Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2011 Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Sýningin Í bili verður opnuð í kvöld í Hafnarborg. „Mig langaði að kanna þetta samband milli efnislegra hluta og þess að skapa þekkingu eða túlka fyrirbæri heimsins. Listaverk eru ein- mitt áhugaverður miðill til þess,“ seg- ir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir sýningar- stjóri en markmið sýningarinnar er að skapa vettvang fyrir gagnrýna um- ræðu um þekkingarsköpun og hlut- verk listasafna í því samhengi. Tólf listamenn og hópar taka þátt í sýning- unni og eru verkin flest ný og fjalla á einn eða annan hátt um þessi tengsl myndlistar og þekkingarsköpunar. Ólöf er jafnframt mannfræðingur og forstöðumaður rannsóknarþjón- ustu Listaháskóla Íslands. Hún segir að listnám í háskólum sé sífellt að verða akademískara og rannsóknar- tengdara. „Það er komin krafa á lista- menn að skapa þekkingu. Listamenn setja líka fram þekkingu á annars konar hátt en vísindamenn myndu gera,“ segir hún og útskýrir umfjöll- unarefni sýningarinnar nánar. Þekking í nýstárlegu ljósi „Þessir listamenn sem taka þátt í sýningunni núna eru ekki að setja fram byltingakenndar kenningar um fyrirbæri heimsins. Þeir eru frekar að varpa nýstárlegu ljósi á þekkinguna um heiminn eða hvernig þekkingin um heiminn hefur verið sett fram hingað til. Sýningin er ekki vísindaleg niðurstaða á rannsókn heldur er þetta ákveðin leit,“ segir hún og legg- ur áherslu á að sýningin sé mjög fjöl- breytt. „Ég lagði ekki fram þema, sem listamennirnir unnu verkin eftir, ég lagði upp með ákveðnar hug- myndir um hvað ég vildi vinna með. Sýningin þróaðist í með- förum hópsins en við hittumst mikið á meðan á vinnu- ferlinu stóð. Sýn- ingarferlið hefur verið áhugaverð- ur vettvangur samræðu,“ segir Ólöf, sem bauð reglulega gestafyrirlesurum úr há- skólasamfélaginu til leiks. „Við viljum að sýningin skapi um- ræðu um hvers konar staður safn er,“ segir Ólöf og útskýrir að líka sé unnið með rýmið í Hafnarborg í þessum anda. „Það er verið að vinna með rýmið á ögrandi hátt og draga fram hlutverk safnsins.“ Safnið opnaði dyrnar Hugmyndin að sýningunni var val- in úr sextán innsendum tillögum síð- astliðið haust þegar Hafnarborg bauð sýningarstjórum að senda inn tillögur að haustsýningu 2011. Segir í tilkynn- ingu að þetta sé í fyrsta sinn sem ís- lenskt safn opni á þennan hátt dyr sínar fyrir sýningarstjórum þó slíkt sé vel þekkt alþjóðlega. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Bryndís Snæbjörns- dóttir & Mark Wilson, Daníel Björns- son, Grétar Reynisson, Haraldur Jónsson, Hildigunnur Birgisdóttir, Hugsteypan (Ingunn Fjóla Ingþórs- dóttir & Þórdís Jóhannesdóttir), Ingirafn Steinarsson, Jeannette Cas- tioni, Magnús Árnason, Olga Berg- mann, Ólöf Nordal og Skyr Lee Bob (Erna Ómarsdóttir, Guðni Gunnars- son & Lieven Dousselaere). Nánari upplýsingar er að finna á hafnarborg.is. Undur og stórmerki Furðudýr Verkið Hybrid eftir Olgu Bergmann er á meðal þeirra sem eru á sýningunni. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir  Samsýningin Í bili, verður opnuð í Hafnarborg í kvöld  Tengsl listar og þekkingarsköpunar könnuð Sýningin vísar til hins sögulega fyrirbæris „furðustofu“ eða „Wunderkammer“ sem talið er marka upphaf safna nútímans. Furðustofu má rekja til endurreisnarinnar þegar evrópskir aðals- menn ferðuðust út fyrir sitt nærumhverfi og færðu heim í stofu óvenjulega furðugripi er stungu í stúf við hið þekkta. Munirnir voru einskonar sýnishorn af furðum veraldar. Gripirnir gátu ýmist verið úr lífríkinu eða manngerðir hlutir, en á þessum tíma kepptust menn við að kynnast heiminum og fyrirbærum hans, flokka þau og skipa þeim sess í þekkingarkerfum. Boðið til furðustofu UPPHAF SAFNA NÚTÍMANS María Ólafsdóttir maria@mbl.is Kvikmyndin Á annan veg, í leik- stjórn Hafsteins G. Sigurðssonar verður frumsýnd á laugardaginn