Morgunblaðið - 22.08.2011, Page 16

Morgunblaðið - 22.08.2011, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þess eru ekkimörg dæmií sögunni að tveir menn hafi kúgað og kvalið jafnmarga, jafn- mikið og jafnlengi og feðgarnir Kim Il Sung og Kim Jong Il. Í Norður-Kóreu búa á þriðja tug milljóna sem í rúma sex áratugi hafa af völdum þess- ara manna mátt þola nær al- gera einangrun frá umheim- inum, algera skoðanakúgun sem tæpast verður kölluð ann- að en heilaþvottur heillar þjóðar, viðvarandi matarskort og stundum beinlínis hung- ursneyð, verulegan skort á öll- um öðrum neysluvarningi og þægindum nútímans, auk stöðugs ótta við refsingu yf- irvalda verði þeim á að sýna annað en fullkomna und- irgefni og hollustu. Og þessa stundina er Kim Jong Il í Rússlandi á fundum með æðstu mönnum, að því er virð- ist meðal annars í þeim til- gangi að afla syni sínum, Kim Jong Un, stuðnings til að taka við leiðtogahlutverkinu. Útlit- ið er sannarlega ekki gott fyr- ir ólánsama íbúa Norður- Kóreu takist að framlengja þetta ættarveldi. Samkvæmt kenningum Kim-feðganna og komm- únistaflokksins eru íbúarnir að vísu síður en svo ólánsamir. Þessu er ágætlega lýst í bók- inni Engan þarf að öfunda, en titillinn vísar til áróðurs yf- irvalda um að íbúar Norður- Kóreu hafi það svo gott að þeir þurfi ekki að öfunda íbúa ann- arra ríkja. Þetta er hluti af heilaþvottinum sem er eitt mikilvægasta stjórntæki harð- stjóranna. Landinu er lokað, upplýsingum ekki hleypt inn og svo er almenningi birt sú mynd af ástandi eigin ríkis og umheimsins sem hentar illum tilgangi Kim-feðganna. En þó að landið sé lokað hef- ur nokkrum tekist að flýja og bókin Engan þarf að öfunda, sem kom út fyrr á þessu ári í íslenskri þýðingu, er byggð á viðtölum við þá sem sloppið hafa úr harðræð- inu. Lýsingarnar eru með hreinum ólíkindum og í raun óskiljanlegt að Kim Il Sung skuli hafa tekist að búa til þetta hrylli- lega fangelsi úr norðurhluta Kóreuskagans. Vandamálin sem þessir harðstjórar hafa skapað snúa þó ekki aðeins að íbúum eigin ríkis, því að Norður-Kórea ógnar friði og öryggi í næstu ríkjum, ekki síst í Suður- Kóreu. Í landinu er einn stærsti her heims með yfir eina milljón manna undir vopnum og Kim Jong Il hefur af og til gefið nágrönnum sín- um í suðri til kynna að hann hiki ekki við að beita vopna- valdi ef á þurfi að halda. Til- raunir með langdrægar flaug- ar og gereyðingarvopn sýna raunar að ógnin gæti einnig teygt sig enn lengra ef Norð- ur-Kórea fær tíma og svigrúm til að þróa vopnin áfram. Talið er að á fundum Kim Jong Il í Rússlandi verði kjarnorkuáætlun Norður- Kóreu rædd, auk orkumála og matvælaskorts. Afar mik- ilvægt er að þessar viðræður skili árangri, en reynslan sýn- ir að ástæða er til að stilla væntingum í hóf þegar yf- irvöld í Pyongyang eru annars vegar. Þau eru bæði treg til að semja og til að standa við það sem þó er samið um. Engu að síður kann að vera að jafnvel í Norður-Kóreu verði harðstjórar órólegir þegar þeir sjá að ýmsir slíkir hafa reynst fallvaltari en talið var. Munurinn er hins vegar sá að í engu öðru ríki hefur tekist með sama hætti að gegnsýra allt þjóðfélagið. Lík- urnar á að almenningur rísi upp á næstunni í Norður- Kóreu eru því hverfandi og þeim mun mikilvægara að leiðtogar þeirra ríkja sem helst hafa getað haft áhrif á Kim-feðgana, sem eru Rúss- land og Kína, þrýsti á um breytingar í þessu risavaxna fangelsi. Kim-feðgarnir eru ekki aðeins hættulegir eigin fólki heldur einnig umheiminum} Risavaxið fangelsi Upplýst hefurverið að á sama tíma og nið- urskurður heldur áfram í heilbrigð- iskerfinu mun ríkið borga þremur