Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það hefur gengið ákaflega vel að taka á móti skemmtiferðaskipum í sumar. Reyndar þurfti eitt skip að aflýsa komu sinni í vikunni vegna þess að það lenti í slæmu veðri á Grænlandssundi. Nú stefnir í að 31 skip komi hér til hafnar í sumar og með þeim komi um 21.400 farþegar,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri í Ísafjarðarbæ, um fjölgun skemmtiferðaskipa. Gott fyrir rekstur hafnarinnar Hann segir skipin góða búbót. „Við áætlum að tekjur hafnarinn- ar vegna komu skemmtiferðaskipa í sumar verði á bilinu 32 til 34 millj- ónir. Það er aukning frá fyrra ári. Í fyrrasumar voru tekjur af skemmti- ferðaskipum á milli 30 og 31 milljón króna og voru þá um fjórðungur af 120 milljóna árstekjum hafnarinnar. Þetta fór að taka verulega við sér fyrir fimm til sex árum. Árið 2003 komu hingað 10 skip. Þetta hefur því þrefaldast á tæpum áratug.“ Stærri skip og fleiri farþegar Aðspurður um útlitið framundan kveðst hann fullur bjartsýni. „Forbókanir fyrir næsta ár ganga mjög vel. Heildarstærð skipa sem koma í ár er um 800.000 brúttótonn. Talan fyrir næsta ár er hins vegar þegar komin yfir milljón og gæti heildartalan farið í 33 skip. Svo er það hitt að skipin eru alltaf að stækka. Farþegum fjölgar því hrað- ar en fjölgun skipa segir til um. Því má búast við að eftir fjögur eða fimm ár verðum við komin í 40.000 farþega. Þá er gaman að segja frá því að fyrirtækið Aída- Cruises hefur bókað þrjár komur ár- ið 2013. Þeir hafa aldrei komið hingað áður. Það lít- ur út fyrir að hing- að komi hátt í 5.000 manns í þessum þremur komum,“ segir Guð- mundur og lýsir ánægju sinni með þróunina. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir tölur frá fyrri helmingi ársins sýna að fleiri hafi flutt til Ísafjarðar en frá bænum, þvert á þróunina á Vestfjörðum. „Við erum í mikilli vörn en höfum tækifæri til að snúa vörn í sókn,“ segir bæjarstjórinn sem fagnar fjölgun skemmtiferðaskipa. Sýnir réttmæti vegabóta „Skemmtiferðaskipum hefur fjölgað og ferðaþjónustan náð frá- bærum árangri. Það hefur sýnt sig að það er beint samhengi á milli ferðamanna og vegsamgangna. Tjaldstæðin hafa verið þétt setin eft- ir að leiðin var malbikuð til okkar alla leið frá höfuðborginni. Íslensk- um ferðamönnum fjölgar hratt. Maður er stöðugt að hitta fólk sem segist aldrei hafa komið hingað áður. Þessi þróun undirstrikar að það þarf að ráðast í gerð Dýrafjarðarganga. Ferðaskrifstofurnar eru að óbreyttu ekki spenntar fyrir því að fara suðurhluta Vestfjarða á rútum.“ Fyllir bæinn af fólki  Ísfirðingar njóta góðs af stöðugri fjölgun skemmtiferðaskipa  Stefnir í að 40.000 manns komi með skipunum sumar hvert  Skapar dýrmætar tekjur Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Fögur fley Skemmtiferðaskiptið MV. Marina (stærra skipið fjær) og Le Boreal liggja samtímis við Ísafjarðarhöfn í sumar. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011 KEMUR Þ ÉR Á ÓVART! fyrst og fremst ódýrt Mál á hendur 25 ára gömlum karlmanni sem ákærður er fyrir að verða unnustu sinni og barns- móður að bana í maí sl. verður þingfest í Hér- aðsdómi Reykja- ness eftir hádegi í dag. Maðurinn ók með konuna, sem var á 21. aldursári, upp í Heiðmörk þar sem hann réðst á hana og veitti áverka sem leiddu til dauða hennar. Í kjölfarið ók hann með hana að Landspítalanum í Fossvogi og gaf sig fram. Maðurinn er vistaður á rétt- argeðdeildinni á Sogni og hefur verið úrskurðaður ósakhæfur af geðlæknum. Endanleg ákvörðun um sakhæfi hans er hins vegar í höndum dómara. Greint var frá því í fjölmiðlum í gær, að ákæruvaldið mundi fara fram á að þinghald yrði lokað, til hlífðar þeim sem málið varðar. andri@mbl.is