Morgunblaðið - 30.07.2011, Side 24

Morgunblaðið - 30.07.2011, Side 24
24 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 Götu- og stígalýsing er í flestra augum sjálfsögð þjónusta hér á landi. Það er fátt sem veitir meiri öryggis- og þægindakennd en vel upplýstar götur og stígar á dimmum vetr- armánuðum. Að sama skapi veltir maður því fyrir sér hvort það sé nauðsynlegt að hafa kveikt á lýsingunni yfir björtustu sumarmánuðina. Hafa sveitarfélögin gert skipulagsáætlun og sett sér markmið og stefnu um hönnun og rekstur götulýsing- arkerfa? Götulýsingarkerfið á Íslandi sam- anstendur af um 86.000 lömpum, en að auki er ótalinn fjöldi útilampa á bílastæðum og svæðum í einkaeigu. Uppsett afl kerfisins er um 14,7 MW og það kostar um 3,7 milljónir á dag, alla daga ársins að reka það. Þetta gerir um 1,3 milljarða á ári í afl- og viðhaldskostnað og þarna má spara víða með litlum tilkostnaði. Þessi kostnaður skiptist að vísu á öll sveit- arfélög landsins auk Vegagerð- arinnar, sem á um 10% allra lampa en um 15% í afli. Frá upphafi hafa orkuveiturnar hannað og rekið þessi kerfi en á síðustu árum hafa reikningarnir verið sendir á sveitarfélögin og Vegagerðina, þar sem þau eru jú eigendur kerfanna. En er það svo? Þegar leitað er upplýsinga hjá veit- unum þá ber þeim sam- an um það, fyrir utan RARIK sem hefur eign- fært götulýsingarkerfið hjá sér. Mörg sveitarfélög hafa ekki sinnt eigendahlutverki sínu og talið að rekstur þeirra sé ófrávíkjanlegur hluti af rekstri viðkomandi veitu og þau hafi þar enga lögsögu. Götulýsingarkerfin eru ekki eilíf en líftími þeirra er almennt áætlaður 15 ár á lampa, 25-30 ár á staura og 40 ár á dreifikerfi. Kostnaður vegna endurnýjunar er almennt talinn vera um 1/3 kostnaðar við rekstur, eða um 650 milljónir á ári, og bætist við afl- og viðhaldskostnað. Vitað er að þess- um hluta rekstursins hefur ekki verið sinnt sem skyldi og víða er ástand kerfanna þannig að allt að 30-40% lampa, staura og strengja eru komin vel fram yfir áætlaðan líftíma. Við þetta bætist svo að búið er að leggja bann við innflutningi og sölu á kvika- silfursperum árið 2015 en um 36% af öllum götulýsingarlömpum á landinu eru kvikasilfurslampar. Gera má ráð fyrir að endurnýjunarkostnaður vegna kvikasilfurslampa sé á bilinu 40-100.000 krónur, eftir því hvaða leið er farin, eða um 1,2 til 2,8 millj- arðar sem getur væntanlega dreifst á nokkur ár. Það hefur lengi verið talið að log- tími götulýsingar sé um 4.000 klst. á ári og eru þau viðmið meðal annars notuð þegar reikningsfært er fyrir uppsett afl í götulýsingu í stað mælds afls. Nágrannalöndin nota þennan logtíma líka sem viðmið og hafa þau upplýst að logtíminn geti verið allt að 4.200 klst. á ári. OR hefur lengi notað 50 lux sem viðmið og upplýst að það gefi um 4.000 klst. á ári að meðaltali. Reykjavíkurborg ákvað að breyta þessu viðmiði á síðasta ári og miða við 20 lux í stað 50, en 20 lux er lág- marksbirta á vinnusvæðum utan- húss, til dæmis við hafnir og flugvelli, og er kveiki- og roftími yfirleitt um 20-30 mínútum fyrir sólsetur og eftir sólarupprás, en það fer þó eftir skýjafari. Við þetta varð logtíminn rétt innan við 3.700 klst. í Reykjavík árið 2010 eða með öðrum orðum er hægt að spara um 8%, eða 104 millj- ónir, bara með því að breyta logtím- anum. Þegar rekstrarumhverfi götu- lýsingar er skoðað þá er eðlilegt að menn