Morgunblaðið - 30.07.2011, Page 16

Morgunblaðið - 30.07.2011, Page 16
ÚR BÆJARLÍFINU Gunnlaugur Auðunn Árnason Stykkishólmur Grásleppuvertíðin í Hólminum er langt komin. Vertíðin í fyrra var sér- lega góð og skilaði góðri afkomu. Vertíðin í ár freistaði því margra. Sóknin er miklu meiri nú. Alls stunda 44 bátar grásleppuveiðar á móti 29 bátum í fyrra. Árangurinn er ekki í takt við útkomuna í fyrra. Í Stykkishólmi hefur verið landað 132.500 kg af hrognum á móti 390.300 kg í fyrra. Aflinn er því að- eins þriðjungur af því sem veiddist í fyrra. Aflahæsti báturinn er Anna Karín með 6.387 kg    Hafarannsóknastofnun hefur áhuga á að leggja fram tillögur um hámarksveiði grásleppu. Hingað til hefur veiðunum verið stjórnað með fjölda veiðidaga. Sjómenn eru lítt hrifnir af þeim afskiptum og benda á að grásleppan hefur verndað sig sjálf hingað til og miklar sveiflur í veiðum eru vel þekktar.    Bæjarhátíðin Danskir dagar verður haldin 12.-14. ágúst nk. Há- tíðin hefur verið haldin í mörg ár, en í fyrra var gert smáhlé. Þráðurinn verður tekinn upp að nýju og er und- irbúningur hafinn. Danskir dagar hafa notið vinsælda og margir ferða- menn sótt staðinn heim og notið ánægjulegra daga með bæjarbúum.    St. Fransiskusspítali verður opnaður að nýju 4. ágúst en spítalinn hefur verið lokaður í fjórar vikur vegna sparnaðar. Stjórnendur höfðu um tvo kosti að velja til að ná niður sparnaði um sjö milljónir króna. Annaðhvort varð að segja upp starfs- fólki eða loka deildum yfir sumartím- ann. Síðari kosturinn var valinn þetta árið. Sjúklingar voru fluttir til Akraness, en koma til baka þegar stofnunin verður opnuð á þriðjudag- inn.    Strandveiðar eru stundaðar frá Hólminum. Þá daga sem þær eru leyfðar er meira um að vera við höfn- ina seinni part dags er bátarnir koma til að landa, enda er það eitt að- almarkmið veiðanna að glæða líf á bryggjum landsins. Mönnum í öðrum störfum gefst gott tækifæri að nota sumarfríið til að sækja sjóinn og afla tekna fyrir heimilið. Margur sjómað- urinn sem selt hefur kvótann og haldið að sjómannsferlinum væri lok- ið getur glaðst að nýju og haldið til sjós á ný eins og ekkert hafi í skorist. Til strandveiða eru ekki gerðar sömu kröfur og til handhafa byggðakvóta um að landa aflanum til vinnslu í heimabyggð, þar ríkir meira frelsi.    Þá er það veðráttan. Fyrir ut- an kuldakastið í vor hefur verið hag- stæð tíð í Hólminum, nokkuð þurr að vísu. Júní hefur verið mjög þurr síð- astliðin í 4 ár og júlí einnig nema 2008, en mjög þurrt var í júlí 2007. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu er úrkoma (% af meðallagi í sviga): maí 45 mm (133), júní 21 (53), júlí 30 (70). Meðalhiti (vik frá meðaltali í sviga): maí 5,1 (+0,2), júní 7,2 (-0,9) júlí 11,4 (+1,5). Af þessu má sjá að júlí hefur verið mjög hlýr í ár og þrettándi júlí í röð með hita yfir meðallagi. Aldrei hafa fleiri bátar verið á grásleppuveiðum Vel til fara í vinnunni Bæjarstarfsmenn sjá um að snyrta og fegra í Hólm- inum fyrir bæjarhátíðina Danska daga. Morgunblaðið/ Gunnlaugur Árnason 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 Um verslunarmannahelgina verða útimessur ef veður leyfir og messur í eyðibyggð. Í ár eru 50 ár liðin frá vígslu kirkjunnar á Efra-Núpi, Miðfirði. Þess verður minnst við