Morgunblaðið - 30.07.2011, Síða 23

Morgunblaðið - 30.07.2011, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 Andlit Þjóðhátíðar Árni Johnsen er fyrsti maðurinn sem flestum dettur í hug þegar þeir heyra minnst á Þjóðhátíð í Eyjum. Farþegar með Herjólfi á leið til Vestmannaeyja geta keypt forláta grímur með andliti Eyjamannsins þjóðkunna og eiga eflaust margir Árnar Johnsenar eftir að sjást í Dalnum um helgina, sérstaklega þegar hinn eini sanni Árni stýrir brekkusöngnum. Ómar Miklar umræður eru um byggingu nýs fangelsis og í tengslum við það stendur til að loka fangelsunum í Kópa- vogi og í Reykjavík og flytja gæsluvarðhald í nýja byggingu. Fjármögnun fang- elsis hefur verið mikið í umræðunni, en þörf fyrir fangelsispláss hefur aukist verulega og öllum orðið ljóst að ekki verður við núverandi ástand búið. Brýn úrlausnarefni í fangelsismálum eru annars vegar að ná niður þeim kúf sem bíður afplánunar og hins vegar að bæta fangelsisaðstöðu til frambúðar. Í þeirri umræðu viljum við vekja athygli á þeim góða grunni sem býr í innviðunum á Eyrarbakka þar sem Litla-Hraun er. Þekking og aðstaða er þar til staðar og nálægð við nauðsynlegar stofnanir. Sveitar- félagið Árborg vill stuðla að því að áfram verði byggt upp á Litla- Hrauni. Til að auðvelda slíka upp- byggingu hefur verið boðið að fella niður gatnagerðargjöld þar. Litla-Hraun býr að miklum mann- auði og áratugalangri reynslu í rekstri fangelsis. Ennfremur ríkir góð sátt í samfélaginu um starfsem- ina. Unnið hefur verið að því að bæta meðferðarúrræði fyrir fanga og hef- ur fangelsið notið þar góðs samstarfs við Fjölbrautaskóla Suðurlands og Heilbrigðisstofnunina á Selfossi. Á Litla-Hrauni er enn þörf á úrbótum bæði í aðstöðu fyrir starfsmenn og fanga. Þessar úrbætur mega ekki sitja á hakanum þótt frekara fang- elsisrými verði byggt, heldur þarf þetta tvennt að haldast í hendur. Vaxandi þörf er á fangelsi sem annast afplánun meginþorra fanga í landinu, Litla-Hraun er best til þess fallið enda byggt á traustum grunni þekkingar og aðstöðu. Lóð og að- koma eru til staðar og velvilji íbúa og sveitarfélagsins. Fyrir sveitarfélagið Árborg er Litla-Hraun stór vinnustaður enda beitir bæjarstjórn sér fyrir upp- byggingu og eflingu þess. Þetta er mál sem við stöndum saman um óháð stjórnmálaskoðunum og flokkum. Við óskum eftir góðu samstarfi við ríkið um framtíðaruppbyggingu Litla-Hrauns og viljum þannig leggja okkar lóð á vogarskálarnar með hagkvæmar lausnir í fangels- ismálum. Eftir Andrés Rúnar Ingason og Eyþór Arnalds » Við óskum eftir góðu samstarfi við ríkið um uppbyggingu Litla- Hrauns og viljum leggja lóð á vogarskálarnar með hagkvæmar lausnir í fangelsismálum. Eyþór Arnalds Andrés Rúnar er formaður VG í Ár- borg. Eyþór Arnalds formaður bæj- arráðs Árborgar. Litla-Hraun er góður kostur Andrés Rúnar Ingason Þegar ríkisstjórn Íslands sótti um aðild að Evrópusamband- inu var því haldið að þjóðinni að draum- urinn um sameinað ríki Evrópusam- bandsins, eins konar Sambandsríki Evr- ópu, tilheyrði fortíð- inni. Var þessi full- yrðing meðal annars byggð á því að áform- in um að koma á stjórnarskrá fyr- ir Evrópusambandið höfðu runnið út í sandinn, þegar Frakkar og Hollendingar höfnuðu henni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Upp úr drögunum að stjórn- arskrá Evrópu var samið plagg, sem hlaut nafnið Endurskoð- unarsamningur (Reform Treaty). Sá samningur var samþykktur af aðildarríkjunum ESB í Lissabon og ber síðan nafn borgarinnar. Ekki þótti þó ráðlegt að leggja Lissabon-samninginn undir þjóð- aratkvæði meðal aðildarþjóðanna, sem á annað borð áttu þess kost að koma sér undan því. Var Írland því eina þjóðin