Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011 Litlatún í Garðabæ - verslunarkjarni í alfaraleið Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég yrði verulega óhress ef svona skemmdir kæmu fram á 30 ára gömlu húsi. Klæðningin á bygging- unni er illa skemmd,“ segir Björn Marteinsson, arkitekt og verkfræð- ingur, spurður um skemmdir á klæðningu Öskju, náttúrufræðahúss Háskóla Íslands í Vatnsmýri. Eins og þeir sem komið hafa að byggingunni nýlega geta vitnað um er hún víða illa ryðguð. Gæti hlaupið á tugum milljóna Ræðir þar annars vegar um hlið- ina sem snýr að flugvellinum til suð- urs og um hliðina sem snýr til vest- urs, eða í átt að aðalbyggingu Háskóla Íslands. Björn telur ljóst að viðgerð á húsinu verði dýr. „Það er tvennt sem kemur til greina; að festingar hafi ekki hentað klæðningarefnum og svo hitt að það sé galli í yfirborðshúðinni. Það er deilt um hvort er tilfellið,“ segir Björn sem telur aðspurður ljóst að kostnaðurinn hlaupi á milljónum, ef ekki tugum milljóna króna. Þarf að skipta um ysta lagið Guðmundur Kr. Guðmundsson arkitekt hannaði núverandi höfuð- stöðvar Seðlabanka Íslands. „Þetta er ysta lag kápunnar þann- ig að það verður að skipta um þetta efni,“ segir Guðmundur sem kveðst „hissa á því að það skuli ekki hafa verið gert“. „Annað hvort er hér á ferð röng efnismeðferð eða þá hitt að efnið sé gallað.“ Fram kemur á vef Háskóla Ís- lands að kostnaður við Öskju hafi numið 2.400 milljónum kr. þegar húsið var vígt í apríl 2004. Sé upp- hæðin framreiknuð er núvirðið 3.150 milljónir kr, samkvæmt útreikningi Seðlabanka Íslands. Guðmundur R. Jónsson, fram- kvæmdastjóri fjármála og reksturs hjá Háskóla Íslands, segir ekki ákveðið hvenær gert verði við húsið. Horft sé til vandaðrar viðgerðar sem kosti tugi milljóna króna, fremur en ódýrari lausnar sem vari skemur. Féð verði sótt í sjóð sem happdrætti HÍ stendur undir. Kostnaðurinn geti því hægt á öðrum framkvæmdum. Guðmundur segir jafnframt að unnið sé að tilraunum með viðgerðir og að deilt sé um ástæður ryðsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kominn tími á viðhald Suðurhluti Öskju er illa farinn af ryði. Deilt er um hvort skipta þurfi um klæðningu. Sjö ára og illa ryðguð  Klæðningin á suður- og vesturhluta Öskju, náttúrufræðahúss HÍ, er skemmd  Húsið var vígt árið 2004  Kostnaður var á fjórða milljarð króna á núvirði Dr. Maggi Jónsson arkitekt hannaði Öskjuna. Hann segir viðhaldið ekki vera í sínum verkahring. „Ég stjórna því ekki. Ég veit ekki hvenær til stendur að end- urmála húsið. Það er búið að rannsaka þetta heilmikið og þykir nú ljóst að vandamálið er málningin. Það þarf að endur- mála húsið. Hvenær það verður gert er hins óákveðið. Málningin tollir ekki á hluta af húsinu.“ – Þarf nýja klæðningu? „Nei. Það held ég ekki. Klæðningin er þykk og hún er ekki orðin svo tærð að grípa þurfi til þess. Eftir því sem ég best veit hefur hún ekki þynnst svo alvarlega. Ég hef þó ekki skoðað þetta nýlega.“ Má rekja til málningarinnar ARKITEKT RÆÐIR VANDANN Morgunblaðið/Árni Sæberg Illa farið Samskeyti á klæðn- ingu við glugga eru illa farin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.