Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Haust 2011 - Toppar - Kvarterma bolir Laugavegi 63 • S: 551 4422 Svartar - klassískar - gallabuxur 3 litir BUXNATILBOÐ KR. 16.900 NÝ SENDIN G Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Stöðugur straumur ferðamanna hefur legið í Seljavallalaug undir Eyjafjöllum í sumar og er laugin sennilega vinsælli sem baðstaður en nokkru sinni fyrr eftir vel heppnað hreins- unarstarf í maí síðastliðnum. Að sögn Grétars Óskarssonar, bónda á Seljavöllum, virðist sem orðspor laugarinnar hafi raunar borist jafnt og þétt út undanfarinn áratug, en líklega varð frægð hennar tryggð með endemum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli í fyrra, þegar öskunni rigndi yfir dalinn og laug- in varð barmafull af ösku. „Laugin getur nú eiginlega ekki verið meira auglýst. Allir Ís- lendingar vita hvar hún er í dag svo hún er ekki falið leyndarmál lengur,“ segir Grétar. Skoðað í gegnum bílrúðuna Í vor tók hópur sjálfboðaliða höndum saman um að koma Seljavallalaug í sitt gamla horf og var mörgum tonnum af ösku mokað upp úr henni. Þrátt fyrir að laugin hafi ekki verið vænleg til sundferða í fyrra segir Grétar samt að umferðin um svæðið hafi sennilega aldrei verið meiri en einmitt eftir öskufallið. „En sú traffík átti ekkert skylt við sundferðir, það var bara verið að skoða svæðið og fólk fór ekki einu sinni út úr bíl. Heilu rúturnar komu meira að segja og tóku bara hring en hleyptu fólki ekki út svo það bæri öskuna ekki með sér.“ Útlendingum fjölgar meira Íslendingar leggja enn margir leið sína aust- ur undir Eyjafjöllin til þess að kynna sér áhrif eldsumbrotanna á bændur og sveitina, að sögn Grétars. Nú er fólk hinsvegar farið að baða sig í lauginni aftur og þegar blaðamaður var þar á ferðinni í liðinni viku kom heil rúta með spænskum ferðamönnum á staðinn. Grétar segir það hafa færst í aukana að leiðsögumenn beini hópum í laugina. „Ég held að útlendingatraffíkin hafi frekar aukist hérna en íslenska traffíkin. Það er svona þegar fararstjórarnir átta sig á því að þeir fá í vasann fyrir að fara með lið þarna inn eftir að sjá eitthvað sem það hefur aldrei séð áður. Svo er þetta náttúrulega upplifun eins og staðan er. Þetta ógeð sem þú nánast þreifar á þegar þú gengur þarna um, það er kannski verið að reyna að höfða til fólks með því.“ Seljavallalaug ekki lengur falið leyndarmál  Færist í aukana að ferðahópum sé vísað í laugina  Varð fræg að endemum eftir öskufallið í fyrra Morgunblaðið/Una Fagurgræn Seljavallalaug er nú aftur komin í sitt fyrra horf sem skemmtilegur baðstaður þar sem heitir lækir seytla niður fjallshlíðina ofan í fagurgræna laugina. Ösku er þó víða að sjá og ber hún vitni um hamfarirnar. Morgunblaðið/Ernir Sandkassi Seljavallalaug minnti meira á sandkassa en sundlaug þegar ask- an lagðist yfir Laugarárgil. Mörgum tonnum af ösku var mokað úr lauginni. Unnur Stefánsdóttir framkvæmdastjóri lést á líknardeild Landspítalans í gær eftir stutta legu. Unn- ur fæddist hinn 18. janúar 1951 í Vorsabæ í Gaulverjahreppi. Foreldrar hennar voru Guðfinna Guðmunds- dóttir húsmóðir og Stefán Jasonarson bóndi. Unnur lauk hús- mæðraskólaprófi frá Húsmæðraskóla Suð- urlands 1970 og út- skrifaðist sem fóstra frá Fóstur- skóla Íslands fjórum árum síðar. Í millitíðinni lagði hún stund á al- mennt íþróttanám við Idræts- højskolen í Sønderborg í Dan- mörku. Hún lauk framhaldsnámi í stjórnun og uppeldisfræði frá Fósturskóla Íslands árið 1984. Unnur kom víða á starfsferli sín- um. Hún var aðstoðarkennari við Húsmæðraskólann á Laugarvatni 1971-1972, fóstra og forstöðumað- ur leikskóla í Reykjavík 1974-1975 og umsjónarfóstra í Kópavogi 1979-1982. Þá starfaði hún við um- ferðarfræðslu