Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011 Það væri að æra óstöðugan að leiðrétta allar þær rangfærslur og misskilning sem á sér stað í Evrópu- umræðunni á Íslandi þessa dagana. Ég var búinn að ákveða að elta ekki ólar við alla þá vitleysu sem ratar þar á prent. Þegar málsmetandi þing- menn eins og Ólöf Norðdal fara hins vegar með stað- lausa stafi þá er manni nóg boðið. Erfiðleikar í efnahagskerfi um- heimsins magna upp umræðuna og sumir virðast ekki víla fyrir sér að skrumskæla sannleikann með það að leiðarljósi að slá einhverjar póli- tískar keilur. Ólöf heldur því fram í grein í Morgunblaðinu nýlega að innan fárra ára þurfi aðildarríki Evrópu- sambandsins að bera fjárlög sín upp í Brussel áður en þau fái samþykki. Hún heldur því meira að segja fram að líklegt verði að fjárlögin verði samin í Brussel. Þetta eru fullyrð- ingar sem ekki halda vatni. Maður hefði svo sem ekki sagt neitt ef þessu hefði verið haldið fram í leið- ara Morgunblaðsins eða á Útvarpi Sögu. Það er hins vegar hægt að gera meiri kröfur til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Ég get til dæmis haldið fram ein- hverri vitleysu eins og að Evrópu- sambandið ætli sér að samþykkja lög sem skikka alla Evrópubúa að ganga í rauðum sokkum á sunnu- dögum. Evrópusambandið gæti fræðilega gert þetta en allir vita að það gerist ekki. Á sama hátt vita allir þeir sem þekkja gangverk sam- starfsferla Evrópusambandsríkja að svona hugmyndir eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Helstu kostnaðarliðir hvers ríkis fyrir sig eru heilbrigðismál, menntamál og útgjöld til varn- armála. Ekkert af þessu kemur inn á borð Evrópusambandsins eða er á forræði þess. Tekjur Evrópusam- bandsins koma að mestu leyti í formi framlaga frá aðild- arlöndunum og mega þessi framlög aldrei fara yfir um 1,1 % af VLF hvers ríkis fyrir sig. Auðvitað ræða fjár- málaráðherrar Evr- ópusambandsríkjanna á reglubundnum fund- um um efnahagsmál ýmsar leiðir til að mæta yfirstandandi vanda. En það er fjarri því að ein- hverjar hugmyndir líkt og Ólöf Norðdal varpar hér fram hafi komið fram á formlegan hátt eða hafi verið ræddar. Enda kemur Ólöf ekki með neinar sannanir fyrir þessum full- yrðingum sínum. Þetta eru bara fabúleringar varaformannsins út frá stöðunni í efnhagskerfum helstu OECD-ríkja. Auðvitað ræða menn um leiðir út úr vandanum. Meðal annars að aðildarríkin verði að sýna aðhald og ábyrgð í ríkisrekstri en staðhæfingar að taka eigi fjárveit- ingarvaldið frá aðildarríkjum ESB er alveg út í hött, enda eru engar lagaheimildir til fyrir því í sátt- málum Evrópusambandsins né neinar hugmyndir uppi að breyta því. Evrópusinnar hafa sett sér nokk- ur leiðarstef í umræðunni, meðal annars að beita staðreyndum og rökræðu, forðast gífuryrði og þrætubókarlist og vera upplýsandi. Við skorum því á alla sem taka þátt í umræðunni, hvort sem þeir eru hlynntir eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, að halda um- ræðunni á þeim nótum. Ólöf og aðhalds- reglur ESB Eftir Andrés Pétursson Andrés Pétursson » Staðhæfingar að taka eigi fjárveit- ingarvaldið frá aðild- arríkjum ESB er alveg út í hött. Höfundur er fjármálastjóri og á sæti í stjórn Já Ísland. Veigamesta spurn- ing sem Íslendingar þurfa að svara þessa dagana er ekki hvort við græðum eða töpum á inngöngu í Evrópu- sambandið. Augljóst er að við stórtöpum á því. Miklu veigameira er að svara „hundrað þús- und milljarða“- spurningunni: Eru vinnanlegar olíulindir á Drekasvæð- inu, sem innihalda 10 milljarða tunna af olíu? Menn ættu að veita því athygli að 10 milljarðar tunna af olíu seljast þessa dagana fyrir ríflega 1000 millj- arða Bandaríkjadala, en verð á olíu- tunnu fer hækkandi og stefnir í $250- $300 á næstu fimm árum (um þessar mundir er það rúmlega $100 á tunnu). Þessi verðmæti