Morgunblaðið - 22.08.2011, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.08.2011, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. www.noatun.is Nóatúni Nýttu þér nóttina í Verslanir Nóatúns eru opnar allan sólarhringinn Dregið hefur úr misnotkun  Auðveldara fyrir yfirvöld að uppgötva misferli með notkun á litaðri olíu  Heildarsektir vegna ársins 2011 vegna misnotkunar námu 18 milljónum króna Andri Karl andri@mbl.is Töluvert hefur dregið úr misnotkun á litaðri olíu frá því að lagabreyting var gerð í október síðastliðnum en með þeim var gjaldskyldum aðilum gert óheimilt að selja litaða olíu í sjálfsafgreiðsludælum nema slík við- skipti ættu sér stað með sérstöku viðskiptakorti. Hjá ríkisskattstjóra telja menn að breytingarnar hafi greinilega haft þau fyrirbyggjandi áhrif sem að var stefnt. Einungis liggja fyrir upplýsingar um fimm fyrstu mánuði ársins 2011 og skv. þeim er heildarsala á litaðri olíu um 37.687.345 lítrar. Fyrir sama tímabil ársins 2010 var salan um 45.427.714 lítrar. Heildarsala fyrstu sex mánuði ársins 2009 var þá 64.748.971 lítri. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hafa verið gerðar 609 athuganir, þ.e. bifreiðar stöðvaðar og sýni tekin úr eldsneytistanki, það sem af er ári. Í 28 tilvikum hefur skýrsla verið send ríkisskattstjóra. Til samanburðar voru gerðar 1.764 athuganir á síðasta ári og í 70 til- vikum var send skýrsla til skatt- stjóra. Samkvæmt sömu upplýsingum hefur dregið úr misnotkun á litaðri olíu frá því að framangreind laga- breyting var gerð og Vegagerðinni gert kleift að draga úr eftirliti á veg- um úti. Vegagerðin telur að bifreiða- eigendur hafi áttað sig á því að rekj- anleikinn með notkun á litaðri olíu sé orðinn mun meiri en áður var, þ.e. yfirvöld eiga mun hægara um vik en áður að uppgötva misferli með notk- un á litaðri olíu. Hjá Ríkisskattstjóra fengust þær upplýsingar að sektir vegna mis- notkunar á litaðri olíu hefðu hækkað um 50% með lagabreytingunni. Ekki liggja fyrir upplýsingar um heildar- sektir fyrir árið í ár en í fyrra námu heildarsektir 18 milljónum króna. Árið 2009 var fjárhæðin hins vegar um 10 milljónir króna. Morgunblaðið/Ómar Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is „Það er ekki áformuð nein hraðsala á eignum bankans,“ segir Páll Bene- diktsson, upplýsingafulltrúi skila- nefndar Landsbankans, en í sunnu- dagsútgáfu breska dagblaðsins Daily Mail segir að skilanefndin áformi gríðarmikla sölu á eignum þrotabúsins á næstunni, í þeim til- gangi að hraða endurgreiðslu Ice- save-skuldarinnar svo að skuldina megi gera upp á allra næstu mán- uðum. Nefna blaðamenn breska dag- blaðsins matvöruverslanakeðjuna Iceland, leikfangabúðina Hamleys, skartgripafyrirtækið Aurum, móð- urfélag Goldsmiths og Mappin & Webb, og verslanirnar House of Fraser. Þá hefur blaðið eftir heim- ildarmönnum sínum að á næstu vik- um hefjist átakið og að afla eigi „að minnsta kosti hluta fjárins fyrir jól“. Aðeins er vitnað í ónafn- greinda heimild- armenn. Páll segir ná- kvæmlega ekkert til í fréttinni. Þetta sé ekki stefnan „heldur þvert á móti að halda þeirri stefnu sem verið hefur að bíða eftir góðum tækifærum á sölu, vera ekki að flýta sér í því, heldur ná sem mestu fyrir eignirn- ar“. Hann ítrekar að þrotabúið sé því sem næst komið með eignir til þess að borga