Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2011 Sólskinssögur Krakkarnir í Hörðuvallaskóla voru í útikennslu í gær í góða veðrinu og teiknuðu háhýsin í Kópavogi. Síðan áttu þau að nota ímyndunaraflið og skrifa sögur um íbúa húsanna. Eggert Á þriðjudag tilkynnti ríkisstjórnin ákvörðun sína um að reist verði nýtt fangelsi á Hólms- heiði í landi Reykjavík- urborgar. Á fimmtudag reynir höfundur Stak- steina Morgunblaðsins að tala þessa ákvörðun niður og segir m.a. :„Nú hefur verið kynnt að málið hafi verið leyst og að ákvörðun liggi fyrir um að byggja nýtt fang- elsi. Um leið er viður- kennt að ekkert liggi fyrir um hvernig það skuli fjármagnað. Málið er með öðrum orðum í sömu sporum og áður, fyrir utan að rikisstjórn- inni tókst að kynna sýndarlausn fyrir lok ágúst. Hvern er verið að plata með slíkum mál- flutningi?“ Þessu er fljótsvarað. Það er engan verið að plata. Þvert á móti eru allir þættir málsins gerð- ir öllum ljósir: Í fyrsta lagi að fangelsi verði reist og því lokið innan þriggja ára, í öðru lagi staðsetningin á Hólmsheiði í landi Reykjavíkurborgar, í þriðja lagi verkáætlun sem fel- ur í sér að strax verður efnt til samkeppni um teikn- ingar og smíðin síðan boðin út á markaði þannig að framkvæmdir geti hafist á síðari hluta næsta árs. Hvað fjármögnun áhrærir er ljóst að skattþegn- arnir koma til með að borga framkvæmdina hvort sem formið verður einkaframkvæmd eða ríkisfram- kvæmd. Við – hvert og eitt sem greiðum skatta – borgum brúsann, nokkuð sem menn vilja gleyma þegar talað er um fjármögnunarleiðir fyrir fangelsi sem aldrei verður fjármagnað með notendagjöldum! Allt þetta liggur fyrir. Engan er verið að plata og óþarfi að gera lítið úr ákvörðun sem leysir áratuga deilur um hvort yfirleitt eigi að reisa nýtt fangelsi og þá hvar það eigi að vera. Staksteinar ættu að fagna með okkur hinum í stað þess að sýta ákvarðanir sem horfa til framfara. Eftir Ögmund Jónasson »Hvað fjár- mögnun áhrærir er ljóst að skattþegn- arnir koma til með að borga framkvæmdina hvort sem form- ið verður einka- framkvæmd eða ríkisfram- kvæmd. Ögmundur Jónasson Höfundur er innanríkisráðherra. Nýtt fangelsi Árið 1989 samþykkti Al- þingi eftirfarandi um verndun vatnsfalla og jarð- hitasvæða: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta und- irbúa á vegum Nátt- úruverndarráðs í samráði við yfirvöld orkumála áætl- un um verndun vatnsfalla og jarðhitasvæða, fossa og hvera. Drög að slíkri áætl- un verði lögð fyrir Alþingi til kynningar fyrir árslok 1990 og áætlunin fullbúin til staðfestingar síðar.“ Í greinargerð með tillögunni sagði m.a.: „Með slíkri vinnuaðferð væri tryggt að ekki sé verið að verja fjármagni til rann- sókna í þágu orkuvinnslu á svæðum sem vilji er til að varðveita sem lengst í nátt- úrulegu horfi og jafnframt væru síður líkur á hagsmunaárekstrum og hatrömmum deil- um sem dæmi eru um hérlendis. Í þessu sambandi má vísa til reynslu Norðmanna þar sem norska Stórþingið hefur friðlýst fjölmörg vatnsföll, sumpart um takmark- aðan tíma.“ Framkvæmdavaldið brást Umhverfisráðuneyti var stofnað 1990 og fékk mál þetta til meðferðar. Oftsinnis var rekið á eftir að farið væri að vilja þingsins en fjármagn fékkst ekki til verkefnisins. Alþýðuflokkurinn fór með umhverfismál 1991-1995 og aðhafðist lítið annað en setja á fót starfshóp sem í mars 1995 gerði til- lögu um rammaáætlun til langs tíma og þá aðeins um nýtingu vatnsafls. Það var loks á árinu 1999, áratug eftir samþykkt Alþingis, að verkefnishópur var settur á fót til að vinna að málinu og þá á forræði iðn- aðarráðuneytis. Áratug í viðbót hefur síðan tekið að þoka málinu í þá stöðu sem það er nú, en vinna að úttekt á jarðhitasvæðum hófst fyrst með 2. áfanga rammaáætlunar 2004. Orkufyrirtækin undir forsjá iðn- aðarráðuneytis hafa hins