milljónum króna meira á mánuði í húsaleigu fyrir sameinað Landlækn- isembætti og Lýðheilsustöð en greitt var fyrir húsnæði beggja áður. Og það sem meira er, ríkið þarf að greiða tvær millj- ónir á mánuði til ársins 2027 fyrir húsnæði Landlæknis sem nú stendur autt. Þetta er látið gerast í miðjum niðurskurðinum á sjúkrahúsum landsins. Ekki er alltaf hag- ræði af sameiningu}Milljónir í súginn Þ að hefur verið mögnuð stund í lítilli sveitakirkju sumarið 1996, Skarðs- kirkju í Landsveit, þegar lög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jón- asar Hallgrímssonar voru frum- flutt. Síðar voru þau flutt í sveitakirkjum norðanlands, meðal annars í Bakkakirkju í Öxnadal, en Jónas var sem kunnugt er fæddur að Hrauni. „Sveitakirkjur á Íslandi voru allt fram á mína daga einu tónleikahús landsins og í þeim var fumflutt mikið af tónlist okkar fyrr á þess- ari öld,“ skrifar Atli Heimir í inngangsorðum á geisladisknum Íslands minni með lagasafninu við ljóð Jónasar. Það þarf ekki alltaf mikla yf- irbyggingu, þó að tilhneigingin sé í þá átt hér á landi! Mikil tíðindi eru að þjóðin eigi nú svona fal- leg lög við ljóðin, sem hver Íslendingur geymir í hjarta sínu frá barnsaldri. Dalvísa er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, en fyrsta erindið er svohljóðandi eins og allir vita: Fífilbrekka! gróin grund! grösug hlíð með berjalautum! flóatetur! fífusund! fífilbrekka! smáragrund! yður hjá ég alla stund uni best í sæld og þrautum; fífilbrekka! gróin grund! grösug hlíð með berjalautum! Í ævisögu Jónasar Hallgrímssonar, sem Páll Valsson færði í letur, segir frá því er Jónas sendi Dalvísu til félaga sinna í Fjölni í janúar 1844 „með þeirri nótu að „það er best að hrein- skrifa þetta fyrr en maður les það sér til upp- byggingar“, og ýtir þar með undir þá túlkun að Dalvísa sé eins konar litúrgískur lofsöngur til landsins, kannski ekki síst Öxnadals, þar sem hrynjandi og tónlist bragsins er einn sterkasti þátturinn.“ Og hún er athyglisverð önnur nóta Jónasar, sem líka á við um Sláttuvísu: „Það er annars ógjörningur að eiga sér ekki lög til að kveða þess konar vísur undir; svona komast þær aldrei inn hjá alþýðu.“ Sjálfur var Jónas ágætur söngmaður „á góðra vina fundi“. Brynjólfur Pétursson svaraði Jónasi 12. febrúar eftir að hafa lesið Dalvísu upp á Fjölnisfundi: „Ég skrifaði upp dalvísuna þína, eins og þú baðst mig um. Ekki hef ég látið búa til lag við hana. Ég er hræddur um það sé ekki hægt að leggja hana út, af því hún er nokkuð „ej- endommelig og original“. Ég las hana upp á fundi og fund- armenn sögðu hún væri falleg og skrítin og báðu mig að biðja þig að gefa Fjölni hana. Þú gerir það! nicht wahr? Þú verður blessaður að senda okkur eitthvað meira.“ En nú hefur ósk Jónasar ræst. Mikið er lagið fallegt og meira að segja til í léttum útsetningum fyrir píanó, sem blaðamenn geta tileinkað sér, þó að rúm rúm tuttugu ár séu síðan þeir lærðu á það hljóðfæri. Pétur Blöndal Pistill Fífilbrekka Jónasar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Karl Blöndal kbl@mbl.is A nna Hazare er orðinn að tákni fyrir andóf á Ind- landi. Hazare hefur leitt baráttu gegn spillingu í landinu og þegar hann var handtekinn vegna mótmæla gegn nýjum lögum gegn spillingu, sem hann telur að gangi allt of skammt, fylltust götur landsins af mótmæl- endum. Margir af stuðningsmönnum Haz- are líkja honum við Mahatma Gandhi, sjálfstæðishetju Indverja. Hazare sækir einnig í smiðju hans. Hazare hóf á föstudag 15 daga hungurverk- fall eftir að hundruð þúsunda stuðn- ingsmanna fylgdu honum í göngu um Nýju Delí þrátt fyrir úrhellisrign- ingu. Gangan var sýnd beint um allt landið. Hann gerir kröfu um að nýju lög- unum verði breytt, í núverandi mynd muni þau engu breyta um spillingu í landinu. „Nú er að duga eða drepast, rétt eins og í sjálfstæðisbaráttunni,“ sagði hann í liðinni viku. „Annaðhvort tekst okkur fyrirætlan okkar eða við færum hina endanlegu fórn. Rík- isstjórnin er að reyna að blekkja íbúa þessa lands – við munum ekki láta það gerast.