Morgunblaðið - 23.07.2011, Page 40

Morgunblaðið - 23.07.2011, Page 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Þá er komið að því. Druslugangan verður farin í dag og safnast verður saman fyrir framan Hallgrímskirkju kl. 14. Þaðan verður þrammað niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti og endar gangan með veglegri dagskrá á Ingólfstorgi. Þær María Lilja Þrastardóttir, Anna Jóna Heimisdóttir, Ósk Gunn- laugsdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Ester Ásgeirsdóttir og Kamilla Ein- arsdóttir standa fyrir framtakinu. Hugmyndin kemur frá Toronto þeg- ar Slut Walk var þar gengin í kjölfar blöskrandi ummæla lögreglumanns- ins Constable Michael Sanguinetti en hann sagði að til þess að koma í veg fyrir nauðgun ættu konur ekki að klæða sig eins og druslur. Þessum fordómum í garð fórn- arlamba þarf án efa að breyta ekki síðar en strax og er það einmitt til- gangur göngunnar. Ábyrgðin ekki fórnarlambsins „Við viljum færa ábyrgð á kyn- ferðisafbrotum úr höndum þolenda yfir á hendur gerenda. Þó að maður beri ábyrgð á sjálfum sér er það aldrei á manns eigin ábyrgð ef mað- ur verður fyrir ofbeldi,“ segir María Lilja. Aðspurð hvort hún verði mikið vör við það að stúlkur sem eru létt- klæddari en aðrar séu litnar horn- auga svarar María Lilja því játandi. Síðan stöllurnar hófu verkefnið hafi þær fengið að heyra ýmsar ógeð- felldar og leiðinlegar sögur frá fjölda fólks sem gefi neikvæða sýn á fórn- arlambið. „Ég held að flestir geti tengt við það að hafa einhvern tím- ann hugsað, sama hvort þeir séu fórnarlömb eða þekki til fórn- arlambs, að viðkomandi hefði nú kannski átt að klæða sig öðruvísi, hefði ekki átt að vera svona drukkin eða hefði nú ekki átt að fara heim með þessum manni. Það er kannski það sem við viljum uppræta líka, uppræta fordóma í sjálfum okkur. Því um leið og við erum búin að breyta okkur getum við farið að breyta einhverju í kringum okkur“. Brúðarslör og náttkjól María Lilja segist eiga von á tals- verðum fjölda í gönguna. Hún talaði um að gjaldkerar í bönkum og fólk á stöðum þar sem tilkynningum var dreift sé spennt fyrir viðburðinum. Allur gangur virðist vera á því hvernig fólk ætli að mæta til fara. „Ég veit að einhver ætlar að vera með brúðarslör, önnur í náttkjól og einhver ætlar að mæta í búrku. Svo ætla sumar að vera hálf berar og aðrar í venjulegum fötum. Þú mátt klæða þig hvernig sem er, en það má aldrei nauðga þér,“ segir María Lilja að lokum. Á Ingólfstorgi mun María Lilja halda ræðu en einnig fulltrúar frá Nei!-samtökunum og Stígamótum. Þá verður atriði úr leikritinu Hárinu og indí-hopp dansarar sýna hæfi- leika sína. Mikilvægt að breyta eigin hugsun fyrst  „Þú mátt klæðast hverju sem er, en það má aldrei nauðga þér,“ segir María Lilja Þrastardóttir  Léttklæddum stúlkum gefið hornauga fyrir klæðaburð sinn og kennt um nauðgun Morgunblaðið/Eggert Chicago Konurnar í druslugöngunni í Chicago senda skýr skilaboð: Það býður enginn upp á það að vera nauðgað, gerandinn er aðeins sekur. Ákveðin Unga konan klæddist þess- um fötum þegar henni var nauðgað.Drusluganga Anna Jóna Heimisdóttir, María Lilja Þrastardóttir og Sara María fatahönnuður undirbúa gönguna. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN HARRY POTTER 7 - PART 2 3D kl. 3 - 5:30 - 8 - 9:15 - 10:45 12 TRANSFORMERS 3D kl. 3 - 6 - 8 - 10:30 12 SUPER 8 kl. 11 12 BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 3 - 5:30 12 CARS 2 3D Enskt tal kl. 8 12 KUNG FU PANDA 2 3D Með ísl. tali kl. 3 - 5:30 L / ÁLFABAKKA / EGILSHÖLL BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 12:30 - 3 - 5:30 L TRANSFORMERS 3 3D kl.10:30 12 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 1:45 - 4:15 L TRANSFORMERS 3 kl. 8 12 CARS 2 3D Án texta kl. 8 L SUPER 8 kl. 10:20 12 HARRY POTTER 7 - PART 2 3D kl. 12:30 - 3 - 5:30 - 8 - 10:40 12 THE HANGOVER 2 kl. 8 12 HARRY POTTER 7 - PART 2 kl. 6:45 - 9:30 12 KUNG FU PANDA 2 Með ísl. tali kl. 1 - 3 - 5:30 L HARRY POTTER 7 - PART 2 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:40 VIP PIRATES OF THE CARIBBEAN kl. 2 - 5:10 10 SÝND Í ÁLFABAKKA á allar sýningar merktar með grænu1.000 kr.SPARBÍÓ 3D - Þ.Þ. FRÉTTATÍMINN HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HHHH "SVALARI BÍLAR OG MEIRI HASAR" - T.D. -HOLLYWOOD REPORT- HHHH -J.C. -VARIETY HHHH -P.T. -ROLLING STONES FRÁ HÖFUNDUM SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, OG KRINGLUNNI ATHUGIÐ GLÆNÝ STUTTMYND SÝND Á UNDAN CARS 2 LEIFTUR MCQUEEN OG KRÓKUR ERU AFTUR MÆTTIR, BETRI EN NOKKURN TÍMANN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.