Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 29
„Gullvagninn“ með Bjögga heima hjá Hildi Magg og við náðum varla andanum uppi í sófa. Það vantaði aldrei gleðina í kringum þig enda ómetanleg vinkona og brosið þitt lýsti upp daginn. Ó hvað það er gott að eiga allar þessar fallegu minningar. Þú varst svo einstök Stjarnan mín. Þú varst alltaf mikil fyrirmynd í vinahópnum, lést ekk- ert stoppa þig. Varst dugleg að lifa lífinu og ferðaðist mikið um heim- inn og ávallt tók heimurinn vel á móti þér og sögurnar sem þú sagðir manni voru alltaf frábærar og þú fékkst mann alltaf til að hlæja. Litla rauðhærða stjarnan á flakki um heiminn. Svo tók erfiðasta tímabilið í lífi þínu við. Það var aldrei neitt ann- að í boði en að sigra í þessari bar- áttu. Það var alveg sama hvenær á þessu tímabili við spjölluðum sam- an, þú varst alltaf svo bjartsýn og hafðir engar áhyggjur af að þetta ætti ekki eftir að fara á besta veg. Þú sýndir svo mikið hugrekki og lést manni alltaf líða vel eftir sam- tölin og leyfðir manni að trúa því að það væri að hjálpa til allir góðu straumarnir sem þér voru sendir. Varst alltaf svo hress og aldrei var hægt að finna það í gegnum þig að þú værir hrædd og vissir ekki hvað tæki við. Nú ertu komin á betri stað í hvíldina. Takk fyrir samveru- stundirnar hjartað mitt, þær verða ávallt geymdar á góðum stað í hjarta mér. Góða heimferð dýrmæti engill. Hildur Gyða Ríkharðsdóttir. Elsku hjartans stjarnan mín skærust. Ég hefði aldrei getað trúað því hversu nánar við áttum eftir að verða þegar Magga sagði mér frá Stellu vinkonu sinni sem var að fara sem skiptinemi til Frakklands eins og ég. Það var það fyrsta sem ég heyrði af þér og þarna áttum við bara þetta eitt sameiginlegt að vera að fara út saman. Frakkland átti svo eftir að færa okkur svo miklu miklu meira, eitthvað sem orð fá ekki lýst. Strax fyrsta kvöldið stálumst við til að sofa uppi í hvor hjá ann- arri og hughreystum hvor aðra yf- ir heimþránni sem helltist yfir okkur. Hvað okkur fannst við nú vitlausar að vera að fara út í þetta. Það voru nú sem betur fer bara gleðitár sem við áttum síðar eftir að fella saman í þessari dvöl. Það sem við hlógum og skemmtum okkur. Hjartað mitt tekur kippi þegar ég hugsa um allar góðu minningarnar okkar. Heimsókn- irnar, bréfin og símtölin. Ást okkar á París, kebab og crêpes með nutella, að ógleymdu Kinder Schocobons sem við hám- uðum í okkur, enda mættum við iðulega saddar í kvöldmatinn hjá fjölskyldunni þinni. Þetta blessað- ist nú allt saman hjá okkur og eftir að heim var komið var þessi dvöl alltaf eitthvað sem við gátum hleg- ið yfir, jafnvel grenjað úr hlátri. Elsku Stella, ég mun sakna þín svo mikið. Þú varst mér svo kær vinkona. Ég verð ævinlega þakk- lát fyrir að hafa kynnst þér og upplifað þennan einstaka tíma í lífi okkar saman. Þú varst einstök. Megi englarnir vaka yfir fjöl- skyldu þinni og veita þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Hvíldu í friði elsku vinkona. Þín Hildur Grímsdóttir. Hjartans Stella. Ég veit að ég var búin að lofa þér að skrifa ekki minningargrein um þig, en stund- um fara hlutirnir ekki eins og maður planar og óskar og það á svo sannarlega við um þig og þín veikindi. Sorrí en ég skal lofa að lofsyngja þig ekki um og of og ég skal líka nota mín orð. Við áttum svo góðan tíma sam- an, við vorum einhvern veginn alltaf í sambandi hvor við aðra. Allar stundirnar okkar á te&kaffi, með kaffi í hendi og gott