Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011 ✝ Óskar Ágústs-son, íþrótta- kennari á Laugum í Suður- Þingeyj- arsýslu, fæddist 8. nóvember 1920. Hann lést 27. júlí 2011, á 91. aldurs- ári. Óskar fæddist að Brú í Stokkseyr- arhreppi en ólst upp í Sauðholti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Foreldrar Óskars voru Ágúst Jónsson, f. 5.8. 1877, bóndi í Sauðholti í Holtum í Rang- árvallasýslu, og k.h., María Jó- hannsdóttir, f. 9.3. 1880, hús- freyja. Bróðir Óskars á lífi er Sigurjón, fyrrv. deildarstjóri í Ríkisendurskoðun. Systkinin voru þrettán, en 11 komust á legg. Óskar kvæntist 18.9. 1948 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Elínu Friðriksdóttur, f. 8.8. 1923, hús- stjórnarkennara. Hún er dóttir Friðriks Kristjáns Hallgríms- sonar, f. 14.1. 1895, bónda að Sunnuhvoli í Blönduhlíð, og k.h., Unu H. Sigurðardóttur, f. 25.10. 1898, húsfreyju. Börn Óskars og Elínar eru: 1) Ágúst, maki Helga Sigurðardóttir, börn: a) Óskar Örn, maki Ásta Sigurðardóttir, synir; Ágúst Páll og Sigurður Orri, b) Silja Rán, maki Eggert Akerlie, synir Tómas Helgi og Einar Alex og c) Heiðar Reyr, maki Davíð Terrazas. 2) Her- mann, maki Karín M. Svein- björnsdóttir, börn: a) Árni Þór, maki, Hildur Elísabet Ingadóttir sinni Hótel Laugar fyrir skóla- nefnd Laugaskóla í fjörutíu sumur eða til ársloka 1989 og var póstmeistari á Laugum í tuttugu ár. Þá ráku þau hjónin verslun á Laugum frá árinu 1950 til ársins 1984. Einnig átti Óskar og rak Hótel Akureyri um tíma. Óskar tók þátt í margskonar félagsstarfsemi og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á starfsferlinum. Hann var stofnfélagi Lionsklúbbsins Nátt- fara. Þekktust er um tuttugu ára formennska hans í Héraðs- sambandi Suður-Þingeyinga, en auk hennar gegndi hann ýmsum öðrum félags- og trún- aðarstörfum, einkum á sviði íþrótta. Hann var fram- kvæmdastjóri 11. landsmóts UMFÍ á Laugum 1961, en fram- kvæmd þess varð fyrirmynd að framkvæmd síðari landsmóta, sat í varastjórn UMFÍ 1965-73, sat í ferðanefnd Félags eldri borgara í Reykjavík 1992 og í varastjórn félagsins um skeið. Óskar hlaut margar viðurkenn- ingar fyrir störf sín. Hann var sæmdur gullmerki Frjáls- íþróttasambands Íslands 1964, heiðursorðu Íþróttasambands Íslands 1970, starfsmerki Ung- mennafélags Íslands 1971, gull- merki UMFÍ 1976 og gullmerki Sundsambands Íslands 2010. Hann var gerður að heið- ursfélaga Íþróttasambands Ís- lands árið 1980. Þá var hann sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu 17. júní 1996 fyrir störf að íþrótta- og æsku- lýðsmálum. Útför Óskars Ágústssonar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 9. ágúst 2011, og hefst athöfnin kl. 13. dætur; Sóldís Lilja og Glódís Hera, b) Harpa Ýr, sonur hennar og Halldórs Víglundssonar; Víglundur Hinrik, c) Arnar Freyr og d) Sylvía Ósk. 3) Knútur, maki Guðný Jónsdóttur, dætur: a) Heiða Berglind, maki Ás- þór Sigurðsson börn; Arnór Breki, Eva Rut og Sara Dögg, b) Tinna Elín, maki Snorri Laxdal Karlsson, dætur; Heiðrún Sunna og Katrín Lára, c) Edda Rún, maki Ísleifur Örn Sigurðsson, dóttir; Guðný Magnea, d) Jana Katrín, maki Magnús Pálsson, dóttir; Aníta Líf. 4) Una María, maki Helgi Birgisson, börn: a) Eín Ósk, maki Kári Hólmar Ragnarsson, b) Birgir Ólafur og c) Diljá. Óskar stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni og við Íþróttakennaraskóla Íslands og hóf kennsluferil sinn aðeins 21 árs að aldri. Hann var einn fyrsti farandkennari UMFÍ og ÍSÍ, kenndi sem slíkur um þriggja ára skeið og hélt nám- skeið víða um land. Óskar ferð- aðist milli skóla landsins og kynnti sér kennsluhætti, svo og nýjungar í íþróttakennslu í Sön- derborg og Ollerup í Danmörku og lýðháskóla í Noregi og sótti fjölda námskeiða. Óskar á Laug- um var þjóðþekktur maður. Hann var íþróttakennari á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu frá 1944-1985, rak ásamt konu Það var um páskana 1983 sem ég hitti hann fyrst. Hann heilsaði með þéttingsföstu handtaki, en sagði fátt í byrjun. Hefur sjálf- sagt viljað hafa varann á sér gagnvart þessum unga manni sem kominn var í heimsókn með einkadótturina uppá arminn. Nafn Óskars verður órofa tengt Laugum, skólasetrinu sem var heimili hans og starfsvett- vangur í yfir 40 ár. Þar var fram- kvæmdamaðurinn og drifkraftur- inn Óskar Ágústsson allt í öllu. Hann var íþróttakennari, póst- og símstjóri, hótelstjóri, kaupmaður og óþreytandi í íþrótta- og fé- lagsstörfum. Hann ætlaði sér ekki það hlutskipti í lífinu að vera upptekinn við að gera ekki neitt. Árin á Laugum gerðu Óskar þingeyskari en flesta Þingeyinga. Hann var fæddur á Suðurlandi og alinn upp í bóndabæ á bökkum Bolafljóts, eins og hann jafnan nefndi jökulfljótið sem rennur lengri vegalengd en aðrar ár á Ís- landi. Fór ungur til náms í íþróttakennaraskólann á Laugar- vatni. Hann sagði sjálfur svo frá að snemma hafi komið í ljós að bóndi yrði hann aldrei „því ég þekkti ekki sauðkind frá hundi“. Óskar var kraftmikill og mynd- arlegur maður. Hann var gaman- samur og ágætur hagyrðingur. Það geislaði ákveðin glettni frá augum hans. Það var gaman að eiga við hann samskipti. Hann var gefandi persóna sem ruglaði ekki skammdeginu saman við eigið geðslag. Með okkur Óskari tókst fljót- lega ævarandi vinskapur, sem aldrei bar skugga á. Í fjögur sum- ur var ég tengdaföður mínum til aðstoðar við rekstur sumarhótels á Laugum. Þar var Óskar í essinu sínu, fyrstur á fætur á morgnana og síðastur í háttinn á kvöldin. Það gat mikið gengið á þegar taka þurfti á móti tugum ferðamanna, sem flesta dreif að á sama tíma rétt fyrir kvöldmat. Eins og gefur að skilja komu upp ýmis vanda- mál, sem í huga Óskars voru að- eins til að leysa. Það gat reynt á þolrifin þegar ferðamenn streymdu á skrifstofu hótelstjóra með á stundum hin undarlegustu erindi. Þjóðverji leitaði til hótel- stjóra síðla kvölds og kvartaði sáran undan suði hitaveitunnar, sem hann sagði ræna sig svefni. Óskar kunni gott ráð við því, sagði manninum að fá sér góðan göngutúr og myndi hann þá sofa eins og ungbarn. Oft var stutt í spaugið hjá hótelstjóranum. Mér er enn minnisstætt er önugur ís- lenskur ferðamaður kvartaði und- an sænginni sinni og heimtaði nýja. Óskar sagði sjálfsagt að verða við þeirri beiðni, sótti nýja og rétti manninum með þessum orðum: „Tak sæng þína og gakk.“ Í annað sinn beiddust hávaxinn karlmaður og kona hans gisting- ar. Óskar leit kankvís á þau og sagðist ekki vera viss um hvort hann gæti hjálpað þeim. „Her- bergi á ég, en ef þið eigið að nota það þarf ég annaðhvort að minnka manninn eða stækka rúmið.