Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011                                                       ! "     #   $  %   %      &'"  (  (  ) (    &    *             "       $     + ,  -      ./  0   1"# ,  " "            (    0   ./  2 ./   0  3'   '   0  ,    Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Allt útlit er fyrir að margir fram- haldsskólar verði þéttsetnari en dæmi eru um áður þegar skólarnir hefja starfsemi síðar í þessum mán- uði. Nú hefur öllum umsækjendum að 25 ára aldri um nám í framhalds- skólum, sem uppfylla skilyrði skól- anna, verið tryggð skólavist í haust. Þetta eru veruleg umskipti því á haustönn í fyrra var um 800 umsókn- um um skólavist hafnað. Þá hefur umsóknum um 200 atvinnuleitenda verið vísað frá framhaldsskólum á hverju hausti undanfarin tvö ár. Unnið hefur verið að þessu átaki í sumar í framhaldi af loforði ríkis- stjórnarinnar, sem gefið var í tengslum við gerð kjarasamninga í vor. Endanlegar tölur um fjölda um- sækjenda liggja ekki fyrir en sam- kvæmt upplýsingum sem aflað var í gær hafa margir skráð sig til náms. Bryndís Sigurjónsdóttir, skóla- meistari Borgarholtsskóla, segir fjölda fólks á þessum aldri hefja nám við skólann í haust og er skólinn yf- irfullur. Þessir nemendur hafa skráð sig á ýmsar brautir, s.s. á bóknáms- brautir, í iðnnám og á fleiri brautir, sem boðið er upp á við skólann. Alls eru um 1.420 nemendur í dagskóla skráðir í Borgarholtsskóla í haust, töluvert fleiri en áður hafa stundað nám við skólann. „Þetta virðist standa eins og við gerðum ráð fyrir,“ segir Bryndís. Ríkisstjórnin lýsti því jafnframt yfir í vor að sköpuð yrðu námstæki- færi fyrir allt að 1.000 atvinnuleit- endur haustið 2011. Að sögn Bryn- dísar koma nemendur úr þessum hópi einnig til náms við skólann í haust. Vinnan við þennan undirbúning er í fullum gangi segir Gissur Péturs- son, forstjóri Vinnumálastofnunar. Fólk sem hefur verið á atvinnuleys- isskrá í hálft ár eða lengur á nú kost á að sækja námið á haustmisseri á atvinnuleysisbótum. „Við erum þessa dagana að vinna úr lokaum- sóknum í samstarfi við framhalds- og háskólana. Við settum það markmið að ná til 1.000 manns og mér sýnist að við förum langt með að ná því,“ segir hann. Gissur segir umsækjendurna dreifast á marga skóla og enn sé unnið að því að finna pláss fyrir alla. Verði væntanlega ekki endanlega ljóst fyrr en við setningu skólanna hver fjöldinn er. Mikill áhugi á framhaldsnámi  Allt að 1.000 hafa hug á að stunda framhaldsnám á bótum Morgunblaðið/Ernir Frídagar Skólafólk nýtir síðustu dagana til hins ítrasta áður en námið hefst að nýju. Þá er gott þegar sólin skín. FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Útlitið er gott fyrir mönnun frí- stundaheimilanna í Reykjavík í vet- ur, en staðan mun þó ekki skýrast endanlega fyrr en skólaárið hefst, að sögn Steingerðar Kristjánsdótt- ur, verkefnisstjóra á íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar. Stefna Reykjavíkurborgar er sú að taka við öllum þeim börnum sem sækja um dvöl á frístundaheimilum. Heimilin eru ætluð yngstu skóla- börnunum, á aldrinum 6 til 9 ára, og er aðsóknin jafnan mest, eða um 90%, meðal sex ára barna. Sá ár- gangur er fremur stór í ár því um 1.500 börn fædd árið 2005 byrja í 1. bekk. Að jafnaði eru 1.200-1.500 börn í hverjum árgangi í Reykjavík. ÍTR setur það viðmið að einn starfsmaður sé ráðinn á móti hverj- um 12 börnum sem sækja heimilin og segir Steingerður ekki hafa verið hvikað frá því viðmiði þátt fyrir nið- urskurð. Starfsmannafjöldi verði sá sami og áður. Sótt um pláss á síðustu stundu Síðustu daga hefur borgin aug- lýst eftir frístundaráðgjöfum og -leiðbeinendum í lausar stöður á nokkrum frístundaheimilum. Stein- gerður segir að það sé ekki síst gert til að hafa vaðið fyrir neðan sig. „Reyndin er sú að það er ýmis- legt sem breytist hjá þessu unga, kraftmikla fólki sem vinnur hjá okk- ur og eftir sumarið er oft komin ný staða. En miðað við svörin sem gef- in voru í vor er ekkert sem gefur annað til kynna en að þetta verði með góðu móti og margir haldi áfram vinnu, svo við erum bjartsýn á útlitið.