slúður og við tvær. Bjór og gleði og glaumur og gott spjall, öll trúnóin hér og þar. Ég og þú. Ég sakna þín svo svakalega elsku hjartans stjörnukonan mín. Þú varst svo mikill karakter og hvar sem þú komst þá tóku allir eftir þér, Stella Víðis var mætt. Ég efast ekki um að þú eigir eftir að gera góða hluti, hvar sem þú ert, og ég ætla að vera dugleg að fara eftir því sem þú varst alltaf að minna mig á, að hugsa fallega um fólkið í kringum mig og passa fjölskylduna mína. Ég ætla líka að vera dugleg við að halda fallegri minningu um þig á lofti, endalaust og alltaf. Hjartans fjölskylda, þið eigið alla þá ást og umhyggju sem til er í heiminum skilið. Þið eruð búin að standa ykkur eins og hetjur í öllu þessu. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. (Megas) Þín vinkona, Viktoría J. Elsku hjartans Stella, þú varst tekin frá okkur allt of snemma. Erfitt er að sætta sig við þessa staðreynd. Það er ótalmargt sem okkur dettur í hug þegar við minnumst þín, svo margar sögur, svo margir kaffibollar, svo mikill hlátur. Þú varst svo einstakur kar- akter, með svo einstakan húmor. Naust þín vel í góðra vina hópi og áttir óskipta athygli allra. Við erum svo þakklátar fyrir að hafa kynnst þér og fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Öll matar- og kökuboðin, búðar- rápin og kaffihúsaferðirnar verða ekki eins án þín, elsku Stella. Hetjuleg barátta þín við veikindin kenndi okkur að njóta hverrar stundar. Við söknum þín, það er svo sárt að kveðja þig, elsku vinkona, en allar yndislegu minningarnar lifa áfram í hjörtum okkur allra. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Elsku Víðir, Jóna, Valdimar, Jón Eggert, Halldóra og aðrir að- standendur, guð veri með ykkur og styrki ykkur í sorginni. Kveðja, Heiður Lilja, Ragnhildur og Birna Blöndal Stella var besta vinkona Birnu systur. Við vorum allar saman á leikskóla í Bolungarvík en fjöl- skylda hennar flutti á Ólafsfjörð þegar hún var sjö ára og það var ekki fyrr en við vorum allar nem- endur við Menntaskólann á Akur- eyri að við endurnýjuðum vin- skapinn. Birna hefur frá því ég man eftir mér átt bestu vinkonur sem eru með henni nótt og dag. Í Bolung- arvík var það Alberta, á Akureyri var það Stella, og þessar stelpur voru svo samtvinnaðar henni að þær urðu að systrum manns. Partur af daglegu lífi og órjúfan- legur partur af manni sjálfum. Ég hitti Stellu aldrei eftir að hún veiktist. Ef hún var á Íslandi var ég í Kína og ef ég var á Íslandi var hún í Frakklandi. Ég hitti hana í síðasta skiptið heima í Bol- ungarvík um páskana 2009. Við og góðir vinir vorum í stofunni á Holtastígnum að syngja eins hátt og við mögulega gátum við lagið Tiny Dancer með Elton John. Ég sé Stellu ekki öðruvísi fyrir mér en stelpu fulla af lífsgleði og orku, sem ferðaðist um heiminn, upplifði og naut og var ávallt um- kringd góðu fólki. Hún var sú sem ég ræddi við um málefni líðandi stundar. Við skiptumst á skoðun- um og oftar en ekki þannig að all- ur matsalurinn á heimavistinni fékk að heyra hvað okkur fór á milli. Það gustaði af henni þegar hún mætti í hópinn, það var tekið eftir henni. Það er þannig sem ég á eftir að muna eftir henni. Þessari ákveðnu, ófeimnu stelpu sem var alltaf auðvelt að koma til að brosa en átti sjálf auðveldara með að fá fólk til að hlæja. Hugur minn er allur hjá Jónu, Víði, Valdimar, Nonna og Hall- dóru, ég samhryggist ykkur inni- lega, og Birnu, sem ég veit að var að missa svo miklu meira en góða vinkonu. Kristín Ketilsdóttir. Elsku Rauðhaus. Ég er búin að vera að pæla í því hvort það sé óviðeigandi að byrja þessi skrif á „Elsku Rauðhaus“ og ég er mjög viss um að ef ég spyrði þig mynd- irðu svara: „Af hverju gerirðu það ekki bara?