spyrji sig af hverju verið er að greiða heimilistaxta eða um það bil 12 krónur á kílóvattstund fyrir afl til götulýsingar þar sem hún er í flest- um tilfellum stórnotandi og stór hluti notkunarinnar er þegar flestir eru í fastasvefni. Það er líka eðlilegt að menn spyrji sig hvers konar viðhald sé verið að greiða fyrir og hvort það sé eðlilegt gjald fyrir óskilgreinda þjónustu. Þarna vantar að eigendur götulýs- ingarkerfa nýti sér samkeppni og bjóði út innkaup á orku og þjónustu. Veiturnar gefa að sjálfsögðu tilboð í orkuna en þær ættu líka að geta gefið tilboð í viðhalds- og endurnýj- unarhlutann, enda engir betur til þess fallnir eftir að hafa þjónað þess- um kerfum í hátt í hundrað ár. Í gerð skipulags er götulýsingar sjaldnast getið nema þannig að hún eigi að vera „hefðbundin“ eða „venjubund- in“. En hvað er „hefðbundin eða venju- bundin“ götulýsing? Er það götulýs- ing gærdagsins eða eins og hún hefur verið hönnuð hingað til? Götulýsing er samfélagsþjónusta og til þess fall- in að auka lífsgæði ef hún er hönnuð með ljósgæði í huga. Við gerð skipu- lagsáætlana þarf að vitna í þá staðla sem til er ætlast að farið sé eftir þeg- ar lýsingarkröfur eru ákveðnar, fyr- irkomulag, hæð og gerð staura, lit- arhitastig og litarendurgjöf ljósgjafa, útlitskröfur og fleira. Þar þurfa myrku svæðin einnig að koma fram svo ekki sé verið að lýsa upp svæði eða stíga sem „ekki þarfnast“ lýs- ingar. Nú þegar aftur er tekið að skyggja þá hvet ég öll sveitarfélög til að huga að rekstrarumhverfi götu- lýsingar í sínu sveitarfélagi og varpa fram spurningum um hvernig best sé að spara og gera áætlanir hvernig þeir geti mætt þeim endurnýj- unarþörfum sem óhjákvæmilegar eru í nánustu framtíð. Hver á götulýsinguna? Eftir Guðjón Leif Sigurðsson Guðjón Leifur Sigurðsson »Mörg sveitarfélög hafa ekki sinnt eig- endahlutverki sínu og talið að rekstur þeirra sé ófrávíkjanlegur hluti af rekstri viðkomandi veitu Höfundur er formaður Ljóstækni- félags Íslands og lýsingarhönnuður hjá Verkís hf. Með því að ráðast í fjárfestingar til að koma efnahagslífinu af stað hafa hagfræð- ingar fyrst og fremst í huga að það muni auka tiltrú heimila og atvinnulífs á efna- hagslífinu, en hún er í algjöru lágmarki nú um stundir. Í mikilli niðursveiflu er undir venjulegum kring- umstæðum æskilegt að hið opinbera hafi frumkvæði og reyni að örva hagkerfið með fjárfestingum þannig að einkageirinn öðlist tiltrú á efna- hagslífið og fylgi á eftir með mun umfangsmeiri fjárfestingum. En staða hins opinbera er hins vegar erfið um þessar mundir vegna mik- illar skulda- og vaxtabyrðar í kjöl- far efnahagshrunsins. Ósjálfbær ríkisrekstur og mikill hallarekstur hefur auk þess mikil áhrif á láns- hæfismat ríkissjóðs og tiltrú fjár- festa, bæði innlands og erlendis. Við þessar aðstæður er æskilegra að hið opinbera hafi frumkvæði að því að fá einkaaðila til samstarfs og virki þannig ábyrgð þeirra og fjármagn til framkvæmda. Því hef- ur verið kallað eftir að hið opinbera setji að- kallandi og arðsamar fjárfestingar í einka- framkvæmd. Þegar það er gert er mikilvægt að öllum skilyrðum um slíkar framkvæmdir sé fylgt, að samningar séu á faglegum nótum og að ábyrgð á fram- kvæmdunum liggi hjá einkaaðilanum. Evrópusambandið og AGS hafa sett fram skýr viðmið í því samhengi og ef þeim er ekki fylgt skoðast slíkar framkvæmdir sem opinberar og hafa