Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is G issuri Péturssyni, for- stjóra Vinnumálastofn- unar, og Jóhanni G. Ás- grímssyni hjá Ríkis- skattstjóra, sem og verkefnisstjóra átaks gegn svartri atvinnustarfsemi, sem er samstarfs- verkefni Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Ríkis- skattstjóra, ber saman um að svört vinna sé vaxandi vandamál á Ís- landi. Gissur segir að aukninguna megi að einhverju leyti sjá á því að fleirum sé synjað um atvinnuleys- isbætur. Í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag sagði Halldór Grönvold, hjá ASÍ, að Vinnumálastofnun hefði keyrt upplýsingar, sem safnast hefðu saman úr átakinu, við atvinnu- leysisskrá Vinnumálastofnunnar. Við samkeyrslu á þar til gerðum gögnum hefði svo komið í ljós að tugi mála sem tengdust svartri at- vinnustarfsemi á allmörgum sviðum þyrfti að kanna betur. „Svört atvinnustarfsemi hangir saman við það að svíkja út bætur og neita atvinnutilboðum eins og aukist hefur,“ segir Gissur, en hann segir að fólk sé farið að líta í auknum mæli á samtryggingarkerfið sem einstaklingsbundin réttindi líkt og um lífeyrisréttindi væri að ræða. „Sá hugsunarháttur, að líta á kerfið sem einstaklingsbundin rétt- indi, er að skjóta rótum hér á landi,“ segir Gissur, sem segir hugmynda- fræðina ganga út á að safnað sé saman í sjóð fyrir þá sem þurfa á að halda. Gissur segir ennfremur, að eftir því sem fólki á atvinnuleys- isskrá fjölgi, þá fjölgi tilvikunum um svarta atvinnustarfsemi og upphæð- irnar verði hærri. 875 neitað um bætur á árinu Yfir allt árið í fyrra var 1.222 einstaklingum synjað um bætur frá Vinnumálastofnun tímabundið vegna þess að þeir höfðu ekki sinnt atvinnuleit eins og reglur stofnunar- innar kveða á um. Það sem af er þessu ári hafa 875 einstaklingar fengið synjun, sem er aukning um 250 frá því á sama tíma og í fyrra, en þá höfðu 625 bótaþegar fengið synjun. Gissur segir skýringuna á þess- ari gríðarlegu aukningu tvíþætta: „Annarsvegar [eins og áður hefur komið fram] kann skýringin að hluta til að hanga saman við það að svört atvinnustarfsemi sé að aukast. Og hins vegar að langtíma atvinnuleysi sé að aukast og að hópnum sem lengur er á skrá, hætti til að reyna að víkja sér undan skyldunni sem fylgir því að fá greiddar atvinnu- leysisbætur.“ Vinnumálastofnun styðst við þriggja þrepa kerfi sem hefur gefist ágætlega, að sögn Gissurar, en hann segir að þegar fólk lendir í því að verða atvinnulaust, þá leggi Vinnu- málastofnun mikla áherslu á að það búi til starfsferilskrá sem fari svo inn í gagnagrunn sem atvinnurek- endur hafa aðgang að ef þess er ósk- að. Gissur segir að ef atvinnurek- endur hringja og bjóða atvinnulaus- um starf eigi sá eða sú sem neitar atvinnutilboðinu það á hættu að missa bæturnar í fjörutíu daga. Ef svo vill til að einstaklingurinn neiti svo í annað skipti dettur hann út í sextíu daga og í það þriðja fellur bótarétturinn niður. Gissur segir að það kunni að liggja skýringar á bak við það, þeg- ar fólk neitar að taka atvinnu- tilboðum, en í mörgum tilfellum séu skýringarnar ekki fullnægjandi og séu skýrar vísbendingar um að fólk sé að vinna svarta vinnu. Svört atvinnustarf- semi vaxandi vandi Morgunblaðið/RAX Svart Gissur segir að fólk sé farið að líta í auknum mæli á samtrygging- arkerfið sem einstaklingsbundin réttindi líkt og lífeyrisréttindi. