Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 20
SVIÐSLJÓS María Elísabet Pallé mep@mbl.is „Mér finnst alveg stórkostlegt að vinna með hundum en þeir sem vinna með dýrum þurfa að vera með háan þolinmæðisstuðul,“ segir Sóley Halla Möller, annar eigandi hunda- snyrtistofunnar og gæludýrabúðar- innar Dekurdýra. „Þetta er bæði andleg og líkamleg vinna en ofboðslega gefandi,“ segir Sóley. „Það er ekki spurning að hundarnir vita þegar þeir eru hrein- ir og fínir vegna þess að þeir fá svo mikla athygli þegar þeir koma heim,“ segir hún og bætir við að fólk þurfi að hugsa málið vel áður en það fær sér hund. Best sé að velja þá tegund sem henti best því að mjög misjafnt sé hvað hundarnir þurfi mikla umönnun. „Það er mjög algengt hérna á Ís- landi að fólk fari með hundana sína á snyrtistofu en erlendis gerir fólk þetta meira heima hjá sér,“ segir Sóley. „Það er orðið mjög algengt að hinn almenni hundaeigandi komi hingað og láti baða og snyrta. Allur óþrifnaður sem fylgir því er þá hérna hjá okkur,“ segir Sóley. Segir hún fólk vilja nýta sér þessa þjón- ustu en bæði séu til sölu hjá þeim dýrar sýningarvörur sem og ódýrari fyrir venjulega heimilishunda. „Sumir koma einu sinni í viku en aðrir koma annan hvern mánuð eða á þriggja mánaða fresti,“ segir Sól- ey. Mikið sé að gera hjá Dekur- dýrum vegna alþjóðlegu sýningar- innar um helgina en einnig sé mjög mikið að gera fyrir jólin og þá fái hundarnir rauða jólaslaufu. Sóley myndi ráðleggja hundaeigendum að tala við fagfólk og ekki gera eitthvað óhugsað. Margir falli fyrir litlum hvolpum vegna þess að þeir séu gull- fallegir. Sóley og Ásta María Guð- bergsdóttir opnuðu stofuna í miðju hruni og mikið hefur verið að gera þar sem hundaeign hefur aukist. Fólk sé duglegra að leita sér fræðslu um umönnun á hundunum sínum. Fjórar stórar sýningar eru haldnar á hverju ári. Sóley segir mikla sam- keppni vera á milli hundaeigenda sem taka þátt í hundasýningum. „Þetta er í raun fegurðarsamkeppni, það er verið að velja þann hund sem er hæfastur til undaneldis og því getur fallegasti feldurinn haft úr- slitaáhrif,“ segir Sóley. „ Gefandi að vinna með hundum“  Fjölmargir hundar fara í snyrtingu fyrir sýningu  Hundaeign hefur aukist verulega á síðustu ár- um  Fólk þarf að ráðfæra sig við fagfólk um hvaða hundategund hentar þeim best Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hundahald Íslendingar eru duglegir að fara með hundana sína á snyrtistofur, sérstaklega fyrir stórar hundasýningar. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2011 Allt á einum stað Hunda- og kattasnyrtistofa Dýralæknaþjónusta Dalvegi 18, Kópavogi, sími 554 4242 Opnunartími: Mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Góða skemmtun um helgina Skannaðu kóðann til að sjá frétt um hundasýninguna. „Fólk er miklu meðvitaðra um að finna sér sína „réttu“ tegund. Fólk vill meira kynna sér eiginleika og skapgerð hunda áður en það fær sér hund,“ segir Lára Birgisdóttir en hún hefur ræktað hunda í 16 ár. Lára segir að fólk sé meðvitaðra um að leita sér að góðum ræktendum og vilji fá innsýn frá þeim sem og góðar leiðbeiningar. Til séu dæmi um að fólk bíði í marga mánuði eða jafnvel ár eftir sínu ,,rétta goti“. „Það er ákveðinn lífstíll að eiga hund og ég held að það sé mann- inum eðlilegt að hafa ekki bara mannfólk í kringum sig. Það er eitt- hvað í eðli okkar, við höfum þörf fyr- ir að tjá okkur við önnur dýr og við lærum líka svo mikið af dýrum. Þau kenna okkur svo miklu meira um okkur sjálf frekar en að við séum að kenna þeim,“ segir Lára, sem telur það margsannað að hundar geti bætt lífsgæði fólks. „Fólk sem hefur átt hund getur ekki hugsað sér að eiga ekki hund eftir að þeir falla frá,“ segir hún að endingu. mep@mbl.is Morgunblaðið/Sigurgeir S. Lífstíll Fólk sem hefur átt hund getur ekki hugsað sér að vera án hunds. „Bæta lífsgæði fólks“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.