Morgunblaðið - 30.07.2011, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 30.07.2011, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 Morgunblaðið/Árni Sæberg Svín Eigendur Svínabúsins Braut- arholts eru ósáttir við Arion. Arion banki fór ekki að öllum verklagsreglum sínum varðandi af- greiðslu á skuldavanda Svínabús- ins Brautarholti ehf., að sögn Kristins Gylfa Jónssonar, en hann á ásamt bræðrum sínum tveimur Brautarholtsbúið ehf., sem átti Svínabúið Brautarholti áður en bankinn tók það yfir. „Í svörum Arion banka við fyr- irspurnum Morgunblaðsins, sem birt voru á fimmtudag, koma fram nokkrar fullyrðingar sem við höfn- um alfarið. Ber fyrst að nefna að Svínabúið Brautarholti hefði átt að hafa rétt á því að komast á Beinu brautina svokölluðu en fékk ekki. Við höfnum því að til fulls hafi verið látið reyna á samstarf við okkur og þær tillögur sem við komum með varðandi nýtt hlutafé í svínabúið,“ segir Kristinn. Hann hafnar því líka, sem Arion banki segir, að um áralangan tap- rekstur á búinu hafi verið að ræða. „Staðreyndin er sú að Svínabúið Brautarholti ehf. var rekið árum saman með hagnaði og er það ekki fyrr en á seinni helm- ingi ársins 2009 sem rekstratap fyrir afskriftir og fjármagnsliði verður á rekstrinum vegna þess hve verð á svínakjöti hafði lækk- að.“ Þá segir hann rangt að bank- inn hafi verið að fjármagna tap- rekstur á búinu. „Við kaup okkar bræðra á svínabúinu árið 2008 voru þau kaup fjármögnuð af Ar- ion banka, en frá júní 2008 til febr- úar 2010 komu engir nýir peningar nettó til rekstrarins frá bankan- um.“ Hvað varðar gjaldþrot félagsins 2010 segir Kristinn mikilvægt að halda því til haga að bankinn hafi tekið yfir stjórn félagsins í febrúar það ár. Það hafi því verið fulltrúar bankans í stjórn svínabúsins sem ákváðu að setja fyrirtækið í gjald- þrot. „Þá höfnum við bræðurnir því alfarið að í söluferlinu hafi komið fram sterk krafa úr geiranum um að búin yrðu seld saman. Þetta er alrangt. Þrír aðilar höfðu áhuga á að kaupa annað búið en ekki bæði. Við bræðurnir vildum bjóða í búið að Brautarholti og þá var hópur undir nafninu Baula sem hafði áhuga á búinu á Hýrumel. Hvor- ugur aðilinn vildi kaupa bæði búin. Þessi sterka krafa um að búin yrðu seld saman kom því ekki frá þessum aðilum.“ bjarni@mbl.is Fullyrða að Arion hafi brotið verklagsreglur  Eigendur Svínabúsins Brautarholts hafna fullyrðingum Arion banka  Segja að Svínabúið Brautarholt hafi átt rétt á að komast á Beinu brautina hjá bankanum Stuttar fréttir ... ● Þökk sé mjög góðum árangri það sem af er ári er Apple með meira lausafé en banda- ríska ríkið. Nýjustu tölur frá banda- ríska fjármálaráðu- neytinu segja lausafjárstöðu rík- issjóðs 73,7 milljarða dala. Á sama tíma sýna nýjustu tölur frá Apple lausa- fjárstöðu upp á 76,4 milljarða. ai@mbl.is Apple með meira lausafé en Obama Steve Jobs ● Í kjölfar útboðs hafa samningar náðst milli Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. og Íslandsbanka um fjármögnun framkvæmda við Vallarveitu. Að því er fram kemur í tilkynningu verður kostnaður við framkvæmdina um 200 milljónir króna og á nýja veitan að tryggja sumarhúsabyggð á Völlum heitt vatn. Segir jafnframt í tilkynningu að þetta muni gera kleift að koma upp heilsárshúsum á svæðinu og ná fram meiri nýtingu á húsunum. Jafnframt á Vallarveita að stækka þjónustusvæði