Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 10
Hið árlega Reykjavíkurmaraþon fer fram 20. ágúst næstkomandi. Yfir þrjú þúsund hlauparar hafa þegar skráð sig til leiks. Hluti þeirra er að hlaupa í fyrsta skipti og hefur Íslandsbanki, sem er bakhjarl Reykjavíkurmaraþonsins, boðið upp á hlaupanámskeið fyrir óvana sem lengra komna í sumar. Það geta allir hlaupið ef rétt er farið að, segir Torfi Leósson hlaupaþjálfari. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það hafa margir sótt þettanámskeið sem er opið öll-um. Sumir mæta alltaf enaðrir koma við í nokkur skipti til að hjálpa sér við sitt eigið persónulega plan. Æfingar eru tvisvar í viku en ég mæli með að fólk hlaupi eða taki góða gönguferð einu sinni í viku til viðbótar,“ segir Torfi Leósson sem er einn þeirra sem kenna á námskeiðunum. Í gær var lengsta hlaup byrj- endahópsins fyrir Reykjavíkur- maraþonið. „Fæstir hafa hlaupið 10 km áður en ætla að fara þá vega- lengd í maraþoninu. Í dag [í gær] ætlum við að hlaupa átta kílómetra sem er það lengsta sem við höfum farið á æfingu. Ég sé ótrúlegar framfarir hjá hópnum. Fyrst fórum við undir 3 km en nú fara þau orðið létt með 6 til 7 km. Það skiptir öllu máli að komast vegalengdina, tím- inn er algjört aukaatriði. Ég nota ákveðna aðferð þar sem er hlaupið og gengið til skiptis. Yfirleitt er hlaupið í þrjá mínútur og gengið í eina mínútu. Þetta kerfi kemur frá bandarískum þjálfara sem heitir Jeffrey Galloway,“ segir Torfi. Gott að ganga inn á milli Á hvað leggur hann áherslu í þjálfun óvanra hlaupara? „Að fara rólega af stað, bæði á æfingum og þegar kemur út í keppnina sjálfa. Þá dugar orkan lengur. Það er mjög erfitt að halda aftur af sér en það er mikið unnið með því. Þeir sem eru búnir að vera að æfa lítið sem ekkert í sumar en eru í ágætu líkamlegu ásigkomulagi og langar að fara 10 km, þeir geta það alveg. Sérstaklega ef þeir prófa að hlaupa einu sinni 7 km og komast þá án þess að þurfa að leggjast útaf. Ef þú nærð 70% á æfingu getur þú al- veg náð 100% í keppni, þá jafnvel með því að ganga inn á milli,“ segir Torfi og tekur fram að það sé gott að ganga inn á milli ef það er rétt gert. „Það sem menn upplifa nei- Mikið unnið með því að halda aftur af sér Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlaupahópurinn „Ég sé ótrúlegar framfarir hjá hópnum. Fyrst fórum við undir 3 km en nú fara þau orðið létt með 6 til 7 km,“ segir Torfi Leósson hlaupaþjálfari. Hann notar ákveðna aðferð þar sem er hlaupið og gengið til skiptis. 10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útvivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011 Patti Húsgögn Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 Basel Aspen Þú velur og drauma sófinn þinn er klár GERÐ (fleiri en 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (fleiri en 2000 tegundir) Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Landsins mesta úrval af sófasettum Íslensk framleiðsla Torino Rín Roma Markmiðið með vefsíðunni Motleyhealth.com er að hjálpa fólki að verða heilbrigðara, grannara og hamingjusamara. Aðstandendur síð- unnar telja það hlutverk okkar allra að fræða hvert annað um heilbrigt mataræði og þjálfun. Speki þeirra er að vera með aflappaðra viðhorf til heilbrigðs lífernis og finnst þeim að það þurfi að færa það aðeins niður á jörðina aftur. Síðuhaldarar trúa á fjölbreytni þegar kemur að þjálfun og mataræði. Að léttast á ekki að vera flókið að þeirra mati né kosta neitt, enda sé það náttúrulegt fyrir manneskjur að vera í góðu formi. Heimilið og um- hverfið á að vera líkamsræktarstöðin og er þessi síða stofnuð til að vera líkamsræktarfélag þeirra sem kjósa að komast í form á eigin spýtur. Þarna má lesa margar greinar og ráðleggingar um allskonar æfingar. Hægt er að velja flokka eftir mark- miði. Það er flokkur fyrir þá sem ætla að styrkja sig, annar fyrir þá sem ætla að létta sig og sá þriðji fyrir þá sem vilja bara komast í almennt gott form. Fjallað er um mataræði og þá má lesa sér til um hvernig íþrótta- og Hollywoodstjörnur halda sér í formi. Vefsíðan www.motleyhealth.com Morgunblaðið/Eyþór Fjallganga Útivera er meðal þess sem mælt er með á síðunni. Afslappað viðhorf til heilbrigðis Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Bongóblíða á að vera víðast hvar um landið út þessa viku. Að minnsta kosti miðað við hvernig veðurspáin var í gær. Njótið sólarinnar, hitans og ham- ingjunnar og haldið ykkur utandyra. Berið á ykkur sólarvörn, takið fram þægilega skó og gangið á næsta fjall. Eða ögrið ykkur svolítið, prófið línu- skauta, gangið nýjar leiðir, húllið úti í garði eða dansið. Hættið að hugsa um hvað aðrir gætu haldið, gerið það sem ykkur sýnist. Leikir eru alltaf upplífgandi og fátt finnst börnunum skemmtilegra en að leika við foreldra sína. Farið í elting- arleik, feluleik, Dimmalimm, Fram fram fylking eða eitthvað annað sem ykkur eða börnunum dettur í hug. Njótið bara lífsins, sama hvað. Endilega… … njótið bongóblíðunn- ar í botn Morgunblaðið/Ernir Húllahopp Góð líkamsrækt í sólinni og oft og tíðum skemmtileg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.