eru því uppá rúmlega hundrað þúsund milljarða króna. Það er því ekki furða að Evrópa vilji fá okkur inn í Evrópusambandið, enda lenda þá öll þessi auðæfi í hönd- um evrópskra skriffinnskubáknsins. Þeir ná að borga freyðivíns- veislureikninga Samfylkingarinnar og eiga virðisauka til að borga veisl- urnar í Brussel næstu hundrað árin eða svo. Þetta er sökum þess að allir utan- ríkissamningar Íslands falla niður með inngöngu í Evrópusambandið og með þeim þau réttindi sem við höfum tryggt okkur á þessum olíu- auðlindum. Evrópusambandið mun að sjálf- sögðu þiggja það sem Samfylkingin (og þið hélduð að Manhattan hefði selst ódýrt) er að rétta því á silfurfati. En það er að sjálfsögðu fjarri mér að segja fólki að fara að efast um Ís- landsvináttu Evrópusambandsins. „Trilljón dollara spurningin“ Menn geta deilt um hvort olíumeðgjöf Ís- lendinga inní Evrópu- sambandið verður 400 ára fjárlög íslenska rík- isins eða hvort hún verð- ur 2000 ára fjárlög þeg- ar olían á Rock- all-svæðinu er talin með. Enda fara olíutekjur okkar eftir því hvaða samkomulagi við náum við verktakann, sem dælir upp olíu- nni, ef við freistumst ekki til að ganga í Evrópusambandið. Það má líka deila um hver sé hlutur hvers Íslendings í þessum auðæfum ef afrakstur þessara olíuauðlinda verður settur í olíusjóð að hætti Norðmanna. Eru þetta 50 milljónir á mann eða 300 milljónir? Eða meira? Eflaust má skipta þessum olíusjóði milli velferðarmála, vísindarann- sókna, menntunar o.s.frv. (Þurfum við ekki að mennta fleiri við- skiptamafíósa? Eru þeir kannski allir fluttir til Korfú?) En ég sé ekki nauð- syn þess að gefa Evrópusambandinu þessi auðæfi. Ég skil ósköp vel hvað vakir fyrir landráðamönnunum, sem vilja hrað- senda landið inn í Evrópusambandið. Þessu fylgja auðvitað fyrir fáeina út- valda há embættismannalaun og freyðivínsveislur með leiðinlegasta aðalsfólki í Evrópu. En olíuauðnum án Evrópusam- bandsaðildar myndu fylgja að- alsmannalaun íslenskra embættis- manna og frauðvínsveislur hér heima og í útlöndum (að vísu með íslenska lágmúgnum). Auðvitað breytist Reykjavík ekki í Vínarborg norð- urhjarans, þó að margt megi fá, sé hátt verð borgað. En alþýðan fengi án efa brauðmola af þessu borði, en hún fær ekkert frá Evrópusambandinu, nema hlutdeild í hinni komandi evrópsku borg- arastyrjöld, þegar íslamistar heimta öll völd til sharia-dómstóla. Fræðum pupulinn um olíuauðinn Það var meðal annars af þessum sökum, sem ég og nokkrir félagar stofnuðum samtök til að fræða þjóð- ina um þá hagsmuni, sem hún hefur að verja á Drekasvæðinu. Við ákváðum að kalla þau „Hundr- að þúsund milljarða samtökin“. Nafn- ið er til að minna menn á að þau eru veigamestu samtök landsins. Allar upplýsingar um olíu á Dreka- svæðinu eru vel þegnar af þessum samtökum, þótt Samfylkingin vilji ekkert af þessum hagsmunum heyra og hafi ekki nefnt þá á nafn í samn- ingaviðræðum við Evrópusambandið. Þetta vekur kannski furðu, enda er mér með öllu óskiljanlegt, að þjóð sem á sennilega meiri olíu á manns- barn en Noregur, sjái sér hag í að gefa hana alla til Evrópusambands- ins og fá glott evrópskra embættis- manna í staðinn. En ég hef að vísu ekki litið djásn- anna dýrð, sem rómað er að sjá megi á blikandi veisluborðum í Brussel. Það er sagt að þau dragi og seiði með flýjandi bjarma. Hundrað þúsund milljarða spurningin Eftir Árna Thoroddsen » Það er því ekki furða að Evrópa vilji fá okkur inn í Evrópusam- bandið, enda lenda þá öll þessi auðæfi í hönd- um evrópska skrif- finnskubáknsins. Höfundur er kerfishönnuður. Árni Thoroddsen Maðurinn á ekki lengur neina nátt- úrlega óvini nema aðra menn og sjálfa sig. Engin önnur skepna jarðarinnar stendur andspænis svo sál- arlausri grimmýðgi og miskunnarlausum blóðþorsta og menn- irnir hver gagnvart öðrum. Nærtækt dæmi eru hin hörmulegu