Morgunblaðið - 09.08.2011, Page 19

Morgunblaðið - 09.08.2011, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011 Lok lok og læs Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra komu að lokuðum dyrum þegar þau ætluðu að mæta á þingflokksfund í húsakynnum VG í gær. Þá var fátt annað í stöðunni en að draga upp farsímana og reyna að komast í samband við einhvern sem gæti hleypt þeim inn enda verra að missa af fundinum. Ernir Berlín | Loksins hefur Angela Merkel Þýska- landskanslari fallist á nýja gerð Evrópusam- bandsins. Evrópu- sambandið þarf nú meira en nokkru sinni að sameina aukinn stöðugleika, fjár- magnsflutninga og samstöðu ef komast á hjá því að Evrópu- verkefnið hrynji eins og það leggur sig undan þunga yfirstandandi skuldakreppu. Merkel hefur í langan tíma bar- ist með oddi og egg gegn hinu nýja Evrópusambandi, vegna þess að hún veit hversu óvinsælt það er í Þýskalandi – og þar með hvaða hætta er í því fólgin fyrir mögu- leika hennar á endurkjöri. Hún vildi verja evruna en ekki greiða uppsett verð. Sá draumur er úti, þökk sé fjármálamörkuðum. Markaðirnir gáfu Evrópu úr- listakosti: annaðhvort að styðja frekari samþættingu í efnahags- og fjármálum á grunni sambandsins eða horfa fram á hrun evrunnar og þar með ESB, að hinum sameigin- lega markaði meðtöldum. Á síðustu stundu kaus Merkel skynsamlega kostinn. Hefðu forystumenn aðildarríkj- anna í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins tekið þessa fyrir- sjáanlegu ákvörðun fyrir ári hefði kreppan á evrusvæðinu ekki stig- magnast upp að því marki sem hún hefur gert; reikningurinn hefði ekki verið jafn hár og leiðtogar Evrópu hefðu með réttu hlotið lof fyrir sögulegt afrek. En, eins og ég sagði, skorti Merkel þá kjark til að grípa til aðgerða. Samkomulagið á síðasta fundi fram- kvæmdastjórnarinnar verður dýrara, bæði stjórnmálalega og fjárhagslega. Þrátt fyrir að það hafi tvö- faldað fjárhagsaðstoð- ina og lækkað vexti mun samkomulagið hvorki binda endi á skuldakreppuna hjá Grikkjum eða öðrum ríkjum á jaðri Evrópu né marka endalok þeirrar tilvist- arkreppu ESB sem skuldakrepp- unni tengist. Samkomulagið mun aðeins kaupa tíma – og gegn háu verði. Óhjákvæmilegt kann að vera að komast hjá frekari aðstoð til handa Grikkjum, af þeirri ástæðu að afskriftirnar sem knúnar hafa verið fram gegn eigendum grískra skulda hafa verið of litlar. Í þeim ríkjum öðrum innan evru- svæðisins sem glíma við kreppu hefur ekki tekist að koma á stöð- ugleika, vegna þess að Þýskaland – af ótta við pólitískt bakslag heima- fyrir – hefur skort kjark til að fall- ast á sameiginlega skuldaumgjörð með útgáfu skuldabréfa í evrum, jafnvel þótt nýtt hlutverk evrópsku fjármálastöðuleikastofnunarinnar (EFSF) feli í sér að níu tíundu hlutar þeirrar brautar hafi þegar verið ruddir.1. Enn og aftur hefur ekki tekist að auka traust and- spænis slagkrafti þessarar kreppu. En tapið sem einkafjárfestar hafa tekið á sig og fagnað hefur verið í Þýskalandi er síður mik- ilvægt og er aðeins ætlað þýskum almenningi og þingmönnum í sam- steypustjórn landsins; raunin er, þegar grannt er skoðað, að bankar og tryggingarfélög hafa skilað myndarlegum hagnaði. Tap þeirra verður minniháttar. Engu að síður var komist hjá hruni hins sameiginlega gjaldmiðils og Nicolas Sarkozy Frakklands- forseti hafði á réttu að standa þeg- ar hann fagnaði stofnun „Alþjóða- gjaldeyrissjóðs Evrópu“ sem raunverulegu afreki. En þetta djarfa skref hefur miklar pólitískar afleiðingar sem þarf að útskýra fyrir almenningi, vegna þess að skrefið sem stigið var í átt til stofn- unar slíks sjóðs – og með því til evrópskrar efnahagsstjórnar – jafngildir pólitískri byltingu innan ESB í þremur þáttum. Í fyrsta lagi hvað varðar mis- munandi samrunahraða