Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011 Borgartúni 26 · Ármúla 13a sími 540 3200 · www.mp.is Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu fyrir fólk og fyrirtæki og skjóta afgreiðslu mála í síma- og þjónustuveri. Þannig á banki að vera og þess vegna eru meira en 90% viðskiptavina ánægð með þjónustuna hjá okkur. Við tökum vel á móti þér! Debetkort Launareikningar Sparnaðarreikningar Kreditkort Netbanki Erlend viðskipti Útlán Ef þú skiptir um banka, þá læturðu ekki einhvern annan velja hann fyrir þig! Jónína Gunnarsdóttir, viðskiptastjóri í þjónustuveri F í t o n / S Í A Össur Skarphéðinsson komfyrir Rannsóknarnefnd Al- þingis á sínum tíma og sagðist þar eiðsvarinn ekki hafa hunds- vit á efnahags- og bankamálum. En hann var sem kunnugt er að- alfulltrúi Samfylkingarinnar um viðbrögð við falli bankans Glitn- is.    Nú segir Össurum atburðina í Evrópu og þá sjálfsagt í krafti þess vits sem fært var til bókar: „Og ég tel að evran komi miklu sterk- ari út úr því en hún er í dag og það eru góðar fréttir, ekki bara fyrir Evrópu og heiminn heldur ekki síst fyrir Ísland sem er að velta fyrir sér að gerast aðili að myntbandalaginu því ef við yrð- um aðilar að ESB eigum við kost á því að taka upp evruna. Það er í augum margra eftirsóknarvert að því gefnu að það sé búið að taka til á fjármagnsmörkuðum Evrópu.“    Það er nú reyndar svo að þauríki sem gerast aðilar ESB neyðast til að taka upp evru, nema þau nái að kría út sérstaka undanþágu. Er lakara að Össur hafi ekki verið upplýstur um það, sem hefði þá verið til við- bótar annarri þekkingu hans á efnahags- og bankamálum.    Nauðsynlegt er að yfirlýsingÖssurar verði þýdd af ein- hverjum þeirra tuga þýðenda sem hann hefur látið ráða. Í Evrópu er nefnilega fjöldi manna með miklar áhyggjur af þróun mála, og vita ekki að hér er aðeins um smátiltekt að ræða, og bara til bóta þegar upp verð- ur staðið.    Skyldu evrópskir hundar vitaþetta líka? Össur Skarphéðinsson Hamingjuríkt hrun STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.8., kl. 18.00 Reykjavík 14 heiðskírt Bolungarvík 13 léttskýjað Akureyri 10 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 15 léttskýjað Vestmannaeyjar 14 heiðskírt Nuuk 13 skýjað Þórshöfn 11 skýjað Ósló 17 léttskýjað Kaupmannahöfn 15 skúrir Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 20 skýjað Lúxemborg 16 léttskýjað Brussel 12 skúrir Dublin 17 skýjað Glasgow 17 heiðskírt London 21 léttskýjað París 16 skúrir Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 15 skúrir Berlín 16 þrumuveður Vín 18 skýjað Moskva 26 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 28 heiðskírt Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 22 léttskýjað Montreal 22 léttskýjað New York 30 heiðskírt Chicago 25 alskýjað Orlando 32 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:00 22:07 ÍSAFJÖRÐUR 4:48 22:30 SIGLUFJÖRÐUR 4:30 22:13 DJÚPIVOGUR 4:25 21:41 Kafarar sprengjudeildar Landhelg- isgæslu Íslands fundu í gær stél af flugvélasprengju í Kleifarvatni. Sprengjusérfræðingum Gæslunnar er það hulin ráðgáta hvernig stél sprengjunnar, líklega af tegundinni MK 83 og vegur 450 kg að þyngd, hafnaði í vatninu. Hugsanlega hafi hann þó verið notaður við æfingar Varnarliðsins í Kleifarvatni. Kafarar björgunarsveitar Slysa- varnafélagsins Landsbjargar í Hafnarfirði tilkynntu um torkenni- legan hlut í vatninu. Ákveðið var að rannsaka hann og fannst hluturinn fljótlega eftir að köfun hófst. Að því er segir á vef Gæslunnar var stélið flutt á land eftir að sprengju- sérfræðingar voru fullvissir um að það væri ekki hættulegt. Fundu stél af sprengju Lögreglan á Sel- fossi kærði 23 ökumenn fyrir of hraðan akstur í umdæminu í lið- inni viku og nema álagðar sektir um 1.100 þúsundum króna. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni óku tveir þeirra það hratt að þeir verða sviptir ökurétti, annar á 149 km/ klst hraða og sætir eins mánaðar sviptingu en hinn á 154 km/klst hraða og sætir tveggja mánaða sviptingu. Einnig voru tveir kærðir fyrir að aka fram úr öðru ökutæki þar sem bann er við framúrakstri. Þá var einn kærður fyrir að nota ekki ör- yggisbelti og annar reyndist án ökuréttinda en hann gleymdi að endurnýja þau þegar gildistími ökuskírteinis hans rann út. Sextán umferðaróhöpp voru til- kynnt og urðu slys á fólki í fjórum þeirra. 1,1 milljón kr. í sektir á einni viku Lögregla Stöðvað á Suðurlandsvegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.