Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 11
kvætt við að ganga inn á milli er að þeir byrja á að hlaupa marga kíló- metra, verða svo alveg uppgefnir og neyðast til að ganga og ganga þá jafnvel í langan tíma. Þá dettur nið- ur öll orka og allur taktur og það verður erfitt að koma sér af stað aftur í hlaup. En ef menn byrja strax í upphafi hlaups að ganga er sagan önnur. Þá er gott að halda aftur af sér með því að hlaupa í 2-3 mínútur og labba svo í mínútu. Mínúta líður hjá á engum tíma og tel- ur lítið í heildartím- anum. Sparnaður í orkunni er samt mikill og þá er frekar hægt að hlaupa alla leið í mark eftir 6-7 km af hlaupi og göngu til skipt- is.“ Teygjur og mataræði Auk þess að taka hlaupið rólega segir Torfi mikilvægt að óvanir hlauparar teygi vel. „Teygj- ur ganga út á að slaka á vöðvum sem eru spenntir á æfingu. Það er mjög gott að teygja og fara í heitt bað, gufu eða í heitan pott. Hlaup- arar eru þá fljótari að ná sér eftir hlaup. Það er ekki sniðugt að gera miklar breytingar á mataræði stuttu fyrir hlaup, það er betra að halda sig við það sem líkaminn er vanur. Á hlaupadaginn mæli ég ekki með að menn séu að borða mikið styttra en 2-3 tímum fyrir hlaup. Það er líka gott að vakna snemma því líkaminn er þá betur vakandi þegar kemur að hlaupi.“ Spurður hvort allir geti hlaup- ið jánkar Torfi því. „Ef veikindi eða annað setja ekki strik í reikninginn. Það eru aðallega þeir sem hafa ekki stundað íþróttir sem börn og ung- lingar sem þurfa að fara sér- staklega varlega af stað. Þeir sem hafa ekki verið að stunda neinar íþróttir eða hreyfingu verða að reikna með að það taki alveg tvo mánuði fyrir liði og liðamót að taka við sér. En ef menn hafa alltaf ver- ið að hreyfa sig t.d. ganga reglu- lega komast þeir hraðar inn í hlaupið.“ Hvetjandi að fara eftir kerfi Auk þess að þjálfa óvana eru líka æfingar fyrir lengra komna hjá Íslandsbanka. „Við erum núna að trappa lengra komna niður. Þeir eru búnir að hlaupa sín stærstu hlaup þremur vikum fyrir Reykjavíkurmaraþonið og eiga að trappa sig niður fram að keppn- isdegi – spara orkuna,“ segir Torfi. Á æfingum fyrir lengra komna er stuðst við æfingakerfi frá Paul Tergat, fyrrverandi heimsmethafa í hálfu og heilu maraþoni. Torfi segir gott að fylgja svona kerfum við þjálfunina. „Það skiptir ekki öllu máli hvaða kerfi er fylgt. En það skiptir máli að gera eitthvað sem er heildrænt svo öll hlaupin miði að ákveðnu marki. Það er samt allt í lagi öðru hvoru að brjóta upp rút- ínuna svo maður verði ekki of mikið vélmenni. Það er hvetjandi að fara eftir svona kerfi. Þegar anað er út í æfingar eftir innblæstri er hættan á að maður verði óþarflega góður við sjálfan sig.“ Vettvangur fyrir óvana Torfa finnst mjög gefandi að þjálfa óvana skokkara. „Það er aðalmarkmiðið okkar og í ár höfum við lagt enn meiri áherslu á að ná til algjörra byrjenda. Það er mik- ilvægt fyrir þá að fá að kynnast þessu á eigin forsendum – að fara ekki inn í hópa þar sem er farið geyst af stað. Það vantar kannski fleiri hópa sem eru sniðnir að byrj- endum. Við sem sáum um hlaupa- hópa Íslandsbanka í fyrra stofn- uðum einn byrjendahóp síðasta haust, í samstarfi við heilsubúðina Góð heilsa. Við reiknum með að bjóða upp á slíkan byrjendahóp aft- ur í vetur. Byrjendum finnst óþægilegt að vera í kringum vana hlaupara og þarna erum við að búa til vettvang fyrir þá,“ segir Torfi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjálfari Torfi segir nauðsynlegt að óvanir hlauparar fari rólega af stað. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011 Jökulsárshlaupið fór fram í áttunda sinn á laugardaginn. Boðið var upp á þrjár hlaupaleiðir, 32,7 km frá Detti- fossi í Ásbyrgi; 21,2 km frá Hólma- tungum í Ásbyrgi og 13 km frá Hljóðaklettum í Ásbyrgi. Að sögn Þórs Gíslasonar, verk- efnastjóra Jökulsárhlaupsins 2011, gekk hlaupið vonum framar í ár. „Við höfðum áhyggjur af veðurspánni framan af vikunni. Hinsvegar kom í ljós að þetta var alveg úrvals hlaupaveður. Það voru tvö braut- armet sett, annarsvegar kom nýr tími í karlaflokki í 32,7 km, og svo kom líka nýr tími í karlaflokki í 13 km,“ segir Þór. „Það voru 281 sem hlupu. Stærsti hópurinn, um 130 manns, hljóp stystu vegalengdina, en svo var þetta jafnt á hinar vegalengdirnar, um 80 á hvora leið. Það voru ívið færri sem komu en höfðu skráð sig og við skrifum það aðallega á veðr- ið. En öll framkvæmd gekk stórvel.