Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2011 ✝ Þórdís ErlaÓlafsdóttir sem alltaf var kölluð Erla fæddist í Reykjavík, á afmæl- isdegi móður sinn- ar, 8. ágúst 1928. Hún lést á dval- arheimilinu Skjóli 31. júlí 2011. Foreldrar henn- ar voru hjónin Vil- borg Loftsdóttir frá Stóra-Kollabæ í Fljótshlíð- arhreppi, f. 8.8. 1894, d. 16.4. 1966 og Ólafur Guðnason frá Brú í Biskupstungum, f. 23.6. 1887, d. 18.9. 1965. Erla var fimmta dóttir foreldra sinna. Systurnar voru sjö: 1) Aldís, f. 5.11. 1930, d. 4.12. 1990. 2) Sig- urlaug Halla, f. 21.4. 1922. 3) Gríma, f. 18.1. 1924, d. 12.10. 1998. 4) Sigríður, f. 22.3. 1926, d. 30.3. 1928. 5) Þóra Björk (Dúa), Karlssyni, f. 17.10. 1956, börn þeirra eru a. Arnar, f. 29.12. 1982. b. Aldís, f. 16.2. 1985, sam- býlismaður hennar er Jóhann G. Kolbrúnarsson, f. 25.7. 1984 c. Bryndís, f. 1.11. 1987. c. Þórdís Erla, f. 17.2. 1992. 3) Ólafur, f. 12.7. 1960, kvæntur Valdísi Finnsdóttur, f. 27.8. 1960, börn þeirra eru: a. Hallur, f. 1.5. 1990, b. Muggur, f. 10.5. 1996 og c. Na- talía, f. 19.8. 2001. 4) Haraldur, f. 21.2. 1968, börn hans eru a. Fre- derik Vase, f. 17.4. 2005. b. Andreas Vase, f. 5.1. 2007. Erla fór snemma að starfa við hárgreiðslu sem varð ævistarf hennar ásamt húsmóðurstarfi. Hún starfaði sem lærlingur frá 14 ára aldri en lauk námi í iðn- greininni og stofnaði hár- greiðslustofuna Lótus ásamt samstarfskonu sinni einungis 17 ára að aldri. Erla vann samfellt að iðngrein sinni í 60 ár, lengst af á eigin stofu. Útför Erlu fer fram í Langholtskirkju í dag, 9. ágúst 2011, og hefst athöfnin kl. 15. f. 13.9. 1931, d. 6.5. 1999. 6) Hulda, f. 7.9. 1935. Erla giftist eft- irlifandi eiginmanni sínum Sigurði Sig- urðssyni, f. 27.12. 1922, 4.8. 1954. Erla og Sigurður eignuðust saman fjögur börn. Þau eru: 1) Sigurður, f. 26.5. 1955, kvæntur Loidu Luisu Walker Ochoa, f. 4.5. 1971. Börn Sigurðar eru: a. Sigurþór, f. 21.4. 1985, sambýliskona hans er Dagný Hermannsdóttir, f. 14.6. 1985 og eiga þau Rakel Köru, f. 5.2. 2010. b. Sigurjón Sverrir, f. 21.3. 1989. Uppeldissonur Sig- urðar er c. Sigurður Ragnar Kristinsson, f. 4.12. 1981, dóttir hans er Nadia Sif, f. 27.12. 2005. 2) Anna, f. 1.9. 1956, gift Sveini Komið er að tímamótum sem enginn fær umflúið. Tengdamóð- ir mín, Erla, hefur lagt í sína hinstu för. Síðasti spölurinn var heldur langur og erfiður en æðrulaus mætti hún örlögum sínum. Samleið við tengdaforeldra mína, þau Erlu og Sigga, hófst fyrir um 30 árum og allan þann tíma hef ég aðeins mætt hlýju og umhyggju í minn garð. Börnin mín kölluðu Erlu alltaf „amma Siggi“ aðallega vegna þess að þeim fannst afi Siggi svo skemmtilegur og skrýtinn. Erla var nú ekki hrifin af þessu til að byrja með en þegar yngsta barn- ið fæddist og hélt uppteknum hætti var hún orðin nokkuð sátt við þessa nafngift. Erla hafði gaman af matseld og lagði sig alla fram ef haldnar voru veislur á hennar vegum. Oft hringdi hún til að spyrja hvað ég ætlaði að hafa í matinn og hvort ég væri búin að elda. Ég fékk gjarnan að heyra matarsögur af hennar heimili og hvað hún gaf börnunum sínum að borða. Á seinni árum hafði Erla gam- an af að hlusta á