Heitaveitu Egilsstaða og Fella og bæta rekstrargrunn fyrirtækisins. ai@mbl.is Íslandsbanki fjár- magnar Vallarveitu ● Í júlímánuði hefur 427 samningum um fasteignakaup verið þinglýst á höf- uðborgarsvæðinu og nemur velta fast- eignaviðskipta um 11,5 milljörðum. Í vikunni 22-28 júlí var 109 kaup- samningum þinglýst á höfuðborg- arsvæðinu, þar af voru 80 um eignir í fjölbýli, 25 um eignir í sérbýli og 4 samningar um aðrar eignir en íbúðar- húsnæði. Á sama tíma var 7 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum, 9 á Akureyri og 2 á Árborgarsvæðinu. ai@mbl.is Fasteignavelta 11,5 milljarðar í júlí legar forsendur að baki stofnunar Eignasafnsins skipta orðin „meðal annars“ sköpum í þessu samhengi. Í skriflegu bankans segir að orðalagið sé „ekki hægt að túlka á annan veg en þann að ekki sé tæmandi talið í greininni hvers konar félög Seðla- bankinn hefur heimild til að stofna“. Ennfremur segir í svarinu „að ef það var ætlun löggjafans að takmarka aðild Seðlabankans eingöngu að hlut í fyrirtækjum sem 17. gr. tilgreinir hefði þurft að taka slíkt skýrt fram“. Það er vel þekkt erlendis að slík eignasýslufélög hafi verið sett á laggirnar í tengslum við inngrip stjórnvalda vegna meiriháttar áfalla á bankamarkaði. Hinsvegar eru skiptar skoðanir um hvernig standa eigi að baki stofnun slíkra félaga og hvernig beri að tryggja sjálfstæði þeirra gagnvart mögulegum hags- munaárekstrum. Varað við því að seðlabankar komi að eignaumsýslufélögum Í svari Seðlabankans við spurn- ingum Morgunblaðsins segir ein- mitt að algengt sé sett séu upp sér- stök félög um eignarhald og stýringu fullnustueigna í kjölfar fjármálakreppu og þetta eigi bæði við um bankana hér á landi sem og ríkissjóði erlendis. Það vekur hins- vegar sérstaka athygli að í svari Seðlabankans er sérstaklega vísað til ritgerðar Ingves Stefan, Steven Seelig og He Dong um eignaum- sýslufélög frá árinu 2004. Ritgerðin ber nafnið Issues in the Establis- hment of Asset Management Comp- anies og var gefin út af AGS. Í rit- gerðinni er sérstaklega varað við því að seðlabankar fari með forráð slíkra félaga og að þau starfi sem dótturfélög þeirra. Meðal annars vegna þess að rekstur slíkra félaga hefur ekkert með lögbundið hlut- verk seðlabanka um tryggingu verð- stöðugleika að gera. Í ritgerðinni kemur meðal annars fram að þegar slíkt umsýslufélag er í opinberri eigu sé heppilegra að það sé í um- sjón viðkomandi fjármálaráðuneytis eða þá tryggingasjóðs innistæðueig- enda. Engin heimild fyrir stofnun Eignasafns Seðlabankans  Umboðsmaður Alþingis spyr Seðlabankann út í stofnun Eignasafns bankans Rakstur í Seðlabanka Eignasafn SÍ var stofnað um fullnustueignir vegna bankahrunsins og annað sem fellur ekki undir reglubundna starfsemi. FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Eignasafn Seðlabanka Íslands var ekki stofnað á grundvelli neinna ákvæða í lögum um Seðlabanka Ís- lands. Í svari við spurningu Morg- unblaðsins um málið er stofnun Eignasafnsins meðal annars rök- stutt með því að vísa í ritgerð sem var gefin út af Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum og fjallar um stofnun eign- arhaldsfélaga á fullnustueignum í tengslum við bankakreppur. Í rit- gerðinni er hinsvegar sérstaklega varað við því að seðlabankar starf- ræki slík félög. