Morgunblaðið - 22.08.2011, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.08.2011, Qupperneq 12
Morgunblaðið/Ingveldur Fagnað Ólafur Ragnar Grímsson setti Íslendingadaginn formlega. SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Íslendingadagurinn var haldinn há- tíðlegur í höfuðborg Eistlands, Tall- inn, í gær. Ástæðan: Ísland var fyrst þjóða til að lýsa yfir stuðningi við Eistland þegar það barðist fyrir að endurheimta sjálfstæði sitt fyrir tutt- ugu árum síðan. Á laugardaginn héldu Eistar upp á tuttugu ára sjálf- stæðisafmæli. Í gær þökkuðu þeir Ís- lendingum fyrir stuðninginn með því að halda Íslendingadag í Tallinn. Mér var það strax ljóst við morg- unverðarhlaðborðið á hótelinu að dagurinn var stærri en ég hafði gert mér í hugarlund. Fólk sem talaði óskiljanlegt mál í mínum eyrum hafði dagskrárbækling Íslendingadagsins hjá sér við morgunverðinn og velti fyrir sér hvaða listamenn þau ættu að sjá; Það voru nöfn íslensku lista- mannanna sem komu fram í tali þeirra sem ég skildi; Snorri Helga- son, Hjaltalín, Lay Low, Retro Stef- son og Ólafur Arnalds. Þetta var stór dagur í Tallinn og langt frá því að það hafi bara verið nokkrir vinir Íslands sem nutu þess sem dagurinn hafði upp á að bjóða. Fjölmenni var á hverjum viðburði. Á sumum stöðum komust ekki allir að sem vildu, Lay Low spilaði í porti við Sögusafn Eista og þar var troðningur langt út á götu. Sömu sögu var að segja hjá Snorra Helgasyni. Vinsæll dagur Hjaltalín kom fram í háskólagarði í gamla bænum enda mikið fjölmenni sem ákvað að hlýða á þessa íslensku sveit. Þar á meðal var utanríkisráð- herra Eistlands, Urmas Paet. Hann var ánægður með daginn þegar ég náði tali af honum eftir tónleikana. „Þetta hefur verið mjög góður dagur og ég hef skemmt mér vel. Það eru mikil gæði í öllu sem kemur frá Ís- landi og fagmennska. Það var leiðin- legt hvað það var lítið pláss fyrir gesti á sumum viðburðunum, eins og á tón- leikunum hjá Lay Low, sá staður var of lítill og margir sem komust ekki að,“ sagði Paet. „Ég var viss um að dagurinn yrði vinsæll. Þegar ég sá dagskrána vissi ég að þetta yrði vel sótt af öllum kynslóðum og stéttum eins og hefur sýnt sig.“ Ráðherrann var viss um að Íslendingadagur yrði haldinn aftur. „Þegar skoðað er hversu vel þetta heppnaðist í dag sé ég ekki annað en að þetta verði end- urtekið, en ég get ekki lofað að það verði á hverju ári,“ sagði Paet sem var stórhrifinn af Hjaltalín. Ráð- herrann er líka bráðungur, fæddur 1974 en hefur verið utanríkisráð- herra Eistlands í sex ár, eða síðan 2005. Forsetanum vel tekið Það var Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sem setti Íslendinga- daginn formlega á miðnætti á laug- ardagskvöldið að loknum flutningi Si- nead O‘Connor á laginu „Nothing Comepares 2 U“. Hann sló loka- punktinn á stórum sjálfstæðistónleik- um sem voru haldnir á laugardags- kvöldið á flottu útitónleikasvæði í Tallinn. Ólafi Ragnari var fagnað eins og poppstjörnu og kölluðu áhorfend- ur þakkir til hans, þakkir til íslensku þjóðarinnar fyrir hugrekkið að standa með þeim fyrst allra. Íslend- ingadagurinn hófst svo formlega á hádegi í gær með útitónleikum Ólafs Arnalds á þaki verslunarmiðstöðvar þar sem er rekið kvikmyndahús und- ir berum himni. Utanríkisráðherrar Íslands og Eistlands voru viðstaddir tónleikana og virtust kunna vel að meta tónlistina. Össur Skarphéðins- son setti svo matarmarkað „Inspired by Iceland“ á Íslandstorgi. Þar var boðið upp á rétti úr íslensku hráefni og virtust Eistar kunna vel að meta það því torgið var fullt af fólki allan eftirmiðdaginn. Ekki skemmdi fyrir að Karlakór Kjalnesinga og Retro Stefson spiluðu og sungu fyrir gesti. Þá var íslensk samtímahönnun til sýnis og ljósmyndasýning Páls Stef- ánssonar var opnuð á veitingastaðn- um SFÄÄR. Gærdagurinn endaði svo á Íslendingapartíi þar sem listamenn- irnir sem komu fram yfir daginn tróðu líka upp við góðar undirtektir.  