voðaverk í Noregi ný- lega. Það afsakar auðvitað ekki ill- virkjann, sem ugglaust hlýtur þyngstu refsingu, þótt ríkisstjórnir margra landa, lýðræðislanda þar á meðal, standi að baki hernaðar- aðgerðum sem þróast hafa upp í margfalt meiri níðingsverk á ennþá fleira blásaklausu fólki, konum og börnum, en refsilaust. Mannréttindi eru dauðans alvara Þegar Ameríkanar stofnuðu lýð- veldi fólksins, af fólkinu og fyrir fólkið seint á 18. öld, töldu þeir í gleði sinni að lýðræði tryggði mann- inn fyrir ofbeldi yfirvalda. Mann- réttindi í lýðræðisríki væru óþörf. Það tók þá aðeins 3 ár að gera sér ljóst að einveldi lýðræðislegs meiri- hluta væri jafn hættulegt frelsi mannsins og hvert annað einræði. Þeir juku því 10 greina mannrétt- indakafla (Bill of Rights) við stjórn- arskrá sína 1791. Alþingismenn hljóta vald sitt frá kjósendum. Kjósendur verða að vera frjálsir og óháðir, þegar þeir velja fulltrúa til þjóð- þings síns, eins og áréttað er í lýðræð- isríkjum með því að kosning skuli fara fram í einrúmi. Ef kjósendur eru ekki frjálsir og óháðir verður ákvörðun meiri- hlutans markleysa. Mannréttindi undir- strika og tryggja frelsi mannsins, sem ein- staklings og kjósanda. Á frelsi og sjálfstæði einstaklingsins grundvallast lýðræð- ið. Ekki á frelsi fjölskyldu, ekki fé- lags, ekki flokks, því frelsi þeirra byggir allt á frelsi einstaklinganna, sem þessar heildir mynda. Það felst í eðli mannréttinda að þau verða ekki afnumin. Ekki með löggjöf, ekki með þjóðaratkvæða- greiðslu, ekki með stjórnarskrár- breytingu. Menn geta ekki einu sinni afneitað þeim sjálfir. Þau eru óaðskiljanlegur og óafhendanlegur réttur frjálsra manna. Frá þeim verður aðeins vikið ólöglega með of- beldi. Útþynnandi hugmyndir Það er nauðsynlegt að mannrétt- indaákvæðin í stjórnarskrá ríkis séu fá, skýr og vel grunduð. Með því að fjölga greinum í mannréttindakaflanum upp í 29 er verið að útvatna þessi mikilvægu grundvallarréttindi. Nægilegt er að halda þeim greinum sem eru í nú- verandi stjórnarskrá og bæta örfá- um við: Um trúfrelsi, upplýsinga- rétt, menntun, ferðafrelsi, bann við afturvirkni laga o. þ. h. Einnig er æskilegt að kosningarréttur og ríkisborgararéttur séu í í mannrétt- indakaflanum. Margar tillögur í mannréttinda- kaflanum frá stjórnlagaráði eru óþarfar þar sem þær eru innifaldar í tillögum að öðrum greinum. En aðrar greinar eiga alls ekki heima í kafla um mannréttindi og varla í stjórnarskrá. Dæmi: Grein 19. Kirkjuskipan snýst ekki um mannréttindi heldur stjórnskipan. Sama er að segja um grein 32, menningarverðmæti, grein 33, náttúru Íslands, grein 34, nátt- úruauðlindir, grein 35, upplýsingar um umhverfi og grein 36, dýra- vernd. Grein 36 um dýravernd er grát- brosleg á þessum stað. Sjálfsagt er að setja lög um mannúðlega með- ferð á dýrum en afbökun að veita þeim mannréttindi eða réttindi yf- irhöfuð. Dýr geta ekki gætt réttar síns. Eins og greinin er orðuð leggur hún skyldur á menn um ákveðna hegðun, reyndar mjög æskilega. En fráleitt er að kalla skyldur mann- réttindi og flokka með slíkum. Máske væri nær að hvetja menn og veita þeim rétt til að taka dýr sér til fyrirmyndar, því eins og vikið er er að í upphafi þessarar greinar haga sér engin dýr jafn vitfirrings- lega og menn eiga til að gera. Mannréttindatillögur stjórnlagaráðs Eftir Jóhann J. Ólafsson »Ef kjósendur eru ekki frjálsir og óháðir verður ákvörðun meirihlutans mark- leysa Jóhann J. Ólafsson Höfundur er stórkaupmaður. Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali LAUST STRAX - Glæsileg björt og stílhrein 262,3 fm sérhæð á þessum frábæra stað beint við stórt útivistarsvæði í hjarta Kópavogs. Opið hús verður þriðjudaginn 9. ágúst 2011 milli kl 16:00 og 18:00. Verið velkomin. OPIÐ HÚS Lækjasmári 98 Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.