Morgunblaðið - 30.07.2011, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.07.2011, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 Gauti Jóhann- esson hefur var- ið doktorsrigerð við Háskólann í Umeå í Svíþjóð. Ritgerðin ber heitið „Intra- ocular pressure – clinical aspects and new measurement methods“. Í ritgerðinni eru augnþrýstimælar bornir sam- an með tilliti til nákvæmni mælinga og áhrifa eiginleika hornhimnu á þær. Enginn mælir reyndist algjörlega óháður eiginleikum hornhimn- unnar. Einnig var glákutíðni á Vesturlandi rannsökuð og niðurstöðurnar gáfu til kynna að afturvirk nálgun geti við sérstakar aðstæður gefið gagnlegar upplýsingar.  Gauti Jóhannesson er fæddur 1979 og uppalinn á Akranesi. For- eldrar hans eru Jóhannes Guð- jónsson og Guðrún J. Guðmunds- dóttir. Gauti er kvæntur Therese Ahlepil lyfjafræðingi og eiga þau tvö börn. Hann hefur starfað sem læknir á augndeild Háskóla- sjúkrahússins í Umeå í Svíþjóð frá 2008. » FÓLK Doktor í læknisfræði Bjarki Jóhann- esson hefur var- ið doktorsritgerð sína í líffræði við Háskóla Íslands. Hann stundaði doktorsnám við Evrópsku sameindalíffræði- stofnunina (EMBL) í Heidel- berg í Þýskalandi í samvinnu við líf- og umhverfisvís- indadeild Háskóla Íslands. Rit- gerðin fjallar um rannsóknir tengdar slímseigju (cystic fi- brosis) og langvinnri lungna- teppu. Í rannsóknum á músum var sýnt fram á að breytileikar í jónaflutningi hafa áhrif á upp- söfnun slíms í öndunarvegi og sett var fram tilgáta um að breytileg seyting klóríðjóna geti haft áhrif á upphaf lang- vinnrar lungateppu í mönnum.  Bjarki Jóhannesson er fæddur 1981 og uppalinn á Akranesi. For- eldrar hans eru Jóhannes Guð- jónsson og Guðrún J. Guðmunds- dóttir. Hann er búsettur í Róm þar sem hann stundar post doc- rannsóknir við EMBL á Ítalíu. Bjarki er í sambúð med Daniella Cornacchia, doktorsnema í sam- eindalíffræði. Doktor í líffræði Matthias Eggerts- son hefur lokið doktorsprófi í al- þjóðaviðskiptum frá Nova South- eastern Univers- ity í Bandaríkj- unum. Doktorsritgerðin nefnist „Country-of-Origin and Brand- ing in B2B Context“. Oft eru vörur framleiddar í einu landi, með vörumerki í öðru og seldar allt annað. Tilgangur rannsókn- arinnar var að ákvarða hlutfalls- legt mikilvægi framleiðslulands vöru og heimalands vörumerkis. Niðurstöður sýna að kaupendur kjósa að kaupa vörur sem eru framleiddar af þróuðum þjóð- um.  Matthias er sonur Eggerts Ó. Eggertssonar og Brynhildar I. Matt- híasdóttur. Hann er kvæntur Mari- zelda S. Eggertsson hljómlist- arkonu. Þau búa í Flórída í Bandaríkjunum þar sem Matthías rekur alþjóðamarkaðsfyrirtæki og er stundakennari. Doktor í alþjóða- viðskiptum FRÉTTASKÝRING Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Salvör Nordal, formaður stjórnlag- aráðs, afhenti Ástu Ragnheiði Jó- hannesdóttur, forseta Alþingis, nýtt frumvarp til stjórnskipunarlaga á blaðamannafundi í Iðnó í gærmorg- un. Frumvarpið er afrakstur vinnu ráðsins, sem hófst 6. apríl síðastlið- inn. Engin greinargerð með frum- varpinu hefur enn litið dagsins ljós en Salvör sagði í ávarpi sínu að nú væri unnið að greinargerðinni og hún yrði afhent Alþingi í næstu viku. Hún sagði ennfremur að fjöldi hug- leiðinga og tillagna hefði borist ráðinu frá almenningi og einhverjar þeirra birtust nú í frumvarpinu sjálfu. Kynnt á fundi forsætisnefndar Nýja frumvarpið felur í sér um- talsverðar breytingar frá núgildandi stjórnarskrá og forvitnilegt verður