árlega messu kl. 14 í dag. Í Ábæjarkirkju í Austurdal verður messað á morg- un, sunnudag, kl. 14. Karl Sig- urbjörnsson, biskup Íslands, pré- dikar í báðum messunum. Árleg messa verður einnig í gömlu kirkj- unni á Núpsstað og guðsþjónusta verður undir berum himni í Skarðs- dalsskógi, Siglufirði, sunnudag, kl. 11. Þá verður árleg útimessa á Þing- völlum á sunnudag ef veður leyfir. Verður hún kl. 14. Messað úti Minningarmót Harðar Barðdal í pútti fór fram í Hraunkoti í Hafn- arfirði nýverið. Jóhanna Ásgeirs- dóttir kom sá og sigraði í flokki fatlaðra og varði þar með titilinn frá árinu 2010 þegar hún varð fyrst til að vinna sigur á mótinu en þetta var í annað sinn sem minn- ingarmótið fór fram. Sveinbjörn Guðmundsson fékk svo sérstök hvatningarverðlaun á mótinu. Úrslit í flokki ófatlaðra voru þessi: Fyrsta sæti: Sveinbjörn Guð- mundsson 28 högg, annað sæti: Mark Rossi 29 högg og þriðja sæti: Sindri Þ. 30 högg. Í flokki fatlaðra varð Jóhanna Ásgeirsdóttir með 33 högg í fyrsta sæti, í öðru sæti varð Hildur Jóns- dóttir með 33 högg, en verri seinni níu en hjá Jóhönnu og í því þriðja Jakob Ingimundarson með 34 högg. Hvatningarbikar GSFÍ er far- andbikar gefinn af dætrum Harðar Barðdal í minningu hans og var veittur nú í fyrsta skipti. Hann hlaut Sveinbjörn Guðmundsson að þessu sinni fyrir góða ástundun æfinga, að vera duglegur að æfa milli æfinga og fyrir góða fram- komu utan vallar sem innan. Vinningshafar Jakob Ingimundarson, Jóhanna Ásgeirsdóttir og Hildur Jónsdóttir. Jóhanna Ásgeirsdóttir sigraði á púttmóti Rauði krossinn dreifir matvælum daglega til þúsunda fjölskyldna í Mið- og Suður-Sómalíu, þvert á átakalínur meðan stríð geisar þar. Þá njóta um 5.500 börn umönnunar í 40 næringarmiðstöðvum Rauða krossins og Rauða hálfmánans víðs- vegar um landið. Rauði krossinn rekur einnig um 20 heilsugæslu- stöðvar um allt land og vinnur að vatnsveituverkefnum á þurrka- svæðunum. Rauði kross Íslands hefur eyrna- merkt öll framlög íslensks almenn- ings kaupum á vítamínbættu hnetu- smjöri. Notkun þess er bylting í umönnun vannærðra barna og hægt er að hjúkra börnum til heil- brigðis á 3-4 vikum. Öllu söfnunarfé frá almenningi verður 100% varið í neyðaraðstoð. Hægt er að styrkja neyðaraðstoð Rauða krossins með því að hringja í 904-1500. Þá bætast 1.500 krónur við næsta símreikning. Einnig er hægt að leggja inn á reikning hjálp- arsjóðs Rauða krossins í banka 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269- 2649. Reuters Hjálp Ísak er 4 daga gamall og dvelur við erfiðar aðstæður í flóttamannabúðum. Rauði krossinn dreifir matvælum Fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, er heið- ursgestur á Íslendingahátíðum í Kanada og Banda- ríkjunum sem standa nú um helgina og fram á þriðju- dag í næstu viku. Íslendingahátíð er nú haldin í 112. sinn í Mountain, Norður-Dakóta og í 122. sinn í Gimli í Manitoba en fjölmennar Íslendingabyggðir voru á þessum svæðum á tímum vesturfaranna og vel er hlúð að íslenskum rótum íbúanna á svæðinu nú. Fjármálaráðherra mun taka þátt í dagskrá og menningarviðburðum á hátíðunum og flytja ávarp á hvorum stað. Dagskráin er fjölbreytt að venju og er m.a. ekið í skrúðgöngu með fjall- konuna í broddi fylkingar. Steingrímur heiðursgestur í Kanada Steingrímur J. Sigfússon