Morgunblaðið - 30.07.2011, Síða 31

Morgunblaðið - 30.07.2011, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 HJÚKRUNARHEIMILI Hafnarfirði Óskum eftir að ráða til framtíðar Sjúkraliða og starfsfólk í aðhlynningu Hjúkrunarfræðing á 20% næturvaktir Sólvangur er rótgróin stofnun í fallegu umhverfi í hjarta Hafnarfjarðar. Heimilis- menn eru 55 á þremur deildum. Við leggjum áherslu á umhyggju fyrir starfsfólki, jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi og góðan starfsanda. Um hlutastörf er að ræða og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármála- ráðherra. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast til Rannveigar Þ. Þórsdóttur, framkvæmdarstjóra hjúkrunar, sem einnig veitir nánari upplýsingar, í síma 590-6500, eða í tölvupósti, netfang rannveig@solvangur.is. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar www.solvangur.is. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Pípulagningamenn óskast Traust pípulagningafyrirtæki með mjög góða verkefnastöðu óskar eftir pípara eða mönnum vönum pípulögnum. Góð laun í boði fyrir réttan mann. Áhugasamir hafi samband síma 896 2908. Málmiðnaður Framleiðslufyrirtæki í málmiðnaði óskar eftir að ráða vanan mann á CNC-beygjuvél. Æskilegt er að viðkomandi sé með sveinspróf í vélsmíði/vélvirkjun eða með mikla reynslu. Mikil vinna framundan. Umsóknir merktar: ,,M - 24595” sendist á box@mbl.is. Vantar Bílstjóra Vantar vanan bílstjóra á vöruflutningabíl í Noregi, ökuklassa CE og/eða med ADR. sendið mail med CV til stulle@mimer.no. Fast kaup med orlofi. Viss tungumálakunnátta krefst. Aðstoð gefst við að skaffa íbúð. Er í síma 0047 47970371. Matreiðslumaður óskar eftir vinnu Til greina kemur helst dagvinna. Vanur maður. Áhugasamir sendi svar á box@mbl.is fyrir 6. ágúst merkt: ,,M-24590”. Ertu með brennandi áhuga á hársnyrtifaginu? Við leitum að hressum og drífandi samstarfsfélögum, t.a.m. nemum á lokaönn, sveinum eða ungummeisturum sem deila þeirri hugsjón með okkur að bæta fagið og verða stöðugt betri. Salon VEH er ein virtasta hársnyrtistofa landsins með breiðan hóp viðskiptavina. Stofan leggur áherslu á hátt þjónustustig og nýjustu strauma í hártískunni. Við vinnummeðRedken hárvörur og tengjumst erlendum fagfélögum sem hanna nýjar línur í hártísku fjórum sinnum á ári. Æfingakerfi Elsu Haralds er vel þekkt af fagmönnum ogmun það vera notað við þjálfun starfsmanna. Sendu umsókn og ferilskrá á salonveh@salonveh.is fyrir 6. ágúst. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Sláðu til! - nýr auglýsingamiðill LEITAÐU EKKI LANGT YFIR SKAMMT Nýtt og betra bílablað fylgir með Finnur.is alla fimmtudaga Velferðarsvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavikurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Forstöðumaður dagþjónustu að Gylfaflöt Laust er til umsóknar starf forstöðumanns dagþjónustu að Gylfaflöt. Um er að ræða dagþjónustu fyrir fatlaða einstaklinga á aldrinum 16-26 ára og miðast þjónustan m.a. við að efla færni þeirra og auka lífsgæði. Starfið veitist frá 1.september eða eftir samkomulagi. Helstu verkefni og ábyrgð Forstöðumaður - sér til þess að starfað sé í samræmi við lög og reglugerðir í málefnum fatlaðra, félagsþjónustu og önnur viðeigandi lög, - sér til þess að starfað sé samkvæmt framtíðarsýn Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks. - stýrir og ber ábyrgð á faglegu starfi dagþjónustu, - hefur faglegt samstarf við notendur, aðstandendur þeirra og /eða talsmenn og við aðra þjónustuaðila, - hefur innsýn í fötlun og heilsufar notenda og yfirsýn yfir þá þjónustu sem þeir fá, - gerir starfs- og fjárhagsáætlanir og ber ábyrgð á framkvæmd þeirra, - stjórnar starfsmannamálum og ber ábyrgð á að þjálfun starfsfólks sé í samræmi við faglegar áherslur Velferðarsviðs. Hæfniskröfur · Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun á sviði heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísinda. · Þekking á og reynsla af stjórnun. · Þekking á og reynsla af starfi með fötluðum einstaklingum. · Hæfni í mannlegum samskiptum. · Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veita Katrín Eyjólfsdóttir í síma 411-1500 og Guðný Anna Arnþórsdóttir í síma 411- 9033 eða með því að senda fyrirspurnir á Katrín.Eyjolfsdottir@reykjavik.is eða Gudny.Anna.Arnþorsdottir@reykjavik.is Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.