Þingfesting í mann- drápsmáli í dag Skottið Maðurinn ók að Landspítala. Betur fór en á horfðist þegar ung kona velti bíl sínum við Baldurs- heimsveg í Mývatnssveit í gærmorg- un. Konan sem var ein í bílnum slapp með minniháttar meiðsli en bifreiðin er talin ónýt. Hún var engu að síður flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu er talið að konan hafi sofnað undir stýri með fyrrgreindum afleið- ingum. Hún var í bílbelti sem hefur að öllum líkindum skipt sköpum. Sofnaði undir stýri og velti bíl sínum Þrettán öku- menn voru teknir fyrir að aka und- ir áhrifum fíkni- efna á höfuð- borgarsvæðinu um helgina. Þá voru sjö öku- menn teknir fyr- ir ölvunarakstur. Tíu þeirra sem reyndust undir áhrifum vímuefna voru stöðvaðir í Reykjavík og þrír í Kópavogi. Um var að ræða ellefu karla á aldrinum 17-32 ára og tvær konur á þrítugs- aldri. Sjö þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Fjórir ölvuðu ökumannanna voru karlar á aldrinum 17-48 ára og þrjár konur, 20-63 ára. Tuttugu undir áhrif- um í umferðinni „Með fleiri skipum koma fleiri vinnudagar. Þetta hefur verið að aukast jafnt og þétt á síðustu ár- um. Við tökum á móti farþegum og förum með þá í bátsferðir, annars vegar inn í Vigur og hins vegar inn á Hesteyri. Svo förum við í rútuferðir um svæðið og komum m.a. við á Bolungarvík og Flateyri,“ segir Birta Jón- asdóttir, starfsmaður hjá Vest- urferðum, um sumarvertíðina. „Hér er bullandi uppgangur í ferðaþjónustu. Júní var þó rólegur. Hann var kaldur. Það hefur hins vegar verið brjálað að gera í júlí og fullt í all- ar ferðir.“ Mikil uppgrip FULLT Í ALLAR FERÐIR Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is „Ef við eigum að fara að bera ábyrgð á sköttum einstaklinga þá er ljóst að við getum ekki tekið að okkur þann- ig vinnu,“ segir Guðmundur Kjart- ansson, áhættu- og gæðastjóri hjá endurskoðunar- og ráðgjafarfyr- irtækinu Deloitte. Forsvarsmenn fé- lagsins eru ósáttir við vinnubrögð dómsvaldsins í nýlegu máli þar sem forsvarsmenn félaga voru sýknaðir af skattalagabrotum á grundvelli þess að þeir hefðu leitað sér að- stoðar hjá fagaaðila, Deloitte. Fjallað var um málið í föstudags- blaði Morgunblaðsins 5. ágúst sl. Komu ekki að málinu „Mér finnst þetta furðulegt mál. Þetta er líka spurning um vinnu- brögð. Við höfnum því að við höfum gert mistök í þessu máli og okkur finnst orðspor hafa skaðast að vissu leyti af málinu. Við tókum aldrei ákvörðun fyrir þessa aðila. Þeir komu með þetta tilbúið og við sett- um þetta í formið. Við aðstoðuðum einungis við framtalsgerð á grund- velli þeirra gagna sem við fengum frá þeim. Við skrifuðum ekki einu sinni undir ársreikninginn, segir Guðmundur. „Við vorum ekki leidd sem vitni í málinu eða neitt slíkt.“ Ábyrgðin ekki fagaðilans Guðmundur telur að sumir hafi túlkað dóminn þannig að forsvars- menn félaga geti yfirfært ábyrgðina yfir á þann fagaðila er þeir fela að sjá um skattskil sín. Það sé hins veg- ar í ósamræmi við skattalögin því þá geti aðilar fríað sig ábyrgð með því að fara til fagaðila. Vinna fagaðilans byggist á þeim gögnum sem hann fái frá umbjóðanda sínum. Umbjóðand- inn beri því sjálfur endanlega ábyrgð á sínum skattskilum líkt og lög gera ráð fyrir. Deloitte ósátt við vinnubrögð dómsvaldsins í dómsmáli  Hafna því að hafa gert mistök  Ábyrgðin ekki þeirra Ekki fordæmisgefandi » Þar sem Deloitte var ekki aðili að málinu hafði félagið ekki færi á að áfrýja dómnum en frestur til áfrýjunar rann út þann 27. júlí sl. » Ákæruvaldið hefur ekki áfrýjað dómnum til Hæsta- réttar en hefði það verið gert hefði fengist skorið úr for- dæmisgildi hans. Læknishúsið á Hesteyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.