Slysavarnarfélagið Landsbjörg og 66°NORÐUR skrifuðu nýverið und- ir áframhaldandi samstarfssamn- ing um að björgunarsveitarmenn félagsins klæðist áfram fatnaði frá fyrirtækinu. Þá mun 66°NORÐUR framleiða sérstaklega Snæfell jakka í ein- kennislitum Landsbjargar fyrir meðlimi félagsins. Snæfell jakkinn hefur vakið mikla athygli og unnið til tveggja virtra verðlauna á úti- vistarsýningum í Þýskalandi á þessu ári. Með þessum samningi verður Landsbjörg fyrsta björgunarsveitin í heiminum sem fær sérframleiddan fatnað fyrir sig úr efninu NeoS- hell® sem notað er í Snæfell jakk- ann. Jakkinn er væntanlegur á markað fyrir jól. Landsbjörg semur um nýjan fatnað STUTT Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Langisjór hefur verið friðlýstur og innlimaður í Vatnajökulsþjóðgarð, ásamt norðausturhluta Eldgjár og svæðinu í kringum vatnið, svo sem Fögrufjöllum, Grænafjallgarði og upptökum Skaftár á svæðinu suður að Lakagígum. Umhverfisráðuneyt- ið hefur gefið út reglugerð til stað- festingar á stækkun Vatnajökuls- þjóðgarðs, sem felur í sér þessa friðlýsingu. Innan þeirra svæða sem reglu- gerðin tekur til eru náttúruminjar sem taldar eru hafa mikið gildi á heimsvísu, auk hins háa útivistar-, fræðslu- og vísindagildis þeirra. Stækkun þjóðgarðsins tekur til tveggja svæða á Náttúruverndar- áætlun 2009-2013, samtals um 420 ferkílómetrar. Eitt stærsta ósnortna vatnið „Annars vegar er um að ræða svæði sem kennt er við Langasjó og Tungnaárfjöll en það hefur að geyma víðerni og einstakar jarðmyndanir sem tengjast eldvirkni á löngum gos- sprungum. Meðal þeirra eru mó- bergshryggirnir Grænifjallgarður og Fögrufjöll, sem mynduðust við gos undir jökli á ísöld, og norðaust- urhluti Eldgjár sem gaus árið 934 gríðarmiklu hraungosi,“ segir í frétt á vef umhverfisráðuneytisins. Langisjór er eitt stærsta ósnortna stöðuvatn á hálendi landsins, um 25 ferkílómetrar, og rómað fyrir nátt- úrufegurð. Eitt sinn var áformað að veita Skaftá þar í gegn og nota Langasjó sem miðlunarlón. Einnig hafa verið uppi hugmyndir um að veita Skaftá framhjá Langasjó með göngum, yfir í Tungnaá. Þá hefur einnig verið skoðaður möguleiki á því að gera miðlunarlón á milli Langasjávar og Lakagíga, sem heit- að hefði Norðursjór. Afar sjaldgæf vistgerð „Hitt svæðið sem verður hluti þjóðgarðsins er efsti hluti Skaft- áreldahrauns suðaustan Lakagíga. Markmið þeirrar friðlýsingar er að vernda staðbundna og afar sjald- gæfa vistgerð á hálendinu, breiskju- hraunavist, í einu stærsta hrauni sem runnið hefur á jörðinni á sögu- legum tíma,“ segir á vef umhverf- isráðuneytisins. Langisjór kominn inn í Vatnajökulsþjóðgarð Morgunblaðið/RAX Fagurblár Á fyrri hluta 20. aldar rann kvísl úr Skaftá í vatnið og jökullitaði það en þegar farvegur hennar breyttist varð Langisjór svona heiðblár.  420 ferkílómetra svæði sem áður var áformað að virkja á Stækkun » Umhverfisráðuneytið og Skaftárhreppur náðu sam- komulagi um stækkun þjóð- garðsins í febrúar síðast- liðnum. » Fyrir stækkunina spannaði hann um 13% af flatarmáli Ís- lands og var og er enn stærsti þjóðgarður Evrópu. Stærsti þjóðgarður heims er hins vegar á Grænlandi. » Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður 7. júní árið 2008.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.