“ – frekar svona hneyksluð á svipinn. Þú varst allt- af svo drífandi og skildir mig bara alls ekki þegar ég velti hlutunum of mikið fyrir mér. Þú vildir helst drífa í hlutunum, varst einhvern veginn alls staðar og vissir allt. Það er svona helst það erfiðasta við það að þú sért farin, þú áttir eftir að gera svo margt. Og við áttum eftir að gera svo mikið saman. Þú varst svo ótrúlega fyndin, svo skemmtileg að það er varla hægt að segja sögu um þig án þess að fara að hlæja. Sérstaklega þegar maður hugsar til þess hvernig þú hefðir sagt sög- una, því það er engin okkar jafn orðheppin og þú varst. Ég var alltaf viss um þú myndir verða ein af þeim sem maður sér á forsíðum tímarita og alltaf ein- staklega vel klædd, með fjall- myndarlegan mann upp á arminn. Ég mun sakna þín að eilífu elsku vinkona, Þín Björg. Stjarnan sem ávallt skein skærast. Alltaf til staðar til að skemmta þér og öðrum í kringum þig. Rauðhausinn okkar, þú fram- kallaðir bros og fékkst hjörtu til að hlýna. Þú varst skemmtikraft- ur og sögumaður með svo mikinn húmor fyrir sjálfri þér. Það var ótrúlegt hversu lengi þú gast hald- ið þér í karakter stórkostlegra persónugerða þótt við værum komnar niður á gólf, máttlausar af hlátri. Þú varst alltaf svo fróðleiksfús og ákveðin, hafðir drifkraft í ótrú- leg ævintýri. Þú varst forvitin um þennan skrítna heim sem við lifum í. En á sama tíma svo meðvituð um fólkið í kringum þig. Af um- hyggjusemi vildir þú vita hvernig aðrir höfðu það og hvað aðrir væru að brasa. Þú naust þín og nýttir stutta tímann þinn. Vinátta okkar er eins og hring- ur, einlægur og umfram allt sjálf- um sér nægur. Hann er órjúfan- legur og óendanlegur. Þú ert hjá okkur og við hjá þér, að eilífu. Við eigum eftir að sakna þín svo sárt, elsku Stella. Við hittumst aftur. Þangað til komumst við af með smáræðis hjálp frá vinum okkar og horfum til stjarnanna. Þaðan munt þú veifa okkur úr hæstu hæðum með blóm í hárinu. Þínar Sara og Auður.  Fleiri minningargreinar um Stellu Víðisdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2011 ✝ Jóhann SigfúsSigdórsson fæddist í Reykjavík 19. apríl 1956. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi föstudaginn 18. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigdór Ólafur Sigmarsson, f. á Neskaupstað 1.8. 1927, d.5.12. 2009, og Anna Jóna Loftsdóttir, f. í Hafnarfirði 20.8. 1930, d. 15.3. 1986. Þau skildu 1962. Seinni maður Önnu Jónu var Kristján Jóhanns- son, f. 1935. Systkini Jóhanns eru: Guðbjörg f. 1947, Þorsteinn f. 1949, Hafdís f. 1952, d. 2009, Loftur f. 1957, Dagbört Hanna f. 1960, Halldóra f. 1961, Kristjana f. 1963, Eva Mary f. 1966, Berg- ljót f. 1967. Jóhann kvæntist 1976 Ólöfu Ólafsdóttir, f. 1956, þau skildu. Synir þeirra eru 1) Ólafur Kr. Jóhannsson f. 1978, sambýliskona hans er Lára Magn- úsdóttir f. 1979, sonur Láru, fóst- ursonur Ólafs, er Kristján Júníus f. 1998. Sonur Ólafs og Matthildar Hólm er Jakob Dagur f. 2001. 