Morgunblaðið - 30.07.2011, Side 27

Morgunblaðið - 30.07.2011, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 Fljótshlíðinni. Um kvöldið sofnaði ég brosandi hjá ömmu og afa og fór brosið ekki af mér alla nóttina. Þetta er dæmi um hvernig afi lét verkin tala ef við þurftum á að halda. Ég kom til ömmu og afa nokkr- um dögum áður en afi kvaddi þessa jarðvist. Afi var orðinn veik- burða og svaf, ég smellti á hann kossi á kinnina, fann ég þá að ég fékk koss á móti og ég leit upp, hann horfði í augu mín og brosti og klappaði mér svo á kollinn. Þessa síðustu minningu um hann afa minn geymi ég í hjarta mínu. Hvíl þú í friði, elsku afi. Ásta Björg. Mér er ljúft og skylt að minnast nokkrum orðum Sveinbjörns frænda míns og þakka honum og Ástu konu hans fyrir láta mig njóta frændsemi við þau nokkur sumur á Torfastöðum fyrir sextíu árum. Ekki síður að eiga alla tíð síðan vísa vináttu þeirra, tryggð og hlýhug til mín og fjölskyldu minnar, þótt samneyti væri lítið árum saman. En bernskuminn- ingarnar fyrnast ekki, en verða dýrmætari með árunum, þegar þær eru þeirrar gerðar sem ég á um Bjössa og Ástu. Torfastaðir í Fljótshlíð hafa ein- hverntíma verið með stærri jörð- um í þeirri fallegu sveit. Í tímans rás var henni hins vegar skipt upp í margar smærri og um miðja síð- ustu öld voru Torfastaðabæirnir sex. Sveinbjörn var elstur fjögurra systkina sem ólust upp á einum þeirra, Jónsbænum. Næstur hon- um var Sigurjón, þá Anna og Ósk- ar yngstur. Það var þeim bræðrum sameiginlegt að hafa meiri áhuga á þeirri véla- og bílaöld sem var að hefja innreið sína en gömlum bú- skaparháttum. Ótrúleg vinnusemi og atorka var þeim í blóð borin og ævistarfi sínu vörðu þeir allir við það að koma þjóð sinni fram á veg- inn og verður seint fullþakkað. Anna bjó hins vegar alla ævi í Jóns- bænum við hefðbundinn búskap og hjá henni var ég ungur kaupamað- ur. Anna lést árið 1985, en Sigurjón árið 1994. Þegar ég kynntist Bjössa og Ástu bjuggu þau ásamt dætrum sínum, Ernu og Sigurlín í Höfða, sem var einn Torfastaðabæjanna. Búskapurinn var ekki stór í snið- um enda hugur Sveinbjörns meira við vélar og bifreiðarakstur en bú- skap. Hann rak því með góðum ár- angri vörubílinn L10 við vega- vinnu og fleira. Ef við gælum við þá fáránlegu hugsun að bifreið hafi sál, þá hafa ekki margar notið betra atlætis um ævina en L10. Fólksflutningar urðu svo nokkru síðar ævistarf Sveinbjörns; fyrst í rútum, svo í leigubifreið í Reykja- vík Heimilið í Höfða er mér eftir öll þessi ár mjög minnisstætt fyrir margra hluta sakir sem erfitt er að koma orðum að, enda var ég ungur þá. Ástríkt hjónaband og heimilislíf, snyrtimennska, gest- risni og meðfæddur höfðingsskap- ur þeirra beggja hlýtur þó að vega þungt. Gagnvart mér sá kærleik- ur sem ekki er færður í orð en fell- ur aldrei úr gildi. Við Guðrún vottum Ástu, Ernu og Sigurlín, öllu þeirra fólki og öðrum aðstandendum innilega samúð. Sverrir Sveinsson. Getur það verið tilviljun að maður hittir og kynnist fólki sem grípur mann strax svo sterkum tökum með framkomu sinni að úr verður vinátta? Kynni okkar Sveinbjörns voru einmitt fyrir til- viljun vegna vinnu okkar. Seinna varð það að samstarfi sem stóð í tæp 4 ár og bar aldrei skugga á. Ekki var settur stafur á blað í við- skiptum okkar en handsal látið duga. Sveinbjörn var einstakt prúð- menni til orðs og æðis sem reynd- ist mér góður lærifaðir enda ald- ursmunur nokkur eða yfir 30 ár. Seinna eftir að samstarfi okkar lauk áttum við í fasteignaviðskipt- um okkar í milli, og var þess þá krafist að settir yrðu stafir á blað. Fannst okkur það nýstárlegt, en þétt handtakið gilti þá eins og áð- ur. Sveinbjörn verður mér eftir- minnilegur sakir drengskapar og góðvildar í minn garð og fjöl- skyldu minnar. Hann stendur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum mínum í eldhúsinu í Heiðargerði 14 og verður svo áfram. Ástu og fjölskyldunni allri sendi ég samúðarkveðjur. Rúnar Guðmundsson. Sveinbjörn var tengdafaðir minn frá 1976 til 1989. Frá fyrsta degi tók hann vel á móti mér og vinátta okkar