sögur, einkum ævisögur, hún endursagði oft sögurnar og þá kom í ljós að hún var ágætis sögumaður, sagði bæði skýrt og skemmtilega frá. Í Erlu voru miklar andstæður, hún gat verið dul og flíkaði ekki tilfinningum sínum og hún gat líka komið fram á mjög hispurs- lausan hátt og fylgin sér ef því var að skipta. Hún var lítillát við sjálfa sig en rausnarleg og gjaf- mild við fjölskyldu sína. Ung stofnaði hún hárgreiðslu- stofuna Lótus og vann við þá iðn óvenju langa starfsævi. Sumir viðskiptavinir hennar voru hjá henni í hartnær 50 ár sem segir mest um að það hljóti að hafa verið gott til hennar að leita. Reyndar varð ég vitni að því fyr- ir u.þ.b. þremur vikum þegar Erla hitti hundrað ára gamla konu á Skjóli sem sagðist vel muna eftir henni og hárgreiðslu- stofunni í Bankastrætinu. Þar sannaðist að gott orðspor deyr aldrei. Erla er alin upp í stórum systrahópi, þær voru sjö syst- urnar, mjög samrýndar og áttu mikla samleið alla tíð, eða svo lengi sem þeim entist heilsa og aldur til. Það var ávallt mikil samgangur á milli þeirra og barna þeirra og lengi vel var ég í vandræðum með að átta mig á því hver þeirra væri í raun tengdamóðir mín. Það gat alveg eins verið að þær allar væru það, en ég vissi þó, að það væri aldrei lagt á eina manneskju að eiga sjö tengdamæður í einu. Samband þeirra systra var svo mikið og sterkt að Erla leitaði nánast aldrei út fyrir þennan systr- aramma. Það hefur kannski mót- að hana sem manneskju: hægláta og nægjusama og umhyggju- sama um fjölskyldu sína. Að leiðarlokum þakka ég Erlu samfylgdina og allt sem hún gerði fyrir mig og fjölskyldu mína. Blessuð sé minning hennar. Valdís Finnsdóttir. Við kveðjum ömmu Erlu í dag og minnumst hennar sem dug- mikillar og elskulegrar konu. Hún var glæsileg, ávallt vel til höfð og með nýlagt hár. Þegar hún gekk eða hljóp við fót var eins og hún væri álfadrottning, tiplandi á tánum og ýtti hönd- unum örlítið út. Hún var vandlát og vildi bara hið besta, ekki endi- lega fyrir sjálfa sig heldur fyrir alla sem voru henni nákomnir. Amma Erla og afi Siggi voru ávallt reiðubúin í skemmtiferðir með okkur barnabörnunum. Stundum fórum við á kaffihús í sveitinni (sem er kölluð Hafnar- fjörður í dag), stundum fengum við aur til að kaupa jólaskraut í Kringlunni eða fórum rúnt niður Laugarveginn. Ef vel lá á þeim hjónum þóttumst við lukkuleg að fá að gista hjá þeim eftir þessar ferðir. Enn betra var ef einhver frændsystkini fengu að vera með. Þá var hægt að drekka drullukakó fyrir svefninn („heitt“ kakóduft í kalda mjólk) og horfa á bannaða mynd, en bara þar til amma sá hvað gekk á og sendi okkur í bólið. Daginn eftir áttum við til að gægjast inn um rifuna á dyrunum á hár- greiðslustofunni í kjallaranum því okkur langaði að sjá ömmu. Það skipti engu hversu laumu- legar þessar ferðir voru, alltaf tóku kúnnar ömmu eftir okkur, fengu að sjá okkur betur og reyndu að spjalla við okkur. Þá urðum við feimin og vildum held- ur fara aftur upp og borða kókó- puffs í náttfötunum. Amma hélt jólaboð árlega á heimili sínu fyrir afkomendur. Maturinn var með eindæmum góður og vel útilátinn eins og góðri ömmu sæmir, hangikjöt með