Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 36
Ljósmynd/Fannar Sveinsson Crossfit Annie hlaut titilinn „hraustasta kona í heimi“ í Los Angeles um helgina og fékk í verðlaun tæpar 30 milljónir króna. María Elísabet Pallé mep@mbl.is „Mér líður ótrúlega vel, er enn að átta mig á þessu. Það er ótrúlega skrítið að ná svona stórum áfanga sem maður hefur stefnt að,“ segir Annie Mist Þórisdóttir sem stóð uppi sem sigurvegari í kvennaflokki á heimsleikum í crossfit í Home De- pot Center í Los Angeles um helgina. Annie lenti í 2. sæti keppn- innar í fyrra, 11. sæti árið 2009 og er yngsti keppandinn til að vinna keppnina. Stuðningshópurinn mikilvægur „Ef ég væri spurð núna hvort ég myndi taka þátt á næsta ári myndi ég segja já, það er svo ofboðslega gaman að þessu. Eftir velgengnina í fyrra vissi ég að ég ætti góðan séns og byrjaði að æfa viku seinna fyrir næsta mót,“ segir Annie. Segir hún að mörg tækifæri eigi eftir að bjóð- ast þannig að hún muni ekki taka ákvörðun strax. „Ég var búin að æfa betur núna og var öruggari í því sem ég var að gera. Þjálfararnir og stuðningshópurinn sem ég hafði hjálpuðu mér mjög mikið,“ segir An- nie. „Andlega er maður orðinn sterk- ari og vanari,“ segir Annie en hún hefur ekki ákveðið hvað tekur við. Hún er með samning við Reebok og hefur verið beðin um að koma fram í morgunþáttum og spjallþáttum í New York í kjölfar sigursins. Fleiri tækifæri opnast „Nú eru fleiri tækifæri sem opn- ast og ég þarf að hugsa um,“ segir Ann-ie. Hún hefur stundað nám í efna- fræði við Háskóla Íslands og stefnir á læknisfræði. „Ég ætlaði að sjá hvort ég gæti gert þetta, ætla að vinna við að æfa eins og stendur en langar líka að læra seinna, ég hef líka mjög gaman af því að læra.“ Mikill fjöldi manna var á lokadegi mótsins eða 8 þúsund manns en fleiri fylgdust með á netinu. 50 bestu konur heims kepptu til úrslita á mótinu. Kristan Clever sem sigraði í fyrra lenti nú í öðru sæti og voru þær Ann-ie í toppbaráttunni fram á lokadaginn. Annie fékk tæplega 30 milljónir króna í verðlaun og titilinn „hraustasta kona í heimi.“ Annie yngsti keppandinn sem vinnur heimsleika crossfit  „Búið að vera tilfinningalegur rússíbani“ Sigur Annie byrjaði að æfa fyrir keppnina viku eftir að heimsleikunum lauk í fyrra. ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 214. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Ég gæti ekki verið ánægðari 2. „Þú skalt vita að þér mistókst“ 3. Hágrét eftir sigurinn 4. Annie Mist sigraði »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Vilmundur Kip Hansen garðyrkju- fræðingur hefur gefið út bók um garðyrkju með þjóðfræðiívafi. Hann segir það hafa margsýnt sig að fal- legir garðar færi fólki hamingju og sálarró. »29 Fallegir garðar færa fólki sálarró  Rafmagnaður gjörningur fer fram á skemmtistaðnum Bakkusi við Tryggvagötu kl. 22 í kvöld. Listamennirnir sem koma fram eru: Jóhann Eiríksson, Snorri Ásmundsson, Arnljótur, Inside Bil- derberg, Plasma- bell og er sér- stakur gestur hljómsveitin Epic Rain. Aðgangur er ókeypis. Rafmagnaður gjörningur á Bakkusi Listamannsspjall í Flóru í Listagilinu  Á fimmtudag- inn lýkur sýningu Örnu G. Vals- dóttur myndlist- arkonu í Flóru í Listagilinu á Ak- ureyri með lista- mannsspjalli. Spjallið hefst klukkan 20, að- gangur er ókeypis og allir velkomnir. Kvöldið er gott tækifæri fyrir þau sem eiga eftir að sjá sýninguna og einnig þau sem langar að upplifa og vita meira um verk Örnu. Á miðvikudag og fimmtudag Austan 5-13 m/s og rigning sunn- anlands, annars úrkomulítið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast inn til lands- ins á Norðurlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG NA 5-15 m/s, hvassast syðst og á annesjum NV-til. Rigning með köflum um mestallt land en dregur úr úrkomu eftir hádegi, einkum S-til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast V-lands. VEÐUR KR-ingar eru í skýjunum Ásdís Hjálmsdóttir fær langþráð tækifæri til að spreyta sig á ný meðal þeirra bestu þegar hún verður með- al keppenda á Dem- antamótinu í London sem fram fer á föstudaginn. Allar bestu spjótkasts- konur heimsins verða þar. Ás- dís er að falla á tíma fyrir HM. »1 Ásdís meðal keppenda á demantamóti í London Knattspyrnumaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur skrifað undir samning til fjögurra ára við sænska úrvalsdeildarfélagið Örebro. Hann mun leika með ÍBV gegn Fylki á mið- vikudaginn en heldur í kjölfarið út. Í samtali við Morgunblaðið kvaðst Eið- ur vonast til að fá strax sæti í byrj- unarliði Örebro sem er á ágætu róli um miðja deild í Svíþjóð. »1 Eiður Aron samdi til fjögurra ára við Örebro ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Skannaðu kóðann til að sjá myndskeið frá keppninni. „Þessi leikur var mjög erf- iður og við erum í skýjunum með að hafa klárað dæmið. Það var mikill léttir þegar ís- inn var brotinn í seinni hálf- leik. Við mættum baráttu- glöðu, vel skipulögðu og góðu liði sem gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður KR eftir að félagið tryggði sér sæti í bikarúrslitum KSÍ í þriðja sinn á fjór- um árum. »4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.