“ Frístundaheimilin hefja starfsemi daginn eftir skólasetningu, eða 23. ágúst. Steingerður segir stefnt að því að endanleg staða fyrir veturinn verði orðin ljós 1. september að lok- inni fyrstu vinnuvikunni. „Því það er ekki bara starfsfólkið sem breytir til heldur líka foreldrar og börn sem eru að flytja á milli hverfa eða landshluta og átta sig svo kannski allt í einu á því að það á eftir að sækja um pláss fyrir börn- in.“ Í fyrrahaust varð nokkur starfs- mannaekla um tíma á frístunda- heimilunum sem skýrðist einmitt af því hve margir foreldrar sóttu um pláss fyrir börnin á síðustu stundu. „Við töldum okkur vera með full- mönnuð frístundaheimili í lok ágúst þegar allt í einu bættist við fjöldi umsókna. Þá kom upp sú staða að okkur vantaði skyndilega starfsfólk, sem ekki vantaði í byrjun ágúst. Þess vegna reynum við að hafa vað- ið fyrir neðan okkur núna og vekja athygli á starfinu með fyrirvara.“ Útlitið gott fyr- ir mönnun frí- stundaheimila  Öll börn sem um það sækja fá pláss Morgunblaðið/Eyþór Kassabílarall Tómstundastarf frí- stundaheimilanna er fjölbreytilegt. Frístundaheimilin » 34 frístundaheimili eru rek- in á vegum Reykjavíkurborgar. » Markmið frístundaheim- ilanna er að bjóða upp á tóm- stundastarf fyrir börn á aldr- inum 6-9 ára að loknum hefðbundnum skóladegi. » ÍTR miðar við að ráða einn starfsmann á móti hverjum 12 börnum á heimilunum. „Bæði Íslendingar og í vaxandi mæli erlendir ferðamenn ferðast að miklu leyti eftir veðurspá,“ segir Ásta Þor- leifsdóttir, framkvæmdastjóri Mark- aðsstofu Austurlands, og bendir á það að staðbundin veðurspá Veð- urstofu Íslands fyrir Austurland hafi í sumar oft verið í miklu ósamræmi við það veður sem var. Sökum þess hafi spáin því haft neikvæð áhrif á ferðamannaþjón- ustu á svæðinu og nefnir Ásta um þriðjungsfækkun ferðamanna á sumum áningarstöðum á Austur- landi í sumar. Þó veður hafi almennt verið slæmt í júní hafi júlí verið fjarri því að vera slæmur. Og frá miðjum júlí og fram að versl- unarmannahelgi hafi veðrið verið ótrúlega gott, að sögn Ástu. Það hafi hins vegar ekki komið fram í sjálf- virkum veðurspám Veðurstofunnar. „Þetta hefur ekki alveg verið svona svakalegt eins og veðurspáin hefur oft gefið í skyn. Austurland er flókið svæði af því það er svo gríðarlegur munur milli svæða og í raun er um fleiri en eitt til tvö svæði að ræða,“ segir Ásta en á sjálfvirkri veðurspá eru svæðin Austurland og Austur- land að Glettingi gefin upp. Að sögn Ástu vantar veðurathug- anir á fleiri veðurstöðvar við fjöl- breyttari aðstæður á Austurlandi sem gefi ferðamönnum betri hug- mynd um veður á vinsælum áning- arstöðum. Til að mynda sé engin veðurstöð gefin upp fyrir Egilsstaði, aðeins fyrir Egilsstaðaflugvöll. „Eft- ir að Kárahnjúkavirkjun kom kóln- aði vatnið í Lagarfljóti þannig að það er kuldapollur við Egilsstaða- flugvöll. Oft munar tveimur til þrem- ur gráðum á hitastigi inni á Egils- stöðum og á flugvellinum,“ segir Ásta. „Þetta er eitthvað sem við verðum að íhuga með tilliti til breyttra forsendna, og spyrja hvort ástæða sé til þess að breyta því hvar veðurathuganir séu gerðar, og hvernig við veljum þá staði þar sem veður er mælt.“ larah@mbl.is „Ekki eins svakalegt“ og veðurspá gefur til kynna Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir Lagarfljót Markaðsstofa Austur- lands vill fleiri veðurstöðvar.  Neikvætt fyrir ferðaþjónustu „Það fylgir þessu greiðsla frá atvinnuleysistryggingum inn í skólakerfið til að standa straum af kostnaði vegna þessara ein- staklinga á haustönninni,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, um náms- tækifærin fyrir atvinnuleitendur í framhaldsskólum og háskólum í haust. ,,Reynslan af fyrsta misserinu segir svo til um hvernig fólk endist í náminu en markmiðið er að menn komist á skrið og haldi svo áfram eftir áramótin, fari þá af bótum og haldi náminu áfram á náms- lánum eða með öðrum hætti,“ segir hann. Atvinnu- leysistryggingasjóður ber kostnað vegna námsins fram að áramótum og talið er að út- gjöld sjóðsins auk- ist um 400 millj- ónir í ár. Komist á skrið í námi ATVINNULEITENDUR Gissur Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.