“ Gistinguna fengu þau. Með Óskari er genginn glæsi- legur frömuður íþrótta- og ung- mennastarfs á Íslandi. Hann fékk rúma níu áratugi til að setja mark sitt á þennan heim og nýtti þann tíma vel. Hann var gæfumaður í einkalífi og starfi og naut þess að vera fílhraustur nánast ævina alla. Það var aðeins undir það síð- asta sem ellin náði tökum á hon- um. Hann lokaði hringnum sadd- ur lífdaga. Helgi Birgisson. Fyrir afa. Ég veit að yfir okkur ríkir sorg, við höfum misst afa okkar, pabba, eiginmann og vin. En afi mundi vilja að við vissum að hann er á góðum stað. Horfir á okkur öll og lætur brosið ljóma, hann er stolt- ur, eins stoltur og hægt er að vera.Yfir því að hafa alið upp svona fallega og góða fjölskyldu. Er ég hugsa til baka verð ég að segja að ég finn fyrir heppni og forréttindum yfir að hafa þekkt afa fram að þessum degi. Í lífi mínu hefur hann spilað sérstakt og mikilvægt hlutverk. Og minn- ingarnar mun ég geyma sem fjár- sjóð í hjarta mínu. Nú hefur himinninn tekið á móti öðrum engli. Kvöldið fengið nýja stjörnu. Líf þitt er orðið að elskandi minningu. Þú munt alltaf lifa í hjarta mínu, elsku Óskar afi. Þitt barnabarn, Diljá Helgadóttir. Ég, Elín Ósk, dótturdóttir El- ínar og Óskars á Laugum, átti yndislegan afa og á yndislega ömmu sem ég heiti eftir. Leiðin frá Víðimel að Kvisthaga var ekki löng og eyddi ég löngum stundum hjá afa og ömmu á veturna á Kvisthaganum og á Laugum fjöl- mörg sumur. Ég komst upp með næstum hvað sem er hjá afa. Það gekk svo langt á köflum að þegar keyrt var framhjá ísbúð og ég hrópaði „afi ís, afi ís!“ var stoppað og ís keypt- ur handa litlu dömunni. Ég brosti alltaf mínu breiðasta þegar ég fékk mitt fram og sagði öllum sem vildu vita að afi minn og amma hefðu gefið mér ís. „Amma kaupa – afi borga“ var það sem fólk fékk að heyra. Afi og amma umvöfðu mig ást sinni. Afi minn kenndi mér að synda þegar ég var fjögurra ára og ég tók þá fyrsta stig í sundi enda átti ég ekki í vandræðum með að synda laugina í Lauga- skóla enda á milli. Afi kom í afmælið mitt nokkur ár í röð í afrískum kufli og hélt uppi skemmtidagskrá sem sam- anstóð af íþróttaæfingum og töfrabrögðum fyrir mig og aðra afmælisgesti. Afi kenndi mér fimleikaæfing- ar og tók á móti mér í kraftstökki uppi í sumarbústað hvernig sem viðraði. Afi keypti handa mér fyrstu gaddaskóna mína í einni af ótal ferðum okkar saman í Kolaportið. Þeir voru notaðir, smellpössuðu og kostuðu þrjú hundruð krónur. Í Volvónum hans afa var kas- setta með sjómannalögum sem við hlustuðum á saman og get ég ennþá sungið hana frá upphafi til enda. Afi minn kemur í brúðkaupið mitt í haust. Hann kemur ekki holdi klæddur en hann kemur samt. Þetta veit ég því hann sagði mér það. Takk fyrir mig, elsku Óskar afi minn. Elín Ósk Helgadóttir. Rúmlega 90 ára lífsgöngu er lokið. Lífsgöngu sem geymir ótrúlega margþætta sögu um manninn Óskar Ágústsson, sem allt í senn var íþróttakennari, hót- elstjóri, verslunarmaður, póst- meistari og leiðtogi Héraðssam- bands S-Þingeyinga. Óskar hafði fljótt metnað til þess að verða sjálfstæður andlega og efnalega. Vinna gagn, vera virtur og verða treyst í orði og verki. Hann naut þess að vaxa með störfum sínum en það gera þeir einir sem krefjast mikils af sjálfum sér. Eftir tveggja ára starf sem íþróttakennari á vegum UMFÍ og ÍSÍ réðst hann kennari að Hér- aðsskólanum að Laugum í S- Þingeyjarsýslu, sem hann