Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 32
AF LISTUM Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Hægt er að flokka bók-menntir eftir ótal mis-munandi aðferðum. Er textinn í bundnu máli eða ekki? Eru efnistökin skálduð upp eða eru þau fræðilegs eðlis? Er um leikrit að ræða sem ætlað er að flytja á sviði? Það er í eðli okkar að flokka hluti því flokkun auðveldar skiln- ing, svo ekki sé talað um bóka- kaup. Lítið gaman væri að ganga um stóra bókabúð, þar sem bók- um væri raðað upp í stafrófsröð án tillits til efnistaka og forms viðkomandi bóka. En flokkun get- ur hins vegar orðið á kostnað heildarmyndarinnar. Ein af flokkununum, sem ég held að sé síður til góðs, er flokk- unin í fagurbókmenntir annars vegar og fræðirit hins vegar, eins og gert er þegar íslensku bók- menntaverðlaunin eru veitt. Í þessari flokkun, eða orðavalinu á flokkunum öllu heldur, felst óhjá- kvæmilega sú skoðun að fræðirit geti ekki verið fagurbókmenntir. Að til þess að geta talist fag- urbókmenntir verði efnistök bóka að vera uppdiktuð, að hluta til að minnsta kosti.    Ég hef undanfarna mánuðiverið að lesa mig í gegnum verk Winstons Churchill, en hann skrifaði eins og margur veit, fjöl- mörg sagnfræðirit. Efniviðurinn voru stundum nýliðnir atburðir, eins og þegar hann skrifaði um reynslu sína í S-Afríku og Súdan, eða bókaraðirnar sem hann skrif- aði eftir fyrri og seinni heims- styrjaldir. Hann skrifaði einnig sagnfræði um fyrri aldir, þar á meðal sögu forföður síns, John Churchill, fyrsta hertogans af Marlborough og sögu enskumæl- andi þjóða. Eftir flokkun íslensku bók- menntaverðlaunanna teljast rit Churchills til fræðirita en ekki fagurbókmennta. Þeir sem lesið hafa bækurnar vita hins vegar að fáir enskumælandi rithöfundar standa Churchill framar þegar kemur að prósaskrifum. Skiptir það engu máli að umfjöllunarefni hans er sagnfræði en ekki skáld- skapur. Alger unun er að lesa bækur hans, textinn er meitlaður og ber þess merki að höfundurinn hefur lagt mikið á sig til að ná fullkominni stjórn á tungumálinu. Skiptir þar litlu máli hvort Churchill er að lýsa síðustu stóru riddaraliðsárás heimsins við Omd- urman, átakanlegri og brjóst- umkennanlegri tilveru Hinriks sjötta eða öllum þeim mistökum sem bresk stjórnvöld gerðu í að- draganda seinni heimsstyrjald- arinnar. Alltaf er lesandinn sem límdur við blaðsíðuna. Ég er svo sem ekki að segja neitt sem ekki hefur áður verið sagt, enda fékk Churchill bók- menntaverðlaun Nóbels fyrir af- rek sín á sviði bókmennta.    Þessi skil milli fagurbók-mennta – litteratúrs – og fræðirita eru ekki ný og ekki sér- íslenskt fyrirbæri. Hetjuljóð Hóm- ers teljast til fagurbókmennta, sem og leikrit Aeskilosar, Sófók- lesar og Evrípídesar. Sagn- fræðirit Xenófóns og Þúkýdídesar og heimspekirit Platóns teljast til fræðirita. Getur hins vegar ein- hver haldið því fram að hinir síð- arnefndu hafi haft minni áhrif á evrópskar bókmenntir og menn- ingu en hinir fyrrnefndu? Ég verð að viðurkenna að ég hef almennt meiri áhuga á fræði- bókum en skáldskap, að ákveðnum jaðargreinum bók- mennta undanskildum, einkum vísindaskáldskap og fantasíum. Þetta kann að skýra þessa af- stöðu mína til skiptingar bók- mennta. Ég hef einnig skilning á því að nema að ætlunin sé að gefa að- eins ein bókmenntaverðlaun í stað tvennra sé í raun óhjákvæmilegt að flokka bókmenntir með þeim hætti sem gert er hér á landi.    Tilgangur þessara skrifa ereingöngu að velta upp þeirri spurningu hvort flokkunin sem slík hafi ekki óhjákvæmilega áhrif á það hvaða augum við lít- um fræðirit. Þegar við erum vön að líta á þau sem bókmenntir sem ekki eru fagurbókmenntir, er þá ekki viðbúið að afstaða okkar til fræðirita verði neikvæðari en ella? Að við hugsum um þau sem þurr og leiðinleg rit sem við les- um tilneydd en ekki vegna þess að við njótum þess. Að bækur sem ekki eru fagurbókmenntir hljóti að vera ljótar bókmenntir? Kannski er ég að berjast hér við strámenn. Kannski er enginn annar sem hefur þessar sömu áhyggjur og ég, en mér þykja pælingar sem þessar engu að síð- ur áhugaverðar. Fræðirit sem fagurbókmenntir »Er þá ekki viðbúiðað afstaða okkar til fræðirita verði neikvæð- ari en ella? Að við hugs- um um þau sem þurr og leiðinleg rit sem við les- um tilneydd en ekki vegna þess að við njót- um þess. Associated Press Saga Samkvæmt frægri, en bjagaðri tilvitnun í Winston Churcill, óttaðist hann ekki að sagan myndi fara óþægileg- um höndum um hann, því hann ætlaði að skrifa hana sjálfur. Hver sem tilgangurinn var tókst honum vel til. 32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011 Skó lar & nám ske ið Skólar & náms keið SÉRBLAÐ MEÐAL EFNIS: Endurmenntun Símenntun Iðnnám Námskeið Tölvunám Háskólanám Framhaldsskólar Tónlistarnám Skólavörur Skólatölvur Ásamt full af spennandi efni Skólar & námskeið Þann 19. ágúst kemur út glæsilegt sérblað um skóla og námskeið sem mun fylgja Morgun- blaðinu þann dag –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 15. ágúst NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Besta mynd vikunnar 1.8.–7.8. tók Ragnheiður G. Ást- valdsdóttir. Þessi glæsilega mynd er af af tónlistarhús- inu Hörpu en glergluggarnir sem prýða húsið minna á nokkurs konar stiga í átt til himnaríkis. Ljósmynda- keppni Canon og mbl.is er enn í fullu fjöri og stendur keppnin til 1. september næstkomandi. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir fyrstu þrjú sætin. Ljósmyndasamkeppni Canon og mbl.is Himnastigi Hörpunnar www.mbl.is/folk/ljosmyndakeppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.