2) Jóhann Kr. Jóhannsson f. 1981, sambýliskona hans er Guðrún Guðjóns- dóttir f. 1981. Börn þeirra eru Andri Snær f. 1999 og Heiða Diljá f. 2005. Jóhann ólst upp í Hafnarfirði og Reykjavík. Hann fór ungur til sjós og starfaði við það í mörg ár. Seinni árin starfaði hann sem málari og síðastliðin 20 ár var hann að mestu búsettur í Kaup- mannahöfn. Síðastliðin 2 ár hef- ur hann barist við erfið veikindi þar til hann lést hinn 18. ágúst síðastliðinn. Jóhann verður jarðsunginn frá Seljakirkju í dag, 26. ágúst 2011, klukkan 13. Elsku besti pabbi okkar, nú þegar við þurfum að kveðja þig allt of snemma með miklum sökn- uði og sorg eru margar minningar sem renna í gegnum huga okkar. Ekki óraði okkur bræðurna fyrir því að við ættum svo stuttan tíma eftir með þér. Það er svo ótal- margt sem við hefðum viljað ná að gera með þér sem ekki var gert í æsku, þar sem Bakkus var oft þér við hlið, þess vegna áttum við bræður færri stundir með þér en við hefðum viljað sem börn. Seinni árin fengum við að eyða meiri tíma með þér og kynnast þér bet- ur en sá tími varð alltof stuttur. Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóhannes. 3:16) Elsku pabbi, við munum ávallt geyma minningarnar um þig í hjarta okkar. Kveðja frá okkur öllum. Ólafur K. (Óli) og Lára, Jóhann Kr. (Kiddi) og Guðrún (Gugga). Elsku frændi, þá ert þú farinn snöggt eins og mamma, nákvæm- lega tveimur árum á eftir henni. Ég veit að hún tekur vel á móti þér enda voruð þið alltaf svo góðir vinir. Mamma leit alltaf á þig sem uppáhaldsbróður sinn og elskaði þig svo mikið. Sama hvað á dundi þá tók hún á móti þér og beindi þér á rétta braut því þú áttir alltaf greiðan aðgang að okkar heimili og ég man að þú varst þar svo oft. Lífið er eitthvað sem maður á að njóta hef ég á undanförnum ár- um áttað mig á og sem betur fer gast þú notið síðustu ára þrátt fyr- ir veikindi þín. Þú varst alltaf stóri frændi minn og þótt við höfum ekki alltaf verið sammála held ég að við höfum alltaf verið vinir. Þú tókst mér alltaf vel og leyfðir mér að vinna með þér og hældir mér fyrir dugnað sem gladdi mömmu mikið. Eftir að mamma dó höfum við ekki hist mikið, en ég hef hugs- að til þín, Óla og Kidda sem ég veit af eigin reynslu að eiga erfiða daga framundan. Við munum öll sakna þín mikið og hugsa til ykkar sem farin eruð. Ég sendi þér góðar kveðjur og votta frændum mínum og fjöl- skyldunni dýpstu samúð mína og pabba sem ekki treysti sér til að fylgja þér. Þegar ég sagði honum að þú værir farinn hafði hann á orði hvað hann hefði alltaf kunnað vel við þig og að þú hefðir verið vel gerður sem þú líka varst. Þinn frændi, Aralíus Gestur Jósepsson. Mig dreymdi þig og þú veifaðir mér og sagðir: „Ég er farinn.“ Þú leist svo vel út og varst svo glaður. Ég setti þessa kveðju ekki í sam- hengi við þá frétt sem ég fékk af andláti þínu en nú vil ég trúa að þú hafir komið til að kveðja mig. Við kynntumst fyrir þrjátíu og sex árum og erum búin að vera vinir síðan þó oft hafi liðið mörg ár á milli þess sem við höfum hist. Þú fluttir til Danmerkur og bjóst þar í mörg ár. Árið 2009 í einni af heimsóknum þínum til Íslands komst þú við í vinnunni hjá mér, og eftir það fórum við að hafa sam- band og hittast reglulega. Við vor- um saman síðustu jól á Kanarí, það var yndislegur tími og var okkur dýrmætur. Rétt áður hafðir þú fengið góðar fréttir varðandi sjúkdóminn sem þú varst haldinn og varst fullur bjartsýni. Þú keyptir þér íbúð á Íslandi og þá urðu heimsóknirnar tíðari heim. Eftir sem áður þurftir þú að fara til eftirlits á spítala í Danmörku, öll meðferðin þín fór þar fram. Í vor kom ég til þín til Danmerkur. Við áttum góðan tíma þar saman og þar á meðal var það ferðin okk- ar til Jótlands