Morgunblaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011 FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „Við blasir að stofnaður verði Hofs- jökulsþjóðgarður með Þjórsárver í suðri, Kerlingafjöll í vestri. Guð- laugsstungur norðan Hofsjökuls hafa þegar verið friðlýstar. Samkvæmt tillögunni [að rammaáætlun að vernd og nýtingu náttúrusvæða] verða öll þessi svæði vernduð. Næsta skref er að bæta við Jökulsám Skagafjarðar og Hveravallasvæði, sem voru sett í biðflokk.“ Þetta var fullyrt í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands þegar samtökin fögnuðu því að með þingályktunartillögunni hefði unnist mikilvægur sigur. Fullyrðingin um að Hofsjökuls- þjóðgarður sé hið rökrétta næsta skref vakti ekki ýkja mikla athygli og það er helst að félagsmenn í Ferða- klúbbnum 4x4 hafi tekið eftir henni og er nokkur titringur í klúbbnum vegna hennar. Á spjallsvæði klúbbs- ins kemur skýrt fram að félags- mönnum 4x4 líst illa á hugmyndina og vísa þeir ekki síst til þess að fé- lagsmenn hafi orðið illa úti þegar vegum og slóðum var lokað í Vatna- jökulsþjóðgarði. Kynning og meiri verndun Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, bendir á að hugmyndin að Hofsjök- ulsþjóðgarði sé ekki ný af nálinni heldur hafi Hjörleifur Guttormsson lagt til á sínum tíma að þjóðgarðar yrðu stofnaðir út frá helstu jöklum á hálendinu. Vatnajökulsþjóðgarður var fyrst lítið annað en jökulhettan en hefur síðan breiðst út. – En hvers vegna dugar ekki að friðlýsa þau svæði sem að ofan eru nefnd? Þarf líka þjóðgarð? „Ég held að þjóðgarður, eins og á við um Vatnajökulsþjóðgarð, sé stór- kostlegt markaðstæki, ef svo má segja. Þjóðgarður er góð auglýsing og kynning fyrir svæðið. Stofnun þjóðgarðs felur einnig í sér ákveðna löggjöf, eftirlit og vinnu við verndun svæðisins,“ segir Árni. Hann telur öll rök hníga að því að þau svæði í grennd við Hofsjökul sem lenda í biðflokki verði færð í verndarflokk. Þá sé það forsenda fyr- ir stofnun þjóðgarðs að Norðlinga- ölduveita verði slegin út af borðinu og friðland Þjórsárvera stækkað. Árni segir svæðið henta afar vel til að gera úr því þjóðgarð. Það sé afar fjölbreytt, náttúruverndargildi mjög mikið og mörg svæði henti vel til úti- vistar, s.s. Kerlingafjöll, Hveravellir og Jökulsárnar í Skagafirði sem þeg- ar séu nýttar til flúðasiglinga. Hann bendir einnig á að innan þjóðgarðs geti verið mismunandi strangar regl- ur um umgengni, t.d. séu strangar reglur um vernd Þjórsárvera en ann- ars staðar, innan þjóðgarðsins, gæti verndunin verið minni. Fáránleg hugmynd Sveinbirni Halldórssyni, fyrrum formanni Ferðaklúbbsins 4x4 og nýj- um formanni ferðafrelsisnefndar klúbbsins, líst á hinn bóginn vægast sagt illa á hugmyndina um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs. Hann segir fé- lagsmenn hrædda um að undirbún- ingur að stofnun þjóðgarðs sé kom- inn lengra en látið sé uppi opin- berlega. Sveinbjörn segir að klúbburinn hafi alltaf litið svo á að hálendið væri fyrir alla landsmenn en nú virtist sem hið opinbera og ákveðnir aðilar í ferðaþjónustu ætli að breyta því. Þessi öfl vilji með stofnun þjóðgarða stórfjölga erlendum ferðamönnum á hálendinu en um leið loka aksturs- leiðum sem eknar hafi verið um ára- tugaskeið og takmarka þannig möguleika Íslendinga á að ferðast um landið sitt. „Það er verið að búa til ferðamannarekstur uppi á hálend- inu sem við ráðum ekkert við. Um leið er verið að koma í veg fyrir að landsmenn geti sjálfir komist upp á hálendið,“ segir hann. Víða á hálend- inu séu staðir sem séu að spillast vegna þess að engin aðstaða, s.s. sal- erni, sé fyrir göngufólk og aðra. Nær væri að huga að slíkri uppbyggingu. Vatnajökull situr í mönnum Í vetur urðu harðar deilur um verndaráætlun fyrir Vatnajökuls- þjóðgarð, einkum um samgöngur innan þjóðgarðins. Ferðaklúbburinn 4x4 gagnrýndi vinnubrögð við