sem lét fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissa- bon-samninginn, þar sem stjórn- arskrá landsins mælir svo fyrir um. Írska þjóðin hafnaði Lissabon- samningnum 2008. Ári síðar var samningurinn aftur borinn undir þjóðaratkvæði á Írlandi, og þá samþykktur. Írland var þá komið í miklar efnahagskröggur. Í ljósi þess sem hér hefur verið sagt er þeim mun fróðlegra að fylgjast með umræðum innan Evr- ópusambandsins um helstu leiðir til að sambandið geti unnið sig út úr skuldastöðu veikustu aðild- arlandanna og þar með end- urheimt trúverðugleika evrunnar. Er flestum orðið ljóst að hug- myndin um nánari samruna ríkjanna lifir enn góðu lífi. Í raun er hún forsenda þess að ESB komi fram sem bjargvættur þeirra ríkja, sem við verstu skuldastöðuna glíma. Fyrirmæli berast frá höfuðstöðvum Evrópusambandsins um að hin skuldugu ríki skeri niður rík- isútgjöld sín. Gegn slíkum ráðstöfunum fæst lenging lána og væntanlega greiðari aðgangur að lánsfé, þar sem stöndug ríki sambandsins virðast vera að ganga í ábyrgð fyrir þau skuldugu. Með sameiginlegan gjaldmiðil að vopni, sem ekki verður geng- isfelldur vegna slæmrar stöðu nokkurra aðildarþjóða, hafa skuld- um vafðar þjóðir evrusvæðisins engu að síður nokkra kosti. Þær geta stundað það, sem bandaríski hagfræðingurinn Barry Eichen- green kallar „innri gengisfell- ingu“. Felst sú ráðstöfun í því að laun, eftirlaunagreiðslur og aðrir kostnaðarliðir eru lækkaðir. Að- gerðir af þessu tagi eru okkur Ís- lendingum kunnar. Um 1989 gengu þær hér á landi undir heit- inu „niðurfærsluleið“. Heitið var gagnsærra en „innri gengisfell- ing“. Hins vegar er leiðin jafn torrsótt í dag og hún var í lok ní- unda áratugarins. Í síðustu ráðstöfunum forystu- manna ESB er gert ráð fyrir að fjármálastofnanir og eigendur fjármagns taki þátt í fórnunum. Ekki er ljóst hve mikil sú þátttaka verður. Evrópusambandið, eftir áralangt japl, jaml og fuður, virð- ist komið skemmra en þeir voru í októberbyrjun 2008, Hank Paul- son, Ben Bernanke og Timothy Geitner. Um hálfum mánuði áður en TARP-samkomulagið fór í gegnum bandaríska þingið, höfðu bandarísk stjórnvöld tryggt þátt- töku allra stærstu bandarísku einkabankanna við lausn Lehman- vandans. Átti fórnarkostnaður einkageirans að nema um 10 millj- örðum Bandaríkjadala. Til þeirrar björgunar kom þó ekki, eins og kunnugt er, vegna afstöðu Breta. Svarið við vanda evrusvæðisins blasir við flestum þeim sem sann- færingu hafa fyrir því að Evrópu- sambandið eigi að þróast í átt til sambandsríkis: það verður að auka samrunaferlið. Hinir, sem ekki eru sannfærðir um hugsjón- ina um Sambandsríki Evrópu, en vilja varðveita Evrópusamstarfið, eru hljóðari um úrlausn vandans. Hagfræðingurinn Nouriel Roub- ini telst hafa mikla hlaupvídd, ekki síst eftir að hann reyndist sann- spár um lánsfjárkreppuna 2008. Í nýlegri grein í Financial Times fannst honum líklegt að evrusam- starfið mundi leysast upp að öllu óbreyttu. Nú er það svo að hag- fræðingum er almennt sýnna um að lýsa liðnu ástandi en að spá í framtíðina. Sú fullyrðing að hugmyndir um samruna aðildarríkja ESB í eitt evrópskt sambandsríki tilheyri fortíðinni, hefur ekki reynst rétt. Hún er enn við lýði. Hún er í raun eina svarið sem forystumenn Evr- ópusambandsins virðast hafa við þeim erfiðleikum sem nú steðja að sambandinu og evrunni sér- staklega. Eftir Tómas Inga Olrich » Sú fullyrðing að hug- myndir um samruna aðildarríkja ESB í eitt evrópskt sambandsríki tilheyri fortíðinni hefur ekki reynst rétt. Hún er enn við lýði. Tómas Ingi Olrich Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Draumalandið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.