Evrópu eftir tveimur brautum, sem hefur verið raunveruleiki síðan í fyrstu lotum stækkunar Evrópusam- bandsins. Mun sambandið nú skiptast í framvarðasveit (hóp evruríkja) og bakvarðasveit (hin í hópi aðildarríkjanna 27). Þessi formlega skipting mun breyta innra skipulagi ESB í grundvallar- atriðum. Undir regnhlíf stækkaðs Evrópusambands munu hinar gömlu brotalínur á milli evrópsks efnahagsbandalags sem leitt er af Þjóðverjum og Frökkum annars vegar og evrópsks fríverslunar- bandalags sem leitt er af Bretum og Norðurlöndum hins vegar koma fram á ný. Héðan í frá munu evru- ríkin ákvarða örlög ESB meira en nokkru sinni, vegna sameiginlegra hagsmuna. Í öðru lagi mun stökkið inn í gjaldeyrissjóð og sameiginlega stjórn efnahagsmála leiða til frek- ari og víðtækrar skerðingar á full- veldi aðildarríkjanna, í þágu evr- ópskrar lausnar á vettvangi sambandsins. Má til dæmis nefna að innan myntbandalagsins munu fjárlög einstakra aðildarríkja heyra undir evrópska eftirlitsstofnun. Að lokum leiðir af þessu að í framtíðinni munu Merkel og Sar- kozy, öðrum fremur, þurfa að berj- ast mun harðar en áður fyrir því að tryggja meirihluta á þingi. Nú er óvissan um þessa meirihluta meiri en nokkru sinni. Ef evran á að lifa af mun ósvikin sameining, með frekari tilfærslu á fullveldi til sameiginlegs evrópsks vettvangs, verða óhjákvæmileg. Þetta sögulega skref verður ekki stigið í gegnum bakdyr skriffinna, heldur aðeins fyrir opnum tjöldum lýðræðislegra stjórnmála. Frekari þróun Evrópusambandsins í átt til sambandsstjórnar knýr á um frek- ari lýðræðisvæðingu. Ef evrusvæðið á að verða var- anlegt þarf meirihluti borgaranna, sérstaklega í Þýskalandi og Frakk- landi, að fylkja sér að baki evrunni sem gjaldmiðli. Þetta er ekki við- fangsefni sem heyrir undir verk- svið sérfræðinga heldur snýst það að grunni til um stjórnmál og lýð- ræðið. Svo Bill Clinton sé umorð- aður: „Það er fullveldið, kjáninn þinn!“2. Þar af leiðandi þarf fyrsta skrefið að vera að tryggja að þjóð- þingin gegni veigamiklu hlutverki í þessu ferli. Í Þýskalandi hefur verið breið samstaða um Evrópusamband sem tryggir stöðugleika en ekki sam- band sem felur í sér tilfærslu á valdi eða skuldum. Þetta á sér- staklega við um kjósendahóp Mer- kel. Héðan í frá munu ríkisstjórnir þurfa að berjast fyrir þingmeiri- hlutum sem styðja evruna. Þetta er af hinu góða því aðeins þá mun nást áðreiðanleg lýðræðisleg sam- staða um framtíð Evrópu. Kanslari Þýskalands og Frakklandsforseti munu þurfa að kynna stefnu sína opinberlega og beita sér fyrir frek- ari sameiningu og fyrir hinum sam- eiginlega gjaldmiðli. Útkoman mun ákvarða örlög þeirra og framhaldið á stjórnmála- ferli þeirra. Hvort þeim takist þetta er alls óvíst, sé litið til við- horfa evrópsks almennings nú um stundir. En ef þeir reyna þetta ekki einu sinni er ósigur þeirra – og allrar Evrópu – næsta vís. 1. Hér er á ferð lausleg þýðing á European Financial Stability Facility en þar er á ferð stofnun sem sett var á legg í maí í fyrra í tengslum við neyðaraðstoð vegna skuldakreppunnar. 2. Frægt er slagorð Clintons í kosninga- baráttunni 1992: Það eru efnahagsmálin, kjáninn þinn!" en með því átti demókrat- inn við að staða efnahagsmála yf- irskyggði önnur mál sem þá voru efst á baugi. (Athugasemdir eru blaðsins.) Eftir Joschka Fischer »Ef evran á að lifa af mun ósvikin samein- ing, með frekari til- færslu á fullveldi til sameiginlegs evrópsks vettvangs, verða óhjá- kvæmileg. Joschka Fischer Höfundur var utanríkisráðherra og varakanslari Þýskalands á árunum 1998 til 2005. Þá var hann leiðtogi flokks græningja í hartnær 20 ár. ©Project Syndicate, 2011. www.project-syndicate.org Fullveldiskreppan í Evrópu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.