“ Ný brautarmet eru slegin nánast á hverju ári og segir Þór það ánægju- legt. „Hlaupið er orðið þekktara og hlauparar sem leggja sig fram í þessum hlaupum á landinu taka orð- ið þátt. Svo er það þannig að þegar hlaupari hefur einu sinni komið í Jökulsárshlaupið þá kemur hann aft- ur, enda um einstaklega fjölbreytta og krefjandi hlaupaleið að ræða.“ Jökulsárshlaupið verður vinsælla með hverju árinu en Þór segir ákveðin stærðarmörk vera á því. „Það munu ekki fleiri en 350 geta tekið þátt á meðan aðstæður eru eins og þær eru. Þetta er allt mjög háð flutningi á mannskap þarna uppeftir og hlaupastígarnir eru mjóir og þola bara ákveðið álag. En við er- um afskaplega ánægð með hvernig þetta hefur þróast undanfarin ár og hvað það er stór hópur sem kemur aftur og aftur,“ segir Þór. Úrslit 32,7 km karlar 1. Þorbergur Ingi Jónsson 2:05:30 2. Friðleifur Friðleifsson 2:17:35 3. Birgir Sævarsson 2:23:32 32, 7 km konur 1. Ásdís Kristjánsdóttir 2:48:50 2. Rakel Heiðmarsdóttir 3:18:39 3. Bryndís Óladóttir 3:21:15 21,2 km karlar 1. Tómas Zoëga 1:31:59 2. Björn Traustason 1:39:41 3. Reimar Marteinsson 1:40:04 21,2 km konur 1. Hólmfríður V. Svavarsd. 1:50:00 2. Júlíana Jónsdóttir 1:56:05 3. Guðrún Arngrímsdóttir 1:57:06 13 km karlar 1. Snæþór Aðalsteinsson 0:58:35 2. Reynir Zoëga 0:59:59 3. Sævar Helgason 1:00:08 13 km konur 1. Sonja Sif Jóhannsdóttir 1:06:05 2. Helga Halldórsdóttir 1:09:28 3. Erna S. Hannesdóttir 1:12:27 ingveldur@mbl.is Hlaup Ljósmynd/Ari Páll Pálsson Jökulsárhlaup Fór fram í áttunda skipti sl. laugardag og var þátttaka góð. Tvö brautarmet slegin íJökulsárshlaupinu Sigur Gott að komast í mark. SKRÁNING Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslands- banka stendur til kl. 16 miðvikudaginn 17. ágúst. Síðastliðinn föstudag höfðu meira en þrjú þúsund hlauparar skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu. Flestir eru skráðir í 10 km hlaupið eða 1.391 og næst flestir í hálft maraþon eð 941. Skráð- ir erlendir þátttakendur eru 889 sem er 49% fleiri en á sama tíma í fyrra. Skráning fer fram á vefsíðunni www.marathon.is. Flestir hlaupa tíu kílómetra Pólarolía góð fyrir líkamann Í nýlegri doktorsrannsókn Linn Anne Bjelland Brunborg kom í ljós að selolía, sem var gefin í gegnum sondu beint niður í skeifugörn, linar liðverki, dregur úr liðbólgum og hefur að auki jákvæð áhrif á þarmabólgu. Fæða áVesturlöndum inniheldur hlutfallslega mikið magn af omega 6 fitusýrum í samanburði við omega 3 fitusýrur. Þetta getur orsakað ójafnvægi í líkamanum, sem að einhverju leyti getur útskýrt af hverju margt fólk þjáist af offitu og ýmsum lífsstílstengdum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og krabbameini. Besta leiðin til að greiða úr þessu ójafnvægi er að auka neyslu á sjávar- fangi sem almennt er auðugt af lang- keðju omega fitusýru og samtímis að minnka neyslu á matvörum sem eru ríkar af omega fitusýrum. Þarmabólga og liðverkir Rannsókn Brunborgs á selkjöti bendir til að það sé bæði holl og örugg fæða. Selspikið er mjög ríkt af langkeðju omega fitusýrum sem hefur áhrif á staðbundin hormón, sem meðal annars eru mikilvæg fyrir bólguviðbrögð líkamans.Virkni sel- olíunnar á bólguviðbrögð var prófuð í klínískri tilraun á sjúklingum með liðverki og IBD. IBD-sjúklingar hafa oft minnkandi starfsgetu og lífsgæði vegan sjúkdómsins og möguleikar á lækningu eru litlir. Lyf sem draga úr liðverkjum geta gert þarmabólguna verri. Brunborg sýndi með tilraunum að selolía, sem var gefin í gegnum sondu, linar liðbólgur, liðverki og hefur að auki jákvæð áhrif á þarmabólgu. Að neyta nægilegs sjávarfangs með omega fitusýrum getur haft fyrirbyggjandi áhrif þegar um þróun sjúkdóma eins og IBD og annarra bólgusjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma er að ræða. Selolía fæst í öllum helstu apótekum og heilsu- búðum og ber nafnið Polarolje. A U G L Ý S I N G Linar verki og minnkar bólgur Polarolje Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Minn læknir mælir með Polarolíunni, en þinn ? Selolía, einstök olía Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Polarolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð Nú líka í hylkjum Nýtt! na

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.