Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 9. Á G Ú S T 2 0 1 1  Stofnað 1913  184. tölublað  99. árgangur  MIKIÐ UNNIÐ MEÐ ÞVÍ AÐ HALDA AFTUR AF SÉR VANDINN FER VAXANDI EINN VIRTASTI LJÓSMYNDARI SAMTÍMANS SVÖRT ATVINNUSTARFSEMI 18 MARY ELLEN MARK Á ÍSLANDI 30ÞJÁLFAR HLAUPAHÓPA 10 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Það varð sem margir óttuðust í gær að hlutabréfamarkaðir erlendis lækk- uðu mikið eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor’s lækkaði lánshæf- iseinkunn bandaríska ríkisins á föstu- daginn. Hafa þeir lækkað mikið und- anfarna daga og vikur, m.a. vegna áhyggja fjárfesta af skuldavanda Evrópuríkja. Þannig lækkaði Heims- vísitala Dow Jones um 4,8% í gær. Dow Jones-vísitalan lækkaði um 5,55% og S&P 500 um 6,66%. Lækk- anirnar voru litlu minni í Evrópu. Lækkaði þýska DAX-vísitalan til að mynda um 5,02 prósent í gær og hefur lækkað um 19,99 prósent á einum mánuði. Í nær öllum tilfellum hafa helstu hlutabréfavísitölur fallið um 10-20 prósent á mjög skömmum tíma og hafa hækkanir ársins verið þurrk- aðar út. Til skamms tíma er erfitt að sjá að hrunið erlendis komi til með að hafa bein áhrif hér á landi, en ef samdrátt- ur í hagkerfum viðkomandi landa fylgir í kjölfarið getur það haft áhrif á útflutningsgreinar Íslands. Þá ber að hafa í huga að lífeyris- sjóðirnir eiga samtals um 480 millj- arða í erlendum hlutabréfum, hluta- bréfasjóðum og verðbréfasjóðum. Er nær útilokað annað en að hrunið nú hafi neikvæð áhrif á efnahagsreikn- inga sjóðanna. Algert hrun á mörkuðum  Lækkun á lánshæfi Bandaríkjanna dregur dilk á eftir sér  Hlutabréf hafa lækkað um tugi prósenta á einum mánuði  Getur haft áhrif á íslenska lífeyrissjóði MHrunið heldur áfram »16 8. júlí 8. ágúst 2200 2100 2000 1900 1800 2.148,99 1.815,06 Global Dow heimsvísitalan „Við erum þessa dagana að vinna úr lokaumsóknum í samstarfi við fram- halds- og háskólana. Við settum það markmið að ná til 1.000 manns og mér sýnist að við förum langt með að ná því,“ segir Gissur Pétursson, for- stjóri Vinnumálastofnunar. Allt að 1.000 manns á atvinnuleysisskrá hef- ur verið tryggð skólavist í fram- haldsskólum og háskólum í haust skv. yfirlýsingu sem ríkisstjórnin gaf í vor í tengslum við gerð kjara- samninga. Er vinna við undirbúning þessa í fullum gangi að sögn Giss- urar. Fólk sem hefur verið á at- vinnuleysisskrá í hálft ár eða lengur á nú kost á að sækja námið á haust- misseri á atvinnuleysisbótum. Mun fleiri fá nú aðgang að fram- haldsskólum landsins því tryggja ber öllum umsækjendum að 25 ára aldri sem uppfylla skilyrði skólavist í haust. Bryndís Sigurjónsdóttir, skólameistari Borgarholtsskóla, seg- ir fjölda fólks á þessum aldri hefja nám við skólann í haust og er skólinn yfirfullur. Þessir nemendur hafa skráð sig á ýmsar brautir, s.s. á bók- námsbrautir, í iðnnám og á fleiri brautir. Alls eru um 1.420 nemendur í dagskóla skráðir í Borgarholts- skóla í haust, töluvert fleiri en áður hafa stundað nám við skólann. »4 Skólarn- ir að fyllast Morgunblaðið/Ernir Bækur Brátt hefst skólahald á ný.  Allt að 1.000 at- vinnulausir í nám Enn voru veðurguðirnir höfuðborgarbúum hliðhollir í gærdag og sást vart ský á himni fyrr en líða tók á kvöld. Að vanda láta Íslendingar ekki segja sér það tvisvar þegar sól sést á himni og flykktust þeir sem enn eru í fríi út í góða veðrið. Líkt og þessar stúlkur sem notuðu tækifærið, busluðu aðeins í Elliðaánum og kældu sig niður í hitanum. Samkvæmt spá Veðurstofu Ís- lands er útlit fyrir að áfram verði sólríkt og hlýtt í höfuðborginni í dag. Buslað á brókinni í Elliðaárdal Morgunblaðið/Árni Sæberg  Brynjar Níels- son, formaður Lögmannafélags Íslands, segir að lögjöfnun í máli SpKef sparisjóðs hafi ekki verið tæk, þegar Fjár- málaeftirlitið tók yfir rekstur sparisjóðsins hinn 22. apríl 2010. Ríkisvaldið hefur skv. neyðarlög- unum heimild til að stofna við- skiptabanka en ekki sparisjóð. „Sparisjóður er allt annað fyr- irbæri en viðskiptabanki,“ segir Brynjar. »12 Engin heimild til að stofna sparisjóð  Niðurstöður ungatalningar í rytubyggðum á Snæfellsnesi, sem lauk í gær, eru vægast sagt slæm- ar. Jón Einar Jónsson, for- stöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfells- nesi, taldi við annan mann og sáu þeir aðeins sjö unga. Á þeim svæðum sem þeir töldu eru á bilinu 200-300 hreiður. Í meðalárferði má bú- ast við að hvert hreiður gefi af sér 1-1½ unga. Líkt og krían reið- ir rytan sig mikið á sandsíli, ekki síst til að fóðra unga. Og líkt og hjá kríunni virðist sem algjört hrun hafi orðið í varpi rytunnar. „Þetta passar við það hvernig gekk hjá kríunni; þar drapst allt upp úr mán- aðamótum. Einn og einn ungi á flugi en ekki meira,“ sagði Jón Einar. Víða af landinu berast fréttir um slæman varpárangur, m.a. virðist sem varp krí- unnar við Skjálfanda hafi að mestu misfarist. Þar sáust þrír ungar í hópi nokkur hundruð eldri fugla. Fyrir nokkrum árum var þar allt krökkt af ungum á þessum tíma. » 12 Sáu aðeins sjö unga í 200-300 hreiðrum í þremur fuglabjörgum á Snæfellsnesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.