áhrif á halla- rekstur hins opinbera. Mikilvægt er að menn átti sig á að þetta frum- kvæði hins opinbera er fyrst og fremst efnahagsaðgerð en ekki fjár- festing sem slík. Hið opinbera er að reyna að koma hjólum efnahagslífs- ins af stað með því að skapa tiltrú með aðgerðum sínum og til virkja fjármagn sem liggur ónotað í bönk- um landsins. Auðvitað er æskilegt að fjárfestingin sé arðsöm og skili ávinningi til lengri tíma litið, en það er ekki meginmálið þótt mikilvægt sé. Að skoða slíka aðgerðir af hálfu hins opinbers sem fjárfestingu fyrst og fremst (og hugsanlegan lítinn ávinning í vaxtakjörum) er skamm- sýni og skortur á hagþekkingu. Í rannsóknarskýrslu Alþingis kemur skýrt fram að skort á fagmennsku er víða að finna í stjórnkerfinu og enn virðumst við ekki laus við þann ágalla eins og forvinna og atburða- rás Icesave-samninganna sannaði. Næstum þremur árum eftir hrun efnahagslífsins er hagvöxturinn enn lítill, deyfð yfir atvinnulífinu og at- vinnuleysi mikið. Við þurfum að snúa vörn í sókn og er þáttur stjórnmála þýðingarmikill í þeirri gagnsókn, að hvetja til dáða en ekki eymdar, að hafa frumkvæði að nýj- um vinnubrögðum og blása í þjóð- ina baráttuvilja og bjartsýni. Mik- ilvægt er að skapa og efla tiltrú bæði heimila og atvinnulífs á getu efnahagslífsins, því verðmæta- sköpun í atvinnulífinu er undirstaða sóknar í efnahagslífinu og bættra lífskjara. Fjárfesting eða efnahagsaðgerð Eftir Jóhann Rúnar Björgvinsson Jóhann Rúnar Björgvinsson »Mikilvægt er að menn átti sig á að þetta frumkvæði hins opinbera er fyrst og fremst efnahagsaðgerð en ekki fjárfesting sem slík. Höfundur er hagfræðingur. Þegar þessi orð eru rituð að kvöldi fimmtudagsins 28. júlí hafa safnast 13.753 undirskriftir í und- irskriftasöfnun Hagsmuna- samtaka heimilanna. Þessar línur eru skrifaðar til að hvetja þig, lesandi góður, til að taka þátt og að hvetja þig til að kynna þér málin, sértu ekki þegar búinn að því. Skelltu þér nú inn á heim- ilin.is, lestu allt um málið og taktu afstöðu með heimilunum í landinu. Undirskriftasöfnun þessi er sett til höfuðs verðtrygging- unni sem við Íslendingar erum látnir þola ein ör- fárra þjóða í heim- inum og gegn þeim þungu byrðum sem fjölskyldur þessa lands eru látnar bera til styrktar bönkum og fjármagnseig- endum. Aðeins með breiðri samstöðu náum við því marki sem stefnt er að. Við sem erum að reyna að kaupa okkur húsaskjól yfir börnin okkar, borgum bönk- unum á bilinu 30- 35% vexti. Þú getur, kæri lesandi, prófað þetta sjálf/ur en til að spara þér ómakið ætla ég að leyfa mér að nefna dæmi sem sjá má í meðfylgj- andi töflu. 10 millj- ónir til 40 ára eru forsendan í öllum dæmunum. Þetta eru ótrúleg- ar tölur. Það vakna margar spurningar. T.d. hvernig væri að búa í Danmörku þar sem vextir eru á húsnæðislánum 4-5% og engin verðtrygging. Setjum að gamni upp svoleiðis dæmi. Hvar er Jóhanna Sigurðardóttir núna sem fyrir fáum árum barðist á hæl og hnakka gegn verðtrygg- ingunni? Tvennt getur truflað hana þessi dægrin. Annað er að hún sé með hækkandi launum orðin sjálf fjármagnseigandi og vilji þess vegna hafa verðtrygg- inguna til verndar eigin hags- munum. Hitt er að gæta þess að við höfum það nógu skítt þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Við förum, jú, varla að kjósa okkur inn í það fyrirbæri ef við höf- um það gott og allt er í stakasta lagi. Ástæðan