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins hefur Umboðs- maður Alþingis leitað svara við spurningum um lagalegar heimildir að baki stofnun Eignasafnsins. Eignasafn Seðlabanka Íslands var stofnað í árslok 2009 en það er eins og nafnið gefur til kynna í fullri eigu Seðlabankans. Tilgangur félagsins er eignarhald á kröfum og fullnustu- eignum bankans í kjölfar banka- hrunsins og fellur ekki undir reglu- bundna starfsemi hans. Einnig hefur Eignasafnið til umsýslu kröfur á fjármálafyrirtæki sem ganga nú í gegnum fjárhagslega endurskipu- lagningu. Í því samhengi má nefna að gengið var sölu Eignasafnsins á hlut þess í Sjóvá í vikunni til fjárfest- ingasjóðs á vegum Arion-banka. Lög um Seðlabanka Íslands til- greina hvert hlutverk hans er og í þeim er ekki að finna nein ákvæði sem heimila honum að stofna slíkt eignarhaldsfélag. Í 17. grein laganna segir: „Seðlabanki Íslands stundar önnur banka- og verðbréfaviðskipti sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka. Í því skyni er bankanum meðal annars heimilt að eiga aðild að og hlut í fyrirtækjum og stofnunum á sviði kauphallarstarfsemi, verð- bréfaskráningar og greiðslukerfa.“ „Meðal annars“ skipti sköpum fyrir stofnun Eignasafnsins Samkvæmt svörum frá Seðla- bankanum við spurningum um laga- Kastljós skuldakreppunnar á evrusvæðinu beind- ist að Spáni í gær. Á sama tíma og matsfyrirtækið Moody’s varaði við því að það mundi hugsanlega lækka lánshæfismat stjórnvalda í Madríd lýsti José Luis Zapatero forsætisráðherra því yfir að boðað yrði til þingkosninga næsta nóvember, fjór- um mánuðum fyrr en áður var stefnt að. Yfirvofandi lækkun Moody’s á lánshæfisein- kunninni má rekja til fjármögnunarerfiðleika spænskra stjórnvalda. Sérfræðingar Moody’s segja að þau fordæmi sem neyðaraðstoð Evrópu- sambandsins handa grískum stjórnvöldum hafi skapað leiði til þess að áhætta fjárfesta í tengslum við spænsk ríkisskuldabréf hafi aukist. Auk þess telur Moody’s stjórnvöld standa frammi fyrir afar erfiðu verki við að koma böndum á rík- isfjármálin ekki síst vegna lélegra hagvaxtar- horfa og mikils atvinnuleysis, en það mælist nú ríflega 20%. Ennfremur óttast Moody’s að áfram- haldandi lausung við stjórn fjármála í einstaka héruðum Spánar geti grafið frekar undan stöðu ríkisfjármála. Viðvörun Moody’s og ákvörðun Zapatero um að boða til kosninga á undan áætlun leiddu til frekari söluþrýstings á spænskum ríkisskuldabréfum í gær. Ávöxtunarkrafan á þeim er nú um 6,10% en margir sérfræðingar telja hana vera á mörkum þess að geta talist sjálfbær fyrir skuldastöðu rík- isins að óbreyttu. Ákvörðunin um að flýta þingkosningum gæti leitt til frekari söluþrýstings á spænsk ríkis- skuldabréf. Ekki síst vegna þess að þær kunna að draga úr líkunum á að gripið verði til nægjanlegs aðhalds í fjárlögum næsta árs. ornarnar@mbl.is Spánn í eldlínunni  Moody’s varar við lækkun lánshæfismats  Zapatero forsætisráðherra boðar til þingkosninga í nóvember Reuters Niðurlútur Zapatero forsætisráðherra boðaði þingkosningar næstkomandi nóvember í gær.                                         !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +00-/, +1+-23 11-+42 1+-10/ +0-+, +55-5+ +-5035 +05-3+ +25-. ++2-4+ +00-0+ +11-4, 11-+.+ 1+-/52 +0-14/ +55-0+ +-53/0 +0,-52 +2,-+2 11+-..+, ++2-13 +03-1. +11-5+ 11-1/2 1+-543 +0-1,2 +5,-1+ +-5301 +02-4+ +2,-21 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.