Morgunblaðið - 30.07.2011, Side 18

Morgunblaðið - 30.07.2011, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 Þjóðhátíðargestir mættu margir vopnaðir regnfötum í Landeyjahöfn í gær vegna veðurspár um vætu í Vestmannaeyjum um helgina. Allir virtust farþegar þó spenntir fyrir helginni. „Þetta er einu sinni á ári, þúsundir manna á okkar aldri að skemmta sér og allir á einum stað í góðri stemn- ingu,“ sögðu strákarnir Andri Már Sigurðsson, Jón Atli Hermannsson, Tryggvi Þór Jóhannsson og Arnór Gunnar Ingvarsson er þeir biðu eftir Herjólfi. Allir höfðu farið á Þjóðhátíð áður og líktu helginni við stutta utan- landsferð. Í Landeyjahöfn var einnig mættur hópur ungra stúlkna sem voru allar klæddar í eins peysur, alls ellefu vin- konur. „Það er bara meiri stemning að vera í pollagalla,“ sagði ein þeirra um veðrið. „Þegar maður er búinn að fara einu sinni verður maður að fara aftur,“ sagði vinkona hennar. Kristbjörn Hilmir Kjartansson sat með gítar í hendi í biðsalnum og var á leið til Eyja með vinum sínum Grét- ari Jónssyni, Mikael Dubik og Gunn- ari Baldurssyni. „Það er ekki spurn- ing að við hlökkum til,“ sögðu strákarnir um ferðina. Eru alltaf í Skvísusundi Dagný Loftsdóttir er enginn ný- græðingur þegar kemur að Þjóðhátíð en hún hefur farið alls tíu sinnum. „Við erum í hvítu tjaldi og erum alltaf í Skvísusundi. Þetta er mikill und- irbúningur, við þurfum til dæmis að innrétta tjaldið og baka nóg af kök- um,“ segir Dagný og hvatti bæði blaðamann og ljósmyndara að drífa sig til Eyja í heimsókn. Skipstjórinn Guðlaugur Ólafsson sagði siglingar hafa gengið vel. „Fólk er rólegra en oft áður en farþegar eru færri en undanfarin ár. Þetta stefnir þó í góða hátíð, prýðiskrakkar og ekkert vesen,“ sagði skipstjórinn. Hann er úr Eyjum en mun ekki kom- ast í Herjólfsdal í ár. „Ég fæ smjör- þefinn af stemningunni hér,“ sagði Guðlaugur hress í bragði áður en lagt var af stað. kristel@mbl.is Reynslubolti Dagný Loftsdóttir, fyrir miðju, beið í Landeyjahöfn ásamt vinkonum sínum í gær. Hún hefur farið alls tíu sinnum á Þjóðhátíð, verður í hvítu tjaldi í Skvísusundi í Herjólfsdal um helgina og hlakkar mikið til. Morgunblaðið/Ómar Vinkonur Þessi stúlknahópur beið eftir Herjólfi í Landeyjahöfn í gær en þær ætla að endurtaka leikinn frá því í fyrra og mæta í eins peysum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Alls verða þær ellefu talsins sem skarta bleiku peysunum í Herjólfsdal um helgina. Þær sögðu peysurnar hafa vakið lukku um helgina og að vinsælt væri að vinahópar væru í merktum fatnaði eða jafnvel búningum. Gítarstemning Gunnarr, Mikael, Kristbjörn og Grétar biðu eftir skipinu og styttu sér stundir með gítar sér við hönd. Tveir þeirra höfðu farið áður á Þjóðhátíð og tveir voru að fara í fyrsta sinn. Undirbúnir Andri, Arnór, Tryggvi og Jón Atli biðu þolinmóðir en spenntir eftir að Herjólfur ferjaði þá yfir til Vestmannaeyja. Þeir líktu Þjóðhátíð við utanlandsferð. Meiri stemning í pollagalla  Þjóðhátíðargestir flykktust til Land- eyjahafnar fyrir helgina langþráðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.