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríkisstjórn-arflokk-arnir hafa að undanförnu reynt að koma sér saman um fjárlaga- frumvarp til að leggja fram í haust og að sögn formanns fjárlaganefndar, Oddnýjar G. Harðardóttur, er ætlunin að ná samkomulagi í dag. Samfylkingarþingmaðurinn Oddný er sömu skoðunar og formaður VG og fjármálaráð- herra, Steingrímur J. Sigfús- son, um að fara þurfi „blandaða leið“ skattahækkana og nið- urskurðar til að ná þeim mark- miðum sem sett hafa verið um ríkisfjármálin, enda segist hún ekki kannast við að ágreiningur sé á milli stjórnarflokkanna í þessum efnum. Fyrir skatt- greiðendur er þessi samstaða stjórnarflokkanna lítið fagn- aðarefni því að þeir hafa oft fengið að kynnast hinni „blönd- uðu leið“ ríkisstjórnarflokk- anna frá því að ríkisstjórnin tók við völdum fyrir hálfu þriðja ári. Þessi blanda hefur reynst í meira lagi göróttur drykkur enda aðaláherslan verið á að kreista sem mest út úr þeim skattstofnum sem fyrir eru og búa til nýja skatta til að kreista skattgreiðendur enn meira. Þessi hugmyndafræði stjórn- arflokkanna hefur farið illa með heimilin í landinu og um leið dregið þrótt úr atvinnulífinu. Tekjurnar hafa vitaskuld ekki skilað sér eins og skatt- heimtumennirnir ætluðu, enda skila minnkandi umsvif jafnan minni sköttum, auk þess sem hækkandi skattar ýta atvinnu- starfsemi undir yfirborðið. Lausn ríkisstjórnarinnar á svörtu starfsem- inni er að efla skattaeftirlit en sú hugmynd að lækka skatta og auka greiðsluvilja og -getu almennings hefur ekki átt upp á pallborðið. Formaður fjárlaganefndar viðurkennir að við gerð kjara- samninga hafi verið gefin fyr- irheit um að skattar yrðu ekki hækkaðir á almenning. Þetta fyrirheit er raunar ekki hið eina sem gefið hefur verið í tengslum við kjarasamninga og yrði langt því frá hið fyrsta sem svikið yrði. Meginatriðið er hins vegar að það breytir ekki öllu fyrir al- menning hvar skattahækk- anirnar koma fram því að á endanum lenda þær á sama stað, á almenningi. Hækki óbeinir skattar minnkar kaup- mátturinn og veruleg hætta er á að þetta sé sú leið sem rík- isstjórnin muni velja þó að hún hafi þegar hækkað þessa skatta verulega. Sé á hinn bóginn farin sú leið að hækka skatta á fyr- irtæki verður það til þess að fækka störfum, sem lendir að sjálfsögðu á almenningi. Allt er þetta vel þekkt úr afrekaskrá núverandi ríkisstjórnar, en nú vill hún til viðbótar seilast í líf- eyrissparnað almennings með áður óþekktum hætti. Það er þess vegna engin ástæða til að efast um að með órofa samstöðu og sameig- inlegu átaki muni ríkisstjórn- arflokkunum takast að finna leiðir til að auka enn álögur á almenning í landinu á næsta ári. Eina óvissan er hversu mik- ið skattarnir munu aukast og hversu mikla kjaraskerðingu ríkisstjórnin ætlar að bjóða al- menningi upp á að þessu sinni. Stjórnarliðar segjast hafa náð samstöðu um skattahækkanir} Enn hærri skattar Frægt var þegarfrakkur oflát- ungur réðst að Seðlabanka Ís- lands fyrir að hafa ekki tekið veð í innistæðum fólks í við- skiptabönkunum löngu fyrir fall þeirra. Þegar þessi speki hafði staðið óleiðrétt um hríð og helstu kaffihúsaspekingar lagt út af henni í bland við eig- ið innræti og brotakennda þekkingu var í vinsemd bent á að innistæður í bönkum væru ekki eign banka heldur skuld. Skuldir hefðu ekki fram til þessa verið veðhæfar af hálfu skuldarans. Viðkomandi spjátrungur dreyrrauður er úr sögunni. En nú hefur annar upplýsari almennings bent á að þeir sem séu að spá hruni evrunnar verði að gæta að sér, því evrusvæðið sé mik- ið viðskiptasvæði fyrir íslenskan út- flutning og því sé ljóst að hrynji evra hrynji líka króna. Umræða um „hrun“ evru snýst ekki að neinu leyti um