Morgunblaðið - 09.08.2011, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.08.2011, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011 STUTTAR FRÉTTIR ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,24 prósent í gær og endaði í 209,13 stigum. Verðtryggði hluti vísi- tölunnar hækkaði um 0,18 prósent og sá óverðtryggði um 0,41 prósent. Heild- arvelta á skuldabréfamarkaði nam 12,3 milljörðum króna í gær. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækk- aði um 2,02 prósent í gær og er óvenju- legt að hún hreyfist svo mikið á einum degi. Gengi bréfa BankNordik lækkuðu um ein 9,72 prósent og bréf Marels um 3,29 prósent. Gengi bréfa Century Al- uminum lækkaði um ein 33,33 prósent í gær, en að vísu í mjög litlum við- skiptum. bjarni@mbl.is Íslensk hlutabréf lækka ● Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins ásamt öðrum fagfjárfestum hefur gert samning um kaup á hlutafé í fyrirtæk- inu cooori ehf. Í frétt á vef sjóðsins segir að fyrir- tækið vinni að þróun veflægs hugbún- aðar til tungumálanáms sem byggist á nýjustu tækni í máltöku- og kennslu- fræðum og noti gervigreind til að laga kennsluna að hverjum einstaklingi fyrir sig og hámarka árangur. bjarni@mbl.is Nýsköpunarsjóður kaupir í Cooori FIH-bankann. Er endanlegt kaup- verð háð því hvernig virði ákveð- inna eigna FIH þróast, en Pandora er ein þessara eigna. Eiginfjárhlutfall lækkaði Einkunn FIH er nú Ba2. Fram kemur í tilkynningu Moody’s að bankinn þurfi á tímabilinu frá ágúst 2012 til júní 2013 að endurfjár- magna 50 milljarða danskra króna lán, sem FIH fékk hjá danska rík- inu. Moody’s telur að gengishrun hlutabréfa Pandora og lækkun eigin Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s hefur sett danska bankann FIH Er- hvervsbank á athugunarlista og segir að lánshæfiseinkunn bankans verði hugsanlega lækkuð í kjölfar gengishruns á hlutabréfum dönsku skartgripaverslunarkeðjunnar Pan- dora. FIH-bankinn var eitt sinn í eigu Kaupþings banka og endaði í eigu Seðlabanka Íslands, vegna þess að hlutabréf í FIH voru sett sem veð fyrir neyðarláni Seðlabankans til Kaupþings. Seðlabankinn seldi svo hópi danskra og sænskra fjárfesta fjár FIH sem því fylgdi, muni auka á erfiðleika bankans við að endur- fjármagna skuldirnar. FIH greindi frá því í síðustu viku að gengis- lækkun Pandora hefði áhrif til lækkunar á eiginfjárprósentu bank- ans um eitt prósentustig, eða úr 15,9 prósentum í 14,9. Gengi bréfa Pandoru lækkaði um rúm 65% þann 2. ágúst. FIH til- kynnti daginn eftir að bankinn hefði tapað 730 milljónum danskra króna á bréfunum frá því í apríl. Moody’s lækkaði lánshæfiseinkunn FIH í júní úr Ba1 í Ba2. Morgunblaðið/Ómar FIH Seðlabanki Íslands seldi hlut sinn í FIH en endanlegt kaupverð verður ekki ljóst fyrr en árin 2014 og 2015. Moody’s setur FIH banka á athugunarlista  Gengishrun bréfa Pandora setur bankann í erfiða stöðu FRÉTTASKÝRING Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Ekkert lát er á því hruni sem ein- kennt hefur hlutabréfamarkaði síð- ustu daga. Í gær hélt hrunið áfram í Evrópu og Bandaríkjunum. Banda- rísku vísitölurnar lækkuðu meira í gær en þær hafa gert á nokkrum degi síðan árið 2009. Þýska DAX vísitalan lækkaði um ein 5,02 prósent, franska CAC vísitalan um 4,68 prósent og breska FTSE vísitalan um 3,39 pró- sent. Það segir sitt um hve almennt hrunið er á hlutabréfamörkuðum að ekkert hlutafélag í þýsku og frönsku vísitölunum hækkaði í gær og aðeins eitt félag í FTSE vísitölunni. Var það gullnámufyrirtækið Randgold sem hækkaði um ein 7,43 prósent. Ekki er undarlegt að fyrirtæki sem sérhæfir sig í gullgreftri skuli hafa hækkað í gær, því heimsmarkaðsverð á gulli hækkaði mjög í gær og hafði um tíma hækkað um 4,2 prósent og stóð þá í 1.722 dölum á únsuna. Gull hækkar venjulega í verði þeg- ar útlitið dökknar almennt í hagkerf- um heimsins og er því mælikvarði á ótta fjárfesta við framtíðina. Fleiri gætu fylgt í kjölfarið Eins og áður segir hafa hlutabréfa- markaðir verið að lækka allt frá mán- aðamótum, en á föstudag lækkaði greiningarfyrirtækið Standard & Po- or’s lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna úr AAA í AA+. Breska BBC frétta- stofan hefur það eftir talsmanni fyr- irtækisins að Bandaríkin muni að öll- um líkindum ekki fá sína fyrri einkunn í bráð. Þvert á móti er útlit fyrir fjöldi fyrirtækja og opinberra aðila verði lækkaður í bókum S&P þar sem einkunnir þeirra eru háðar einkunn bandaríska ríkisins. Þá geta menn sér til um að fleiri