á Patreksfirði en þar fóru tökur mynd- arinnar fram sumarið 2010. Kvik- myndin verður síðan frumsýnd 2. september á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Á annan veg er mein- fyndin og mannleg kómedía sem seg- ir frá tveimur ungum mönnum sem starfa við vegavinnu á afskekktum fjallvegum á 9. áratugnum. Þeir handmála merkingar á malbik og reka niður tréstikur í vegkanta og hafa ekkert nema hvor annan og til- breytingarlausa vinnuna. Þetta væri kannski í lagi ef þeim líkaði betur hvorum við annan en eftir að lífið tekur óvænta stefnu læra þeir að meta félagsskap hvor annars og þróa með sér vin- áttu, enda báðir á krossgötum í líf- inu. Hratt ferli „Hugmyndin var upphaflega sú að ég ákvað að gera eins ódýra mynd og ég gæti og hafa bara tvær aðalpersónur í myndinni. Út frá því spannst þetta allt saman. Ég fór að kynna mér Vegagerðina og komst að því að frumstæðar aðferðir voru við- hafðar á þessum tíma. Svo urðu per- sónurnar til og ég vildi hafa þær á af- skekktum stað og gera períódu- mynd. Fólk tengir alltaf períódur við eitthvað sem er dýrt en úti í náttúru- nni kemst maður upp með mikið. Þetta var skemmtilegt ferli sem hef- ur gerst óvenju hratt. Ég er mjög sáttur með lokaútkomu myndarinnar og nú er bara að sjá hvort fólk skili sér í bíó,“ segir Hafsteinn. Á spænskri kvikmyndhátíð Á annan veg hefur verið valin til að taka þátt í kvikmyndahátíðinni í San Sebastian sem fram fer á Spáni dag- ana 16. til 24. september næstkom- andi. Myndin keppir í flokki sem er tileinkaður fyrstu eða annarri mynd leikstjóra og er hún ein af fimmtán myndum sem tilnefndar eru til „Kutxa – New Directors Award“. Til nokkurs er að vinna þar sem á ferðinni eru hæstu peninga- verðlaun sem um getur á nokkurri kvikmyndahátíð í heiminum en í boði eru 90.000 evrur sem skiptast jafnt milli leikstjóra sigurmyndarinnar og spænsks dreifingaraðila sem sér um að dreifa myndinni í kvikmyndahús á Spáni. „Þetta er mikill sigur fyrir þessa litlu mynd. Þetta er hátíð sem gerir minni myndum hátt undir höfði og hentar myndinni vel,“ segir Haf- steinn sem þegar er kominn langt á veg með sína næstu kvikmynd eftir handriti Huldars Breiðfjörð. Munu tökur á þeirri mynd fara fram á Flat- eyri næsta sumar. Í helstu hlutverkum í kvikmynd- inni eru þau Sveinn Ólafur Gunnars- son, Hilmar Guðjónsson og Þor- steinn Bachman. Hafsteinn leikstýrir myndinni eftir eigin hand- riti og sögu eftir sig og Svein Ólaf. Þá má benda á Facebook-síðu myndar- innar: www.facebook.com/aannan- veg. Félagar Lífið er fremur tilbreytingarlaust í vegavinnunni og þeim félögum kemur ekki nógu vel saman í fyrstu þó þeir þrói síðar með sér vináttu. Meinfyndin og mannleg kómedía Hafsteinn G. Sigurðsson Lög eftir Lady Gaga, Beyonce og Take That eru á lista yfir 100 lög sem kín- versk yfirvöld hafa sett á svartan lista. Vefsíður hafa frest til 15. sept- ember til að fjarlæga þessi lög af síðum sínum en þau eru sögð ógna þjóðar- og menningaröryggi. Netið í Kína er undir ströngu eftirliti menningarmálaráðuneytis- ins sem dæmir ýmislegt óvænt óhollt fyrir þjóð sína. Árið 2009 gaf ráðuneytið út leiðbeiningar sem var beint gegn „slæmum smekk og dónalegum boðskap“. Flest eru lögin frá Taívan, Hong Kong og Japan en Lady Gaga á ansi mörg lög á listanum og líka Backstreet Boys. Kína bannar Lady Gaga og Beyonce Lady Gaga Frank Dileo, sem stýrði frama Michael Jackson á ní- unda áratugnum dó í Ohio í Bandaríkjunum í gær. Dileo vann með Michael Jackson að hinni frægu Thriller plötu og stjarnan sagði manninn ábyrgan fyrir því að draumar hans rættust. 29 milljón eintök af Thriller seldust á sínum tíma og sagði Jackson það hafa verið Dileo að þakka. Hann átti síðar eftir að gera aðrar sveitir frægar einsog Bon Jovi og Richie Sambora. Dileo var aðeins 63 ára að aldri og lést úr hjartaáfalli. Umbi Michael Jackson deyr Frank Dileo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.