftirlitinu sem því miður er hvergi nafngreindur, svo þakklátir viðskiptavinir geta ekki hugsað til hans þegar þeir skanna. Í hverri einustu verslunarferð sé ég viðskiptavini, gjarnan í eldri kant- inum, klóra sér yfir verðmerking- arlausum pökkum. Sumir lötra að skann- anum og eiga þar drjúga ánægjustund, aðrir skila pakkanum aftur í kælinn og eigra tómhentir og ráðþrota um verslunina. Ég skil hreinlega ekki hvers vegna verslunarstjórar setja ekki upp mynd af manninum frá Sam- keppniseftirlitinu við hliðina á kjötkælinum, svo viðskiptavinirnir sjái hvernig hugs- unarsami velgjörð- armaðurinn lítur út, og geta þá reynt að líta eins út sjálfir. Raunar er þetta ekki það eina sem þeim á Samkeppniseftirlitinu hefur dottið í hug undanfarið. Nýlega sekt- uðu þeir fjölda verslana í Kringlunni fyrir að vera ekki með nægilega áber- andi verðmerkingu við vörur sínar. Það var víst brotið á neytendum með þessu, svo búðirnar voru sektaðar og verða að hækka álagninguna til að eiga fyrir sektinni. Kannski væri líka hægt að fá mynd af manninum hjá Samkeppniseftirlitinu sem sektaði búðirnar fyrir að vera með of fáa verð- merkingu. Hún gæti hangið við hliðina á manninum sem bannaði mönnum að verðmerkja nautahakkspakkann. Best væri þó ef þetta er sami maður. Það myndi spara ramma. Þreyttur viðskiptavinur. Ást er… … að verða enn nánari, eftir því sem árin líða. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Karlinn á Laugaveginum gekk greitt niður Frakkastíginn og bar ótt á. Hann hafði verið að hlusta á fjármálaráðherrann í morgun- útvarpinu og leist ekki á blikuna, heldur sagði í orðastað hans: Það er ljótt að sjá laun allra hækka og leitt að sjá kökuna stækka sem vor þjóð á til skipta en mín skylda er að svipta með sköttum og lát́ana smækka. Og hvarf á braut. Þessi limra minnir á stöku Stein- gríms Baldvinssonar í Nesi, þegar honum þótti ástand þjóðmála ugg- vænlegt: Tóma hausa og dálka dregur dapur aflamaður; hinu hefur sporðrennt hættulegur hákarlinn í kjölfarinu. Og á fundi orti hann: Varla er fært upp úr vaðlinum hér vitinu höfuð að teygja. Algengust heimska í heiminum er að hafa ekki vit á að þegja. Enn orti hann um hinn öfund- sjúka: Sjaldan var hann með hýrri há. Honum gramdist það mest að sjá hve allt var fánýtt í fórum hans en feitt undir kúnni nágrannans. Halldór Blöndal halldorblondal@mbl.is Vísnahorn Með sköttum og lát’ana smækka Ásgeir Ásgeirsson var forsætis-ráðherra í miðri heimskreppu, 1932-1934. Gunnar M. Magnúss skýr- ir frá því í minningum sínum, að Ás- geir hafi sagt á kosningafundum í Vestur-Ísafjarðarsýslu 1934: „Krepp- an er eins og vindurinn. Enginn veit, hvaðan hún kemur eða hvert hún fer.“ Þetta er ættað úr Jóhannesarguð- spjalli, enda var Ásgeir guðfræðingur að mennt. Þar segir (3, 8): „Vindurinn blæs, þar sem hann vill, og þú heyrir þyt hans. Samt veistu ekki, hvaðan hann kemur né hvert hann fer.“ Ásgeiri samdi illa við flokksbróður sinn, Jónas Jónsson frá Hriflu, og er óhætt að segja, að Jónas hafi hrakið hann úr Framsóknarflokknum. Lá Jónasi jafnan illa orð til Ásgeirs. Frægt er, þegar bóndi að vestan hitti fyrst Jónas og síðan Ásgeir í Reykja- víkurför. Þegar Jónas barst í tal við Ásgeir, var hann sanngjarn í máli eins og hans var vandi. Bóndi mælti í undrunartón: „Það er fallegt af þér að tala svona vingjarnlega um Jónas frá Hriflu, þar sem hann talar svo illa um þig.“ Ásgeir svaraði alúðlega: „Ef til vill skjátlast okkur báðum.“ Þessi saga er ekki verri fyrir það, að hún er gömul. Feneyski kvenna- maðurinn Giacomo Casanova, sem uppi var 1725-1798, sagði í end- urminningum sínum, Histoire de ma vie (3. bindi, 21. kafla), frá því, er hann hitti franska háðfuglinn Voltaire í ágúst 1760. Hafði hann orð á því við Voltaire, að því miður talaði sviss- neski náttúrufræðingurinn Albrecht von Haller ekki eins vel um Voltaire og Voltaire um von Haller. „Haha, það getur verið, að okkur hafi báðum skjátlast,“ svaraði Voltaire brosandi. Svipað segir af þýska rithöfund- inum Tómasi Mann. Útgefandi í München hafnaði handriti eftir hann. Mann sagði: „Ég hélt þér væruð list- vinur.“ Útgefandinn svaraði: „Ég fæ ekki séð, að þér eða handritið yðar eigi neitt skylt við list.“ Þá mælti Mann: „Þá biðst ég afsökunar. Okkur skjátlast þá sýnilega báðum.“ Vestur-íslenska skáldið Káinn orti í sama anda: Einlægt þú talar illa um mig, aftur ég tala vel um þig. En það besta af öllu er, að enginn trúir þér – né mér. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar. Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Báðum skjátlast

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.