“ Manmohan Singh forsætisráð- herra segir að herferð Hazare sé á misskilningi byggð, en honum hefur ekki tekist að slá á reiði almennings. Stjórn Singhs er með afgerandi meirihluta á þingi, en hvert spilling- armálið hefur rekið annað og nú hriktir í stoðum hennar. Í mars varð mikið uppnám á ind- verska þinginu þegar Wikileaks birti bandarískan sendiráðspóst þar sem því var lýst að háttsettur aðstoð- armaður Congress-flokksins sýndi bandarískum sendierindreka „kassa með reiðufé“ sem sagt var að hefði verið notað til að múta þingmönnum til að verja stjórnina vantrausti 2008. Lekinn birtist aðeins nokkrum dög- um eftir að ráðgjafafyrirtækið KPMG birti skýrslu þar sem sagði að spilling væri að verða svo mikil að það gæti staðið hagvexti í landinu fyrir þrifum. Ekki væri aðeins um það að ræða að hinn daglegi veruleiki þar sem greiða þyrfti mútur fyrir hvert viðvik, allt frá fæðingarvottorðum til viðskiptaleyfa, væri dragbítur á efna- hagslífið, heldur umfangsmiklar svikamyllur þar sem stjórnvöld og viðskiptalífið kæmu milljörðum doll- ara undan. Í febrúar var samgönguráðherra landsins, Andimuthu Raja, handtek- inn og sakaður um að hafa selt aðgang að farsímatíðni fyrir brot af andvirð- inu. Sumir fréttaskýrendur segja að þetta sé mesta hneyksli í sögu Ind- lands og endurskoðendur telja að rík- issjóður landsins hafi orðið af næstum 40 milljarða dollara tekjum með því að halda ekki uppboð á tíðnisviðinu. Og ekki er ein báran stök. Herfor- ingjar á eftirlaunum og ættingjar háttsettra stjórnmálamanna eru sak- aðir um að hafa nælt sér í íbúðir í Mumbai, sem reistar voru fyrir stríðsekkjur. Spilling og fúsk ein- kenndi framkvæmd samveldisleik- anna í Delí í fyrra og kostuðu þeir 4,1 milljarð dollara í stað 270 milljóna eins og í upphafi var ætlað og reynd- ust tekjurnar aðeins 38 milljónir doll- ara. Hin daglega spilling hefur ásamt þessum stóru málum valdið vaxandi óánægju í landinu, sérstaklega hjá millistéttarfólki og hún fær nú útrás í stuðningi við herferð Hazares. Þegar Hazare var handtekinn ásamt þúsundum mótmælenda jókst reiðin. Á miðvikudag flutti Singh ræðu í þinginu gegn Hazare og sagði að lögin gegn spillingu væru eina for- gangsmál þingsins. Sama dag gengu tugir þúsunda manna um götur Nýju Delí og sögðu að vandinn, sem Singh þyrfti að taka á, væri ekki Hazare heldur spilling. Herför gegn spillingu kveikir í fjöldanum Reuters Gegn spillingu Anna Hazare var á föstudag sleppt úr fangelsi og fylgdi honum mikill mannfjöldi í Nýju Delí er hann fór til að hefja hungurverkfall. Anna Hazare er lágvaxinn, 74 ára gamall fyrrverandi bílstjóri úr indverska hernum. Hann dáir Mahatma Gandhi og klæðist líkt og hann. Hugmyndum hans um að byggja Indland upp í kringum sjálfbær þorp svipar til hug- mynda Gandhis. Hazare hóf fyrir helgi hung- urverkfall gegn spillingu, en því vopni beitti Gandhi til að þrýsta á bresku nýlenduherrana á sín- um tíma. Hazare barðist í stríði Indverja og Pakistana um Kasmír 1965. Eitt sinn slapp hann naumlega undan loftárás og kveðst þá hafa ákveðið að helga líf sitt velferð mannkyns. Í anda Gandhis FASTAR GEGN SPILLINGU Fastar Hazare fyrir framan Gandhi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.