Morgunblaðið - 30.07.2011, Side 44

Morgunblaðið - 30.07.2011, Side 44
LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 211. DAGUR ÁRSINS 2011 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Andlát: Óskar Ágústsson 2. Fréttatíminn: Vínbirgðir kyrr… 3. Myrti næstum unnustu leigu… 4. Fyrir og eftir myndirnar af…  Hljómsveitin Góðir landsmenn leik- ur fyrir dansi á balli í Réttinni í Úthlíð í Biskupstungum í kvöld. Hljóm- sveitin spilar þar annað árið í röð en í fyrra skapaðist mikil og góð stemn- ing. Um klukkan 16 verður boðið upp á barnaskemmtun en á staðnum er sundlaug, leiktæki o.fl. Fjörinu verður þá haldið áfram kl. 22 með brekku- söng og taka svo við Góðir lands- menn. 2.000 krónur kostar á ballið og er 20 ára aldurstakmark. Nánari upplýsingar má finna á uthlid.is. Morgunblaðið/Árni Torfason Sveitaball og barna- skemmtun í Úthlíð FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt og væta af og til, eink- um sunnanlands. Hiti víða 11 til 18 stig. Á sunnudag Austlæg átt 5-13 m/s. Skýjað með köflum og þurrt að kalla á N- og V-landi, annars dálítil súld eða rigning. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á V-landi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna) Austan og norðaustan 5-10 m/s, en 10-15 á SA-til og NV-lands. Rigning með köflum eða skúrir, en úrkomulítið um landið vestanvert. Fimmtíu ungir og efnilegir fim- leikastrákar frá Íslandi, Danmörku og Noregi hafa í vikunni verið í æf- ingabúðum í glæsilegum sal fim- leikadeildar Ármanns í Laugar- dalnum. Markmiðið með æfingabúðunum er að búa til ólymp- íufara framtíðarinnar að sögn Axels Bragasonar þjálfara og er um sam- norrænt verkefni að ræða. »4 Fimmtíu norrænir fim- leikastrákar við æfingar Unglingalandsmót Ung- mennafélags Íslands er haf- ið á Egilsstöðum og þar verður margt um manninn um helgina en í gær var áætlað að um tíu þúsund manns væru þegar komin á staðinn. Krakkar og ung- lingar reyna með sér í hin- um ýmsu íþróttagreinum. Knattspyrna er fjölmenn- asta greinin á mótinu með um 660 keppendur. »3 Ungviðið keppir á Egilsstöðum „Mér finnst það vera mikill heiður að fá að taka við landsliðinu og ég hef mikla trú á því að hægt sé að gera góða hluti með þetta lið,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðs- þjálfari í handknattleik kvenna, í samtali við Morg- unblaðið í gær en hann mun stýra landsliðinu út ár- ið 2013. »1 Ágúst heldur áfram með kvennalandsliðið Morgunblaðið kemur næst út þriðju- daginn 2. ágúst. Fréttaþjónusta verður á fréttavef Morgunblaðsins mbl.is alla verslunarmannahelgina. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskriftar er opið í dag, laugardaginn 30. júlí, frá kl. 8- 13. Lokað er sunnudaginn 31. júlí og mánudaginn 1. ágúst. Þjónustuverið verður aftur opnað þriðjudaginn 2. ágúst kl. 7.00. Netfang áskriftadeild- ar er askrift@mbl.is og síminn er 569-1122. Blaðberaþjónusta Morgunblaðs- ins er opin í dag, laugardag, frá kl. 5- 11. Lokað er sunnudaginn 31. júlí og mánudaginn 1. ágúst. Blaðberaþjón- ustan verður aftur opnuð þriðjudag- inn 2. ágúst kl. 5.00. Netfangið er bladberi@mbl.is og síminn er 569- 1440. Hægt er að bóka dánartilkynn- ingar á mbl.is. Fréttaþjónusta á mbl.is um helgina Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Þjóðhátíð í Eyjum fékk heldur blauta byrjun í gær á meðan veð- urblíðan lék við hátíðargesti Einn- ar með öllu á Akureyri og Ung- lingalandsmóts UMFÍ á Egilsstöðum. „Hér er yfir 20 stiga hiti og dag- skrá í fullun gangi. Allt hefur stað- ist áætlun og einu kvartanirnar sem ég hef fengið er að hér sé of heitt. Ég hef ákveðið að bregðast ekki við þeim!“ sagði Heiður Vig- fúsdóttir, verkefnastjóri Unglinga- landsmótsins, í gærkvöldi. Í kringum 1.200 ungmenni eru skráð til leiks á mótinu og segist Heiður gera ráð fyrir að alls muni í kringum 8-10 þúsund manns sækja Egilsstaði heim um helgina enda komi jafnan foreldrar, systk- ini og jafnvel afar og ömmur með til að hvetja unlingana til dáða. Á Akureyri stefnir í nýtt fjölda- met Einnar með öllu en að sögn Skúla Gautasonar, framkvæmda- stjóra hátíðarinnar, er áætlað að yfir átta þúsund manns séu komin í bæinn og eru það fleiri en áður hefur verið á sama tíma. „Það er stanslaus umferð í bæinn og vel tekið á móti fólki, það fær dagskrá hátíð- arinnar og drykk í bíl- inn og kemst strax í hátíðarskap,“ sagði hann í gær. 18 stiga hiti væri í bænum, logn, ekki glampandi sól en þurrt; yndislegt veður. Rigningin ekki svo slæm Í Vestmannaeyjum gera menn ráð fyrir að Þjóðhátíð verði heldur fámennari en í fyrra, þá sóttu 17 þúsund manns Eyjar heim en í ár er gert ráð fyrir 14 þúsund gest- um. Páll Scheving, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir veðrið augljóslega setja strik í reikning- inn en engu að síður verði dúndr- andi stemning í dalnum. „Já, heldur betur. Rigningin er ekki svo slæm, meðan ekki er mik- ill vindur með,“ segir Páll. Vanir hátíðargestir viti að um þá verði séð. „Ef í harðbakkan slær getum við opnað húsnæði í eigu bæjarins, t.d. íþróttamannvirki, og hleypt fólki inn í þurrt skjól. Fólk treyst- ir okkur til þess að taka á móti sér.“ Veðrið spilar með fjöldann  Hlýindi lokka norður og austur en regnhlífar risu á loft í Herjólfsdal í gær Morgunblaðið/Ómar Herjólfur Farþegar á leið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum biðu spenntir eftir að komast um borð í Herjólf áður en hann lagði af stað frá Landeyjahöfn í gær. „Þetta hefur gengið mjög vel og farþegarnir eru flestir al- veg til fyrirmyndar,“ sagði hafnarstjórinn Sigmar Jóns- son um verslunarmannahelg- ina í ár. Herjólfur siglir fleiri ferðir en venjulega milli Eyja og Landeyjahafnar fyrir og eftir helgi. Síðustu daga hef- ur skipið farið átta ferðir á sólarhring en á laugardag og sunnudag verður siglt eftir venjulegri áætlun. Á mánudag mun ferð- um skipsins fjölga á ný. Farþegar til fyrirmyndar HERJÓLFUR MMeiri stemning í pollagalla »18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.