uppstúfi, kartöflum, græn- um baunum, harðsoðnum eggj- um og frómas í eftirrétt. Þegar borðhald stóð yfir settist amma ekki niður því hún var of upp- tekin í eldhúsinu, hún vildi að öll- um liði vel og gætu átt góða stund með fjölskyldunni. Síðastliðinn áratug hafði hún á orði að hvert boð yrði líklega hennar síðasta, ekki vegna þess að hún sæi sér ekki fært að halda annað, heldur vegna þess að hún yrði fallin frá. Nú verða þessi boð ekki fleiri og ömmu Erlu verður sárt saknað. Arnar, Aldís, Bryndís og Þórdís Erla. Í dag kveðjum við elskulega móðursystur okkar hana Erlu sem alla tíð hefur skipað stóran sess í lífi okkar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Á uppvaxtarárum okkar voru tengslin og samskipti milli systra Erlu svo mikil og náin að við systkinabörnin litum á þær allar sem mæður okkar. Það er margs að minnast þeg- ar horft er til baka. Erla var ein- staklega falleg og glæsileg kona sem alltaf tók vel á móti okkur og var gott að heimsækja. Ógleymanlegar eru gistinæturn- ar í Drekavoginum þegar við vorum börn þar sem stjanað var við okkur og oftar en ekki bakaði Erla pönnukökur sem hurfu jafnóðum af pönnunni, enda vor- um við sammála um að hún bak- aði bestu pönnukökur í heimi, ökuferðir norður í land þar sem sungin voru öll lögin sem við kunnum á leiðinni, spekúlasjónir um háralit, blástur og nýjustu línurnar í hártískunni eða bara notalegt spjall um daginn og veginn, því Erla hafði alltaf mik- inn áhuga á því sem við vorum að gera. Erla unni starfi sínu í hár- greiðslunni og naut þess að eiga í samskiptum við viðskiptavini sína sem margir hverjir fylgdu henni áratugum saman. Þrátt fyrir langan vinnudag stóðu dyrnar alltaf opnar fyrir okkur systradæturnar að koma í klipp- ingu, litun eða blástur þótt það þýddi enn lengri vinnudag hjá henni. Við kveðjum þig, kæra frænka, með söknuð í hjarta og þökk fyrir allt. Ragnheiður, Steinunn og Vilborg. Erla Ólafsdóttir ✝ Elín Jónsdóttirfæddist 24. júlí 1937 í Nýjabæ á Seltjarnarnesi. Hún lést á Landakots- spítala 31. júlí 2011. Hún var næst- yngsta dóttir hjónanna í Nýjabæ, þeirra Jóns Guð- mundssonar, bónda og endurskoðanda, f. 14.3. 1899 á Hvoli í Mýrdal, d. 27.7. 1964, og Bryn- dísar Ólafíu Guðmundsdóttur, húsmóður, f. 20.6. 1900 í Nýjabæ á Seltjarnarnesi, d. 23.9. 1966. Systur Elínar voru: 1) Ragnhild- ur, f. 5.4. 1929, d. 28.7. 1985, maki Sigtryggur Hallgrímsson, d. 24.9. 1994, en börn þeirra eru a) Vigdís, búsett í Kanada og á hún tvö börn, b) Ragnhildur Björg, búsett í Reykjavík og á hún tvö börn, c) Kristín, búsett í Danmörku og á hún þrjú börn, börn, c) Ólafur, búsettur í Bandaríkjunum og á hann tvö börn, d) Bryndís Elín, d. 26.12. 1988. 4) Guðmunda, f. 7.8. 1939, d. 2.3. 1940. Hinn 31. desember 1960 gift- ist Elín eftirlifandi eiginmanni sínum, Almari Gestssyni, f. 29.10. 1932. Foreldrar hans voru Gestur Jónsson, f. 11.12. 1906 í Geirshlíð í Miðdölum í Dalasýslu, d. 1.7. 1994, og Guð- rún Sigurjónsdóttir, f. 20.8. 1905 í Hreiðri í Holtum, d. 13.1. 