Morgunblaðið - 09.08.2011, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.08.2011, Qupperneq 29
Miðasala á tónleika Gustavos Dudamels og Gautaborgar- sinfóníunnar 18. september í Eldborg hefst á hádegi í dag. Stjórnandinn Gustavo Duda- mel er aðeins þrítugur að aldri en á litríkan og merkan feril að baki. Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar verður fyrsta gestahljómsveitin til að sækja Hörpu heim. Á efnisskrá tónleikanna er meðal annars frumflutningur verksins Tiger Touch eftir Karin Rehnqvist, Sinfónía nr. 6 eftir Tchaikovsky og Klarinettukonsert eftir Mozart. Einleikari er Martin Fröst. Tónlist Miðasala á Duda- mel hefst í dag Gustavo Dudamel MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011 Eins og ef Eric Clap- ton væri með gítar- námskeið 30 » Á fimmtudaginn halda þær Agnes Tanja Þorsteinsdóttir sópran og Agnes Löve píanóleikari tónleika í Selinu á Stokkalæk. Þær flytja tón- list eftir íslenska og erlenda höf- unda af ýmsu tagi: ljóðatónlist og aríur m.a. eftir Brahms, Schubert, Schumann og Hugo Wolf, Mozart, Puccini og fleiri. Agnes Tanja stundaði söngnám hjá Angelicu Vogel á haustdögum 2009 í München. Þá hefur hún sótt tíma hjá Dunja Vejzovic, prófessor í Stuttgart, og hjá þeim Anton Steingruber og David Bartleet sem eru mörgum Íslendingum að góðu kunnir. Agnes var síðastliðinn vetur gestanemandi við tónlistarháskól- ann í Vín og var kennari hennar þar Anton Scharinger prófessor. Í vor stóðst Agnes inntökupróf í háskól- ann og verður nemandi þar næstu árin en af 180 umsækjendum kom- ust aðeins 10 inn. Agnes hefur kom- ið fram á ýmsum tónleikum, m.a. sungið Stabat Mater eftir Pergolesi í Vídalínskirkju og á Hólum í Hjaltadal. Agnes Löve á að baki glæsilegan feril. Hún gegndi starfi tónlistar- stjóra Þjóðleikhússins á árunum 1982-1992 og er nú skólastjóri Tón- listarskóla Garðabæjar. Agnes var stjórnandi Þjóðleikhúskórsins og hefur verið einleikari með Sinfón- íuhljósveit Íslands og hljómsveit- arstjóri í uppfærslum á söngleikjum í Þjóðleikhúsinu. Þess má geta að Agnes Löve er amma Agnesar Þor- steinsdóttur. Tvöföld Agnes kemur fram á tónleikum á Stokkalæk  Flytja aríur og ljóðatónlist eftir íslenska og erlenda höfunda Morgunblaðið/Golli Tónlistarkona Agnes hefur komið víða við á farsælum ferli. Í kvöld stíga Matthías Ingiberg Sigurðsson klarínettuleikari og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleik- ari á svið á tónleikum í Salnum í Kópavogi. Þau flytja verk eftir tónskáld á borð við Debussy, Poulenc, Stravinsky og Brahms. Eva Þyri er búsett í London þar sem hún lauk námi í fyrra og hlaut The Christian Carpender Piano Prize fyrir framúrskarandi lokatónleika. Hún hefur meðal annars komið fram sem einleikari með hljómsveit auk þess að hafa haldið einleiks-, kammer- og ljóða- tónleika víðs vegar um Evrópu. Matthías er búsettur í Amst- erdam þar sem hann stundar tón- listarnám. Hann hefur unnið til fyrstu verðlauna í Alþjóðlegu klarínettukeppninni á Kýpur og vann jafnframt keppnina Ungir einleikarar í fyrra og lék þá ein- leik með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Tónleikarnir eru í tengslum við Tónlistarhátíð unga fólksins sem er haldin í fjórða sinn um þessar mundir og verða þeir síðustu í röð opinberra tónleika hátíðarinnar. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Matthías og Eva Þyri í Salnum  Leika m.a. verk Debussy og Brahms Tvíeyki Matthías og Eva Þyri hafa vakið athygli fyrir leik sinn. ASA-tríó leikur á tónleikum á Café Rósenberg á morgun, miðvikudag. Á efnisskránni verður efni úr ýmsum áttum, þar á meðal af nýútkomnum diski sveitarinnar sem ber nafnið ASA Trio plays the music of Thelon- ious Monk. Skífan er sú fyrsta sem sveitin sendir frá sér en þar má- heyra hvernig hún nálgast verk eins og Ask me now og Criss Cross eftir Monk. Viðtökur djassspekúlanta hafa verið ágætar og töluvert verið ritað um gripinn í netheimum. Tríóið, sem hefur verið starfandi í fimm ár, er skipað þeim Agnari Má Magnússyni á Hammondorgel, Scott McLemore á trommur og Andrési Þóri sem leikur á gítar. Hljómsveitin leikur það sem henni hugnast hverju sinni og áhorfendur geta átt von á að heyra tónlist ólíkra listamanna á borð við Jimi Hendrix, Fionu Apple, Wayne Shorter eða jafnvel Kaliforn- íupopparana í Red Hot Chili Pep- pers. Frekari upplýsingar og tóndæmi er að finna á vef sveitarinnar asa- trio.com. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er aðgangseyrir 1.500 krón- ur. Sveifla ASA-tríó á tónleikum. ASA-tríó leikur á Rósenberg  Búast má við fjölbreyttu lagavali Þriðjudaginn 9. ágúst 2011 kl. 18:30 gengur Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifa- fræðingur með gestum um bæjarhólinn í Nesi á Seltjarn- arnesi og gæðir forminjarnar lífi með frásögnum sínum. Í Nesi hefur verið búið allt frá landnámsöld og þar er að finna ýmsar fornminjar sem segja þá sögu. Margrét þekkir fornminj- arnar í Nesi vel en hún hefur tekið þátt í nokkrum fornleifarannsóknum sem þar hafa farið fram. Gangan hefst kl. 18:30 og er öllum opin en að- gangur er ókeypis. Fornmenning Gengið um Nesið með Margréti Nesstofa Hinn 14. ágúst kemur út platan Segið það móður minni. Á henni eru 14 lög við kvæði Dav- íðs Stefánssonar frá Fagra- skógi. Lögin eru öll eftir Ingólf Steinsson nema eitt sem Sig- valdi Kaldalóns samdi. Ing- ólfur og dætur hans Arnþrúður og Sunna syngja lögin en þeim til aðstoðar eru nokkrir góð- kunnir hljóðfæraleikarar. Lög- in eru aðallega við kvæði úr eldri bókum skáldsins svo sem Svörtum fjöðrum (1919), Kvæðum og Kveðjum en einnig úr Ljóðum frá liðnu sumri sem kom út 1956. Útgáfutónleikar verða á Rósenberg 22. ágúst. Tónlist Lög við kvæði Davíðs Davíð Stefánsson Hallur Már hallurmar@mbl.is Fyrir helgina bárust fréttir af því að Reykjavík hefði verið útnefnd ein af Bókmenntaborgum UNESCO. Svanhildur Konráðsdóttir sviðs- stjóri Menningar- og Ferða- málasviðs Reykjavíkurborgar segir að útnefningin sé afrakstur um- fangsmikillar vinnu sem hafi farið fram frá því í ársbyrjun 2010.„Um- sóknin sjálf er rit upp á rúmar 130 síður þar sem farið er ofan í saum- ana á íslenskri bókmenntamenn- ingu. Hún er raunar merkileg fyrir þær sakir að þar er íslenska bók- menntalífið kortlagt í fyrsta skipti með þessum hætti.“ Í umsókninni er sett fram framtíð- arsýn um bókmenntatengda starf- semi. Þar er gert ráð fyrir að setja á fót bókmenntahús Reykjavíkur eða miðstöð orðlistar í Reykjavík þar sem heimili Bókmenntaborgarinnar verður. Þá er ætlunin að efla til lest- arhvatningar í grunnskólum lands- ins. Vigdís Finnbogadóttir lagði Reykjavíkurborg og samstarfs- aðilum hennar lið og stofnun hennar mun á næstunni setja á fót al- þjóðlega tungumálamiðstöð sem Bókmenntaborgin hefur mikinn hug á að tengjast. Með þessum leiðum á að ná því markmiði að bókmenntir og ritlist verði ein af grunnstoðum í skapandi starfi innan borgarinnar. Eftirsótt hlutverk Markmið UNESCO með verkefn- inu með verkefninu er að lyfta undir menningu og sérkenni ólíkra borga, hvetja til skapandi ferðaþjónustu og fjölga tækifærum til þróun ar og samstarfs á ýmsum sviðum menn- ingar. Að sögn Svanhildar er hlut- verkið afar eftirsóknarvert og sam- kvæmt UNESCO bíða nú um 20 borgir eftir svari við umsókn. „Það er ekki langt síðan UNESCO setti verkefnið á laggirnar en það kom í hlut Edinborgar að verða fyrsta bókmenntaborgin árið 2004. Við höf- um átt í góðu samstarfi við skrifstof- una sem var sett á laggirnar þar í tengslum við hlutverkið.“ Athygli vekur að Reykjavík er fyrsta bókmenntaborgin sem er ut- an ensks málsvæðis. En Svanhildur segir að sem bókmenntaborg taki borgin þátt alþjóðlegu neti skapandi borga sem geti t.d. legið á sviði tón- listar, kvikmynda og hönnunar auk bókmennta. UNESCO hefur t.a.m. tilnefnt Glasgow sem tónlistarborg, Sydney sem kvikmyndaborg og Ös- tersund er matargerðarborg. Svanhildur segir skemmtilegt að svarið hafi komið fyrir bók- menntahátíðina í Frankfurt. „Við er- um í góðu samstarfi við Halldór Guð- mundsson og hans fólk en verkefnið verður kynnt sérstaklega á hátíðinni í október- en innanlands munum við ýta þessu formlega úr vör á Bók- menntahátíð í Reykjavík, sem haldin verður í byrjun september.“ Bókmenntaborgin Reykjavík  Markmiðið að ritlist og bók- menntir verði stoð skapandi starfs Morgunblaðið/Ómar Reykjavík Eitt af markmiðum verkefnisins Skapandi borga er að efla ferðaþjónustu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.