fyrir þess- ari háu endurgreiðslu sem við borgum er að bæði höfuðstóll og af- borganir eru verð- tryggðar og fyrir vik- ið hækkar höfuðstóll lánanna og fæstir ráða við dæmið. Það skal tekið fram hér að verðtrygging höf- uðstóls lána er stað- reynd á Íslandi þó að ekki virðist vera til lagabókstafur fyrir því. „Hagsmuna- samtök heimilanna hafa af þeim sökum lagt fram formlega kvörtun við ESA, eft- irlitsstofnun EES, sem tekur bæði á aft- urvirkum íþyngjandi útreikningum geng- istryggðra lána og höfuðstóls- færslum verðtryggðra lána. Stað- reyndin er nefnilega sú, að á Evrópska efnahagssvæðinu er einhliða vísitölutenging almennra fjárskuldbindinga, sem veltir allri verðbólgáhættu á lántaka, bönn- uð.“ (Blaðagrein Andreu J. Ólafs- dóttur, Mbl. 15.7. 2011) Ég ætla að láta þetta duga núna og hætta áður en ég fer út í eitthvað sem enginn nennir að lesa. En enn og aftur einlæg hvatning til að fara inn á heim- ilin.is og skrá nafn sitt á listann með okkur sjálfum og heimilunum í landinu. Ert þú einn af þeim? Eftir Magnús Vigni Árnason Magnús Vignir Árnason »Hvar er Jó- hanna Sig- urðardóttir núna sem fyrir fáum árum barðist á hæl og hnakka gegn verðtrygg- ingunni? Höfundur er fangavörður. Dæmi: Heildar- Lán Vextir Verðb. endurgr. 1 Verðtr. 5,15% 5% >73 millj. 2 Verðtr. 5,15% 4% >57 millj. 3 Verðtr. 5,15% 2,5% >40millj. 4 Óverðtr. 31,5% >73 millj. 5 Óverðtr. 23,5% >57 millj. 6 Óverðtr. 15,0% >40millj. 7 Óverðtr. 5,0% >20millj. Ríkisskattstjóri hefur nú opinberað álagningar- og skattskrár lands- manna við mikinn fögnuð sumra fjöl- miðla og hnýsinna manna. Næstu tvær vikur munu álagningarskrár liggja frammi á starfsstöðvum skatt- stjórans og getur þá hver sem vill grandskoðað einkahagi samborgara sinna. Löng hefð er fyrir framlagn- ingu álagningarskráa og hefur ódæðinu sjaldan verið andmælt eða það verið véfengt. Hvað sem göml- um hefðum líður er brýnt að tals- menn einstaklingsfrelsis láti í sér heyra og mótmæli þessum ósóma. Í 71. gr. stjórnarskrárinnar er friðhelgi einkalífs einstaklinga vernduð. Ljóst er að framlagning þessara téðu skráa brýtur í bága við þessa grein. Hver og einn ein- staklingur hefur rétt á að fara leynt með sín eig- in fjárhagsmál- efni, sem eru án alls vafa meðal viðkvæmustu persónuupplýs- inga sem um get- ur og varðar eng- an annan en þann sem á í hlut. Gegnsæi er algengt hugtak í stjórnmálaumræðum – allt á að vera uppi á borðinu. En þá er aðeins átt við stjórnsýsluna sem slíka, kjörna fulltrúa almennings, en ekki einka- hagi einstaklinga. Einstaklingur hefur stjórnarskrárvarinn rétt til að haga sínum einkamálum í friðhelgi án afskipta annarra. Enginn á að lifa í ótta um að fjárhagsmálefni hans verði að forsíðufrétt hjá fjölmiðlum – og hvað þá að mögulegt sé að nálg- ast þessar viðkvæmu upplýsingar á næstu skattstofu. Mörg lög kveða á um þagmælsku og trúnað embættismanna yfir einkamálum einstaklinga, en enn sem áður er kveðið í lögum á um skyldu skattstjóra til að leggja fram álagningar- og skattskrár lands- manna. Mál dagsins í dag er að verja frelsið bæði í orði sem og í verki og leggja þessa opinberu birtingu af. Hvað í ósköpunum kemur það fólki við að Jón borgi hærri skatta en Sig- urður? KRISTINN INGI JÓNSSON, menntaskólanemi. Fjármál eru persónuupplýsingar Frá Kristni Inga Jónssyni Kristinn Ingi Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.