2003. Elín og Almar byggðu sér hús á Lindarbraut 31 á Seltjarn- arnesi og hafa búið þar síðan 1967. Elín útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík 1957. Veturinn 1957 til 1958 stundaði hún nám við hús- mæðraskóla í Svíþjóð. Við heim- komuna réðst hún til Útvegs- banka Íslands, síðar Íslandsbanka, og vann hún hjá þeim banka alla sína starfsævi við ýmis bankastörf. Útför Elínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 9. ágúst 2011, kl. 15. d) Hallgrímur, bú- settur í Bandaríkj- unum og á hann þrjú börn. Áður átti Ragnhildur Guð- mund Jón Helgason og á hann tvö börn og gekk Ingólfi Árna Jónssyni í móðurstað og á hann eitt barn. 2) Guðrún, f. 21.10. 1932, d. 1.3. 2011, maki Snæbjörn Ásgeirsson, en börn þeirra eru a) Bryndís Hild- ur, búsett í Bretlandi og á hún þrjú börn, b) Jón, búsettur á Sel- tjarnarnesi og á hann fjögur börn, c) Ásgeir, búsettur á Sel- tjarnarnesi og á hann tvö börn og eina fósturdóttur. 3) Ingi- björg, f. 17.10. 1935, maki Einar Ólafsson, en börn þeirra eru a) Jón, búsettur í Garðabæ og á hann þrjú börn, b) Halldóra, bú- sett í Kópavogi og á hún tvö Í dag kveð ég móðursystur mína, Ellu frænku, eins og ég kallaði hana. Ella er þriðja for- eldrasystirin sem ég kveð á inn- an við einu ári og er enn ein áminningin um að reyna að hægja aðeins á þeirri hraðferð lífsins, sem ég er á, til að getað hlúð betur að þeim sem skipta mig mestu máli. Það sem kemur mér efst í huga þegar ég hugsa til Ellu frænku er gleði hennar þegar komið var í heimsókn til þeirra Alla, hvað það var stutt í hlátur, söngl og gamansemi, og um- fram allt áhugi hennar á og um- hyggja fyrir systrabörnum sín- um og börnum þeirra. Hún gerðist facebooknotandi til að geta verið í enn betri tengslum við fjölskylduna og fannst henni ekki síður gaman að skrifast á við frænkur og frændur sem bjuggu eða búa erlendis enda var hún vel upplýst um það sem var að gerast í þeirra lífi. Ella var lengst af gjaldkeri hjá Útvegsbanka, síðar Íslands- banka, og held ég að hvaða at- vinnurekandi sem er hefði verið ánægður með slíkan starfs- mann. Dugnaðurinn, samvisku- semin og hollustan gagnvart at- vinnurekandanum var númer eitt, tvö og þrjú. Reglum átti að fylgja og rétt skyldi vera rétt, enda muna ófáir ættingjar eftir því að hafa þurft að framvísa skilríkjum í erindaferðum hjá henni í bankanum. Það er ekki hægt að segja annað en að Ella og Alli hafa alltaf skipað sérstakan sess í lífi mínu og kannski í lífi allra systrabarna og kveð ég hana því með söknuði og þökk fyrir allt og allt. Alla vottum við fjöl- skyldan okkar dýpstu samúð. Halldóra Einarsdóttir. Okkur systur langar að minn- ast okkar elskulegu Ellu frænku, sem var stór og ómiss- andi þáttur í lífi okkar. Þegar við horfum til baka eru þær ófá- ar minningarnar sem upp koma. Allt frá unga aldri vorum við systur duglegar að kíkja í heim- sókn til Ellu frænku og Alla. Þar var ávallt tekið vel á móti okkur og boðið upp á eitthvað gott með spjallinu. Yfirleitt var það kók og rjóma- eða suðu- súkkulaði eða annars konar sætindi. Með árunum urðum við þó meðvitaðri um heilsu og heilsusamlegt fæði og hættum að vilja kókið og vildum vatn í staðinn, Ellu til mikillar furðu. Henni fannst ekkert séstaklega gaman að bjóða gestum upp á vatn. Þá skildi hún ekki allt þetta „heilsutal“ í okkur og nefndi það ósjaldan að of mikil hreyfing hlyti að vera skaðleg heilsunni. Við vorum nú ekki al- veg sammála henni og hún við- urkenndi nú að á sínum yngri árum hefði hún gengið töluvert (frá Nýjabæ upp að gamla Mýró á hverjum degi) sem hefði að öllum líkindum gert henni gott. En þrátt fyrir að við værum ekki alltaf sammála var alltaf svo gaman að sitja og spjalla við Ellu frænku og við fundum að hún hafði virkilega áhuga á lífi okkar og því sem við vorum að gera. Ella sagði okkur ófáar sögur af sér og fyrstu hjúskáp- arárum hennar og Alla auk þess sem hún sagði okkur frá upp- vaxtarárum þeirra systra í Nýjabæ, frá foreldrum sínum og öðrum ættingjum sem flestir voru frá Seltjarnarnesi. Ella frænka var með ættfræðina á hreinu og það var undravert að hlusta á hana telja upp alla frændurna og frænkurnar sem hún (og við) áttum. Jólaboðin sem Ella og Alli héldu hér áður fyrr á hverju ári á jóladag eru okkur einnig minnisstæð. Þar voru afkom- endur ömmu og afa úr Nýjabæ samankomnir og gæddu sér á kræsingunum sem Ella hafði matreitt. Fyrir okkur voru þessi boð einn af hápunktum jólanna. Þeir sem þekkja Ellu frænku vita að brosið, hláturinn og þéttu knúsin voru aldrei langt undan. Jafnvel þegar hún var orðin sem veikust brosti hún, gaf fingurkoss og hló til okkar. Hún vildi líka ávallt vera vel til- höfð, með hárið fínt og sleppti sjaldan bleika varalitnum. Þó svo að drægi af henni síðustu dagana áður en hún lést passaði hún upp á að hafa varalitinn á sér svo hún liti sem best út. Þannig var hún Ella. Elsku Ella frænka. Takk fyr- ir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar. Við vitum að amma Gunna hefur tekið vel á móti þér og að þér líður vel á þeim stað sem þú ert núna. Þetta fal- lega ljóð á vel við: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þínar Elín og Jakobína. Margar voru stundirnar góð- ar. Í skólastofunni okkar í MR, í Selsferðum og víðar og síðast en ekki síst í svonefndum saumaklúbbi, þar sem lítt bar á nálum eða öðrum hannyrða- áhöldum. Samt sem áður var talað um „saumaklúbbinn“ og glaðst yfir honum alla ævi. Við vorum fimm skólasystur sem að þessum félagsskap stóð- um og hófust samkomur þessar með veglegum boðum í Nýjabæ á Seltjarnarnesi. Þar bjó Elín Jónsdóttir, skólasystir okkar, yngst fjögurra systra. Alin upp af góðum foreldrum við göfug gildi sem sannarlega skiluðu sér allt lífið. Á sínum tíma kom inn í líf El- ínar Almar Gestsson, góður og sannur lífsförunautur. Drengur góður í orðsins fyllstu merk- ingu. Saman reistu þau sér glæsilegt hús á Nesinu, en um- fram allt reistu þau sér trygga og gæfusama tilveru. Til þeirra var gott að koma. Nú hefur Elín kvatt þetta líf, sú fyrsta okkar „saumasystra“. Við vinkonur og skólasystur El- ínar, sem á stundum kenndum okkur við iðju handanna en vor- um þó meira fyrir gleði andans, sendum Almari hjartans sam- úðarkveðjur. Þökk fyrir allt. Auður Guðjónsdóttir, Guðlaug Torfadóttir, Hugrún Gunnarsdóttir, Pálína Snorradóttir. Elín Jónsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800                          Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.