starf- aði við allt til ársins 1985 er hann flutti til Reykjavíkur. Hann lét ekki af hótelrekstrinum fyrr en 1989 og hafði þá starfað við sum- arhótelið í 40 ár. Undirritaður á margar minn- ingar og allar góðar frá því ég dvaldi tvö yndisleg sumur við þjálfunarstörf með æskublóma héraðsins. Þetta voru landsmóts- árin 1978 og 1981. Aldrei sá ég Óskar kátari en þegar Hótel Laugar var yfirfullt af gestum og varð þá stundum að fá inni fyrir gesti á flestum bæj- um í Reykjadal, en þá var dýrðin mest. Hraðboðar sendir að sækja stórlúðu á Húsavík eða nýveiddan lax úr Laxá. Þá gátu kvöldin og næturnar orðið langar að minnast góðra daga HSÞ í starfi og leik, mætra manna og hagyrðinga. Fara með stökur og kvæði – mis- jafnlega alvarlegan kveðskap. Og ekki dapraðist kvöldstundin þeg- ar Ingólfur, málari, harmonikku- leikari og hagyrðingur, lét út öll sín spil í næturkyrrðinni. Seint á ágústkveldi 1985 heim- sótti ég Óskar síðast að Laugum. Þetta kvöld var stund milli stríða og ókum við upp í Mývatnssveit. Við áðum á hlaði Skútustaðaskóla og horfðum yfir gervigígana út til Mývatns, sáum til Hverfjalls og Lúdents. Við héldum að Kálfa- strandarvogi og litum Kálfa- strandarstrípa og Höfða allt til Háeyjar, sem reis úr vatninu, í gullnum roða kvöldsólarinnar. Kvöldstund í kyrrð sem aldrei gleymist. Þögnin réð. Óskar var að kveðja dýrð sveitarinnar sem hann hafði unnað og mannlíf sem hann hafði dáð. Hann myndi ekki sjá sólina skína í Reykjadal eða Reykjadalsá og skyldi eitthvað koma í stað Kinnarfjalla við Skjálfanda bökuð rauðgylltri mið- nætursól. Ekki veit ég hvort hann hefur komið hugmynd sinni á framfæri áður en kallið kom en hann hafði sagt mér að grafskrift sín yrði: – Hér hvílir Óskar Ágústsson sár- nauðugur. Á kveðjustundu sendum við hjónin og dætur okkar Halla og Halldís alúðar samúðarkveðjur til Elínar og afkomenda. Höskuldur Goði Karlsson. Fyrsta innisundlaug landsins varð til á Laugum í Reykjadal. Hún var eins og höll í huga okkar smátelpnanna þegar við mættum á laugarbakkann til að hefja sundnám á vordögum 1945. Vel að merkja var laugin aðeins 11 metra löng. Ungi kennarinn, Ósk- ar Ágústsson, var kóngurinn í höllinni. Brosmildur og vingjarn- legur tók hann á móti litla fólkinu, sem með kvíðablandinni tilhlökk- un var að stíga sín fyrstu spor á menntabrautinni. Ekki þarf að orðlengja að strax á fyrsta sund- námskeiðinu urðum við syndar og höfum varla stoppað síðan. Sund- kennsla Óskars og síðar þjálfun hefur setið hvað best í okkur af því námsefni sem við tókumst á við í skólanum heima á Laugum. Besta veganesti sem hægt er að óska sér. Óskar náði einstaklega góðum árangri í starfi sínu sem íþrótta- kennari. Honum tókst að halda góðum aga og vekja metnað nem- enda sinna. Varla er ofmælt að þúsundir eiga honum gott eitt að þakka, en hann starfaði á Laug- um um 40 ára skeið. Hver var galdurinn? Líklega hæfileikar til að umgangast ungt fólk, áhugi á starfinu og þolinmæði. Óskar var þessum kostum búinn. Hann kom með ferskan andblæ í sveitina, var glaðsinna og athafnasamur, vakti forvitni og umtal, en það var góðviljað. Auk íþróttakennslunn- ar starfaði Óskar fyrir Héraðs- samband Suður-Þingeyinga, kenndi á sundnámskeiðum á vor- in fyrir börn sýslunnar, rak hótel fyrir Laugaskóla á sumrin, var póstmeistari mörg ár og rak verslun um