vegar ekki setið auðum höndum þessi 20 ár, Kára- hnjúkavirkjun var byggð, og nú kvarta ýmsir yfir að varið hafi verið fé til undirbúnings virkjana sem settar séu í verndarflokk. Af þessari sögu má margt læra, m.a. um veika stöðu Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu og hversu ósýnt okkur Íslendingum virðist um að leggja traustan grunn að stórum ákvörðunum. Meinbugir á tillögugerðinni Þeir sem kvaddir hafa verið til vinnu við gerð rammaáætlunar sl. 12 ár hafa eflaust reynt að vinna verk sín sem best, hver á sínum forsendum. Mörg ljón hafa hins veg- ar verið á veginum og endurspegla m.a. veikleika í löggjöf og ónógar almennar rannsóknir á náttúrufari hérlendis. Leitun mun að vel stæðum ríkjum sem vanrækt hafa eins og við Íslendingar að tryggja lág- marks rannsóknir og skráningu á náttúru landsins og mat á auðlindum þess. Þessi götótti grunnur hlaut að tefja fyrir og bitna á niðurstöðum í því verkefni sem hér um ræðir. Það sama á við þegar kemur að mati á umhverfisáhrifum framkvæmda. Fyrir liggur einnig að mikilvæg atriði eins og mat á landslagi komu seint inn í ferlið og samfélagslegir þættir aðeins að mjög tak- mörkuðu leyti. Er þar þó um að ræða eina af grunnstoðum sjálfbærrar þróunar, sem vísað er til í lagatexta. Mat á sjónrænum áhrifum af orkumannvirkjum, sem oftast verða mun meira áberandi hér en víðast hvar erlendis, hafa ekki ratað inn í vinnu að rammaáætlun sem skyldi, og svipað á við um áhrif á grunnvatn og vatnafar. Fagnaðarlæti eru ótímabær Margir áhugamenn um náttúruvernd hafa þegar lýst ánægju með framkomnar tillögur, þó vissulega með fyrirvörum. Þær undirtektir endurspegla ekki síst þá varn- arstöðu sem baráttufólk um náttúruvernd hefur verið í hingað til gagnvart óbil- gjörnum stjórnvöldum. Vissulega er ánægjulegt að sjá virkjunarhugmyndir sem lengi hafa verið umdeildar komnar í vernd- arflokk, þar á meðal Norðlingaölduveitu, Bitruvirkjun, Grændal og Gjástykki. En í þann flokk eru einnig sett svæði eins og Geysir, sem fáum hefur komið í hug að virkja, og vatnsfall eins og Jökulsá á Fjöll- um sem breið samstaða hefur þegar náðst um að láta ósnortna. Í nýtingarflokk eru sett svæði sem mikill ágreiningur er um eins og virkjanir í Neðri-Þjórsá og jarð- varmasvæði á Reykjanesi, sem sum hver hafa lítt verið könnuð, m.a. Sandvík og Sveifluháls. Í raun vantar heildstæða og samræmda úttekt á jarðvarma á öllum Reykjanesskaganum, svæði sem varðar miklu fyrir útivist og heilnæmt umhverfi í aðalþéttbýli landsins. Þá vekur furðu að sjá Hágöngusvæði við mörk Vatnajök- ulsþjóðgarðs sett í nýtingarflokk. Flokkun Þeistareykjasvæðis orkar einnig tvímælis sem og útfærsla vinnsluhugmynda þar. Mikið verk bíður áhugamanna að fara yfir fyrirliggjandi tillögur áður en málið verður lagt fyrir Alþingi. Á það einnig við um bið- flokk með mörgum kostum sem ótvírætt eiga heima í verndarflokki. Forræði til umhverfisráðherra Sá augljósi annmarki blasir við á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun (nr. 48/2011) að forræði málsins skuli vera á hendi iðnaðarráðherra en ekki umhverfisráðherra. Þeim síðarnefnda er al- mennt ætlað að tryggja yfirsýn og hlut- læga málsmeðferð um ráðstöfun landgæða og umhverfisráðuneytið fer með skipulags- mál. Skiptir þá engu hvaða einstaklingar skipa viðkomandi embætti. Um þetta var valin önnur leið hér en í Noregi, þangað sem aðferðafræðin var að öðru leyti sótt. Þessu ákvæði laganna þarf að breyta, áður en lagt er upp í næsta áfanga. Eftir Hjörleif Guttormsson » Þessi saga endurspeglar veika stöðu Alþingis gagnvart framkvæmda- valdinu og hversu ósýnt okkur virðist um að leggja traustan grunn að stórum ákvörðunum. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Rammaáætlun með alvarlegum annmörkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.