Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HERRA MINN, ÉG HELD AÐ ÞESSI MAÐUR HAFI VERIÐ MYRTUR MYRTUR SEGIRÐU? JÁ HERRA, LÍTTU Á PÍANÓIÐ PÍANÓIÐ? UH...JÁ, PÍANÓIÐ SEM LIGGUR Á HONUM JÁ, ÞAÐ PÍANÓ ÞAÐ GETA EKKI ALLIR RANNSÓKNAR- LÖGREGLUMENN VERIÐ SKARPIR ...DISKUR FYRIR ÞRJÁTÍU TOMMU PÍZZUR ÉG ER KOMINN MEÐ ANSI GOTT SAFN AF DÖLLUM MORGUNVERÐAR- DALLUR, EFTIRRÉTTAR- DALLUR... ...OG SVO UPPÁHALDIÐ MITT... ÉG ER ÁNÆGÐ MEÐ AÐ VIÐ SKULUM HAFA TEKIÐ OKKUR VETRARFRÍ... ...EN GÁTUM VIÐ EKKI FARIÐ EITTHVERT ANNAÐ EN Í SUMARHÚSIÐ OKKAR? MIG LANGAR SVO AÐ REYKJA EINN AF VINDLUNUM SEM RAJIV GAF MÉR ÉG BÍÐ ÞANGAÐ TIL HÚN ER FARIN, SVO HÚN FARI EKKI AÐ PIRRA SIG ÞETTA VAR LAGIÐ, MIKLU MINNA VESEN ERTU VISS UM AÐ SABRETOOTH HAFI SIG Á BROTT? ÞANNIG AÐ PETER PARKER NEYÐIST TIL AÐ EYÐA MEIRI TÍMA MEÐ KONUNNI SINNI? EN EF ÞÚ ÆTLAR AÐ GERA ÞAÐ... ÞÁ ÞARFTU AÐ KOMA MEÐ MÉR TIL MIAMI ALLIR HERS- HÖFÐINGJAR KEISARANS ERU LÁTNIR...EINHVER VERÐUR AÐ LEIÐA HERINN KJÚKLINGUR TSO HERSHÖFÐINGJA JÁ, EF HANN FINNUR EKKI KÓNGULÓAR- MANNINN Reykjavíkur- flugvöllur Nú er talað um að leggja niður tvær flugbrautir á Reykja- víkurflugvelli árið 2016. Enginn hefir minnst á það, hvað eigi að koma í staðinn. Eða hvar kennslu- og æfingaflug eigi að vera. Um miðjan fjórða áratug seinustu aldar réð ríkisstjórnin Gústaf E. Pálsson verkfræðing til þess að finna góðan stað fyrir flugvöll. Gústaf taldi besta staðinn vera Bessastaðanes, gallinn væri bara, hve erfitt væri að sigla yf- ir Skerjafjörð í vondu veðri. Sama sinnis og Gústaf er hinn frækni flug- stjóri Dagfinnur Stefánsson, sem sagði að þarna væri frítt til allra átta, engin fjöll eða sviptivindir. Auk þess mætti hæglega gera þarna 10.000 feta langa flugbraut. Væri ekki ágæt byrjun að gera þarna á nesinu æfinga- og sportflug- völl með tveim brautum, N-S og SV- NA. Þessar flugbrautir geta þá þjónað sem varabrautir fyrir Reykjavík þá fáu daga á ári sem ekki er hægt að nota S-A-brautina. Stundum hefir verið sagt að flug- völlur á þessum stað truflaði forset- ann. Frá þessum Bessastaðanesflugvelli yrðu 1500 metrar að Bessastöðum, en það er svipuð vegalengd og frá miðjum Reykjavík- urflugvelli að forseta- skrifstofunni. Svo er það spurning, hvort ekki sé heppilegast að forsetinn hafi sinn bú- stað í Sóleyjargötu 1 og skrifstofan í húsi embættisins við Lauf- ásveg. Það er illa farið með orku forsetans og eldsneyti að eyða einni til tveim klukkustund- um á dag í óþörf ferða- lög. Í framtíðinni gæti svo öll flug- starfsemi flust frá Reykjavík suður á Bessastaðanes. Suðurgötuna er hægt að fram- lengja yfir fjörðinn, vegalendin er 1500 metrar fjöru í fjöru, grunnsævi lengst af leiðinni og nóg fyllingarefni á botninum. Nú er talað um að Keflavíkur- flugvöllur anni ekki meira á álags- tímum, svo Reykjavíkurflugvöllur þarf að vera klár fyrir Evrópuflugið næsta vor, svo hægt verði að taka á móti öllum sem hingað vilja koma. Gestur Gunnarsson. Ást er… … samband með sögu. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Félag eldri borgara í Kópavogi | Bridgedeild FEBK mun hefja starf eftir sumarleyfi fimmtudaginn 18. ágúst kl. 13 í Gullsmára 13. Framvegis verður spilað á sama tíma kl. 13 á mánudög- um og fimmtudögum. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, hádegisverður og heitt á könnunni. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður og myndlist kl. 9, ganga kl. 10, Kanasta kl. 13. Hraunbær 105 | Blöð liggja frammi og kaffi á könnunni. Púttvöllur er opinn alla daga. Bónusbíll kemur kl. 12.15. Tímapantanir hjá Helgu fótafræðingi eru í síma 698-4938, tímapantanir á hárgreiðslustofu í síma 894-6856. Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Böð- un fyrir hádegi, hádegisverður, mið- dagskaffi, fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Listasmiðjan opin fyrir ein- staklinga og hópa. Hugmyndabankinn opinn. Skráning hafin. Panta þarf há- degisverð fyrir kl. 9.30. Síðdegiskaffi. Haustfagnaður föstudag 2. september kl. 14. Uppl. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Línudans í Kópavogsskóla, hópur I kl. 14.40, hóp- ur II kl. 16.10 og hópur III kl. 17.40. Pútt á æfingasvæðinu við Kópavogslæk kl. 17. Uppl. í síma 554-2780 og á www.glod.is Vitatorg, félagsmiðstöð | Erum farin að skrá á námskeiðin hjá okkur í vetur. Bútasaumur, bókband, postulínsmálun, leirmótun og glerbræðsla. Uppl. í síma 411-9450. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofan opin, hárgreiðslu- og fóta- aðgerðarstofur opnar, félagsvist kl. 14. Pétur Stefánsson var að drepastúr rasssæri og harðsperrum eftir útreiðartúr, enda langt síðan hann hafði verið á hestbaki. Hon- um varð að orði: Bauðst mér í gærdag hnakkur og hestur, hélt ég í reiðtúr með vinkonum tveim. Reið ég í suður, reið ég í vestur, reið ég svo norður og austur og heim. Árni Jónsson í Kotabyggð las vísuna á Netinu og orti þegar: Orsök sárra eymsla þinna er af reynsluleysi manns. Hefðir átt að hælast minna hér á öldum ljósvakans. Friðrik Steingrímsson stenst aldrei mátið að senda Pétri kveðju: Að rasssár sé af ríðingum rímar ekki í trúnni, ég held það sé af hýðingum sem hann má þola af frúnni. Sigrún Haraldsdóttir kom Pétri til varnar: Frískur, laus við fát og trega, fimur eins og laxinn, rammbyggður og roknalega reiðmannlega vaxinn. Pétur Stefánsson þakkaði Sig- rúnu kveðjuna: Loksins naut ég sannmælis. Við yrking þína er allra síst eitthvað ljótt og bogið. – Hérna er mér hárrétt lýst, hér er engu logið. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af útreiðartúr og eymslum BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Góður gangur í Sumarbrids í Reykjavík Sumarbrids hefur gengið mjög vel í sumar og aðsókn oft verið á bilinu 15-20 borð. Miðvikudaginn þriðja ágúst var spilað á 16 borð- um og urðu Arnar Geir Hinriksson og Guðmundur Þ. Gunnarsson efstir með 537 stig í plús eða 63,9%. Í öðru sæti urðu Guðjón Sigurjónsson og Kjartan Ás- mundsson með 63,3% og þriðju Halldór Svanbergsson og Sverrir Þórisson með 57,5%. Í bronsstigasöfnun er staðan þessi: Halldór Þorvaldsson 286 Hermann Friðriksson 257 Oddur Hannesson 216 Magnús Sverrisson 193 Árni Hannesson 190 Með hæstu skor á kvöldi eru þessir efstir (%): Jón Ingþórss. – Hermann Friðrikss. 67,49 Erla Sigurjónsd. – Inda Hr. Björnsd.66,07 Ísak Örn Sigurðss. – Helgi Sigurðss. 65,2 Spilað er alla mánudaga og mið- vikudaga kl. 19 í húsnæði Brids- sambands Íslands að Síðumúla 37.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.