Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Seðlabankinn hefur, í gegnum Eignarhaldsfélag Seðlabanka Ís- lands (ESÍ), veð í öllu hlutafé Sögu Fjárfestingabanka. Greint var frá því í Viðskipta- blaðinu í gær að ESÍ hefði tekið yfir Hildu, annað móðurfélaga Sögu, og þar með eignast með beinum hætti tæplega tíu prósenta hlut í fjárfestingabankanum. Þau ríflega 90 prósent sem eftir standa af hlutafé fjárfestingabank- ans eru í eigu Sögu Eignarhalds- félags hf. en eigendur þess eru þeir sömu og áttu Hildu fyrir yf- irtöku ESÍ á því félagi. Endurskipulagning bankans Félögin tvö urðu til við end- urskipulagningu á Sögu Fjárfest- ingabanka haustið 2009. Hilda var þá látin taka yfir 15,1 milljarðs króna skuld bankans við ESÍ, en sú skuld kom til vegna láns rík- isins til bankans eftir bankahrun. Á móti þeirri skuld komu ýmsar eignir frá Sögu Fjárfestingabanka, en þær eignir lækkuðu hratt í verði. Á aðalfundi Hildu þann 30. júní síðastliðinn kom fram að tekist hefði að greiða eitthvað inn á lánið til Seðlabankans, en illa hefði hins vegar gengið að vinna úr eignum Hildu, eins og fram kemur í frétt Viðskiptablaðsins. Því hafi niður- staðan orðið sú að ESÍ tæki félag- ið yfir. Hlutafé Hildu var fært niður og svo hækkað aftur um einn milljarð, en samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins lagði Seðlabankinn ekkert nýtt fé inn í félagið. Þrátt fyrir að skuldin við ESÍ hafi verið öll flutt í Hildu þýðir það ekki að Saga Fjárfestinga- banki eða Saga Eignarhaldsfélag hafi þar með verið laus allra mála, því Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að Seðlabankinn eigi veð í öllu eftirstandandi hlutafé í fjár- festingabankanum. Með veð í öllu hlutafé Sögu Morgunblaðið/Ernir Banki Saga Fjárfestingabanki hét Saga Capital, en skipti um nafn árið 2010. Þá flutti bankinn höfuðstöðvar sínar frá Akureyri til Reykjavíkur í vor.  Eignarhaldsfélag Seðlabankans hefur eignast 10 prósenta hlut í Sögu Fjárfest- ingabanka  Seðlabankinn er þar að auki með veð í öllu hlutafé sem eftir stendur Fjárfestingabankinn » Saga Fjárfestingabanki tapaði tæpum 1,8 milljörðum króna á síðasta ári, saman- borið við 2,8 milljarða króna tap árið á undan. » Eignir bankans nema 9,2 milljörðum króna og skuldir 8,4 milljörðum. Eigið fé er því rúmar 820 milljónir króna. » Eiginfjárhlutfall er 19,7 prósent, en var 36,3 prósent í árslok 2009. FÉLAGAR MEÐ PREMIUM ICELANDAIR AMERICAN EXPRESS® FRÁ KREDITKORTI GREIÐA EKKERT ÁRGJALD Í ICELANDAIR GOLFERS + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar þér að spila golf út um allan heim. Golfsettið ferðast frítt! Þú nýtur þessara hlunninda: • Þú greiðir ekkert gjald fyrir golfsettið þegar þú ferðast með Icelandair. • Þú færð ýmis tilboð á golfvöllum hér heima og erlendis og hjá samstarfs- aðilum Icelandair Golfers. Innifalið í 5.900 kr. árgjaldi er m.a.: • 2.500 Vildarpunktar • 2.000 kr. gjafabréf í Saga Shop • 100 æfingaboltar í Básum • Merkispjald á golfpokann 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2011 Verðbólga í ágústmánuði mældist óbreytt frá fyrri mánuði, 5%. Neysluverðsvísitalan hækkaði um 0,26% milli mánaða, sem var minni hækkun en greiningardeildir höfðu almennt gert ráð fyrir. Greiningardeild Arion banka spyr hvort Seðlabankinn hafi ofmetið væntanlega verðbólgu, en versnandi verðbólguhorfur voru ein af megin- röksemdum peningastefnunefndar fyrir 0,25% hækkun stýrivaxta í síð- ustu viku. „Ef fram heldur sem horf- ir þá er útlit fyrir að Seðlabankinn hafi gengið of langt í uppfærslu á verðbólguspá sinni og því byggja þær forsendur sem liggja að baki síðustu vaxtaákvörðunar á enn veik- ari grunni,“ segir greiningardeildin í fréttabréfi sínu. Óbreytt verðbólga Morgunblaðið/Ernir Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Mikil þátttaka var í skuldabréfaút- boði Reykjavíkurborgar á mið- vikudag, en tilboð bárust að nafn- virði alls 2,9 milljarðar króna og var tilboðum tekið fyrir 1,4 millj- arða. Birgir Björn Sigurjónsson, fjár- málastjóri borgarinnar, segir að þátttakan hafi verið sú mesta á árinu. „Við höfðum stefnt að því að selja bréf fyrir um einn millj- arð króna, en fórum aðeins yfir það mark núna, meðal annars til að sýna að við kunnum að meta þennan mikla áhuga.“ Birgir segir að í síðustu tveimur útboðum á undan hafi tilboðum verið tekið fyrir umtalsvert lægri fjárhæðir, eða 100 milljónir í júní og 200 milljónir í maí, meðal ann- ars vegna þess að ávöxtunar- krafan sem bauðst í þeim útboðum hafi verið í hærri kantinum. „Við höfum heimild fyrir útgáfu skuldabréfa að nafnvirði 6,3 millj- arða króna á árinu vegna fjárfest- inga og eigum eftir að gefa út 2,4 milljarða króna eftir útboðið í vik- unni. Staða á handbæru fé borgar- innar er sterk,“ segir Birgir. Athygli vakti að útboðið fór fram degi áður en sex mánaða uppgjör borgarinnar var birt, en Birgir segir að það hafi verið til- viljun. Tímasetning útboðsins hafi verið ákveðin fyrir löngu. Birting sex mánaða uppgjörs á þessum tímapunkti hafi verið hluti af ag- aðri uppgjörsáætlun, en borgin hafi viljað skila af sér uppgjöri í ágústmánuði.  Reykjavíkurborg seldi á miðvikudag skuldabréf fyrir 1,4 milljarða króna Mikil þátttaka í útboði borgarinnar                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-., +/.-/, ++. 00-110 0+-112 +/-11, +20-34 +-2415 +/0-5, +5,-3, ++,-/ +/5-0/ ++.-,2 00-155 0+-155 +/-1.5 +2,-,4 +-2423 +/,-+4 +52-,3 0+3-,.0+ ++2-14 +/5-4, ++.-5/ 00-+, 0+-+0/ +/-+13 +2,-44 +-2430 +/,-4+ +52-/. Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.