nokkurra ára skeið. Alltaf störfum hlaðinn. Margir leituðu liðsinnis hans og var vel tekið. Óskar og fjölskylda hans gegndu mikilvægu hlutverki á Laugum og sveitungarnir kunnu vel að meta þeirra framlag til samfélagsins. Okkur er ofarlega í huga vel- vild hans og tillitssemi við móður okkar sem starfaði við skólasam- félagið á Laugum. Við minnumst Óskars með hlýhug og þökk fyrir samfylgdina. Fjölskyldu hans vottum við samúð. Svanhildur og Kristín Halldórsdætur. Kveðja frá Íþrótta- og ól- ympíusambandi Íslands Óskar Ágústsson helgaði líf sitt ungur íþrótta- og æskulýðsstarfi. Hann fór ungur til náms að Laug- arvatni, fyrst við Héraðsskólann en síðan við Íþróttakennaraskól- ann þar sem hann lauk íþrótta- kennaraprófi árið 1941. Hann starfaði sem íþróttakennari á Laugum í yfir 40 ár, var í stjórn Héraðssambands Suður-Þingey- inga (HSÞ) í um 28 ár og þar af formaður í 20 ár. Óskar var áhugamaður um íþróttir og stóð ötullega að íþróttastarfi hvar sem hann kom. Þá gegndi hann ýms- um trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna. Íþróttahreyfingin hefur átt því láni að fagna að eiga slíka forystu- menn sem vinna mikið og óeig- ingjarnt starf til að búa í haginn fyrir ungt íþróttafólk. Árið 1970 var Óskar sæmdur heiðursorðu Íþróttasambandsins og tíu árum síðar var hann gerður að heiðurs- félaga ÍSÍ en það er æðsta heið- ursviðurkenning Íþrótta- og ól- ympíusambands Íslands. Sem heiðursfélagi ÍSÍ stóð Óskar við bakið á starfsemi ÍSÍ og var ötull að mæta á viðburði sem hann var boðaður til. Íþrótta- og ólympíu- samband Íslands hefur misst góð- an liðsmann. Stjórn og starfsfólk ÍSÍ sendir fjölskyldu þessa heiðursmanns innilegustu samúðarkveðjur. Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ. Óskar Ágústsson ✝ Systir okkar, HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR lögfræðingur, Flyðrugranda 8, Reykjavík, lést 5. ágúst á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Hulda Pétursdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Ólafur Jens Sigurðsson, Ingibjörg S. Kolbeins. ✝ Okkar ástæra eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, og langamma, KRISTÍN REGINBALDURSDÓTTIR, Heiði, Skagafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, mánudaginn 1. ágúst. Útför hennar fer fram föstudaginn 12. ágúst kl. 14.00 í Sauðárkrókskirkju. Agnar Búi Agnarsson, Regína Bjarnveig Agnarsdóttir, Páll Ingi Pálsson, Agnar Búi Agnarsson, Heba Sóley Agnarsdóttir, John Robert Fels, Eygló Rós Agnarsdóttir, Valdís Fjölnisdóttir, Sæunn Kristín Jakobsdóttir, Birgir Smári Sigurðsson. Aron Frosti Birgisson. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma RAGNHILDUR RICHTER, Bústaðavegi 79, lést föstudaginn 5. ágúst á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. ágúst kl. 11.00. Kristján, Þórdís, Ingibjörg, Ragnhildur, María Richter og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir, amma, langamma og langa- langamma, JÓRUNN ANDRÉSDÓTTIR, (Lóa í Hellukoti), andaðist laugardaginn 6. ágúst á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi Stokkseyri. Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugar- daginn 13. ágúst kl. 11.00. Ester Þorsteinsdóttir, Jónína S. Jónsdóttir, Lóa Björk Hallsdóttir, Einar Þór Einarsson, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.