Íslendingadagur var haldinn í Tallinn í Eistlandi í gær  Fjöldi íslenskra listamanna kom fram við góðar undirtektir heimamanna  Eistar héldu upp á tuttugu ára sjálfstæðisafmæli um helgina Þökkuðu stuðning Íslendinga Sigur Rós Garell hugðist kíkja á heimildarmyndina Heima. Það eru ekki aðeins þeir sem voru orðnir fullorðnir þegar Eistland endurheimti sjálfstæði sitt fyrir 20 árum sem voru með á hreinu hvern- ig Ísland kom við sögu í þeirri bar- áttu. Blaðamaður tók nokkur eist- nesk ungmenni tali og spurði hvað þau vissu um Ísland. Vinkonurnar Lis, Lísa og Anna voru á tónleikum Snorra Helgason- ar. Þær vissu svolítið um Ísland. „Höfuðborgin er Reykjavík. Nátt- úran er fjölbreytt, það eru eldfjöll og ís. Ísland var líka fyrsta landið sem lýsti stuðningi við sjálfstæði Eistlands fyrir tuttugu árum,“ sögðu stelpurnar. Ein þeirra hafði átt íslenskan bekkjarfélaga og var því betur að sér í Íslandsfræðunum en hinar tvær. Þær ætluðu í Íslend- ingapartíið í gærkvöldi til að sjá hljómsveitina Sykur spila. Þær vissu lítið um sveitina en höfðu hitt bandmeðlimi á laugardagskvöldinu og langaði að heyra í þeim. „Við þekkjum bara Sigur Rós frá Íslandi. En við ætlum samt að sjá nokkra ís- lenska tónlistarmenn í dag og erum spenntar fyrir því.“ Garell var með hjólið sitt við opn- un hönnunarsýningarinnar. Honum fannst ekkert undarlegt við það að halda Íslendingadag í Tallinn. „Nei mér finnst það ekki þegar horft er til þess sem Ísland gerði fyrir Eist- land fyrir 20 árum.“ Hvað veistu um Ísland? „Það er eyja með ævintýralegu landslagi og eldfjallavirkni.“ Garell ætlaði að sjá Sigur Rósar- kvikmyndina Heima á dagskrá Ís- lendingadagsins. „Tónlist Sigur Rósar er eina íslenska tónlistin sem ég þekki.“ Fjör Vinkonurnar Lis, Lísa og Anna voru á tónleikum Snorra Helgasonar. Ísland hjá ungum Eistum 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 fyrst og fremst ódýr Heils a & Holl usta 25 g p rótein engin n hvít ur syk ur Hámark próteind rykkur, jarðarbe rja-, van illu- og skúkkula ðibragðkr. stk.168 Geymi ð blaðið Heilsublaði ð er komið út Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, útnefndi um helgina 80 ára gamalt Evrópulerki í Hólavallagarði Borgartréð 2011. Tréð var valið af Skógræktarfélagi Reykjavíkur í samstarfi við Reykja- víkurborg og garðyrkjustjóra Kirkju- garða Reykjavíkur. Tilgangurinn með útnefningu Borgartrésins er að vekja athygli á sérstökum gömlum trjám sem vert er að hlúa að og varð- veita til langrar framtíðar. Í umsögn segir að Evrópulerkið, Larix decidua, sem fyrir valinu varð í ár sé það fegursta sinnar tegundar í Reykjavík. Er hæð þess rúmir tíu metrar. Það hefur gríðarstóra krónu sem hvílir á tveimur íturvöxnum stofnum. Evrópulerkið var meðal fyrstu trjátegunda sem reynt var að gróð- ursetja hér á landi í upphafi 20. aldar. Finna má aldargömul tré á nokkrum stöðum. Evrópulerki borgartré ársins 2011 Við tréð Jón Gnarr við Borgartréð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.