hvort sú mynt hækki eða lækki. Vangaveltan snýr að því hvort hún hætti að vera sú mynt sem hún er. Það hefur ekkert með tilveru krónunnar að gera. Krónan kynni að lækka um hríð vegna mikilla atburða á meginlandi Evrópu, því að viðskiptakjör speglast fljótt í mynt landsins eins og annarra frjálsra þjóða. Um- mæli um krónu og evru voru því með öllu innistæðulaus. Ólmir fara stundum offari vegna málstaðarins} Í axarskaft F yrir rúmri hálfri öld voru Frí- verzlunarsamtök Evrópu (EFTA) stofnuð. Áratug síðar, eða árið 1970, gerðist Ísland aðili að samtökunum sem voru stofnuð sem nokkurs konar andsvar við Efnahagsbandalagi Evrópu (EBE), forvera Evrópusambandsins, enda hugmyndafræðin sem byggt var á í hvoru tilfelli fyrir sig ólík í grundvallaratriðum. Á meðan EBE var í grunninn fyrst og fremst tollabandalag, líkt og Evrópusambandið er enn þann dag í dag, var og er EFTA fyrst og síðast frí- verzlunarbandalag. Í einföldu máli er helzti munurinn á þessu tvennu sá að ríki sem mynda með sér tollabandalag afsala sér frelsi sínu til þess að gera sjálfstæða viðskiptasamninga, og þar með taldir samningar um fríverzlun, við ríki utan bandalagsins. Þess í stað skuldbinda þau sig til þess að hafa algert samflot í þeim efnum. Í fríverzl- unarsamtökum eins og EFTA hafa aðildarríkin hins vegar fullt frelsi til þess að semja um viðskipti við ríki utan samtakanna á eigin forsendum ef þau telja hags- munum sínum betur borgið með þeim hætti en með því að semja í samfloti með öðrum aðildarríkjum. Lengi vel mun það hafa verið þannig að EFTA sigldi meira eða minna í kjölfar EBE og síðar Evr- ópusambandsins við gerð fríverzlunarsamninga við ríki heimsins. Þegar EBE/Evrópusambandið hafði gert slíkan samning gerði EFTA hlið- stæðan samning skömmu síðar. En þetta hefur hins vegar tekið miklum breytingum síðustu árin og EFTA farið fram úr Evr- ópusambandinu í þessum efnum. Þannig hefur EFTA gengið frá ýmsum samningum um fríverzlun við ríki á undan Evrópusam- bandinu undanfarin ár og jafnvel við ríki sem sambandinu hefur ekki enn tekizt að ganga frá slíkum samningum við. Eins og í tilfelli Kanada, svo dæmi sé tekið. Net frí- verzlunarsamninga sem EFTA hefur gert eða er með í bígerð er í dag orðið mjög víð- feðmt og nær yfir stóran hluta af heim- inum. Eitt af því sem staðið hefur Evrópusam- bandinu fyrir þrifum í þessum efnum eru þeir ólíku hagsmunir ríkja sambandsins sem taka þarf tillit til við samningagerðina. Þannig héldu ítalskir bifreiðaframleiðendur gerð fríverzl- unarsamnings á milli Evrópusambandsins og Suður- Kóreu lengi í biðstöðu vegna þess að þeir óttuðust samkeppni frá þarlendum framleiðendum bifreiða. Í tilfelli EFTA er hins vegar allajafna um að ræða miklu einfaldari hagsmuni sem taka þarf tillit til. Þannig viðurkenndi Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, í samtali við Morgunblaðið 4. júlí 2003 að EFTA væri sennilega líklegra til þess að ná fríverzlunarsamningi við Bandaríkin en Evrópusam- bandið einmitt af þessum ástæðum. hjorturjg@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill EFTA og frelsið STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon 1.222 Í fyrra var 1.222 einstaklingum synjað um bætur frá Vinnu- málastofnun tímabundið. 875 Það sem af er þessu ári hefur 875 einstaklingum verið synj- að, sem er töluverð aukning. 625 Á sama tíma í fyrra var 625 einstaklingum hafnað um bætur. 250 Því er aukningin 250 ein- staklingar á milli ára. ‹ SYNJAÐ UM BÆTUR › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.