Morgunblaðið - 30.07.2011, Page 1

Morgunblaðið - 30.07.2011, Page 1
L A U G A R D A G U R 3 0. J Ú L Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  177. tölublað  99. árgangur  FRUMLEGT OG FORNESKJULEGT Í KÓLUMBÍU MILLJÓNIR Í SKUGGA ÁTAKA OG ÞURRKA LISTMUNIR, TÍSKA OG ÍSLENSKT GÓÐGÆTI SUNNUDAGSMOGGINN HANDVERKSHÁTÍÐ 10TÍSKUSÝNING 39 Umferð var þétt frá Reykjavík í gær eins og við mátti búast um verslunarmannahelgi. Flestir virtust leggja leið sína vest- ur og norður en töluvert minni umferð var um Suðurland. Lögreglan í Borgarnesi segir að umferðin hafi að mestu leyti gengið vel fyrir utan árekstur sem varð á Vesturlandsvegi við Leirá. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl til Akraness. Þeir voru þó ekki alvarlega slasaðir en bílarnir voru töluvert skemmdir. Þéttur straumur lá til Akureyrar en samkvæmt upplýsingum lögreglu þar gekk umferð ljómandi vel. Að sögn lögreglunnar á Selfossi og á Hellu var umferðin um Suðurland svipuð og aðrar helgar í júlí. Umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík sagði umferðina hafa gengið vonum framar. Þétt setnir bílar þeysa úr bænum um verslunarmannahelgi Morgunblaðið/Ernir  Júlímánuður, sem rennur sitt skeið á morgun, er yfir meðal- lagi hvað varð- ar fjölda sól- skinsdaga, lítið hefur rignt og því eru kvart- anir með öllu ástæðulausar. Þetta segir Sigurður Þór Guðjónsson veðursérfræðingur sem fylgst hef- ur með veðrinu í 45 ár. Meðalhitinn í Reykjavík er 1,8 gráðum yfir meðallagi og úrkoma er helmingi minni en í meðalári. » 12 Hitinn í júlí 1,8 gráð- um yfir meðallagi og úrkoma lítil  Kostnaður við nýju skurðstof- urnar í Heilbrigðisstofnun Suður- nesja, sem hafa staðið ónotaðar í eitt ár, nam um 170 milljónum króna. Skurðstofurnar voru teknar í notkun árið 2008 og hafa því ekki verið mikið notaðar. Hugmyndir voru uppi um að nýta skurðstofurnar til að taka á móti sjúklingum frá útlöndum, sem kæmu hingað til lands í sérhæfðar aðgerðir. Ríkiskaup efndu til út- boðs og rann frestur til að taka til- boðum út 9. mars. Velferðar- ráðherra veitti leyfi til útleigu 11. júlí sl. en það var of seint og tæki- færið gekk ríkinu úr greipum. »6 Sjúkrastofur kost- uðu 170 milljónir Egill Ólafsson egol@mbl.is Dæmi er um að höfuðstóll íbúð- arlána hafi á skömmum tíma hækkað um hærri upphæð en sem nemur skuldalækkun sem fólk fær í gegnum svokallaða 110% leið. Ástæðan fyrir þessu er verðbólga í vexti, en hún mælist nú 5% og sér- fræðingar spá enn meiri verðbólgu síðar á þessu ári. Íslensk heimili eru í hópi skuldsettustu heimila í heimi. Verðbólga mældist 1,8% í jan- úar, en er komin upp í 5% og stefn- ir hærra. Aukin verðbólga þýðir að kaupmáttaraukningin sem kjara- samningarnir áttu að færa launa- fólki skilar sér ekki. Áhrif verð- bólgunnar á lán heimilanna eru ekki síður slæm vegna þess að lán- in eru verðtryggð. Íslensk heimili eru í öðru sæti á lista Seðlabanka Íslands yfir skuld- settustu heimili í heimi. Aðeins írsk heimili eru með meiri skuldir. Ís- lensk heimili skulda 110% af lands- framleiðslu, en hlutfallið er um 90% í Bandaríkjunum og um 70% í Grikklandi. Seðlabankinn bendir á að miklar skuldir íslenskra heimila skýrist að hluta til af því að hlutfall heimila í eigin húsnæði er með því hæsta sem gerist í heiminum. „Skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum á árunum 2000- 2010 hafa aldrei verið hærri, en lík- legt er að hlutfallið lækki örlítið á árinu 2011,“ segir í Fjármálastöð- ugleika Seðlabanka Íslands. »6 Verðbólgan étur skuldalækkunina  Íslensk heimili hársbreidd frá heimsmeti í skuldsetningu Morgunblaðið/RAX Eignasafn Seðlabanka Íslands var ekki stofnað á grundvelli neinna ákvæða í lögum um Seðlabanka Ís- lands. Hinsvegar kemur fram í svari bankans við spurningum Morg- unblaðsins að lögin um Seðlabanka hafi ekki útilokað stofnun félagsins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur Umboðsmaður Al- þingis leitað svara við spurningum um lagalegar heimildir að baki stofnun Eignasafnsins. Eignasafn Seðlabanka Íslands var stofnað í árslok 2009 og er það í fullri eigu Seðlabankans. Tilgangur fé- lagsins er eignarhald á kröfum og fullnustueignum bankans í kjölfar bankahrunsins og fellur ekki undir reglubundna starfsemi hans. Í svari bankans er stofnun félagsins rök- studd með vísun í fræðigrein sem varar við að seðlabankar reki slík fé- lög. »16 Morgunblaðið/Ómar Félag án heimildar  Umboðsmaður spyr um Eignasafn SÍ 1.700 Íslensk heimili skulduðu um 1.700 milljarða um síðustu áramót. Þetta er um 110% af landsframleiðslu. 70% Grísk heimili skulda 70% af vergri landsframleiðslu. 5% Verðbólgan mælist núna 5%. ‹ MIKLAR SKULDIR › »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.