hélst til síðasta dags er við hittumst nú í vor. Sveinbjörn var ekki maður sem talaði mikið, en nærvera hans var mikil og alltaf geislaði af honum hlýja. Kannski var það þess vegna sem öll börn sóttu í hann og til eru ótal myndir af honum í hæginda- stól með krakka í fanginu. Framan af lá fyrir honum að verða bóndi, en snemma kom lífs- áhugamál hans í ljós, vélar og bílar. Mér er sagt að í sveitinni hafi hann aðallega haft áhuga á að gera við bíla og véla sveitunga sinna en minni á búrekstri. Þegar ég kynntist honum voru þau Ásta flutt til Reykjavíkur, m.a. til þess að dætur þeirra, Sig- urlín og Erna, ættu auðveldara með að sækja nám sem þær gerðu báðar. Sveinbjörn sinnti málum Austurleiðar, sérleyfishafa sem hann átti í félagi við bróður sinn, Óskar, en auk þess átti hann leigu- bíl hjá Hreyfli. Á þeim árum var hann að mestu hættur að keyra rútu en samt fór hann vissar fastar ferðir á hverju ári þegar ákveðin félög ætluðu í sumarferð því þeim þótti ómissandi að hann æki rútunni. Nokkrum árum seinna fluttu þau hjónin í Heiðargerði og þar gat Sveinbjörn aftur sinnt bíla- áhuga sínum almennilega, í bíl- skúrnum sem hann fyllti af vara- hlutum og verkfærum. Ég held að hann hafi alltaf átt gamlan bíl í skúrnum sem hann dundaði sér við að gera upp. Iðulega var greiðvikni hans tengd bílum. Ef Ásta þurfti að fara í búðir var lagt af stað frá staurnum og kúnnarnir látnir not- ast við aðra bíla. Þegar við Sigurlín fluttum aft- ur heim 1984 eftir nokkurra ára dvöl í Danmörku, færði hann okk- ur forláta gamlan Saab 96 sem hann hafði sjálfur gert upp og fundið númer á, R 50.050. Við fengum hann með því fororði að þegar við eignuðumst aftur bíl ætti hann að fara til sona Sigur- línar, Ásbjarnar eða Árna, en í millitíðinni gerði hann upp annan handa hinum stráknum, líka grænan Saab 96, en með númerið R 50.500. Árni hafði komið heim á undan okkur því hann vildi fara í mennta- skóla á Íslandi. Hann bjó hjá þeim einn vetur en var frekar tregur til að hafa sig af stað á morgnana. Þá þótti Sveinbirni ekkert sjálfsagð- ara en að skutla honum í skóla kl. 8 þó að hann hefði e.t.v. ekið leigu- bíl þar til seint kvöldið áður. Oft eftir erilsamt laugardags- kvöld á leigubílnum langaði hann til að slappa af, og þá þótti honum ekkert betra en langur sunnu- dagsbíltúr með fjölskyldu sinni. Fyrir utan bíla hélt Sveinbjörn tryggð við Sambandið á meðan það var hægt. Leigubílar hans voru Opel því Sambandið var með umboð frá GM, nema í eitt skipti þegar hann keypti Buick-díselbíl, þann fyrsta af nýrri tegund dís- elbíla sem hann var sérlega hreykinn af. Sveinbjörn var mildur maður og vildi ekki heyra illt um aðra tal- að. Hann var eintaklega greiðvik- inn og barngóður. Hann var fulltrúi manngerðar sem var einu sinni mjög einkennandi fyrir Ís- land en er að hverfa núorðið. Það er gott að hafa kynnst honum. Pétur Rasmussen. Alfred H. Einarsson ✝ Alfred H.Einarsson fæddist á Siglu- firði 17. sept- ember 1923. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 12. júlí 2011. Foreldrar hans voru hjónin Kristmundur Eggert Einarsson, f. 16. janúar 1896, d. 13. febrúar 1961 og Borghild Hernes Ein- arsson, f. 28. mars 1903, d. 5. febrúar 1986. Systkini Alfreds eru Louis, f. 1925, d. 1977, Polly Anna f. 1927, d. 2006, Svavar Sigurður Karl, f. 1929, d. 2003, Svanhvít, f. 1932, Einar Ernst, f. 1932, d. 1998, Adam, f. 1934, d. 1935, Eva, f. 1936, d. 1936 og Ívar Henry, f. 1937, d. 1990. Hinn 17. september 1948 kvæntist Alfred Sigríði Sig- mundsdóttur, f. 7. október 1925. Börn þeirra: 1) Elísabet Guð- munda, f. 24. mars 1949, hún á soninn John Alfred Kabel, f. 11. ágúst 1975, 2) Borghildur Rann- veig, f. 1. febrúar 1951, maki Ing- ólfur Björnsson Gígja, f. 21. maí 1950, börn þeirra: Barbara Lind, f. 1. nóvember 1975, Alfreð Rafn, f. 26. janúar 1977, Jökull, f. 26. maí 1982, Eva Lind, f. 26. sept- ember 1985 og Dagur, f. 3. maí 1991. 