að sjá hvaða meðferð það mun fá hjá Alþingi. Ásta Ragnheiður sagði í ávarpi sínu að það væri henni heiður að taka við frumvarpinu. Hún bætti við að hún myndi kynna frumvarpið á næsta fundi forsætisnefndar Al- þingis og það yrði jafnframt kynnt formönnum allra þingflokka. „Ég geri ráð fyrir að ný fasta- nefnd Alþingis, stjórnskipunar- nefnd, muni koma mikið að meðferð málsins og fá til sín meðlimi stjórn- lagaráðs til ráðgjafar og upplýsing- ar,“ sagði Ásta Ragnheiður og bætti við að hún vonaðist eftir því að Ís- lendingar myndu eignast nýja stjórnarskrá „sem þeir ekki einungis [yrðu] sáttir við, heldur stoltir af“. Frumvarpið var samþykkt ein- róma með atkvæðum allra ráðsfull- trúa á síðasta fundi ráðsins, miðviku- daginn 27. júlí síðastliðinn. Fulltrúar ráðsins hafa lýst því yfir að þeir séu sammála um að veita eigi lands- mönnum færi á að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá áður en Al- þingi afgreiðir frumvarpið endan- lega. Þeir hafa jafnframt lýst sig reiðubúna til að koma aftur að mál- inu áður en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram. Áður en Ásta Ragn- heiður tók við frumvarp- inu fyrir hönd Alþingis á blaðamannafundinum skiptust meðlimir stjórnlagaráðs á að rísa, hver á fætur öðrum, úr sæt- um sínum og kalla einhvers konar stjórnskipunar-slagorð út í salinn í Iðnó: „Uppskrift að réttlátara sam- félagi!“ sagði einn. „Loksins, loksins, eftir 160 ár!“ kallaði annar. Aðrir lof- sungu náttúru Íslands og sögðu frumvarpið „ilma af hamingju“. Hamingjuilmurinn hefur eflaust nýlega tekið sér bólfestu í frumvarp- inu enda stóðu deilur yfir í vikunni um aðfaraorð þess. Í fyrradag var hins vegar samþykkt að aðfaraorð frumvarpsins hæfust með eftirfar- andi hætti: „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kyn- slóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu. Ísland er frjálst og fullvalda ríki með frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi að horn- steinum.“ Ekki aðeins einn kostur Skipun stjórnlagaráðs var staðfest með þingsályktun hinn 24. mars síð- astliðinn. Meirihluti allsherjarnefnd- ar Alþingis lýsti í áliti sínu frá 14. mars síðastliðnum yfir að vilji hans stæði til þess að „taka eins og hægt [væri] tillit til hugmynda sem fram [hefðu] komið um að efnt [yrði] til kosninga um niðurstöður stjórnlag- aráðs áður en þær [kæmu] til kasta Alþingis“. Jafnframt kom fram í álit- inu að vænst væri þess að stjórnlag- aráð gerði tillögu að því hvernig haga ætti slíkri kosningu. Ennfrem- ur kom fram að ekki ætti að gefa sér fyrirfram að einn kostur yrði borinn undir þjóðina í kosningu. „Æskilegt væri að finna leið sem gerði það kleift að bera mismunandi kosti und- ir þjóðina, t.d. þannig að menn gætu sjálfstætt lýst afstöðu um einstök ákvæði nýrrar stjórnarskrár eða eft- ir atvikum einstaka kafla hennar.“ Nýja stjórnarskrá þarf að sam- þykkja á tveimur þingum og rjúfa skal þing þess á milli og kjósa nýtt þing. Íslendingar verði hreyknir af nýrri stjórnarskrá sinni  Nýtt stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs afhent forseta Alþingis í Iðnó í gær  Verður kynnt forsætisnefnd og formönnum þingflokka  „Ilmar af hamingju“ Morgunblaðið/Sigurgeir S. Frumvarp Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, tók við nýju stjórnlagafrumvarpi frá Salvöru Nordal, formanni stjórnlagaráðs. Ásta Ragnheiður sagði að hún myndi kynna frumvarpið á fundi forsætisnefndar Alþingis. „Það er flestum steinum velt við í þessu frumvarpi og það er ljóst að meðlimir stjórnlagaráðs hafa tekið til hendinni,“ segir Ágúst Þór Árna- son, brautarstjóri lagadeildar Háskólans á Akureyri. Hann segir ýmislegt jákvætt við frumvarpið en það sé ekki galla- laust. „Það er margt í frumvarpinu sem er af hinu góða en hins vegar finnst mér vanta upp á nálgunina og ekki er nægilega hugað að innra samhengi frumvarpsins og tengslum þess við núgildandi stjórnar- skrá.