allan höfuðstól Ice- save-skuldarinnar, einmitt vegna þessarar stefnu. Hún hafi því margsannað sig. Í frétt Daily Mail segir sömuleiðis að ríkisstjórn Íslands þrýsti mjög á skilanefndina um að selja eignir fljótt og vel svo klára megi að gera upp Icesave sem fyrst, vegna þess að ríkisstjórnin vilji losna við þá bresku og hollensku „af bakinu“. Páll hafnar þessu alfarið og segir aðspurður engan pólitískan þrýsting frá ríkisstjórn Íslands á hraðari sölu eigna. Allir séu sammála um að stefna slitastjórnarinnar hingað til hafi virkað vel og margborgað sig. Í fréttinni segir að eina stóra breska smásölufyrirtækið í búinu sem ekki sé komið í formlegt sölu- ferli sé House of Fraser. Þetta segir Páll ekki rétt, þar sem Hamleys sé það ekki heldur. Hann staðfestir það þó að kaupum á þessum fyrirtækj- um hafi verið sýndur áhugi, enda banni slitastjórnin mönnum ekki að sýna eignum þrotabúsins áhuga. Engin hraðsala eigna Landsbankans fyrirhuguð  Daily Mail segir sölu verða hraðað til að greiða Icesave Páll Benediktsson Kvikmyndaskóli Íslands var af mennta- og menn- ingarmálaráðu- neytinu metinn órekstrarhæfur á fimmtudaginn og mun Ríkisendur- skoðun gera út- tekt á honum. Jó- hanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra sagði aftur á móti á föstudag að skólanum yrði tryggt fjármagn til þess að geta hald- ið áfram rekstri, en í kvöldfréttum RÚV sama dag var birt athugasemd frá aðstoðarmanni hennar, þess efnis að ekkert slíkt hefði verið samþykkt í ríkisstjórn. Jóhanna hefur þó ekki dregið orð sín til baka. „Við teljum okkur hafa ærna ástæðu til bjartsýni. Hún gaf okkur vonarneista með þessum orðum sín- um, þegar öll sund virtust lokuð. Og sá vonarneisti hefur ekki verið slökktur,“ segir Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands. Á bíósíðu Morgunblaðsins í dag er farið yfir málið og því velt upp hvort ríkið ætli að byggja nýjan skóla á rústum þess gamla. Hilmar Oddsson segir þar að hann sé ekki enn búinn að gefa upp vonina. Þá er viðtal við Skúla Helgason, formann mennta- málanefndar Alþingis, en hann við- urkennir að ríkisstyrkurinn til Kvik- myndaskóla Íslands hafi verið afskaplega lágur í gegnum árin. Sækja um atvinnuleysisbætur Nemendur, sem hugðu á nám í Kvikmyndaskóla Íslands í vetur, sækja um atvinnuleysisbætur á morgun. Þeim reiknast svo til að bæturnar muni nema um 256 millj- ónum á ári fyrir þá 140 nemendur, sem skráðir voru í skólann. Áætlað hefur verið að skólann vanti um 70 milljónir til að geta haldið áfram starfsemi. „Þetta er það eina sem við getum gert í stöðunni,“ segir Ari Birgir Ágústsson, nemandi við skólann, og bætir við að nemendurna hafi ekki órað fyrir því að þeir myndu eiga eft- ir að standa í þessum sporum. „Við erum í algjörri óvissu. Við er- um ekki bara að berjast fyrir náminu okkar, heldur berjumst við fyrir skól- anum.“ »28 Enn ríkir bjartsýni Hilmar Oddsson Nemendur sækja um atvinnuleysisbætur Mikil fagnaðarlæti brutust út á meðal gesta Menningarnætur Reykjavík- urborgar þegar lokahnykkurinn á vígslu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu fór fram á laugardagskvöld. Þá voru ljós í einstökum glerhjúp Ólafs Elíassonar tendruð og listaverkið um leið fullskapað í fyrsta skipti. Uppljómuð Harpa á Menningarnótt Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.