barna, sem dagvistarfulltrúi Ríkisspítalanna og verkefnisstjóri í heilbrigð- isráðuneytinu. Unnur kenndi hag- nýta uppeldisfræði við Fósturskóla Íslands á árunum 1991-1995 áður en hún varð leikskólastjóri heilsu- leikskólans Skólatraðar og síðar Urðarhóls. Unnur þróaði heilsu- stefnuna sem sautján leikskólar á landinu starfa eftir. Und- anfarin ár var hún framkvæmdastjóri Skóla ehf., sem reka fimm leikskólanna. Unnur starfaði um árabil innan Fram- sóknarflokksins og var meðal annars for- maður Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, og varafor- maður og síðar for- maður Lands- sambands framsókn- arkvenna. Á árunum 1985-2002 átti hún sæti í miðstjórn, landsstjórn og framkvæmdastjórn Framsókn- arflokksins og var gjaldkeri flokksins um árabil. Unnur var varaþingmaður 1987-1995 og tók sæti á Alþingi sem slíkur. Unnur var afrekskona í íþróttum og keppti í frjálsum íþróttum frá tólf ára aldri fyrir ungmenna- félagið Samhygð og HSK. Hún var landsliðskona í 400 og 800 metra hlaupi. Hún sat í framkvæmda- stjórn Íþrótta- og ólympíusam- bands Íslands um nokkurra ára skeið og gegndi sömuleiðis for- mennsku í nefnd um umbætur í kvennaíþróttum á vegum ÍSÍ. Eftirlifandi eiginmaður Unnar er Hákon Sigurgrímsson. Börn þeirra eru Finnur hljóðtæknimað- ur, Grímur kvikmyndaleikstjóri og Harpa Dís, menntaskólanemi og rithöfundur. Andlát Unnur Stefánsdóttir Nemendur Kvikmyndaskóla Ís- lands fyrr og nú, nýnemar, kenn- arar, starfsfólk og aðrir velunn- arar hafa boðað til mótmæla á Austurvelli í dag á milli klukkan 14 og 16, og raunar alla virka daga þar til málefni skólans verða leyst. Yfirskrift mótmælanna er: „Eigum við ekki bara að fresta þessu aðeins lengur?“ og hyggjast mótmælendur mæta á náttfötum einum fata. Skólasetning er fyrirhuguð 22. ágúst nk. og segja aðstandendur mótmælanna ótækt að fullkomin óvissa ríki enn um hvort 150 nem- endur við skólann og fimmtíu starfsmenn þurfi að leita annað eftir námi – og eða starfi. Hyggjast mótmæla á náttfötunum Týr, stærsti bor landsins, fer í dag áleiðis til Nýja-Sjálands á vegum Jarðborana sem hafa fengið verk- efni þar hjá einu stærsta orkufyr- irtæki landsins, Mighty River Po- wer. Gert er ráð fyrir að verkefnið taki um tvö ár og verðmæti samn- ingsins nemur um þremur milljörð- um króna. Borinn Týr vegur um 1.700 tonn með öllum þeim búnaði sem honum tilheyrir. Fyrir flutninginn var bor- inn tekinn í sundur og síðustu fjórir dagar hafa farið í að koma honum um borð í skip. Farmurinn allur tel- ur tæplega 100 hluti en sá sem veg- ur þyngst er tæplega 90 tonn. Siglingin til Nýja-Sjálands tekur um 40 daga en nú þegar eru þrír menn á vegum Jarðborana úti að undirbúa verkefnið, segir Vilhjálm- ur Guðmundsson, framkvæmda- stjóri þróunar- og markaðsmála Jarðborana. Alls fara um 30 manns frá Íslandi til að vinna við borunina en þar sem um vaktavinnu er að ræða eru um fimmtán í einu úti á vegum fyrirtækisins við störf. Bor- inn verður staðsettur mitt á milli borganna Taupo og Rotorua sem eru á Norðureyju Nýja-Sjálands. Þar mun hann bora eftir jarðhita sem ætlaður er til rafmagnsfram- leiðslu. Þetta er ekki eina útrás Jarðbor- ana í ár því félagið hefur einnig fengið verkefni í Dóminíku og fleiri eru í pípunum. sigrunrosa@mbl.is Bor Þyngsti hluti borsins, sem er hér hífður um borð, vegur um 80-90 tonn. Stærsti bor landsins fer utan  Mun bora eftir jarðhita á Nýja-Sjálandi Borinn Týr » Týr er gríðarstór og vegur um 1.700 tonn með öllum þeim búnaði sem honum tilheyrir. » Lyftigeta Týs er um 270 tonn. Til samanburðar er lyfti- geta næststærsta bors Jarð- borana á Íslandi um 200 tonn. » Týr getur borað um 3-4 kíló- metra niður í jörðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.