Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011 Fjármálaráðuneytið sendi í gær frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun um heimildir fjármálaráðherra til að stofna Spkef sparisjóð í því skyni að taka við rekstri Sparisjóðsins í Keflavík. Í kjölfarið svaraði Árný J. Guðmundsdóttir lögfræðingur, sem skrifaði grein í Viðskiptablaðið fyrir helgi, en í henni kom fram að ekki yrði betur séð en að beiting neyð- arlaganna hefði ekki verið heimil í tilviki SpKef. Í yfirlýsingu Árnýjar segir að ráðuneytið hafi með sinni yf- irlýsingu aðeins sagt hálfa söguna. Ekki bundið við hlutafélög Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að samkvæmt 1. gr. laga nr. 125/ 2008, neyðarlaganna svonefndu, hafi fjármálaráðherra heimild til þess að stofna nýtt fjármálafyrirtæki til þess að taka yfir rekstur annars fjármála- fyrirtækis sem komið er í þá stöðu að það geti ekki lengur starfað. „Hug- takið fjármálafyrirtæki er ekki bundið við tiltekið félagaform, en samkvæmt lögum um fjármálafyrir- tæki geta fjármálafyrirtæki verið annaðhvort hlutafélög eða sparisjóð- ir.“ Einnig segir ráðuneytið að það sé augljóslega rangt að halda því fram að heimildir fjármálaráðherra sam- kvæmt framangreindu ákvæði séu bundnar við að stofna hlutafélag fremur en sparisjóð. Í yfirlýsingu Árnýjar segir að fjármálaráðuneytið falli með yfirlýs- ingu sinni „í þá gryfju að segja hálfa söguna og vísa aðeins í hluta laga- ákvæðis. Þegar lagaákvæði eru túlkuð verður að líta til þeirra í heild“. Árný bendir á að í lok 1. gr. neyð- arlaganna segi að fyrirtæki sem stofnuð séu samkvæmt greininni hafi starfsleyfi sem viðskiptabank- ar. „Viðskiptabankar verða einungis reknir sem hlutafélög,“ segir Árný. Af þessum sökum sé ljóst að fjár- málaráðuneytið gat aðeins stofnað fjármálafyrirtæki með starfsleyfi frá upphafi með því að stofna við- skiptabanka og þar með hlutafélag. „Hefði fjármálaráðuneytið viljað stofna sparisjóð hefði ráðuneytið hins vegar þurft að stofna félag sem hefði orðið að sækja um starfsleyfi sem sparisjóður til FME á hefð- bundinn hátt. Það var ekki gert.“ Að endingu segir Árný að ljóst sé að fjármálaráðuneytið og FME hafi orðið tvísaga um lagagrunn fyrir stofnun og starfsleyfisskyldum rekstri SpKef sparisjóðs, enda eng- in þörf til að beita lögjöfnun ef ráðu- neytið hefði haft heimild í settum lögum. Ósammála um heimild ráðherra  Yfirlýsingar á báða bóga sendar út Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í ungatalningu hjá ritu í þremur fuglabjörgum á Snæfellsnesi sáu fuglatalningamenn aðeins sjö ritu- unga í hreiðrum. Í venjulegu árferði hefði mátt búast við að lágmarki um 200 ungar, en allt upp í um 450 ung- ar, hefðu komist á legg. Jón Einar Jónsson, forstöðumað- ur Rannsóknarseturs Háskóla Ís- lands á Snæfellsnesi, og Árni Ás- geirsson, líffræðingur hjá setrinu, voru að ljúka við talninguna í gær. „Ég get flutt þér þær fréttir að í Svörtuloftum, Þúfubjargi og við Arnarstapa hefur rituvarpið misfar- ist nær algjörlega. Þarna fundust samtals sjö ungar,“ sagði hann. Björgin hefðu verið alveg tóm í Arn- arstapa og fá hreiður setin á hinum stöðunum. Á bak við þessa tölu, sjö ungar, væru 200-300 hreiður. Jón Einar sagði að ritan reiddi sig á sandsíli til að fóðra unga sína en sandsílastofninn hefur átt undir högg að sækja. „Þetta passar við það hvernig gekk hjá kríunni, þar drapst allt upp úr mánaðamótum. Einn og einn ungi á flugi en ekki meira,“ sagði hann. Svartfuglar voru að mestu farnir úr björgunum og örfáir lundar sáust á stöðum þar sem þeir halda sig vanalega ekki, þ.e. ofarlega í bjargi en ekki í grasbrekkum. Tveir fýl- sungar sáust í talningunni, en fýlar eru reyndar ekki ýkja algengir þarna um slóðir. Niður úr öllu valdi Arnþór Garðarsson líffræðingur segir að varpárangur ritunnar á Snæfellsnesi sé „niður úr öllu valdi“. Á meðalgóðu ári megi búast við að hvert rituhreiður gefi 1-11⁄2 unga. Hann stóð fyrst fyrir ritutalningu á Snæfellsnesi árið 2005 í kjölfar þess að fréttir bárust af slæmri við- komu. Ástandið hafi verið afar slæmt frá árinu 2006 en aldrei eins og nú. „Þetta er eig- inlega núll.