3) Ingibjörg Málfríður, f. 22. júlí 1954, 4) Anna Sigríður, f. 27. febrúar 1964, maki Magnús Hjörleifsson, f. 20. desember 1957, börn þeirra eru: Davíð, f. 2. maí 1991 og Hildur Íris, f. 23. mars 1996. Hans ævistarf var kennsla í íslensku og erlendum málum. Útför Alfreds fór fram í kyrr- þey frá Seltjarnarneskirkju 19. júlí 2011. Meira: mbl.is/minningar ✝ Tengdamóðir mín og amma okkar, ÓLÖF ÁSLAUG JÓHANNESDÓTTIR, sem lést þann 7. júlí síðastliðinn hefur verið jarðsett í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Alúðarþakkir til starfsfólks á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli og á dagdeildinni Landakoti fyrir einstaka vináttu, umönnun og stuðning. Jóhann Lárus Jónasson, Áki Jóhannsson, Jóhann Lárus Jóhannsson, Jónas Jóhannsson og fjölskyldur þeirra. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, langalangamma og langalanga- langamma, GUÐRÚN ÁGÚSTA SIGURJÓNSDÓTTIR, Árskógum 2, áður Norðurgarði, Vestmannaeyjum, andaðist föstudaginn 22. júlí á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 2. ágúst kl. 13.00. Jarðsett verður í Vestmannaeyjum. Ólafur R. Guðnason, Kristín A. Schmidt, Helgi Þ. Guðnason, Guðlaug K. Einarsdóttir, Ása F. M. Guðnadóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug, stuðning og aðstoð vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, JÓNÍNU Þ. FINNSDÓTTUR frá Flateyri, Rauðalæk 41 í Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Skjóls fyrir umönnun hennar og séra Sigurði Jónssyni fyrir hans hjálpsemi. Grímur Þ. Sveinsson, Finnur Torfi Magnússon, Þórunn Erhardsdóttir, Steinþór Bjarni Grímsson, Sigurbjörg Lóa Ármannsdóttir, Sveinn Víkingur Grímsson, Sigurveig Grímsdóttir, Kristinn R. Sigurðsson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur, móður, tengda- móður og ömmu, DAGMARAR KOEPPEN, Þinghólsbraut 56, Kópavogi. Brynjar Bjarnason, Erwin Pétur Koeppen, Erwin, Marcela, Ingimar, Magdalena, Angela, Sverrir og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS INGVARSSONAR, Austurhlíð, Biskupstungum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunarheimilinu á Fossheimum á Selfossi fyrir einstaka umönnun. Sigríður Guðmundsdóttir, Magnús Kristinsson, Kristín Heiða Kristinsdóttir, tengdabörn, barnabörn og langafabörn. ✝ Móðursystir mín, RÓSA GÍSLADÓTTIR BLÖNDAL, sem lést miðvikudaginn 20. júlí. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. ágúst kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Svandís Matthíasdóttir. ✝ Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU ÁSLAUGAR GUÐBRANDSDÓTTUR, Sólheimum, Laxárdal, Dalasýslu. Starfsfólki Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns í Búðardal eru færðar sérstakar þakkir fyrir alúð og góða umönnun. Arndís Erla Ólafsdóttir, Bjarni Ásgeirsson, Sigríður Ólafsdóttir, Jóhann Björn Þórarinsson, Gerður Salome Ólafsdóttir, Indriði Benediktsson, Lilja Björk Ólafsdóttir, Guðmundur Magni Þorsteinsson, Sóley Ólafsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Ólöf Ólafsdóttir, Jóhann Gísli Jóhannsson, Eyjólfur Jónas Ólafsson, Sigurdís Sjöfn Guðmundsdóttir, Guðbrandur Ólafsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Áslaug Helga Ólafsdóttir, Máni Laxdal, Svanur Ingvason, Rán Einarsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samhug og hlýju við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR GUÐBJARGAR INGIMUNDARDÓTTUR ljósmóður, Gileyri, Tálknafirði. Ingimundur G. Andrésson, Sigurjóna Kristófersdóttir, Torfi E. Andrésson, Kristjana Andrésdóttir, Heiðar I. Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og veittu okkur styrk á erfiðum tímum í gegnum veikindi og fráfall okkar yndislega eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, sonar og tengdasonar, REYNIS ÓMARS GUÐJÓNSSONAR. Sérstakar þakkir viljum við færa læknunum Höllu Skúladóttur og Einari Björgvissyni, ásamt starfsfólki deilda 11B, 11E og 13E á Landspítalanum við Hringbraut. Vilborg Stefánsdóttir, Stefán Reynisson, Sóley Eiríksdóttir, Helga Reynisdóttir, Björn Ingi Vilhjálmsson, Anna Reynisdóttir, Björn Bragi Arnarsson, afastelpur, Guðjón Frímannsson, Stefán Vilhelmsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.