ríki muni fylgja í kjölfarið. Erfitt sé að réttlæta AAA einkunn á ríki eins og Frakkland þegar búið sé að lækka einkunn Bandaríkjanna. Tæknilega er ekki gefið að hluta- bréf ættu að lækka í verði þegar láns- hæfiseinkunnir ríkissjóða eru lækk- aðar. Við aðstæður eins og þær eru núna er hins vegar líklegt að fjárfest- ar telji að ríkissjóðir, hvort heldur sem er í Bandaríkjunum eða Evrópu, muni eiga erfitt með að spýta meira fjármagni inn í hagkerfin miðað við skuldastöðu þeirra. Af þessum sökum sé ekki hægt að búast við því að hluta- bréf haldi áfram að hækka eins og þau hafa gert frá því að seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópu hófu inn- spýtingar sínar eftir hrunið 2008. Lokað fyrir viðskipti Evrópski seðlabankinn hefur þó ekki gefist upp á því að reyna að róa markaði í álfunni. Ávöxtunarkrafa á skuldabréf Ítalíu og Spánar lækkaði töluvert í gær eftir að bankinn hóf að kaupa skuldabréfin á eftirmarkaði. Krafa á tíu ára skuldabréf beggja ríkja fór yfir sex prósent fyrir helgi en lækkaði um 0,6-0,8 prósentur í gær. Kom það ekki í veg fyrir að hluta- bréf í ríkjunum tveimur lækkuðu líkt og þau gerðu annars staðar í álfunni. Ítalska MIB vísitalan lækkaði um 2,35 prósent og var lokað tímabundið fyrir viðskipti með hlutabréf Fiat og Pirelli vegna þess hve hratt þau lækk- uðu. Lækkaði Pirelli um 10,36 pró- sent og Fiat um 9,64 prósent í gær. Hrunið heldur áfram á hlutabréfamörkuðum  Lækkun á lánshæfi Bandaríkjanna hefur víðtæk áhrif á mörkuðum heimsins Stress Ekki voru allir jafnstressaðir fyrir utan kauphöllina í New York og þeir sem innan veggja voru. Þessi kona stundaði jóga á Wall Street í gær. Reuters Hlutabréfahrun » Á einum mánuði hafa helstu hlutabréfavísitölur lækkað mjög og í því felst gríðarlegt tap fjármuna. » Á einum mánuði hefur FTSE vísitalan breska lækkað um 15,38 prósent og þýska DAX vísitalan hefur lækkað um 19,99 prósent á sama tímabili. » Hrunið er ekki bundið við Evrópu því japanska Nikkei vísitalan hefur lækkað um 10,26 prósent á einum mánuði, en hún lækkaði um 2,18 pró- sent í gær. » Bandaríska Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 5,5 prósent í gær, sem þýðir að hún hefur nú lækkað um 14,6 prósent á einum mánuði. S&P 500 vísitalan lækkaði í gær um 6,66 prósent, sem þýðir að hún hefur lækkað um 16,69 prósent á einum mánuði. Lárus Ásgeirs- son, forstjóri Sjóvár, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu, en greint var frá þessu í gær. Lár- us lætur strax af störfum, en ekki hefur verið ráðið í stöðuna. Ólafur Njáll Sigurðsson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs er staðgengill forstjóra og mun sinna þeim verk- efnum þar til nýr forstjóri verður ráðinn til fyrirtækisins. Lárus var ráðinn til Sjóvár fyrir tæpum tveimur árum í kjölfar end- urskipulagningar á félaginu. Í til- kynningu er haft eftir Lárusi að í framhaldi af því að ný stjórn hafi tekið við félaginu hafi hann afráðið að hætta störfum. Vandasömu en árangursríku breytingaferli sé lokið og hann telji eðlilegt að nýir eigendur með nýjar áherslur ráði forstjóra. Sjóvá standi traustum fótum með góðan vátryggingarekstur. Erna Gísladóttir, stjórn- arformaður Sjóvár, segir í tilkynn- ingunni að Lárus hafi unnið mjög mikilvægt starf fyrir fyrirtækið og óskar honum velfarnaðar. Lárus hætt- ir hjá Sjóvá Lárus Ásgeirsson  Ekki hefur verið ráðið í starfið enn                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +00-/, ++1-2+ 33-.4 3+-.53 +2-252 +,+-.5 +-40+3 +04-34 +14-3 ++,-51 +0/-4+ ++2-., 33-+.4 3+-./4 +2-20/ +,+-4, +-40,, +04-2/ +14-11 33.-2325 ++,-15 +0/-02 ++2-5/ 33-+10 3+-+,1 +2-04+ +,+-02 +-40/0 +0,-54 +1,-+3 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Póstdreifing hefur keypt fjóra nýja Mercedes-Benz Sprinter sendibíla sem ganga fyrir metani, að því er kemur fram í frétta- tilkynningu. Þar er haft eftir Erni Jóhanns- syni, deildarstjóra akstursdeildar Póstdreifingar, að markmið fyr- irtækisins sé að bílafloti þess sé umhverfisvænn. Mercedes-Benz bílarnir hafi reynst vel bæði í rekstraröryggi og hagkvæmni. Bílarnir fjórir eru sérpantaðir fyrir Póstdreifingu og eru sér- útbúnir til dreifingarþjónustu að sögn Páls H. Halldórssonar, sölu- stjóra atvinnubíla hjá Öskju, um- boðsaðila Mercedes-Benz á Ís- landi. Páll segir að metanbílar séu góður kostur fyrir íslensk fyr- irtæki og þeir hafi komið vel út í rekstri og viðhaldi Póstdreifing kaupir fjóra metanbíla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.