gerð verndaráætlunarinnar harðlega. Klúbburinn hefði nánast ekkert fengið að koma sínum sjónarmiðum að og taldi freklega á rétt sinn geng- ið, ekki síst þegar lokað var fyrir um- ferð um Vonarskarð og um Vikra- fellsleið auk annarra leiða. „Við teljum að við höfum verið hlunn- farnir í Vatnajökulsþjóðgarði og við óttumst að hið sama gerist við Hofs- jökul,“ segir Sveinbjörn. Viðbrögðin við Hofsjökulshugmyndinni litist af reynslunni við Vatnajökul. Reyndar sé nú að störfum samgöngunefnd Vatnajökulsþjóðgarðs sem sé að fara yfir samgöngumál í garðinum og hvort einhverjar tilslakanir verði gerðar. Sveinbjörn bendir á að klúbburinn sé aðeins að fara fram á tímabundna opnun á leiðunum innan þjóðgarðsins, þ.e. að þær séu opnar frá ágústmánuði, þannig að ferðir göngufólks og jeppamanna skarist ekki. Skáli innan friðlands Ferðaklúbburinn 4x4 á skálann Setrið sem mun lenda innan Þjórs- árverafriðlandsins, verði það stækk- að. Verið er að ræða um áhrif stækk- unarinnar á akstursleiðir en Sveinbjörn bendir á að 4x4 hafi stuðl- að að betri umgengni við landið í ná- grenni Þjórsárvera sem annars stað- ar. Náttúruvernd og ferðamennska á vélknúnum tækjum geti vel farið saman. Lífi blásið í Hofsjökulshugmynd  Fjölbreytt svæði með hátt verndargildi  Margar útivistarperlur  Góð kynning fyrir ferðamenn  Mikil tortryggni innan Ferðaklúbbsins 4x4  Sagan frá Vatnajökli muni endurtaka sig Hugmynd um Hofsjökulsþjóðgarð Illugaver Arnarfellsver Geirafell Blautukvíslareyrar Eyvafen Þjórsárver Vatnajökuls- þjóðgarður Vatnajökuls- þjóðgarður Blöndulón Guðlaugstungur Setrið – skáli Ferða- klúbbsins 4x4 Hofsjökull Langjökull Austurdalur Vesturdalur Rústamýrarvist – verndunartillaga Austari- og Vestari jökulsár – hugmyndir um verndun (mörk svæðis hafa ekki verið kynnt) Hveravellir – hugmyndir um verndun (mörk svæðis hafa ekki verið kynnt) Kerlingarfjöll – hugmyndir um verndun (mörk svæðis hafa ekki verið kynnt) Kjölur Sp re ng is an du r Ingólfsskáli Laugafell Hveravellir Kerlingarfjöll Hvítárnes Árbúðir Friðlýst svæði Tillögur/hugmyndir að verndarsvæðum Skáli Svartárbotnar Þverbrekknamúli Þjófadalir Arnarbæli Ströngukvíslarskáli Áfangaflá Orravatnsbúðir Grani Gásagustur Þúfuvatnaskáli Sóleyjarhöfði Tjarnarver Nautalda Klakkur Leppistungur Grunnkort: Landmælingar Íslands Sturtusett Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? NAPOLI hitastýrt sturtusett 26.900,- Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is SÍÐASTI DAGUR ÚTSÖLUNNAR Alls söfnuðust rúmlega 40 milljónir króna í átakinu „Á allra vörum“ 2011. Söfnunarféð verður notað til að kaupa nýtt hjartaómskoðunar- tæki fyrir börn, sem staðsett verður á Barnaspítala Hringsins. Tækið hefur verið nefnt „Hjörtur“, en sú tillaga kom fram með þessum orð- um: „Megi Hjörtur bjarga mörgum litlum hjörtum“ - í beinni útsend- ingu á Skjá einum og mbl.is á föstudagskvöldið. Átakið hófst formlega 12. ágúst með sölu á hinum landsþekktu „Á allra vörum“-glossum frá Dior og lauk með söfnunarþættinum á Skjá einum. Enn er hægt að leggja átakinu lið með því að hringja í símanúmerin 903 1000, 903 3000 og 903 5000. Ríflega 40 milljónir söfnuðust Davíð Þorláks- son, héraðsdóms- lögmaður, var í gær kjörinn for- maður Sambands ungra sjálfstæð- ismanna. Alls greiddu 220 at- kvæði og komu 127 atkvæði í hlut Davíðs. Mót- frambjóðandi hans Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og laga- nemi, hlaut hins vegar 77 atkvæði. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 16. Fimmtán seðlar voru ógildir og einn auður. Hlaut Davíð því 62% gildra atkvæða en Björn Jón 38%. Sambandsþing SUS var að þessu sinni haldið í Hveragerði. Ólafur Örn Nielsen, núverandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Davíð Þorláksson kjörinn formaður á sambandsþingi SUS Davíð Þorláksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.