“ Sjö ungar en ekki nokkur hundruð  Varp ritu á Snæfellsnesi misfórst nær algjörlega  Reiðir sig mikið á sandsíli sem létu ekki sjá sig  Sjö ungar sáust á hreiðrum þar sem vænta hefði mátt a.m.k. 200-300  Varp hefur gengið illa frá 2006 Morgunblaðið/Ómar Fækkar Ritur með unga verða sífellt sjaldgæfari sjón á Snæfellsnesi. FRÉTTASKÝRING Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Ekki er víst hvort heimilt hafi verið að beita neyðarlögunum svonefndu við yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á rekstri Sparisjóðs Keflavíkur hinn 22. apríl árið 2010. Gunnar Ander- sen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði í samtali við Morgunblaðið á föstudag að ýtarlega hefði verið farið yfir hvort beiting neyðarlaganna hefði verið heimil áður en ráðist var í yfirtökuna. „Þegar lög eru samþykkt er ekki hægt að sjá fyrir öll hugs- anleg tilvik, en þetta tilvik var nægi- lega svipað fyrri tilvikum til að við töldum tækt að beita lögjöfnun í þetta sinn,“ sagði Gunnar. Í grófum dráttum hefur ríkið heimild í 1. mgr. 1. gr. neyðarlag- anna til að „stofna nýtt fjármálafyr- irtæki eða yfirtaka fjármálafyrir- tæki eða þrotabú þess í heild eða að hluta“. Í 3. mgr. 1. gr. segir svo: „Fyrirtæki sem stofnað er sam- kvæmt þessari grein hefur starfs- leyfi sem viðskiptabanki samkvæmt ákvæðum 1. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um fjármálafyrirtæki.“ Lögjöfnunin sem Gunnar vísaði til fólst því í að líta svo á að fyrst ríkið hefði heimild til að stofna viðskiptabanka væri eðlilegt að álykta að það hefði einnig heimild til að stofna sparisjóð. „Mér líst ekkert á þetta,“ segir Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands. Hann tekur undir með Ár- nýju J. Guðmundsdóttur lögfræð- ingi, sem ritaði grein í Morgunblaðið á laugardag, sem fjallaði um að SpKef sparisjóður hefði verið stofn- aður án heimildar og lögjöfnun hefði ekki verið möguleg. „Ég held að þessi lögjöfnun sé ekki tæk. Spari- sjóður er allt annað fyrirbæri en við- skiptabanki. Það er ýmislegt í lögum og reglum sem er öðruvísi hvað sparisjóði varðar en viðskiptabanka. Ef til stendur að beita lögjöfnun þarf augljóslega að vera um sambærileg fyrirbæri að ræða. Mér sýnist þetta vera eins og hver önnur lögleysa,“ segir Brynjar. Ljóst er að ríkið gæti verið skaða- bótaskylt, hafi yfirtökuna skort laga- stoð og hún hafi leitt til tjóns. Baldvin Björn Haraldsson, lög- maður hjá BBA Legal, gat ekki tjáð sig um málefni SpKef en sagði að slíkar aðgerðir stjórnvalda gætu valdið og yllu oft tjóni. „Hafi slíkar að- gerðir ekki lagastoð get- ur það auðvitað leitt til þess að gerð verði krafa um skaðabæt- ur.“ Lögjöfnun ekki tæk í máli SpKef  „Eins og hver önnur lögleysa,“ segir Brynjar Níelsson Morgunblaðið/Eyþór Suðurlandsbraut Yfirtaka Fjármálaeftirlitsins á Sparisjóði Keflavíkur byggðist á lögjöfnun frá neyðarlögum. Gríska orðið analogia vísar til þess að eitt tilvik sé sambæri- legt öðru tilviki. Lögjöfnun grundvallast á því að ef eitthvað gildi um tilvik X, þá hljóti hið sama að gilda um tilvik Y, ef Y er sambærilegt við X. Tilviki Y er með öðrum orðum jafnað til X vegna þess að það er eðl- isskylt eða samkynja X. Deilan um hvort lagaheimild hafi verið fyrir hendi í máli SpKef hinn 22. apríl 2010 byggist á því hvort rík- inu hafi verið heimilt að stofna sparisjóð fyrst því var heimilt að stofna viðskiptabanka skv. neyðarlögunum. Niðurstaða Fjármálaeft- irlitsins hefur verið sú að sparisjóður sé eðlisskyldur eða samkynja við- skiptabanka og því hafi lögjöfnun ver- ið tæk. Hvað er lögjöfnun? SKYNDIKÚRS Í LÖGFRÆÐI Brynjar Níelsson Sigurður Ólafsson á Sandi 2 í Aðaldal segir nokkuð ljóst að þar í kring hafi örfáir kríuungar komist á legg. Ekki sé þó víst að þeir verði nógu sterkir til að ná farflugi. Við síðustu skoð- un hafi hann séð þrjá unga innan um nokkur hundruð fullorðnar kríur. Í eðlilegu ár- ferði væri krökkt af unga við allan sandinn við Skjálfandaflóa. Ekki krökkt af kríuungum SLÆMT VIÐ SKJÁLFANDA Kríuungar. Landsins mesta úrval af laxa- og silungaflugum Frí flugubox Krókar fylgja öllum túpum www.frances.is Heimsþekktar flugur atvinnumanna         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.