“ Hann segir jafnframt að verkinu sé ekki lokið. „Það er ekki hægt að tala um þetta sem endanlegt verk. Stjórnarskrá má ekki vera of mikil hraðsuða. En hins vegar er frumvarpið mikilvægt framlag og með því skapast grundvöllur til frekari umræðna og rannsókna.“ Má ekki vera hraðsuða ÁGÚST ÞÓR ÁRNASON Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Veðurfar er vinsælt umræðu- og umkvörtunarefni, einkum að sum- arlagi og hafa margir látið í ljós óánægju sína með tíðarfarið á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Veður- athugunarmaður segir að júl- ímánuður í ár sé yfir meðallagi hvað varðar fjölda sólskinsdaga, lítið hafi rignt og því séu kvartanir með öllu ástæðulausar. „Þetta hefur verið fyrirmyndar- júlí fram að þessu,“ segir Sigurður Þór Guðjónsson, veðurathug- unarmaður, sem hefur fylgst með veðri um áratuga skeið og bloggar um veðurathuganir sínar á www.nimbus.blog.is. „Það er bara þvæla þegar fólk segir að júlíveðrið hafi verið slæmt. Reyndar var svo- lítið kalt í gær (fimmtudag), en það er eini dagurinn sem hefur verið kaldur. Hitinn er 1,8 gráðum yfir meðallagi, það hefur rignt í 13 daga og það hafa verið tíu dagar þar sem sólin hef- ur skinið í tíu klukkustundir eða meira.“ Hann segir úrkomu, það sem af er mánuðinum, hafa verið helmingi minni en vant er. Hefur fylgst með veðri frá 1967 Að sögn Sigurðar Þórs var júlí- mánuður í fyrra sá hlýjasti sem vit- að er um hér á landi og því sé ekki sanngjarnt að nota hann til sam- anburðar. „Sumir segja að ekkert sumar hafi komið í ár, það mætti stundum halda að fólk væri með veðuralzheimer, það er svo fljótt að gleyma.“ Sigurður hefur fylgst náið með veðri í tæp 45 ár. „Ég byrjaði á þessu 11. júlí 1967 og hef síðan þá fylgst með veðrinu. Á þessum tíma var ég að lesa jarðfræði og það vakti áhugann. Svo voru líka veðurfrétt- irnar í Sjónvarpinu að byrja á þess- um tíma og það jók enn frekar á áhugann,“ segir Sigurður Þór. Hann segir tilkomu netsins hafa breytt miklu fyrir sig. „Það var því- lík bylting þegar netið kom, þá var hægt að fylgjast auðveldlega með veðrinu um allan heim,“ segir Sig- urður. Hann segist seint verða leið- ur á veðurathugunum, en hann bloggar um veður nánast daglega. „Það er alltaf eitthvað nýtt að ger- ast í veðrinu, það breytist á hverjum degi og er mismunandi eftir land- svæðum.“ Þetta hefur verið fyrirmyndar-júlí  Hitinn í júlí talsvert yfir meðallagi  Ósanngjarnt að bera saman við júlí í fyrra  Veðurathugunarmaður segir landsmenn þjást af „veðuralzheimer“ Sigurður Þór Guðjónsson Skin og skúrir í júlí » Hlýjast var í júlí árin 1991 og 2010, þá var meðalhiti 13 stig. » 1871 var kaldasti júlí- mánuðurinn, þá var meðalhiti 8,4 stig. » Flestar sólarstundir í júlí voru árið 1939 og þá voru þær 308,4. » Fæstar voru sólarstundirnar árið 1913, þær voru þá 66 tals- ins. » Meðalhiti í júlí fer sífellt hækkandi og var 0,5 stigum hærri síðustu tíu ár en hann var á árunum 1931-1960.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.