Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011 www.noatun.is www.noatun.is Pantaðu veisluna þína á eða í næstu Nóatúns verslun Grillveislur 1299 Á MANN VERÐ FRÁ MEÐ MEÐL ÆTI Grísahnakkasneiðar Lambalærissneiðar Kjúklingabringur Lambafille Þín samsetning Grillveislur Nóatúns Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Geir Gunnlaugsson landlæknir segir fulla ástæðu til þess að hafa áhyggj- ur af stöðu heilsugæslunnar. Lausn- in á þeim vanda sem hún stendur frammi fyrir sé hins vegar margþætt og ekki bara við stjórnvöld að sakast. „Hver heilbrigðisstofnun verður að skoða málin hispurslaust,“ segir hann. „Við erum að kljást við alþjóð- legan vinnumarkað, við erum að kljást við innri vanda hér á Íslandi, við erum að kljást við efnahags- þrengingar og við erum að kljást við vaxandi kröfur til læknanna og heilsugæslunnar á margs konar hátt.“ Lúðvík Ólafsson, lækningafor- stjóri Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins lýsti því nýverið, í viðtali við Morgunblaðið, sem hann kallar hrun heilsugæslunnar og var í kjöl- farið boðaður á fund í velferðarráðu- neytinu vegna ummæla sinna. Fjöldi lækna að komast á aldur Í minnisblaði sem Lúðvik sendi Guðbjarti Hannessyni velferðarráð- herra fer hann yfir aðfinnslur sínar og skýrir val sitt á orði til þess að lýsa ástandinu: „Það er hrun þegar fólk sem þarf á lækni að halda verður að láta sér nægja minni eða verri þjónustu eða nær ekki læknisfundi á réttum tíma,“ skrifar hann. Lúðvík segir heilsugæslu á höfuð- borgarsvæðinu hafa búið við van- mönnun frá fyrstu tíð. Ástandið hafi hins vegar versnað á undanförnum árum. „Fyrir nokkrum árum sóttu um hverja stöðu heimilislæknis, sem auglýst var á höfuðborgarsvæðinu, um og jafnvel yfir 10 sérfræðingar í heimilislækningum. Nú telst gott að fá eina umsókn,“ segir í minnis- blaðinu. Á næstu tíu árum muni 51 heimilislæknir af 193 á landinu, þar af 34 á höfuðborgarsvæðinu, ná 70 ára aldri og 76 ná 65 ára aldri, þar af 50 á höfuðborgarsvæðinu. Sé miðað við að heimilislæknar starfi til 70 ára aldurs og að brottfall af öðrum ástæðum verði 15%, svo sem búferla- flutningum, þarf að ráða sex nýja heimilislækna á ári til þess að halda í horfinu. Þá er ekki tekið tillit til mannfjölgunar. Lúðvík segir vand- ræði heilsugæslunnar munu birtast annars staðar í heilbrigðiskerfinu „og vísast lækka þjónustustig þess“. Verði eftirsóknarvert starf Geir segir enga „patentlausn“ á þessum vanda að finna. Hann telur hins vegar mikilvægt að starf heilsu- gæslunnar sé skipulagt með þeim hætti að þar sé eftirsóknarvert að vinna. „Norðmenn hafa ekki leyst þetta hjá sér. Þeir nota peninga til þess að laða til sín fólk. Við höfum ekki þann möguleika, ekki á sama hátt, og þurfum að leita annarra leiða,“ segir Geir. Mikilvægt sé að forsvarsmenn heilbrigðisstofnana taki frumkvæðið í þeirri viðleitni og velti hverjum steini við. Ekki leyst með peningum  Fjöldi heimilislækna nálgast eftirlaunaaldur og stefnir í óefni ef nýliðun eykst ekki í greininni Landlæknir segir vandann ekki verða leystan með peningum „Norðmenn hafa ekki leyst þetta hjá sér. Þeir nota peninga til þess að laða til sín fólk.“ Geir Gunnlaugsson Vart hefur farið framhjá nokkrum manni sem leið hefur átt um miðborg Reykjavíkur að und- anförnu að háannatími er í ferðamennsku. Hvert sem litið er má sjá ferðamenn virða fyrir sér það sem fyrir augu ber. Og þótt ósagt skuli látið hvort við Tjörnina hafi í gærkvöldi setið erlendir ferðamenn er víst að parið naut lífs- ins, tók ljósmyndir hvort af öðru og Reykjavík- urborg. Rómantík við Reykjavíkurtjörn Morgunblaðið/Ernir Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Ákveðið var í gær að gera vikuhlé á samningaviðræðum í kjaradeilu leik- skólakennara og sveitarfélaga. Við- semjendur voru á sáttafundi hjá rík- issáttasemjara í gær en lítill árangur náðist í viðræðunum og tók hann þá ákvörðun að fresta þeim. Að sögn Ingu Rúnar Ólafsdóttur, formanns samninganefndar sveitar- félaga, er ekki mikill ágreiningur um annað en launamálin. „Það ber enn dálítið mikið á milli í launaliðum,“ segir Inga Rún en vill þó ekki segja hve mikið. „Við áttum góð- an fund í dag en höldum áfram næsta mánudag.