þar sem við heim- sóttum bróður minn sem vann þar á hestabúgarði og ferðin okkar til Svíþjóðar þar sem við heimsóttum gamla vinkonu sem við höfðum ekki hitt í yfir þrjátíu ár. Þrátt fyr- ir að ég vissi að sjúkdómurinn hefði heltekið þig aftur af fullum krafti þá trúði ég því alltaf að þú myndir komast frá þessu. Þú barst þig svo vel og kvartaðir aldr- ei. Ég hélt að við fengjum lengri tíma saman, við ætluðum að gera svo margt. Okkur langaði að ferðast meira og sjá heiminn. Nú ertu farinn einn í þitt hinsta ferðalag. Ég er þakklát fyrir þetta rúma ár sem við fengum saman, hver minning er mér sem perla. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki lengur talað við þig um alla skapaða hluti, við þig gat ég talaði um allt. Ég votta Kidda og Óla, barna- börnum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Blítt og rótt breiðir nótt blæju um fjöll og voga Augun þín, ástin mín, eins og stjörnur loga. Sonur kær! svefninn vær sígur brátt á hvarma. Sofðu rótt – sumarnótt svæfir dagsins harma. (Jón frá Ljárskógum.) Hvíldu í friði, kæri vinur. Þín Hulda. Jóhann Sigfús Sigdórsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi okkar, með þessum fáu línum kveðjum við þig í hinsta sinn. Í hjarta mér þú verður þaðan aldrei hverfur. Ég minningu þína geymi en aldrei gleymi. (Ágústa Kristín Jónsdóttir) Kveðja. Þín afabörn, Andri Snær, Jakob Dagur og Heiða Diljá. Jórunn Andrésdóttir, eða „Lóa“ í Hellukoti eins og hún er í minni minningu, var einlæg og góð kona. Fjölskylda okkar á sumarbústað beint á móti Hellu- koti á Stokkseyri og þannig hóf- ust vináttuböndin. Yngri systkini mín fóru oft yfir til „Lóu“ til að leika við barnabörn hennar og til að skoða hið mikla safn leikfanga sem þar voru og í leiðinni að fá Jórunn Andrésdóttir ✝ Jórunn Andr-ésdóttir fædd- ist í Hellukoti á Stokkseyri 16. nóv- ember 1916. Hún lést á Dvalar-og hjúkrunarheimil- inu Kumbaravogi 6. ágúst 2011. Jórunn (Lóa) var jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju 13. ágúst 2011. að kíkja á kettina og njóta heimilisins og umhverfisins þar. Jórunn var höfðingi heim að sækja, allt- af heitt á könnunni og veitingar í köku- boxunum. Afmælis- dagbókin hennar var sterkur tengilið- ur við umhverfið og aldrei brást að á morgni afmælis- dags einhvers í okkar fjölskyldu hringdi „Lóa“ og óskaði okkur til hamingju og skal hún hafa fyrir það miklar þakkir. Ég minnist þess fyrir alllöngu að hafa komið í Rjómabúið þegar þar var versl- un og stóðu þær vaktina þar systurnar. Hellukot hefur staðið autt um tíma enda Jórunn verið bæði á sjúkrastofnun í Reykjavík svo og á Kumbaravogi steinsnar frá Hellukoti. Hefði komið í jarð- arförina en var staddur á Ak- ureyri í nokkra daga við störf og því miður ógjörningur að fara suður vegna þessa en hugur minn var svo sannarlega í Stokkseyrarkirkju á útfarardegi. Hugur minn er oft í Hellukoti enda er Hellukot vin í eyðimörk hins furðulega þjóðfélags sem við búum í þar sem allir eru að eltast við Mammon og sýndar- mennsku. Svo var ekki farið um Jórunni. Hún var ánægð með sitt og elskaði sína ættingja og vini og ræktaði sambönd. Innilegar þakkir fyrir að hafa fengið að kynnast Jórunni, Möggu og fleir- um sem tengdust Hellukoti og hennar ættingjum öðrum og vin- um. Blessuð sé minningin um Jór- unni og ættingjum sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur. Friðrik Ásmundsson Brekkan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.