“ Þá er einungis vika eftir í verkfall og þegar spurt er hvort það sé ekki knappur tími segir Inga Rún að tíminn fram að næsta fundi verði nýttur vel til undirbúnings. Munar um 11% á launaliðum Haraldur Freyr Gíslason, formað- ur Félags leikskólakennara, segir að enn muni um 11% á launaliðum. Byrj- unarlaun leikskólakennara eftir þriggja ára háskólanám séu kr. 247.000 á mánuði og þeir séu einfald- lega að sækja leiðréttingu. Kreppan hafi haft þau áhrif að þeir hafi dregist aftur úr viðmiðunarstéttum á borð við kennara sem séu nú með um 20% hærri laun. Þar sé miðað við heild- arlaun þar sem leikskólakennarar eigi ekki möguleika á að fá greidda yfir- vinnu. Hvorki unna né óunna. Haraldur hefur boðað til stjórnar- fundar í Félagi leikskólakennara á miðvikudag til að fara yfir stöðuna. „Við þurfum að fara að huga að verkfallinu, setja verkfallsnefnd og gera allt klárt ef svo illa fer. Við erum búin að hafa endalausan tíma en það hefur ekkert þokast í samkomulagsátt núna.“ Hafa boðað til verkfalls 22. ágúst Leikskólakennarar hafa boðað til verkfalls 22. ágúst næstkomandi, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Samningaviðræður hófust fyrir jól á síðasta ári. Þeim var vísað til ríkis- sáttasemjara í mars. Haraldur segir að beðið hafi verið niðurstöðu kjara- viðræðna á almennum markaði en að- ilar hafa fundað reglulega síðan með fyrrgreindum árangri. Lítill árangur í viðræð- um við leikskólakennara  Strandar enn á launaliðum  Búa sig undir verkfall Höskuldur Þór- hallsson, þing- maður Fram- sóknarflokksins, segir þing- mannahópinn sem skipaður er sex þingmönnum stjórnarflokk- anna og hefur undanfarið unnið að gerð fjárlaga- ramma ekki starfa lögum sam- kvæmt. Það sé framkvæmdavaldsins að leggja fram frumvarp til fjárlaga. Í kjölfar þess komi löggjafarvaldið, Alþingi, að málinu og taki það til efn- islegrar meðferðar. Niðurlæging við Alþingi Þingflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna héldu sameig- inlegan vinnufund langt fram á gær- kvöld um gerð fjárlaga næsta árs. Flokkarnir eru með minnsta meiri- hluta á þingi og reynir því á sam- stöðu. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsóknarflokksins, greindi frá því í gærkvöldi að hann hefði heim- ildir fyrir því að hækkun virð- isaukaskatts á matvæli væri eitt af því sem rætt hefði verið við vinnuna. „Núna er löggjafarvaldið með puttana í þessu, að semja grunninn að því sem það ætlar svo sjálft að taka til efnislegrar meðferðar, gagn- rýna og leita umsagna um,“ segir Höskuldur. „Valdamestu mennirnir í því ferli verða sem sagt með sitt eigið afkvæmi til meðferðar [á Al- þingi]. Það er algjörlega verið að blanda saman framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi og um leið verið, að mínu mati, að niðurlægja Alþingi.“ einarorn@mbl.is Eigið af- kvæmi til meðferðar Höskuldur Þórhallsson  Framkvæmdavald sinni fjárlagagerðinni N1 lækkaði í gær verð á eldsneyti. Lítrinn af bensíni hefur lækkað um tvær krónur og lítrinn af dísilolíu um eina krónu. Skýring breytinganna er lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu. Lítrinn af bensíni kostar nú 237,80 krónur á bensínstöðvum N1 og lítr- inn af dísil 238,80 krónur. Bæði Orkan og Atlantsolía hafa einnig lækkað verð á eldsneyti Bensín lækkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.